Þjóðviljinn - 05.11.1987, Blaðsíða 5
LANDSFUNDUR ALÞÝÐUBANDALAGSINS LANDSFUNDUR ALÞÝÐUBANDALAGSINS LANDSFUNDUR ALÞÝÐUBAND
Tillögur Vaimalandsnefndar
Þjóðviljinn birti í gær tillögur
Varmalandsnefndarinnar svo-
kölluðu að ályktunum landsfund-
ar Alþýðubandalagsins um
starfshætti flokksins, um verka-
lýðsmál og byggðamál. Hér verð-
ur haldið áfram og birtar álykt-
unartillögur um umhverfismál,
jafnrétti kynjanna og um utan-
ríkismál.
Tillaga að ályktun um
umhverfismál
Landsfundur Alþýðubanda-
lagsins 1987 minnir á, að Alþýðu-
bandalagið mótaði fyrst íslenskra
stjórnmálaflokka stefnu í um-
hverfismálum. í stefnuskrá
flokksins frá 1974 og íslenskri
orkustefnu frá 1976 er að finna
samþykktir um umhverfisvernd
og auðlindir, sem enn eru í fullu
gildi. Barátta Alþýðubandalags-
ins og íslenskra sósíalista fyrir
óskoruðum yfirráðum yfir fiski-
miðunum við landið lagði grunn-
inn að efnahagslegri framtíð
þjóðarinnar og lífskjörum síð-
ustu áratuga. Að sama marki hef-
ur beinst varðstaða flokksins um
íslenskar orkulindir og andófið
gegn ásælni erlendra auðhringa.
Þrátt fyrir mikinn árangur af
baráttu Alþýðubandalagsins fyrir
umhverfisvernd, eru fjölmörg
atriði á þessu sviði í ólestri.
Stöðugt eru líka að bætast við
nýir hættuboðar vegna tæknivæð-
ingar og mengunar, m.a. erlendis
frá. ísland er ekki lengur eyland,
sem geti treyst á að fjarlægð og
einangrun veiti skjól.
a. Brýnustu úrlausnarefuin.
Umhverfismálin snerta fjöl-
marga þætti. Því er nauðsynlegt
að stjórnvöld og Alþingi marki
stefnu um forgangsröðun og nýt-
ingu fjármuna. A Alþingi hefur
Alþýðubandalagið margsinnis
flutt tillögur um 10 ára áætlun um
úrbætur í umhverfismálum og
náttúruvernd.
Landsfundurinn telur brýnustu
úrlausnarefnin vera:
★ Gróðurvernd og endurheimt
landgæða.
★ Verndun fiskimiðanna gegn
kjarnorkuvá.
★ Verndun viðkvæmra og eftir-
sóttra staða gegn átroðslu.
b. Auðiindir þjóðareign. Al-
þýðubandalagið berst fyrir því að
litið verði á náttúruauðlindir í
landinu sem sameign þjóðarinn-
ar. Þetta á við um fiskistofna,
orkulindir, hagnýtanleg jarðefni
og gróðurlendi. Bændur geti þó
átt jarðir með hefðbundnum
hlunnindum, ef þeir svo kjósa, en
hindra ber brask með jarðnæði,
lendur og lóðir.
Tryggja þarf verndun lífrænna
auðlinda, þannig að ekki sé
gengið á höfuðstólinn og haga
stjórnun á nýtingu með það að
markmiði.
c. Stjórnun umhverfismála.
Landsfundurinn ítrekar þá stefnu
Alþýðubandalagsins, að sameina
eigi yfirstjórn helstu þátta um-
hverfismála í einu ráðuneyti og
tryggja nauðsynleg samráð rnilli
ráðuneyta og stofnana á þessu
sviði. Togstreita og sundurvirkni
innan stjórnkerfisins er fyrir
löngu orðið hindrun í vegi fyrir
úrbótum og jafnframt nýtist tak-
markað fjármagn verr en skyldi.
d. Rannsóknir í svelti. Rann-
sóknir í þágu umhverfismála eru
af mjög skornum skammti. Þær
eru þó undirstaða þess að hægt sé
að taka málin réttum tökum og
koma í veg fyrir rányrkju og
óhöpp. Því leggur landsfundur-
inn áherslu á að auka fjárveiting-
ar til umhverfisrannsókna, m.a.
til rannsókna á vistfræði íslenskra
hafsvæða, á dýrastofnum, á gróð-
urlendi og plöntustofnum og að-
ferðum til landgræðslu. Einnig
þarf að fylgjast skipulega með
hvers konar mengun og leita
leiða til að draga úr henni. Á sviði
ferðamála er einnig þörf á rann-
sóknum og eftirliti, svo og í þágu
skipulagsmála.
e. Gloppur í mengunarlöggjöf.
Margháttaðar gloppur eru í lög-
um og fyrirmælum stjórnvalda til
varnar mengun, og mikið vantar
á samræmd tök í stjórnun meng-
unarmála. Ófullnægjandi reglur
eru t.d. um hávaða utan dyra og á
vinnustöðum. Stefnumörkun
vantar um einnota umbúðir,
endurvinnslu á úrgangi og endur-
nýtingu. Sorphirða og frárennsl-
ismál eru víða í ólestri og þarf að
gera átak til úrbóta á vegum
sveitarfélaga með ráðgjöf og nýj-
um tekjustofnum.
f. Mengun handan um höf.
Hættulegasta mengunin í ís-
lenskri efnahagslögsögu gæti orð-
ið af völdum geislavirkra efna frá
kjarnavopnum, kjarnorkuknúð-
um skipum svo og frá stöðvum
sem endurvinna brennsluefni frá
kjarnorkuverum, eins og verinu í
Dounreay í Skotlandi. Alþýðu-
bandalagið hefur haft frumkvæði
að því að kynna slíkar hættur og
krefst þess að stjórnvöld bregðist
við þeim.
Fylgjast þarf með loftborinni
mengun og gæta þess að íslend-
ingar auki ekki vð þann vanda
sem stafar af samsöfnun meng-
andi efna í andrúmsloftinu, svo
og efna sem valdið geía eyðingu
ósonlagsins.
g. Oflug alþjóðleg tengsl.
Landsfundurinn telur að íslend-
ingar þurfi að tryggja sem best
tengsl í umhverfisvernd við aðrar
þjóðir á norðlægum slóðum. í því
skyni eigum við að gerast aðilar
að alþjóðasamningum og sam-
þykktum til að draga úr mengun
og samningum til verndar lífræn-
um auðlindum hafsins.
Samstarfi þarf að takast milli
allra þjóða á norðurslóðum um
að vernda vistkerfi og draga úr
hættunni af kjarnorkuslysum og
hernaðarumsvifum. Alþýðu-
bandalagið mun beita sér fyrir að
skriður komist á slíka samvinnu
þjóða, sem búa við norðanvert
Atlantshaf og Norður-íshaf.
h. Gróðurvernd og endurheimt
landgæða. Gróðurvernd og
endurheimt landgæða er eitt allra
brýnasta verkefnið í umhverfis-
málum á íslandi. Til að ná árangri
á því sviði þarf að skipuleggja
beit sauðfjár og hrossa. Jafn-
framt þarf að friða mörg land-
svæði og stöðva uppblástur með
landgræðslu. Þetta er verkefni
sem þjóðin öll verður að taka þátt
í, en ekki má eingöngu ætla þeim
bændum, sem nú búa í landinu.
Að búháttabreytingum þarf að
vinna á grundvelli svæðaskipu-
lags um landnýtingu, þar sem
ríkulegt tillit verði tekið til á-
stands gróðurs og jarðvegs. Stilla
verður saman krafta opinberra
stofnana, bænda og áhugafólks
um þetta stóra verkefni, og gefa
æskufólki kost á þátttöku.
i. Ferðamál og umhverfis-
vernd. Brýnt er að mótuð verði
opinber ferðamálastefna, þar
sem m.a. verði tekið ríkulegt tillit
til umhverfisverndar. Liður í því
er að dreifa álagi af ferða-
mennsku, skipuleggja sem best
umferð um eftirsótt svæði og
tryggja eftirlit og leiðsögn inn-
lendra leiðsögumanna og land-
varða.
Sérstaklega þarf að huga að
umferð um hálendi og óbyggðir.
Valdar vegslóðir þarf að merkja,
en loka öðrum þar sem umferð
ökutækja er talin óæskileg. Taka
verður fyrir allan akstur torfæru-
Ályktunartillögur
Varmalandsnefndar
um umhverfismál,
jafnrétti kynjanna og
utanríkismál
tækja svo sem fjórhjóla utan
slóða, og girða fyrir innflutning
slíkra tækja eftir því sem
nauðsynlegt er talið vegna hættu
á umhverfisspjöllum.
f. Víðtækt skipulag. Lands-
fundurinn telur nauðsynlegt að
efla mjög vinnu að skipulags-
málum og rannsóknir í þeirra
þágu. Taka verður tillit til að
landið allt er skipulagsskylt og
móta svæðaskipulag fyrir allt
landið, þar sem litið er í senn til
landfræðilegra og hagrænna
þátta við ákvörðun um landnýt-
ingu. Slíkt skipulag ber að vinna í
náinni samvinnu við heimamenn,
enda er hér um að ræða eina af
undirstöðum byggðastefnu í
landinu.
k. Skipulag byggðar og jafn-
rétti. Við skipulag í þéttbýli ber
að taka mun meira tillit til barna
og aldraðra en hingað til. Sérs-
taka áherslu þarf að leggja á um-
hverfi skóla og barnaheimila með
tilliti til uppeldis og aðstöðu til
umhverfis-fræðslu. Vernda á
gömul byggðahverfi og menning-
arsögulegar minjar og tryggja
börnum og öðrum íbúum aðgang
að útivist og náttúrlegu umhverfi
innan byggðarinnar.
í strjálbýli þarf að leggja
áherslu á hönnun mannvirkja
með tilliti til umhverfisins.
l. Umhverfi vinnustaða.
Landsfundurinn leggur áherslu á
að fyllsta öryggis og hollustu sé
gætt á vinnustöðum, vinnuað-
stæður og mengunar- og slysa-
varnir. Hávaðamengun þarf að
útiloka sem verða má og gera
hertar kröfur um umhverfi vinn-
ustaða, snyrtilegar lóðir og útlit.
m. Umhverfisfræðsla. Öflug
umhverfisfræðsla er líklegasta
leiðin til skilnings og ávekni í um-
hverfismálum. Tryggja verður
markvissa umhverfisfræðslu á
öllum skólastigum og í fjölmiðl-
um. Nýta þarf söfn, friðlýst svæði
og náttúrlegt umhverfi í og við
þéttbýli í þessu skyni.
Tillaga að ályktun um
jafnrétti kynjanna
Eitt grundvallaratriði jöfnuð-
ar, frelsis og lýðræðis er að allir
þegnar samfélagsins séu jafnir að
virðingu og ekki síður áhrifum.
Alþýðubandalagið getur aldrei
staðið aðgerðarlaust hjá, vitandi
að þegnum samfélagsins er mis-
munað á ýmsan hátt, bæði efna-
hagslega og vegna kynferðis
þeirra. Því mun Alþýðubanda-
lagið heyja sína baráttu fyrir
bættu samfélagi á tveimur víg-
stöðvum, gegn þjóðfélagi mark-
aðshyggjunnar og ekki síður gegn
þeim viðhorfum sem hindra kon-
ur frá að vera fullgildir, sjálfstæð-
ir þjóðfélagsþegnar á öllum svið-
um samfélagsins þar sem þær
óska að hasla sér völl.
Samkvæmt jafnréttislögum
standa allir þegnar þess, konur
sem karlar, jafnir. Ymislegt hef-
ur áunnist og hefur Alþýðu-
bandalagið átt sinn þátt í að ýms-
um áföngum hefur verið náð. En
því miður er enn langt í land,
lagalegt jafnrétti kynjanna hefur
ekki skilað þeim árangri sem Al-
þýðubandalagið vill sjá. Gömul
viðhorf, konum og þeirra störf-
um hvar sem er í samfélaginu
fjandsamleg hafa því miður stað-
ið í vegi fyrir nógu jákvæðri þró-
un konum í hag. Álþýðubanda-
lagið vill ekki og getur ekki sætt
sig við slíkar aðstæður og vill
leggja sitt af mörkum í baráttunni
fyrir raunverulegu jafnrétti.
Landsfundur felur því kjörn-
um fulltrúum bæði á Alþingi og í
sveitarstjórnum, sem og öllum
öðrum flokksmönnum hvar svo
sem þeir eru í starfi, að beita sér
fyrir aðgerðum sem hafa það
markmið, að bæta stöðu kvenna
hvar sem er í samfélaginu. Al-
þýðubandalagsfélagar verða
m.a. að beita sér fyrir setningu
ákvæða sem kveða á um tíma-
bundngr aðgerðir sem auðvelda
konum aðgang að áhrifum og
völdum, hvort sem um er að ræða
í atvinnulífinu eða á stjórnmála-
sviðinu.
Að lokum vill landsfundur
leggja þunga áherslu á, að í allri
ákvörðunartöku verði þess alltaf
gætt, að tekið sé fullt tillit til þarfa
og stöðu kvenna. Auðveldasta
leiðin er að sjálfsögðu sú að kon-
ur séu þar með í ráðum.
Tillaga að ályktun um
utanríkismál
Framtíðarsýn Alþýðubanda-
lagsins til utanríkis- og friðarmála
mótast af þeirri grundvallaraf-
stöðu að friður, öryggi og sjálf-
stæði íslensku þjóðarinnar verði
best tryggt með því að erlendur
her hverfi á brott og þjóðin standi
utan allra hernaðarbandalaga.
Samtímis verði tekin upp sjálf-
stæð og virk hlutleysisstefna í
utanríkismálum sem grundvallist
á þjóðlegri reisn og friðarvið-
leitni nær sem fjær.
í framtíðinni verði íslendingar,
sem lengst af fyrrum, herlaus og
vopnlaus þjóð sem tryggi öryggi
sitt með gagnkvæmum skuld-
bindingum við aðrar þjóðir,
samtök þjóða og alþjóðastofnan-
ir um að virða hlutleysi og vopn-
leysi landsins. Um leið skuld-
bindi íslenska þjóðin sig til að
fara aldrei með vopnum gegn
neinni þjóð, vopnast ekki sjálf né
leyfa neinum öðrum að nota land
sitt eða lögsögu í sama skyni.
Þessu fylgi einnig alger friðlýsing
íslands og íslenskrar lögsögu fyrir
kjarnorku- og eiturefnavopnum
með sérstakri friðlýsingarlöggjöf
og ákvæðum í stjórnarskrá. Hið
friðlýsta íslenska svæði verði svo
annaðhvort þegar í upphafi eða á
síðari stigum hluti af stærri kjarn-
orkuvopnalausum eða friðlýstum
svæðum. Sömuleiðis tryggi ís-
lendingar sjálfir og í samvinnu
við aðra eftirlit með hlutleysi
sínu, og aðstöðu á alþjóðlegum
vetvangi til að fylgja því eftir að
friðlýsing og hlutleysi landsins sé
virt.
Eftirliti og gæslu innanlands
verði eftir sem áður sinnt af al-
mennri borgaralegri lögreglu og
landhelgisgæslu sem verði efld.
Einnig verði leitað samstarfs við
björgunar- og hjálparsveitir og
hugsanlega fleiri almannasamtök
um friðar og öryggisgæsluhlut-
verk í ákveðnum tilvikum.
Landsfundur Alþýðubanda-
lagsins teiur að allar aðstæður í
heiminum nú, bæði innanlands
og utan, mæli sérstaklega með
því að íslendingar taki utanríkis-
mál sín og afstöðu til afvopnunar-
og friðarmála til gagngerrar
endurskoðunar, þar með talið
dvöl erlends hers í landinu og að-
ild að hernaðarbandalagi.
Þegar þíðu gætir í samskiptum
stórvelda og horfur eru á víðtæku
samkomulagi um afvopnun er
kjörið tækifæri fyrir friðelskandi
þjóð eins og skoðanakannanir
sýna að yfirgnæfandi meirihluti
íslendinga er til að sýna gott for-
dæmi. Það fordæmi getum við
sýnt með því að taka frumkvæði
er leitt gæti til minnkandi spennu
og betri og friðvænlegri sambúð-
ar þjóðanna í okkar heimshluta.
Eftirfarandi aðgerðir gætu orðið
áfangar stjórnvalda á þeirri leið
og jafnframt fært íslensku þjóð-
ina nær þeim markmiðum sem
Alþýðubandalagið berst fyrir,
herlaust og friðlýst land:
★ Uppsögn og endurskoðun
herstöðvarsamningsins, - að
einungis takmörkuð og tíma-
bundin endurnýjun hans komi
til greina uns herinn fer úr
landinu.
★ Endurskoðun á öllum sam-
skiptum við herinn og endur-
skipulagning þeirra mála í
stjórnkerfinu. Afnumið verði
alræðisvald utanríkisráðherra
í meðferð þessara mála og
lýðræðisleg umfjöllun og á-
kvarðanataka tryggð meðal
annars með beinni þátttöku
Alþingis.
★ Dregið verði úr umsvifum
hersins og mannafla fækkað
jafnt og þétt. Allur tækjabún-
aður sem nota mætti til árásar-
aðgerða fluttur burt.
★ Herinn verði algerlega ein-
angaður efnahagslega og
menningarlega. Stefnt skal að
því að verktakar og aðrir sem
þjónusta herinn dragi úr starf-
semi sinni í áföngum þannig
að slík samskipti við hann
verði engin innan tiltekins
tímabils og sú einangrun hald-
ist meðan herinn dvelst í
landinu.
★ Samfara einangrun hersins
verði hrint í framkvæmd
öflugri áætlun um uppbygg-
ingu atvinnulífs á Suðurnesj-
um og annars staðar þar sem
menn hafa haft atvinnu af
þjónustu við herinn. Tryggt
verði að allt það starfsfólk sem
áður vann við störf er tengdust
hernum fái þjóðnýt störf við
hæfi.
★ Hafinn verði undirbúningur
að úrsögn íslands úr Atlants-
hafsbandalaginu.
★ Friðlýsing landsins og virk
þátttaka í undirbúningi að
stofnun kjarnorkuvopnalauss
svæðis á Norðurlöndum eða
stærri svæðum.
★ Boðið verði til alþjóðlegrar
ráðstefnu á íslandi til að
skipuleggja og undirbúa
samningaviðræður um af-
vopnun á Norðurhöfum.
★ Mótun sjálfstæðrar óháðrar
utanríkisstefnu sem grund-
vallast á virkri friðarviðleitni
og þjóðlegri reisn. Einnig á
auknum framlögum til þróun-
arsamvinnu og samstöðu með
þróunarríkjum og stuðningi
við frelsishreyfingar og sjálf-
stæðisbaráttu alþýðu hvar-
vetna gegn arðráði og kúgun.
Landsfundur Alþýðubanda-
lagsins undirstrikar að lokum að
baráttan fyrir afvopnun og friði
er eitt mikilvægasta verkefni
flokksins og markmiðið um her-
laust og hlutlaust land er órjúfan-
legur hluti af stefnu Alþýðu-
bandalagsins í þjóðfrelsis- og
friðarmálum.
Fimmtudagur 5. nóvember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5