Þjóðviljinn - 01.11.1987, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 01.11.1987, Blaðsíða 17
Móðir Kona Meyja Út er komin hjá Forlaginu skáldsagan Móðir Kona Meyja eftir Nínu Björk Árnadóttur. Þetta er fyrsta skáldsaga höfund- ar en Nína er löngu þjóðkunn sem ljóð- og leikritaskáld. Um efni bókarinnar segir m.a. á kápubaki: „Haustið 1958 held- ur Helga litla í Heiðarbæ suður og ræðst í vist til ríkmannshjóna í Reykjavík. Sextán ára sveita- stelpa sem eignast hefur barn í lausaleik. Árið í húsinu er tími mikilla atburða og skiptir sköpum í lífi hennar. Helga lætur engan ósnortinn - hún er náttúru- barn og ögrun við lífið á möl- inni... Nína Björk ljær því fólki mál sem ekki er til frásagnar um hlut- skipti sitt, hvort heldur það er fína frúin Heiður sem fléttar sorg sína og sviknar tilfinningar í vef- inn sem hún brennir að hausti - eða Ameríkanasonurinn Villý sem berst fyrir tilveru sinni í braggahverfum Reykjavíkur... Frásögnin einkennist af heitum erótískum lýsingum, næmi á and- stæður þjóðfélagsins og er gædd þeim ljóðrænu töfrum sem Nína Björk Árnadóttir hefur flestum skáldum betur á valdi sínu.“ Brúðarmyndin, hið nýja leikrit Guðmundar Steinssonar, sem frumsýnt var í Þjóðleikhúsinu þ. 23. sl., kemur út nú á næstu dögum á vegum bókaforlagsins Svart á hvítu. f Brúðarmyndinni er Guð- mundur, eins og stundum áður, að „fjalla um ráðvillt nútímafólk á þann gagnrýna hátt sem honum einum er lagið“, eins og stendur á bókarkápu. Ennfremur segir: „Hér er jafnframt áleitin og allt að því áþreifanleg hugleiðing um ábyrgð listamannsins, sjálfbirg- ingshátt hans og hroka andspænis veruleikanum sem hann hyggst fella í listrænt form. Brúðar- myndin er miskunnarlaus rann- sókn á þeim hugmyndum sem við gerum okkur um veruleika og blekkingu, og á því hvernig við staðfastlega teljum okkur trú um að líf okkar, umhverfi og samfé- lag séu fegurri og okkur hagstæð- ari en þau í rauninni eru.“ Guðmundur Steinsson er tví- mælalaust í fremstu röð íslenskra leikskálda. Meðal þekktustu verka hans eru Sólarferð, Skírn og Stundarfriður, en það síð- asttalda hefur verið þýtt á fjöl- mörg tungumál. Brúðarmyndin er tíunda leikrit Guðmundar. BOKASIÐAN Umsjón Hrafn Jökulsson 1 Fjölmiðlar ráða oft úrslitum Jóhann Páll Valdimarsson í spjalli um Forlagsbcekur og fleira „Aðaltromp Forlagsins að þessu sinni eru þrjár íslenskar skáldsögur sem allar eru eftir konur: Gunnlaðarsaga Svövu Jakobsdóttur, Móðir Kona Meyja eftir Nínu Björk og eldhúsrómaninn Ung, há, feigog Ijóshærðeftir Auði Haralds," sagði Jóhann Páll Valdimarsson í spjalli við Sunnudagsblaðið um útgáfu bóka Forlagsins að þessu sinni. En Forlagið gefur fleiri athygl- isverðar bækur út, t.a.m. llminn - sögu af morðingja eftir Patrick Suskind í þýðingu Kristjáns Árnasonar, en bókin sú hefur verið þaulsætin á metsölulistum víða um heim síðustu misseri. Þykir mönnum sem enn hafi ver- ið rofinn sá múr sem aðskilur bókmenntir og afþreyingarbækur hvað sölu og vinsældir varðar. Þá mun mörgum þykja fengur í Kvæðum og söngvum Bertolts Brecht í útgáfu Þorsteins Þor- steinssonar (sjá frásögn annars staðar á síðunni) og Demants- torginu eftir Mercé Rodoreda í þýðingu Guðbergs Bergssonar. Síðast en ekki síst má nefna Töfralampa Heinesens sem út kom á dögunum í þýðingu Þorg- eirs Þorgeirssonar. Forlagið átti söluhæstu endur- minningabókina í fyrra, endur- minningar Þuríðar Pálsdóttur, og hún stendur nú að bókinni A besta aldri, í samvinnu við Jó- hönnu Sveinsdóttur. Bókin fjall- ar um breytingaskeiðið í lífi kvenna og er víða komið við. Forlagið gefur út eina ævisögu þetta árið: Minningar barna- læknis, líffssögu Björn Guðb- randssonar, sem skráð er af Matt- híasi Sæmundssyni. f vor gaf Forlagið út Tómas Jónsson- metsölubók og að sögn Jóhanns Páls hafa á annað þús- und eintök selst. En gefur það þá ekki góð fyrirheit um vorbóka- vertíð? „f þessu sambandi skiptir veru- legu máli að Tómas kallinn var gefinn út í ódýru kiljuformi. Á vorin kaupir fólk bækur fyrir sjálft sig gagnstætt jólavertíðinni þegar hartnær allar bækur eru ætlaðar til gjafa. Ég álít þess vegna að bækur sem koma út að vori til þurfi að vera ódýrar - og þá er líka vel hægt að selja þær. Mér finnst alls ekkert ólíklegt að hérlendis verði þróunin sú sama og víða í útlöndum þar sem bækur eru endurútgefnar í kiljum um það bil misseri eftir að þær koma út. Einhverjir útgefendur eru smeykir um að þá steinhætti fólk að kaupa bækur fyrir jólin og bíði þangað til verðið lækkar með ódýrari útgáfu. Ég held að sá ótti sé ástæðulaus, einmitt vegna þess að fyrir jólin kaupir fólk til gjafa og vill að bækurnar séu vandaðar í útliti.“ - Þú varst á Bókaþingi um dag- inn. Voru menn almennt brattir, fannst þér? „Ekki get ég nú sagt það; að því leyti að mér fannst ekkert nýtt koma fram þar. Menn voru al- mennt nokkuð sammála." - Sammála um hvað? „Einkum og sér í lagi um gríð- arleg áhrif fjölmiðla á sölu bóka. Umfjöllun þeirra skiptir höfuð- máli, þótt Árni Bergmann hafi að vísu lýst þeirri skoðun sinni að fjölmiðlar hefðu lítil eða engin áhrif. Ég vara við þessu sjónar- miði, vegna þess að bækur koma yfirleitt út rétt fyrir jólin og því skiptir það miklu máli að athygli fjölmiðla beinist að þeim. í fæst- um tilvikum hafa bækur tíma til að sanna sig sjálfur, spyrjast út.“ - Þú ert ansi snemma á ferðinni með þínar bækur að þessu sinni og einar fimm eða sex komnar út. Fá þær þá ekki nægan tíma til að „sanna sig“, burtséð frá við- tökum fjölmiðla? „Jú, ég vona það. En það var einmitt af þessum ástæðum sem við lögðum allt kapp á að koma bókunum út fyrr en venjulega. Nú er líka nægur tími fyrir fólk að vega og meta þessar bækur - áður en það er orðið albrjálað í jólaös- inni.“ - Umfjöllun fjölmiðla þótti alltryllingsleg á köflum í fyrra - einkum voru sumir rithöfundar í sviðsljósinu. Hvað finnst þér um þetta ? „Ég hlýt, sem útgefandi, að fagna þessari þróun því hún leiðir örugglega til aukinnar bóksölu. Mér finnst ekki rétt að vera með aðfinnslur þó einstaka bækur og höfundar þeirra hafi verið áber- andi. Að vísu er það tvíbent ef sviðshæfileikar höfunda ráða úr- slitum og þeir sem ekki eru gefnir fyrir að trana sér fram verða utanveltu. Þannig getur þetta bitnað á þeim höfundum sem eru óframfærnir, en ég er bara hreint ekki viss um að við því séu nokk- uð að gera.“ - Það var og. Ennú liggur beint við að spyrja í upphafi vertíðar: Ertu bjartsýnn á gott aflaár? „Já, ég er það. Bókasala hefur vaxið aftur undanfarin ár eftir nokkra lægð. Ég held að það sé ekki síst vegna þess að útgefend- ur leggja nú meiri metnað en áður í að gefa út góðar og vand- aðar bækur. Þannig hefur titlun- um fækkað í heild en gæðin aukist. Ég hef tröllatrú á því að góðar bækur eigi framtíðina fyrir sér en vondum bókum fækki. Og það er ánægjuleg þróun fyrir alla.“ -hj- Besti vinur Ijóðsins Skáldsögukvöld á Borginni Níu vœntanlegarskáldsögu kynntar Besti vinur Ijóðsins stendur fyrirskáldakvöldi á Hótel Borg fimmtudaginn 5. nóvember n.k. þar sem lesið verðurúr9 nýjum skáldsögum. Éftirtalin skáld koma fram: Gyrðir Elíasson, Svava Jakobs- dóttir, Nína Björk Árnadóttir, Einar Kárason og Sjón, en lesið verður úr skáldsögum Auðar Haralds, Vigdísar Grímsdóttur og Álfrúnar Gunnlaugsdóttur. Síðast en ekki síst verður lesið úr bók þess dularfulla „Tómasar Davíðssonar". Nú fyrir jólin koma út fleiri skáldsögur en í annan tíma og skáldakvöld Besta vinarins ætti því að vera áhugafólki um bók- menntir kærkomið tækifæri til að átta sig á því hvað á boðstólum verður. Vert er að minna á að veitinga- sala Hótel Borgar verður opin. Skáldakvöldið hefst klukkan níu og miðaverð er 300 krónur. (Fréttatilkynning) Forlagið: Kvœði og söngvar Brechts í vikunni kom út hjá Forlaginu Kvæði og söngvar 1917-56 eftir Bertolt Brecht. Þetta er í fyrsta skipti sem íslenskum bókmennta- unnendum gefst kostur á að kynnast ljóðagerð Brechts, en hann er flestum kunnur fyrir leikrit sín. Þorsteinn Þorsteinsson annað- ist útgáfuna og þýddi mikinn hluta ljóðanna í bókinni. Þar leggja þó margir fleiri hönd á plóg, þar á meðal mörg af okkar bestu skáldum, svo sem Halldór Laxness, Sigfús Daðason, Þorg- eir Þorgeirsson, Þorsteinn frá Hamri, Þórarinn Eldjárn, Mál- fríður Einarsdóttir og Thor Vil- hjálmsson. „Öll mikil kvæði hafa heimild- argildi“ er haft eftir Bertolt Brecht á bókarkápu. Þar stendur ennfremur: „Ljóð hans eru eftir- minnilegri vitnisburður um nú- tímann en flest annað í ljóðagerð tuttugustu aldar.“ J Sunnudagur 1. nóvember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SfÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.