Þjóðviljinn - 07.11.1987, Síða 3

Þjóðviljinn - 07.11.1987, Síða 3
 i^ÖRFRÉniR — Hablamos Espanol tvö er komin í verslanir, en hér er um að ræða kennslubók til nota við spænskukennslu sjónvarps- ins. Það er Vaka-Helgafell sem gefur bókina út en áður hefur for- lagið gefið út fyrsta bindi spænskukennslunnar. Sjónvarp- ið hefur að undanförnu endur- sýnt fyrri hlutann en í dag hefjast sýningar á nýrri þáttaröð, sem tengist seinna bindinu. Bækurnar fást í öllum helstu bókaverslun- um landsins. Alþjóðlegt skákmót hefst í dag í félagsheimilinu Stapa íNjarðvík. Mótið er haldið í sam- vinnu Tímaritsins Skákar, Kefla- víkurbæjar og Njarðvíkurbæjar. Þetta er áttunda mótið í röð al- þjóðlegra skákmóta sem Tímarit- ið Skák heldur í samvinnu við sveitarfélög vítt um landið. Á mótinu verða flestir efnilegustu skákmenn landsins. Þar má nefna þá Þröst Þórhallsson og Björgvin Jónsson, sem báðir tóku þátt í Ólafsvíkurskákmótinu. Aðrir ís- lendingar eru þeir Davíð Ólafs- son, Hannes Hlífar Sigurðsson, Jóhannes Ágústsson og Sigurður Daði Sigfússon auk stórmeistar- anna Guðmundar Sigurjóns- sonar og Helga Ólafssonar. Auk þess verða fjórir erlendir skák- menn þátttakendur. Mótinu lýk- ur 20. nóvember. FRETTIR Vestmannaeyjar Rafmagniö of dýrt Eiríkur Bogason veitustjóri: 50.5 aurar kílóvattstundin, þar afl5 aurar íflutningskostnað. Óviðunandi tilboðfrá RARIK Okkur býðst að kaupa rafmagn frá Landsvirkjun sem verður að fara í gegnum Rafmagnsveitur ríkisins vegna þess að flutning- skerfið er þeirra og tilboðið hljóðar uppá 50.5 aura á kQó- vattstundina sem er meðalverð reiknað á núverandi verðlagi. Af þessum 50.5 aurum fara 15 aurar bara í kostnað við að flytja ork- una hingað tii Eyja frá megin- landinu og það þykir okkur blóð- ugt, sagði Eiríkur Bogason veitu- stjóri í Vestmannaeyjum í samtali við Þjóðviljann. Um nokkurt skeið hafa staðið yfir viðræður milli Vestmanna- eyjabæjar við Landsvirkjun og Rafmagnsveitur ríkisins hins veg- ar um orkukaup til að hægt sé að halda áfram rekstri Hitaveitu Vestmannaeyja vegna þess að nú sér bráðum fýrir endann á því að geta fengið nauðsynlegan hita frá Hraunhituninni, en þar er hitinn að hverfa. Að sögn Eiríks Bogasonar, veitustjóra er nýbúið að taka í notkun nýtt svæði í hrauninu og verður síðasti virkjunarreiturinn í hrauninu væntanlega tekinn í notkun í desember næstkomandi. Eftir það verður ekki lengur hægt að stóla á hitann úr hrauninu. Hugmyndir hafa verið uppi meðal eyjarskeggja að ef ekki semdist við Rafmagnsveitur ríkisins um viðráðanlegt orku- verð til Eyja væri sá möguleiki fyrir hendi að hita vatnið til fjar- varmaveitunnar með kolum og sagði Eiríkur að þeir ættu kolak- etil sem hægt er að taka í notkun án mikils tilkostnaðar og þar fyrir utan er verðið fyrir kolin mjög hagstætt um þessar mundir. í dag eru það tveir stórir orkukaupend- ir sem notast við kol og eru það Sementsverksmiðjan á Akranesi og Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga. „Ef til þess kemur að við verð- um neyddir til að nota kol sem orkugjafa yrðum við í samfloti með þessum tveimur um kola- kaupin," sagði Eiríkur Bogason veitustjóri. grh Síld Naumt með tunnur Það hefur enn sem komið er engin stöð þurft að hætta söltun vegna tunnuskorts, en eftir því sem ég best veit, duga þær tunnur sem til eru, fyrir daginn í dag. En um helgina er væntanlegt tunnuskip frá Noregi, sem mun skipa þeim upp á Austfjörðum, öðru hvoru megin við helgina, sagði Kristján Jóhannesson, birgða- og söltunarstjóri hjá Sfld- arútvegsnefnd í samtali við Þjóð- viljann í gær. Að sögn Kristjáns er nú þegar búið að salta síld í 141 þúsund tunnur af 210 þúsund tunnum af saltsfld sem samningar hafa verið gerðir um sölu á. Er þar um að ræða 60 þúsund tunnur af saltsíld til Svíþjóðar og Finnlands og 150 þúsund tunnur sem Sovétmenn hafa skuldbundið sig að kaupa samkvæmt nýgerðum samningi þeirra við Sfldarútvegsnefnd. Til viðbótar þessu hafa Sovétmenn frest til 15. nóvember næstkom- andi til að ákveða sig hvort þeir kaupi 50 þúsund tunnur af saltsíld til viðbótar og yrðu þá heildar- kaup Sovétmanna á saltsíld um 200 þúsund tunnur. grh Frá starfsþjálfun fatlaðra Innritunerhafinfyrirvorönn 1988. Starfsþjálfunin er ætluö einstaklingum sem fatlast hafa vegna sjúkdóma eöa slysa og þarfnast endurhæfingar til starfa eða náms. Á fyrstu önn verður kennd íslenska, enska, verslunarreikningur, bókfærsla, samfélagsfræöi og tölvufræði (notkun ýmissa forrita). Umsóknir sendist fyrir 1. des. til starfsþjálfunar fatlaðra Hátúni 10a. Einnig er forstöðumaður til viðtals í síma 29380, þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga frá kl. 10-13. Forstöðumaður Krakkarnir í Hlíðaskóla sungu fullum hálsl Hann Tumi fer á fætur, við undirleik sinfóníuhljómsveitarinnar í leikfimissal skólans í gær. Stjórnandinn Páll Pamfichler Pálsson hafði í nógu að snúast að stjórna öllu liðinu einsog sjá má á myndinni. Krakkar úr Tónskólum aðstoðuðu sinfóníuna. Mynd Sig. Orkustofnun Þrjár stöður á Veðurstofu íslands Lítt gmndaðar uppsagnir Steingrímur J. Sigfússon: Flausturslega að hlutunum staðið. Friðrik Sophusson: Samdráttur hjá stofnuninni orsök uppsagnanna eru lausar til umsóknar 1. Staða deildarstjóra við snjóflóðavarnir. Umsækjandi þarf að hafa „Master" próf í veður- fræði eða jarðeðlisfræði eða samsvarandi menntun. Eg tel að það hafi komið fram í máli iðnaðarráðherra hversu lítt grundaðar þessar hópupp- sagnir hjá Orkustofnun voru og hversu óeðlilegt það er með öllu að gripið sé til þeirra,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon m.a. um svar ráðherrans við fyrirspurn hans um ástæðu fjöldauppsagna á Orkustofnun. Friðrik Sophusson sagði ástæð- una þá að vegna breyttra áherslna hefði orðið samdráttur í virkjanaframkvæmdum og fram- kvæmdum á vegum hitaveitna. Þá hefði stofnuninni ekki tekist að hasla sér völl erlendis og viss verkefni verið flutt frá stofnun- inni. Einnig er ljóst að verulega mun draga úr sértekjum stofnun- arinnar á næsta ári auk þess sem framlag til stofnunarinnar er skorið niður á fjárlögum. Því var ákveðið að segja upp 18 mönnum frá og með næstu áramótum auk þess sem ekki er gert ráð fyrir að ráða í ný störf sem losna á næsta ári. „Þó að það fréttist frá Fjárlaga- og hagsýslustofnun eða frá fjármálaráðuneyti að þar sé í smíðum fjárlagafrumvarp þar sem gert er ráð fyrir niðurskurði til stofnunarinnar, tel ég þar ekki ástæðu til fyrir stjórnendur og yfirvöld sömu stofnunar að rjúka til og fara að segja upp fólki. Ef menn beittu þeirri vinnureglu í hvert skipti tel ég að þær upp- sagnir sem gripið væri til á hverju hausti næmu þúsundum," sagði Steingrímur J. Steingrímur sagði uppsagnirn- ar ekki í tengslum við neina fram- tíðarkönnun á umfangi eða verk- efnum stofnunarinnar. Hér væri því flausturslega áð hlutunum unnið.“ Albert Guðmundsson, Hjör- leifur Guttormsson og Kristín Einarsdóttir tóku í sama streng og Steingrímur. Albert taldi ekki nægilega könnuð verkefni fyrir stofnunina erlendis. Hjörleifur sagði að miklu væri til hætt að hrekja burt reynt starfslið áður en endurskoðun hefur farið fram á stofnuninni og Kristín Einars- dóttir sagði að hér væri óeðlilega að uppsögnum staðið, þar sem þær væru gerðar vegna fjárlaga- frumvarps sem enn væri ekki búið að samþykkja. _Sáf 2. Staða fulltrúa á skrifstofu Veðurstofunnar. Umsækjandi þarf að hafa góða íslenskukunnáttu og æfingu í vélritun. Kunnátta í ensku og einu Norðurlandamáli æskileg. 3. Staða rannsóknarmanns hjá Veðurstofunni á Keflavíkurflugvelli. Umsækjandi þarf að hafa lokið samræmdu prófi eðasamsvarandi menntun. Búseta í Keflavíkeða Njarðvíkum áskilin. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist samgönguráðu- neytinu fyrir 20. nóvember 1987. Veðurstofa íslands Laugardagur 7. nóvember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.