Þjóðviljinn - 01.11.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 01.11.1987, Blaðsíða 5
1766 til 1771. Hann var um tví- tugt þegar hann kom til Rómar og það er eftir því tekið í ævi- sögum hans að á þeim tíma sem hann bjó á Ítalíu hafi hann fram- leitt sjálfur næsta lítið og yfirleitt sé margt á huldu um þennan tíma. Það er svo talið ólíklegt að hann hafi setið auðum höndum. Það væri ekki eðlilegt um ungan mann og þróttmikinn sem hafði ákveðið að helga sig málverkinu. Hér við bætist að hann ól sig upp eins og háttur var ungra mynd- listarmanna á þeim tíma - þeas með því að gera eftirmyndir af verkum meistaranna. Hann hætti reyndar aldrei að búa til eftir- myndir - til dæmis tók hann „af- myndir“ af helstu verkum Vel- azquezar síðar og þá svo að allir vissu. Þykir sú vinna mjög ná- kvæm og fullkomin. Hér má við bæta ýmsu um per- sónuleika Goya og hina fjöl- breytilegu listgáfu hans. Hann gat líkt eftir hverjum sem var, hann var ungur lista- maður á uppleið og vildi verða hirðmálari - en um leið var hann af alþýðuættum og uppreisnar- gjarn í meira lagi. Hann var einn- ig listamaður sem vildi flytja með verkum sínum ákveðinn boðskap um manninn og jafnvel pólitíkina - einatt með háskalegum afleið- ingum fyrir hann sjálfan, eins og mörgum þeim mun í fersku minni sem sáu sjónvarpsþættina spænsku um ævi Goya. Og hann var snillingurinn sem trúði á gáfu sína og taldi sig öðrum lista- mönnum fremri. Það er ekki ólíklegt að hann hafi skemmt sér við þá tilhugsun að hann kynni allar aðferðir, alla tækni myndlistarinnar og gæti gert allt sem hinir miklu meistar- ar höfðugert. Tizian, Rembrandt eða Velazquez. Didier Pouech telur, að frá slíkri afstöðu til þess að grípa pensilinn til að gabba safnara eða blátt áfram græða fé, sé ekki langur vegur. Feluleikurinn En með því að Goya var ekki falsari í neinum venjulegum skilningi, þá þurfti hann að finna upp á einhverju sniðugu, sem gæfi seinni tíma mönnum mögu- leika á að vita hið sanna. Þess vegna greip hann til þess ráðs að fela nafn sitt hér og þar í verkun- um ( á tólf stöðum í „Venus fyrir framan spegil“ til dæmis). Me- dgessy segir, að þennan feluleik með nafn sitt hafi hann oft stund- að í eigin verkum, til dæmis megi undir stækkunargleri víða sjá nafn hans falið í grafík hans - ekki síst í “Hörmungar stríðsins". Hvaða rugl, segja söfnin Didier Pouech kastaði þessari sprengju inn á parketgólf lista- sögunnar með grein sem birtist fyrir nokkrum vikum í franska blaðinu Liberation. Talsmenn helstu safna heims, sem eiga „falsanir“ Goya ( sem eru vitan- lega aldrei minna en „ekta“ Goya myndir), mótmæla harðlega og draga í efa kunnáttu og vinnu- brögð Medgessys og hins franska kollega hans. Louvre segir að sú mynd eftir da Vinci, sem safnið á og Goya á að hafa falsað, hafi komist á skrá þegar á fimmtándu öld, og National Gallery í London kveðst hafa skjalfestar sannanir um að Velazquez hafi málað Venus sína árið 1651 og nafi ekki þurft aðstoð Goya til þess röskum hundrað árum síðar. Pradosafnið í Madrid kveðst heldur ekki vita neitt til faldra merkinga Goya á eigin verkum (m.a.á myndinni Maja nakin sem safnið á). Pouech býður í staðinn upp á rökræður og nánari rannsóknir. Hann hefur í viðtali við Liberati- on sagt sem svo, að stóru söfnin eigi ágætis rannsóknastofur og kannski hafi þau komist að svip- uðum niðurstöðum og Medgessy, en ekki þorað að láta þessa sprengju springa. áb tók sainan Francisco Goya - sjálfsmynd: kannski var hann til alls vís? Maja nakin er á Pradosafninu í Madrid - Goya hefur falið nafn sitt hér og þar í andliti hinnar fögru konu. Sunnudagur 1. nóvember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.