Þjóðviljinn - 05.11.1987, Blaðsíða 11
ERLENDAR FRÉTTIR
Sovétríkin
Sakharof
leysir frá
skjóðunni
ígœr birti sovéskt vikurit viðtal við hinn
þekkta andófsmann sem greinirfrá
ýmsu erfram að þessu hefur legið í
þagnargildi eystra
Hinn þekkti andófsmaður og er fram að þessu hefur legið í
friðarverðlaunahafi Nóbels, þagnargildi eystra. Viðtalið var
Andrei Sakharof, ræddi í fyrri tekið þrem dögum áður en Mtka-
viku við blaðamann sovéska viku- el Gorbatsjof flutti hátíðarræðu
ritsins „Moskvufréttir“ og var sína í tilefni sjötíu ára afmælis
það birt á prenti í gær. Þetta kvað rússnesku byltingarinnar en í
vera í fyrsta skipti um langa hríð henni vék hann að valdaskeiði
að Sakharof fær að viðra skoðan- Grúsíumannsins grálynda.
ir sínar í víðlesnu sovésku blaði. í Sakharof sagði í símaspjalli við
viðtalinu lét hann meðal annars fréttamann Reutersfréttastof-
svo ummælt að „enn ætti eftir að unnar í gær að hann væri „himin-
segja hinn skelfilega sannleika“ lifandi" yfir því að viðtalið skyldi
um valdaskeið Jósefs Stalíns. • hafa verið birt. „Ég lít á þetta sem
Sakharof hrósaði eftirmanni enneinastaðfestinguáglasnost,"
Stalíns, Níkíta Krúsjof, í hástert sagði hann og vísaði til kröfu
og sagði hann hafa verið „framúr- Gorbatsjofs um opna og frjálsa
skarandi leiðtoga" og krafðist umræðu í sovésku samfélagi.
þess að látið yrði af því í Sovét- Sakharof gerði ræðu aðalritar-
ríkjunum að segja aðeins hálfan ans að umtalsefni: „Gorbatsjof
sannleik í sögulegum efnum eða sagði ekki allan sannleikann um
þegja um óþægilegar stað- atburði fjórða og fimmta áratug-
reyndir. arins í ræðu sinni. Ég var ekki
Sakharof upplýsir sovéskan al- ánægður með allt sem þar kom
menning um ýmislegt í viðtalinu fram. Ég hafði vænst og vonast
Andrei Sakharof. „Gorbatsjof sagði ekki allan sannleikann í ræðu sinni."
eftir meiru.“ En hann bætti því
við að hann byndi miklar vonir
við þau heit aðalritarans að nefnd
yrði sett á laggirnar til að fara
ofaní saumana á kúgunaraðgerð-
um Stalíns.
í viðtalinu í Moskvufréttum
ræddi Sakharof um njósnir So-
vétmanna um kjarnorkuáætlanir
Bandaríkjamanna á árum síðari
heimsstyrjaldar. Það er alkunna
að Sakharof starfaði sjálfur við
kjarnorkuáætlun Sovétmanna,
einkum að hönnun og fram-
leiðslu fyrstu vetnissprengju
þeirra á sjötta áratugnum.
Sakharof sagði þýskfædda vís-
indamanninn Klaus Fuchs hafa
látið Sovémönnum í té mikilvæg
kjarnorkuleyndarmál á stríðsár-
unum og eftir stríð af hugsjóna-
ástæðum. Fuchs var handtekinn á
Bretlandi árið 1949 og sat í fang-
elsi næstu fjórtán árin eftir að
hafa játað á sig njósnir fyrir
Kremlverja. Þegar hann var
látinn laus settist hann að í
Austur-Þýskalandi.
Sakharof gagnrýndi nýja sov-
éska heimildamynd um örlög Et-
helar og Júlíusar Rósenbergs en
þau voru tekin af lífi í Bandaríkj-
unum árið 1953 fyrir meintar
njósnir í þágu Sovétmanna. Kvað
hann ekki hægt að fá botn í mál
þeirra án þess að geta um njósnir
Fuchs. „f þessu sambandi er frá-
Ieitt að láta þess ógetið að banda-
ríska Ieyniþjónustan náði fram
hefndum vegna njósna Klaus
Fuchs með því að fá Rósenberg
hjónin tekin af lífi.“ -ks.
Umsjón: Helgi Ólafsson
Kaipov með heldur betra í f lókinni stöðu
9. einvígisskák Karpovs og Kasparovsfór í bið ígœr eftir 43 leiki
Níunda einvígisskák Anatolys
Karpovs og Garrís Kasparovs fór
í bið I gærkvöidi eftir 43 ieiki.
Staðan er flókin en ef eitthvað er
stendur Karpov heldur betur að
vígi. Kasparov náði eins og kunn-
ugt er að jafna metin í áttundu
einvígisskákinni sem lauk á
þriðjudaginn og Karpov reyndi
þvi allt sem í hans valdi stóð til að
ná aftur yfirhöndinni. Hann
hafnaði jafntefli hvað eftir annað
og reyndi undir lok setunnar að
knýja fram vinning í stöðu sem
margir álitu dautt jafntefli.
Kasparov beitti enn og aftur
Grunfelds-vörninni þrátt fyrir
mikla erfiðleika í sjöundu skák-
inni. Hann breytti út af þegar í
14. ieik og þótti sýnt að upp væri
komin staða sem Karpov hefði
kynnt sér rækilega fyrir einvígið.
Sterkasti skákmaður Svía, stór-
meistarinn Ulf Andersson, taldi
Karpov hafa þægilegra tafl í
kringum 20. leik. Stuttu síðar
þegar staða Karpovs virtist ekki
bjóða upp á neitt annað er jafn-
tefli hélt hann áfram og hefur náð
fram afar athyglisverðri stöðu þar
sem möguleikar hvíts verða að
teljast betri.
Þeir taka til við biðskákina á
morgun kl. 15.30 að íslenskum
tíma. Þetta er þriðja skákin í röð
sem fer í bið og hlýtur það að
teljast dæmigert fyrir hina miklu
baráttu í einvíginu.
9. einvígisskák:
A. Karpov - G. Kasparov
Grunfelds-vörn
1. d4 Rfó 2. c4 gó 3. Rc3 d5 4. cxd5
Rxd5 5. e4 Rxc3 6. bxc3 Bg7 7.
Bc4 c5 8. Re2 Rcó 9. Be3 0-0 10.
0-0 Bg4 11. f3 Ra5 12. Bxf7-F
Hxf7 13. fxg4 Hxfl+ 14. Kxfl
cxd4
Kasparov var eðlilega ekki
ánægður með þróun mála í 7.
skákinni þegar hann hékk á jafn-
tefli með geysilegum erfiðismun-
um. Hann lék þá og í 5. skákinni
14. .. Dd6 en snýr nú taflinu yfir í
„gamla afbrigðið”. Um tíma hélt
ég að Karpov hygðist leika 15.
Bxd4 en hann velur eðlilegasta
leikinn ...
15. cxd4
... sem vill þýða að þróun
Grunfelds-varnarinnar hefur
tekið glænýja stefnu.
15. .. Db6 16. Kgl De6 17. Dd3
Dxg4 18. Hfl
Sennilega er þetta allt saman
undirbúningsvinna af hálfu Karp-
ovs. Hann gefur peðið til baka og
fær þægilega stöðu í staðinn.
18. .. Ilc8 19. h3 Dd7 20. d5 Rc4
Sænski stórmeistarinn Ulf
Andersson, sem kann vel að
meta lítið en öruggt frumkvæði,
kvað upp úr með það að hvítur
hefði „a nice position”, þ.e. þægi-
lega stöðu. Slíkum dómi er vita-
skuld ekki hægt að andmæla.
21. Bd4 e5
Eftir 21. .. Re5 22. Db3 hótar
hvítur í mörgum tilvikum Re2-f4-
e6.
22. dxe6
Frípeðið á d-línunni spilar ekki
stórt þegar svartur hefur náð að
skorða það svo Karpov opnar
taflið.
22... Dxc6 23. Bxg7 Kxg7 24. Rf4
Dd6 25. Dc3+
25. Kh6
En ekki 25. .. De5?? 26. Re6+
Kf827. Dxc4! og vinnurþví27. ..
Hxc4 strandar á 28. Hf8 mát eða
26. .. Kh6 27. Dcl+ g5 28. Hf5!
og hvítur vinnur. Kóngsstaða
svarts er býsna óörugg en það er
ekki auðvelt mál að notfæra sér
það.
26. Rd5
26. Rd3 leit mun betur út. Ein
hugmyndin er27, Hf7 eða jafnvel
27. Rf2 og -Rg4+. Svartur á 26...
Hd8 og framhaldið gæti orðið 27.
Hf7 Dd4 (ekki 27. .. Dxd3 28.
Dg7+ Kh5 29. Dxh7 Kg5 30. h4+
Kxg4 31. Dxg6 og mátar. Reyna
má 28. .. Kg5 en hvítur vinnur
eftir sem áður með 29. Hf5+!)
28. Dxd4 Hxd4 29. Rf2 og svartur
á í erfiðleikum í þessari stöðu.
Það kann að vera að Karpov hafi
hafnað þessum möguleika vegna
26. .. Da3 með hugmyndinni 27.
Dd4 Dd6 o.s.frv.
26. .. De5 27. Dd3 Kg7
Kóngurinn snýr heim á leið og
mesta hættan er liðin hjá.
28. Rf6 Dd6 29. Dc3
Alls ekki 29. dxc4?? vegna 29. ..
Db6+og síðan fellur drottningin,
ekki 29. .. Hxc4 30. Re8+
o.s.frv.
29. .. De5 30. Dd3 Dd6 31. Dc3
De5 32. Db3
Karpov gat krafist jafnteflis með
32. Dd3 en hann teflir ótrauður
til sigurs þó staðan bjóði ekki upp
á mikið.
32. .. Hc7 33. Dd3
Karpov er ekkert að flýta sér
frekar en fyrri daginn. Hann gat
reynt 33. Khl eða jafnvel 33. Rg4
Dd4+ (ekki 33. .. Dxe4 34.
Dc3+ og vinnur) 34. Khl Rd2!?
35. Dg3 með flókinni stöðu.
33... Hf7 34. dxc4 Hxf6 35. Hdl
■Það hefðu margir sæst á jafntefli í
þessari stöðu en Karpov heldur
taflinu gangandi vitandi að erfið
prófraun bíður hans í næstu skák
þegar hann hefur svart.
35. .. b5
Svartur reynir auðvitað að gera
sér mat úr peðameirihlutanum á
drottningarvæng.
36. Hd7+ Kh6 37. De2 Dc5+ 38.
Kh2 De5+ 39. g3 Dc3 40. Kg2
Dc4 41. De3+ g5 42. Hd2 Dfl +
43. Kh2
Loksfórskákiníbið. Þóttjafn-
tefli hafi lengi blasað við er þessi
staða langt frá því að vera ein-
föld. Kóngsstaða beggja er frem-
ur ótraust en Karpov tekst að
hafa örlítið betra vegna frelsingj-
ans á e-línunni. Jafntefli þykja
mér þó líklegustu úrslitin.
Staðan.
Karpov 4 (1) - Kasparov 4 (1)
Fimmtudagur 5. nóvember 1987, ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 11