Þjóðviljinn - 05.11.1987, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 05.11.1987, Blaðsíða 8
Vinnuvernd Vinnuvernd Vinnuvernd Til er stofnun, sem nefnist Vinnueftirlit ríkisins. En hvert er markmið þess? Hver er grund- völlur starfsins? Hvernig er skipulag þess? Hvernig vinnur það? Hvað geta menn sótt til þess? Mér er nær að halda að því fari fjarri að allir geti svarað þessum spurningum. Þó er hér um að ræða stofnun, sem allir ættu að þekkja, stofnun, sem vinnur ákaflega þýðingarmikið starf, jafnt fyrir verkafólk sem vinnuveitendur við skiiyrði, sem sannast sagna mættu vera betri. Við röbbuðum um þessi mál við Hörð Bergmann, fræðslufulltrúa hjá Vinnueftirlitinu og þær upp- lýsingar, sem hér fara á eftir, komu fram í því viðtali. Er þess vænst, að þær veiti nokkur svör við þeim spurningum, sem varp- að var fram hér í upphafi. Núgildandi lög um vinnuvernd tóku gildu 1. janúar 1981. En þau áttu sinn aðdraganda. Árið 1928 voru sett „lög um eftirlit með verksmiðjum og vélum“. Árið 1952 voru svo sett „lög um örygg- isráðstafanir á vinnustöðum". Eftirlit með framkvæmd þeirra var falið Öryggiseftirliti ríkisins. Lögin frá 1981 er mun víðtæk- ari hinum fyrri, enda nefnast þau „Lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum". Rætur sínar eiga þau í samkomulagi að- ila vinnumarkaðarins og ríkis- valdsins, sem gert var í tengslum við kjarasamningana 1977. Þau gilda um vinnustaði þar sem einn eða fleiri vinna. Eftirlit með framkvæmd laganna var falið Vinnueftirliti ríkisins, sem tók við af Öryggiseftirlitinu. Þettaer nú forsagan, í sem fæstum orð- um. Markmið laganna En hvert er þá hlutverk Vinnu- eftirlitsins og markmið laganna? Vinnueftirlitið starfar að því að koma í veg fyrir slys og heilsutjón á vinnustöðum í landi. Markmið- ið er að öryggi, hollustuhættir og aðbúnaður sé þar í sem bestu Vmnuborð ogvagnar Iðnaðarborð, öllsterkog stillanleg. Meðog án hjóla. Hafðu hvem hlut við hendina, það léttir vinnuna og sparar tímann. Leitið upplýsinga. UMBOÐS- OG HEILDVEBSL UN lagi. Að tryggja öruggt og heilsusamlegt starfsumhverfi, sem jafnan sé í samræmi við fé- lagslegar og tæknilegar framfarir í þjóðfélaginu. Að tryggja skil- yrði fyrir því, að innan vinnustað- anna sjálfra sé hægt að leysa öryggis- og heilbrigðisvandamál í samræmi við gildandi lög og regl- ur. í lögunum er lögð áhersla á frumkvæði starfsmanna og stjórnenda og verkefni Vinnu- eftirlitsins skilgreind. Samkvæmt vinnuverndarlög- unum „skal atvinnurekandi og/ eða verkstjóri hans stuðla að góð- um hollustuháttum og öryggi á vinnustað í nánu ssamstarfi við starfsmenn fyrirtækisins og fé- lagslegan trúnaðarmann þeirra“. Gildir þetta um vinnustaði þar sem starfsmenn eru 1 til 9. Þótt lögin leggi einhverja ábyrgð á alla starfsmenn hvers vinnustaðar er þó ábyrgð atvinnurekenda víð- tækust, en verkstjórar og starfs- menn eiga að bregðast við því, sem aflaga fer á starfssviði þeirra. Sérstökum fulltrúum starfs- manna og atvinnurekenda er fal- ið að annast vinnuverndarverk- efni, þar sem starfsmenn eru 10 eða fleiri. Atvinnurekanda ber að tilnefna af sinni hálfu öryggi- svörð og starfsmenn kjósa annan úr sínum hópi - öryggistrúnaðar- mann. Félagslegir trúnaðarmenn starfsmanna eða trúnaðarmenn viðkomandi stéttarfélags skulu sjá um undirbúning og fram- kvæmd kosningar á fulltrúa starfsmanna. Nú, ef framkvæmd dregst geta aðrir tekið frum- kvæðið. Kosningu öryggistrún- aðarmanna og tilnefningu örygg- isvarða ber að tilkynna Vinnu- eftirlitinu svo hægt sé að hafa samband við þá og senda þeim upplýsingar og gögn. Hafi starfsmenn yfir einhverju að kvarta í sambandi við vinnusk- ilyrði og öryggi á vinnustað sínum eiga þeir að snúa sér til öryggis- trúnaðarmanns síns, hafi hann verið kosinn. Hann reynir síðan að leysa málið í samstarfi við ör- yggisvörð, verkstjóra eða stjórn- anda. Þeir leita svo aðstoðar og samþykkis atvinnurekandans, sé tilefni til. Síðan fer það eftir eðli málsins og framvindu hvort leitað er aðstoðar Vinnueftirlitsins. Verkefni Vinnueftirlitsins f hverju er svo starfsemi Vinn- ueftirlitsins einkum fólgin? Jú, það hefur eftirlit með að lögum og reglum, sem sett eru samkvæmt þeim, sé framfylgt. Þetta eftirlit nær til vinnustaða launþega og bændabýla og er framkvæmt samkvæmt áætlun, sem gerð er í hverju umdæmi, auk þess sem komið er á vinnu- staði eftir því sem kröfur og beiðnir berast. Jafnframt eru svo gefnar ábendingar ogfyrirmæli ef nauðsyn er talin á. Ef þetta er rakið nánar þá gerir Vinnueftirlitið úttekt og mæl- ingar á hávaða og mengun á vinnustöðum, lofteinkennum, lýsingu, gasi og súrefni í lokuðu rými. Það gerir úttekt, prófanir Vinnueftirlitsmaður ræðir við byggingamenn. og veitir umsögn varðandi vélar og tækjabúnað, farandvinnuvél- ar, búvélar, fólkslyftur, skíðalyft- ur, eimkatla og þrýstihylki. Það semur, gefur út og dreifir reglum og leiðbeiningum á grundvelli vinnuverndarlaganna, handbók- um og myndböndum, en kjarn- inn í útgáfustarfseminni er frétta- bréfið, sem kemur út fjórum sinnum á ári og er sent fyrirtækj- um með 10 starfsmenn eða fleiri, verkalýðsfélögum og samtökum atvinnurekenda, helstu opinber- Vinnuslys Tilkynningaskyldan vanrækt Yfirlit um tilkynnt vinnuslys á árunum 1981- 1986 Lögum samkvæmt ber at- vinnurekanda að tilkynna lög- reglu og Vinnueftirlitinu um vinnuslys og eitranir, sem fyrir koma. Síðan rannsakar Vinnueft- irlitið orsakir slyssins og tekur af- stöðu til þess, til hvaða öryggis- ráðstafana beri að grípa til að koma í veg fyrir slík slys. Fullvíst er að mikill fjöldi vinn- usiysa er ekki tilkynntur Vinnu- eftirlitinu. Mörg þeirra eru að vísu smávægilegri en önnur, og þau æði mörg, verða að teljast meiri háttar. Ástæða er til að benda á, að Vinnueftirlitið æskir þess að því sé tilkynnt um slys, sem valda fjárvist a.m.k. einn dag, auk slysadagsins. Hér fer á eftir tafla um tilkynnt vinnuslys eftir atvinnugreinum á árunum 1981 til 1985 að báðum meðtöldum. Útgáfustarf Vinnueftirlitsins spannar yfir vítt svið, Starfsemi Vinnueftirlitsins er stund- um kynnt með þátttöku í sýningum. Hávaðamælir, mengunarmælir og persónuhlífar á sýningu, sem Málmsuðufélagið gekkst fyrir I vor. Fiskiðnaður............ Matvæla-ogfóðurv.iðn.... Vefnaðar- og fataiðnaður. Prentiðnaður........... Trésmíðaiðnaður........ Skinnaiðnaður.......... Stein-, leir- og gleriðnaður Málmiðnaður............ Efnaiðnaður............ Byggingariðnaður....... Flutninga- og birgðastarfs Þjónustugreinar........ Landbúnaður............ Aðraratvinnugreinar.... Samtals................ 1981 1982 1983 1984 1985 1986 . 20 30 37 31 51 31 . 14 20 28 11 18 17 . 19 15 17 6 13 17 2 2 0 7 3 7 . 29 21 22 28 16 12 1 0 3 0 0 0 2 9 3 4 5 3 . 41 37 64 35 46 45 1 4 7 12 14 17 . 41 40 61 48 49 39 . 47 58 57 49 35 51 9 9 31 92 78 63 4 5 4 5 5 9 5 4 6 16 21 43 . 235 .254 340 344 354 354 Rétt er að benda á að tölurnar fyrir árið 1986 eru ekki endan- legar þar sem fleiri tilkynningar eiga eftir að berast Vinnueftirlit- inu þegar þessi tafla er gerð. -mhg Vinnueftirlit ríkisins Allt horfir þetta til bóta Rœtt við Hörð Bergmann, fræðslufulltrúa BiLDSHÖFDA Ig SÍML6724 44

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.