Þjóðviljinn - 05.11.1987, Blaðsíða 1
Keflavíkurvöllur
Adalfundur LÍÚ
Vestfirðir
Bónusinn fyrir róða
Pétur Sigurðsson: Samningaviðrœður um nýtt bónusfyrirkomulag. Hópbónus
ístað einstaklingsbónuss. Sömu greiðslur til allra. Fordœmifyrir aðra
Ef þetta dæmi gengur upp, trúi
ég ekki öðru en að þetta geti
verið fordæmi fyrir aðra. Hóp-
bónusinn hefur ýmsa kosti fram
yfir hinn illræmda einstaklings-
bónus. Fyrir utan augljósan
launajöfnuð og kjarabót fyrir
töluverðan hluta starfsmanna,
stuðlar hann að aukinni sam-
stöðu starfsfólks á vinnustöðum í
stað mismunandi launa og sam-
keppni, sagði Pétur Sigurðsson,
formaður Alþýðusambands Vest-
fjarða, en sambandið stendur nú í
ströngum viðræðum við atvinnu-
rekendur um nýtt bónusfyrir-
komuiag í fískvinnslunni.
Pétur sagði að enn væri of
snemmt að segja til um það hvort
samningar tækjust um hópbónus.
- Við erum í sameiningu að vinna
að þessum málum og enn er of
snemmt að segja til um hvað
þetta þýðir að jafnaði í kaupi. í
þessari viku er eitt frystihús á
Flateyri að vinna eftir þessu kerfi
og það verður ekki fyrr en við
sjáum hvað kemur út úr þeirri
tilraun, sem hlutirnir fara að
skýrast.
f þeim hugmyndum sem
Vestfirðingarnir eru að fara yfir,
er gert ráð fyrir að allir hafi sömu
laun og sama bónus - hvort held-
ur þeir vinna við flökun, pökkun,
frystingu eða eru í fiskmóttöku.
- Vitanlega eru afköst manna
mismunandi. En ég er sannfærð-
ur um að það reynist það mikil
samkennd hjá fólki að það þurfi
ekki að koma til metings, þó að
framlag manna sé mismikið,
sagði Pétur.
- Ég óttast ekki að hópbónus
hafi letjandi áhrif á afköstin. All-
ur sá tími og mannskapur sem við
núverandi bónuskerfi er bundinn
við talningu og bónusútreikninga
kæmi inní framleiðsluferlið og
yki á heildarafköstin, sagði Pét-
ur.
Undanfarinn mánuð hefur ver-
ið gerð tilraun með hópbónus hjá
íshúsfélagi ísfirðinga. Jóhann
Jónsson, framkvæmdastjóri fé-
lagsins, vildi ekkert láta hafa eftir
sér um málið, en sagði að hér væri
aðeins um tímabundna tilraun að
ræða.
Samkvæmt heimildum Þjóð-
viljans hefur nýja launakerfið hjá
íshúsfélaginu leitt til umtals-
verðrar hækkunar dagvinnu-
launa hjá flestum starfsmann-
anna. Að jafnaði eru mánaðar-
laun fyrir dagvinnuna um 52.000 í
hópbónusnum, en þess má geta
að dagvinnulaun samkvæmt gild-
andi samningum eru um 33.000.
-rk
Skák
íbið
Níunda skákin í einvígi þeirra
Garrís Kasparofs heimsmeistara
og Anatólí Karpofs áskoranda
fór í bið eftir 43. leik þess síðar-
nefnda en hann stýrir hvítu
mönnunum. Staðan er afar flók-
in.
Sjá skákskýringu Helga
Ólafssonar ábls. 11.
Landsfundur AB
Fundurinn
hefst í dag
Klukkan hálfsex f dag hefst 8.
landsfundur Alþýðubandalagsins
í gömlu Rúgbrauðsgerðinni, í
Reykjavík. Gífurlcgar annir hafa
verið á skrifstofu flokksins að
undanförnu við skráningu full-
trúa og Qölföldun á tillögum og
greinargerðum sem lagðar verða
fyrir fundinn.
Hátt í fjögur hundruð fulltrúa
alls staðar af landinu eiga seturétt
á Iandsfundinum sem lýkur síð-
degis á sunnudag.
Eitt af verkefnum þessa lands-
fundar er að kjósa Alþýðubanda-
laginu nýja forsystusveit en kosn-
ing um formann flokksins fer
fram á laugardagsmorgun.
Á myndinni, sem tekin var á
skrifstofu AB í gær, eru þær Mar-
grét Tómasdóttir skrifstofumað-
ur AB (til hægri) og Margrét
Óskarsdóttir útbreiðslustjóri
Þjóðviljans á kafi í pappírum og
skýrslum sem lagðar verða fyrir
landsfundarfulltrúa.
Viðtöl við Sigríði Stefánsdótt-
ur og Ólaf Ragnar Grímsson,
sem bæði hafa gefið kost á
sér í formannskjöri, eru á
bls. 3.
Síðari hluti af tillögum Varma-
landsnefndar bls. 5.
Lægst settu
jokaðir inhi
Útivistarbann hermanna
gildir eingöngufyrir þá
lægstéttu íherliðinu og
einhleypinga
Reglur um bann við ferðum
hermanna á Keflavíkurvellinum
utan hersvæðisins á nóttunni,
eiga ekki við alla hermenn heldur
eingöngu við þá lægst settu i her-
liðinu og þá sem eru einhleypir,
samkvæmt upplýsingum þeirra
Friffgeirs Eydals blaðafulltrúa
hersins og Þorgeirs Þorsteins■
sonar lögreglustjóra á Keflavík-
urflugvclli.
Hermenn sem bera 5 lægstu
gráður og þeir sem eru einhleyp-
ir, mega ekki vera utan hervallar-
ins frá miðnætti til 6 að morgni.
Aðrir hermenn mega vera utan
vallarins á nóttunni en þá ein-
göngu í einkahúsum. Þeim er
ekki heimilt að sækja samkomu-
staði né vera á almannafæri á
nóttunni. -Ig.
Stjómvöld harðlega gagnrýnd
Kristján Ragnarsson formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna:
Stjórnvöld hafa glutrað niður einstæðu tœkifœri til að ná niður verðbólgu. Góð
afkomaútgerðar. Verðmæti sjávarvöruframleiðslunnar jókst um 24% frá fyrra ári
Formaður LÍÚ gagnrýndi
stjórnvöld harðlega fyrir að
hafa glutrað niður einstæðu tæki-
færi á síðustu tveimur árum til að
ná niður verðbólgu meðan góð-
æri hefði ríkt innan sjávarútvegs-
ins og hann getað tekið á sig veru-
legar innlendar verðhækkanir án
þess að fá það bætt með lægra
gengi.
Sagði Kristján, á aðalfundi
LÍÚ í gær að sjávarútvegurinn
hefði á síðustu tveimur árum búið
við hagstæð ytri skilyrði. Meðal
annars hefði fiskverð á erlendum
mörkuðum verið hátt, olíuverð
hagstætt og síðast en ekki síst
hefðu skilyrði í sjónum verið
einkar góð.
Áætlað er að framleiðsluverð-
mæti sjávarafurða verði 40.5
milljarðar króna á þessu ári og
aukist um 7.9 milljarða króna eða
um 24%. Verulegar verðhækk-
anir hafa orðið á frystum fiski
milli ára eða um 20% og á
saltfiski um 25%. Þá hefur fersk-
ur fiskur hækkað í verði um 5-
10%.
Afkoma útgerðarinnar er nú
betri en en oft áður. Togararnir
eru taldir skila um 20% í verga
hlutdeild fjármagns, en bátarnir
um 12%. Það leiðir til um 6%
hagnaðar hjá togurum en 1.5%
taps hjá bátum. Niðurstaðan í
heildaruppgjöri flotans leiðir til
2.5% hagnaðar sem nemur um
440 milljónum króna ef miðað er
við 6% ávöxtun fjármagns.
-grh
Grásleppuhrogn
Blikur á lofti
Þunglega horfir í markaðsmálum
Þunglega horfír um sölu á
grásleppuhrognum fyrir vertíð-
ina á næsta ári og varar stjórn
Landssambands smábátaeigenda
alla grásleppukarla við því að
hefja veiðar á komandi vertíð án
þess að hafa tryggt sér sölu á þcim
hrognum sem þeir kunna að afla.
Sölustofnun lagmetis þarf eng-
in hrogn að kaupa á næstu vertíð
því þar eru á lager 8-10.000 tunn-
ur. Þá eiga Kanadamenn óseldar
800 tunnur í Danmörku og bjóða
þær til sölu á 925 mörk. Ennfrem-
ur munu þeir eiga nokkur þúsund
tunnur í Kanada, sem hefur þó
ekki fengist staðfest. í Noregi eru
einnig óseldar birgðir. _gr|,