Þjóðviljinn - 01.11.1987, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 01.11.1987, Blaðsíða 22
KROSSGATA Nr. 591 BRIDGE 1 £ 3 5 S' Z~ 7- 2 3 <j 2 )D )l 12 13 >z )5- )5 2 Ib )5 y 17 (í> 8 13 2 1°i 3 18 7- 5" n )3 SP 20 21 3 s? 10 23 2Ý 25 2 20 y 3 >s 20 2V S 23 22 13 27 )S SP )5 25 )3 2 n 3 2+ (p 28 27 5 2 2D 2<j 20 3v 2 )Z ib )£ 2 2 )<j n (p )sr 2 )S 7- )S IZ n 2 )7 5 ;<? 2S /S 2 12- 20 b 30 )3 9 >3 9 2^ s? 3/ 9 JS V >eM )S /3 2 )3 21 U> 9 )(p 2 <2 W S? 20 i2l T~ )(> )5 2 0 )2 rv 22 3,0 3 9 y )Z é SÐ 2 )S 3 18 2 9 )(p 2Ð (s> S? K> 18 s? (p 7- )sr 5 2b n> 2D /3' & © (? )S 2 22 b n )S 3 2 25 7- )5 2D 3 2 )5 f lo 5 2 )3 lo )5 5- 2 AÁBDÐEÉFGHlfJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ Stafirnir mynda ísienskt orð eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort sem lesið er lárétt eða lóðrétt. Hver stafur hefur sitt númer og qaldurinn við lausn gátunnar er sá að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp því með því eru gefnir stafir í allmörgum orðum. Það eru því eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi í hvern sinn reit eftir því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram að í þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sérhljóða og breiðum, t.d. getur a aldrei komið í stað á qða öfugt. 9 Jí 2á )? a 7 3 )5 Setjið rétta stafi í reitina hérfyrir neöan. Þeir mynda þá alþekkt örnefni. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans, Síðumúla 6, Reykjavík, merkt: „Krossgáta nr. 591“. Skilafrestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa. Mólfriííur Fiimrsdútfir Náttfríður Jósafatsdóttir, Höfða- braut 21, Hvammstanga, fékk verðlaun fyrir krossgátu númer 588. Lykilorðið var Stjörnugróf. Hún fær senda bókina Blaðið okkar eftir Árna Bergmann. Verðlaunin fyrir krossgátuna að þessu sinni er bókin Auðnuleys- ingi og Tötrughypja eftir Málfríði Einarsdóttur. Ljóðhús gaf bókina út. Sambands- þing í dag Ársþing Bridgesambands fslands 1987 verður haldið í Sigtúni 9 í dag, laugardag og hefst kl. 10. Tæplega 50 félög innan BSÍ eiga rétt á að senda fulltrúa til þingsins. Meðal helstu starfa á þinginu verður stjórnarkjör, en einsog alþjóð veit hefur Morgun- blaðið þegar útnefnt næsta forseta sambandsins, og þarmeð stolið „glæpnum" frá lýðnum sem lætur sjá sig á þinginu. Eitt prik fyrir Mogga. Dregið hefur verið í 1. umferð Reykjavíkurbikarkeppninnar í sveitakeppni (þátttaka 16 sveitir). Eftirtaldar sveitir eigast við: Bragi Hauksson gegn Fatalandi, Jón Páll Sigurjónsson gegn Jóni Þorvarðar- syni, Delta gegn Flugleiðum, Sam- vinnuferðir gegn Sveini Eiríkssyni, Guðmundur Baldursson gegn Pólar- is, Esther Jakobsdóttir gegn Guð- mundi Sveinssyni, Sverrir Kristinsson gegn Verðbréfamarkaði Iðnaðar- bankans og Atlantik gegn Hallgrími Hallgrímssyni. Leikjum skal lokið fyrir aðra helgi, þ.e. 7.-8. nóvember). Skráning í Stofnanakeppni Bridge- sambands íslands og Bridgefélags Reykjavíkur, sem spiluð verður dag- ana 21., 22. og 24. nóvember, er haf- in. Skráð verður á skrifstofu BSÍ. Öllum heimil þátttaka. Einar Jónsson og Ragnar Her- mannsson urðu sigurvegarar í Opna minningarmótinu um Einar Þorfinns- son, sem Bridgcfélag Selfoss gekkst fyrir sl. laugardag. Alls tóku 36 pör þátt í mótinu. Austurlandsmótið í tvímenning verður spilað á Egilsstöðum um næstu helgi. 36 pör munu taka þátt í mótinu. Á Hvammstanga munu heimamenn gangast fyrir Guðmund- armóti, til heiðurs Guðmundi Kr. Sigurðssyni, næsta laugardag. Áætlað er að 32 pör taki þátt í mótinu. Bandaríkjamenn urðu heimsmeist- arar í sveitakeppni, eftir úrslitaleik við Breta. í liðinu voru: Hamman og Heldur hefur lifnað yfir þátttökuni í íslandsmóti kvenna og yngri spilara, sem spiluð verður 7.-8. nóvember í Sigtúni. Enn er þó hægt að bæta við pörum og geta væntanlegir keppend- ur haft samband við skrifstofu BSÍ í dag eða Ólaf Lárusson heima á morg- un (16538) til skráningar. Fullbókað er í Opna Sangerðis- mótið, sem spilað verður laugardag- inn 14. nóvember. 32 pör munu taka þátt í mótinu, sem hefst kl. 10 ár- degis. Keppnisstjóri verður Ólafur Lárusson. Nýjar bækur eru til sölu þessa dag- ana hjá skrifstofu BSÍ og von á enn fleirum í næstu viku. Einnig má minna á nýju sagnakortin í spilabox- ið. Ómissandi fyrir hvert félag. Sent í póstkröfu. Reykjavíkurmótið í tvímenning, undanrásir, verða spilaðar helgina 28.-29. nóvember í Sigtúni. Skráning er hafin hjá öllum aðildarfélögum BSÍ í Reykjavík og á skrifstofu BSÍ. Skráningu lýkur mánudaginn 23. nóvember. Þátttökugjald (úrslit inni- falin einnig) kr. 3000 pr. par. Silfur- stig. ÓLAFUR LÁRUSSON Wolff, Martell og Stansby, og Pender og Lawrence, en síðasttaldi kom inn fyrir Hugh Ross, sem varð af þessum sigri vegna veikinda. Bridgesambandið mun beita sér fyrir því að meistararnir komi á Bridgehátíð, sem haldin verður 12.- 15. febrúar á Loftleiðum. Landsbikarkeppni Bridgesam- bandsins í tvímenning, sömu spil um land allt, hefur gengið mjög vel. Um 250 pör voru komin inn til skráningar á föstudag. Ljóst er að þátttaka verð- ur síst lakari í heild en á síðasta ári, þrátt fyrir dapurlega frammistöðu „stóru" félaganna í Reykjavík. Úrslit ættu að liggja fyrir fljótlega í næsta mánuði. „Hvað þýðir þetta átta plús?“ spurði varnarspilarinn. „Jú, sjáðu til,“ svaraði Hjalti Elíasson. „Þcgar ég á að spila spilið, er það plús....“ (Heimild: Guðmundur Pétursson). SKÝRT OG SKORINORT hundraðmilljarða- maðurinn OG SNATI i þegar snati var lítill og veröldin í föstum skorðum - þá var gaman að vera til. tilveran gekk alltaf upp að lokum þó vissulega væru sum mál býsna snúin: einsog tilað- mynda hvernig jörðin getur verið hnattlaga ánþessað fólkið fjúki útí buskann; af hverju ekki er hægt að fara á stóru deildina fyrren maður (eða snati) er þriggja ára; afhverju lítið fólk þarf að fara fyrr að sofa en annað fólk. II og svo leið tími litla snata og með árunum hrönnuðust álitamálin upp: guð, pólitík, ást, brennivín og viðskiptaf ræði tóku við sem reikningsdæmi sem engin leið virtist að fá botn í. að lokum varð snati - lítill eða stór eftir atvikum - að játa sig sigraðan: svo margt væri skrítiö í veraldarinnar kýr- haus að engin leið væri nokk- urntíma að fá botn í það allt- saman. jafnvel virtist ákjósanlegt að gera sér enga rellu útaf hlut- unum: svissa yfir í lögfræði, gleyma guði og láta svo ástamál- in slampast einhvernveginn áfram. III undirritaöur snati er þessvegna hreint ekki vel að sér í hinni æöri ökónómíu. snati veit að ef hann á peninga getur hann eytt þeim í vitleysu en annars ekki. þess- vegna voru það nokkurtíðindi þegarfréttastjóri sjónvarpsins boðaði heimsendi og harmag- eddon af þvi hlutabréf í einhverj- um firmum útí heimi féllu í verði. snati hefur að vísu spurnir af að fréttastjórinn sésjálfurbissness- maður en fjandakornið ekki svo umfangsmikill að talnaleikir í wall-street eða alla leið austrí japan varði hann nokkru. en smáttogsmátt kom á daginn að fréttastjórinn hafði rétt fyrir sér. þetta verðfall - sem enginn veit að vísu útá hvað gengur- er hið versta mál. þannig las snati í blaði að einn maður vestur í guðseiginlandi hefði tapað hundrað milljörðum á einum degi. að vísu kom fram að hann er ekki á vonarvöl - á svosem einsog fimmhundruð milljarða eftir—en engu að síður var á þessum manni að skilja að hon- umleiddustverðföll. IV hversu marga sleikipinna mætti ekki kaupa fyrir hundrað milljarða króna? fjárlög ríkisins státa víst ekki af svona bústnum tölum, einsog tap þessa eina manns á einum degi í talnaleik í kauphöllum. en allt þetta um- stang færirsnata heim sanninn um það að hann gerði rétt með því að hætta í viðskiptafræðinni hór um árið - og raunar lögfræð- inni líka, en það er önnur saga- þótt hann hafi kannski hangið á horriminni fyrir bragðið. því undir- ritaður snati veit að hann getur aldrei í lífinu tapað hundrað milljörðum á einu bretti - á sama hátt er víst að sólin kemur upp fyrr eða síðar og bæði snati og hundraðmilljarðamaðurinn safn- ast til feðra sinna einn góðan veðurdag. 22 SfDA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 1. nóvember 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.