Þjóðviljinn - 07.11.1987, Page 5
LANDSFUNDUR ALÞYÐUBANDALAGSINS LANDSFUNDUR ALÞÝÐUBANDALAGSINS LANDSFUNDUR ALÞYÐUBAND
Fulltrúar beita
ýmist aðferðum
raunvísinda eða
sálfrœði til að
spá um úrslit
formannskjörs-
ins. Sigurlíkur
reiknaðar útfrá
plíseruðum pils-
um og rykktum.
Stjórnmála-
ályktunin raun-
hœfeðafrjáls-
hyggjusmituð?
„Þú sérð það sjálfur Svavar minn,“ gæfi Sigurdór Sigurðsson verið að segja við Svavar Gestsson en á myndinni er til
umræðu setningarræða fráfarandi formanns sem birtist í Þjóðviljanum. Mynd E.ÓI.
Vangaveltur fulltma
Á landsfundi Alþýðubanda-
lagsins í dag fæst loks úr því
skorið hver taki við hlutverki for-
manns og varaformanns á næsta
kjörtímabili, en spenningurinn í
kringum formannskjör í flokkn-
um hefur sjaldan verið meiri.
í Rúgbrauðsgerðinni í gær var
formannskjörið enn efst í hugum
manna og sátu ýmsir talnaglöggir
menn við og spáðu um úrslitin.
Það kemur ekki á óvart að stuðn-
ingsmenn beggja frambjóðend-
anna, töldu sigurinn vísan,
a.m.k. opinberlega. f þessum
talnaleik voru margir hausarnir
tvítaldir, enda óvissuhlutfallið
hátt og sá hópur stór sem kýs að
halda afstöðu sinni leyndri. f
talningunni var gripið til ýmissa
óhefðbundinna aðferða til þess
að auka á marktækni niðurstaða.
Nokkrir sjónglöggir notuðu
kventísku Alþýðubandalags-
kvenna í þeim tilgangi. Þeir
höfðu komist að því að stórhópur
kvenfulltrúa gekk í hálfsíðum
pilsum. f framhaldi af því uppgö-
tvuðu þeir, að greina mátti stuðn-
ingsmenn Ólafs Ragnars og Sig-
ríðar út frá gerð pilsanna. Plíser-
uð pils eða rykkt pils varð við-
miðunin, en konur í stuðnings-
hópi Ólafs Ragnars voru taldar
ganga í plíseruðum pilsum og
stuðningskonur Sigríðar í rykkt-
um.
Aðferðir raunvísandanna
liggja ekki fyrir öllum og því
gripu sumir til aðferða sálfræð-
innar. „Pað er greinilegt að Sig-
ríður er ekkert of sigurviss. Pað
er þungt í henni,“ heyrðist ein-
hver Ölafsmaðurinn segja og
stuðningsmaður Sigríðar heyrðist
segja við annan úr þeim hópi:
„Ölafur kann að virðast kátur, en
sérðu hvað hann er taugaveiklað-
ur bak við grímuna". Þá heyrðust
athugasemdir sem þessar frá
gáfulegum manni með skegg og
gleraugu: „Ég hef veitt því at-
hygli að nú fyrst virðist Sigríðar-
fólkið vera farið að þora að hugsa
þá hugsun að Ólafur kunni að
sigra í prófkjörinu. Áður komst
þessi hugsun ekki að hjá þessu
fólki, nema þá í villtustu mar-
tröðum þess.“ Athugasemdir í
svipuðum dúr heyrðust frá stuðn-
ingsmönnum Sigríðar.
Varaformannskjörið var ekki
eins áberandi umræðuefni hjá
landsfundarfulltrúum, enda
óljóst fram á eftirmiðdag í gær
hvort þeim yrði fjölgað með laga-
breytingum. Tillaga um það að
tekin yrði til afgreiðslu tillaga um
lagabreytingu um fjölgun vara-
formanna var felld með 24 at-
kvæðum og telja margir að ef hún
hefði verið afgreidd að viðstödd-
um fleiri landsfundarfulltrúum
en þeim sem viðstaddir voru at-
kvæðagreiðsluna hefði niður-
staðan orðið önnur. Fjölmargir
fulltrúar af Stór-Reykjavíkur-
svæðinu gátu ekki verið viðstadd-
ir atkvæðagreiðsluna vegna at-
vinnu sinnar.
Nöfn Svanfríðar Jónasdóttur
og Helga Seljan eru enn mikið
nefnd þegar varaformanns-
embættið ber á góma, en á bak
við tjöldin eru nokkrir stuðnings-
menn Ólafs Ragnars og Sigríðar
að vinna að því að afla fylgis
áskorun þess efnis, að formanns-
frambjóðendur taki varafor-
mannssætið nái þeir ekki kjöri.
Aðrir eru andvígir þessari hug-
mynd, og segja það farsælustu
lausnina að varaformaðurinn til-
vonandi sé úr sama armi og for-
maðurinn. Annars muni saga
átaka, síðasta kjörtímabils end-
urtaka sig. Lausnin sé „samhent
forysta“.
Landsfundarfulltrúarnir voru
sem sagt afar uppteknir af for-
mannskjörinu og þótti mörgum
nóg um. Töluðu sumir um að bet-
ur hefði farið ef formannskjörinu
hefði verið lokið af, strax á öðr-
um degi fundarins, því á meðan
óvissuástand ríkti væri ekkert
hægt að vinna að viti að öðrum
málefnum, en fyrir fundinum
liggja fjölmörg mál, bæði í formi
tillagna og ályktana.
Meðal þeirra mála sem lands-
fundurinn þarf að afgreiða er
stjórnmálayfirlýsing landsfund-
arins, en fyrir liggja drög að yfir-
lýsingu, sem grundvölluð er á
„Framtíðarsýn“ Svavars Gests-
sonar. Sú yfirlýsing virðist njóta
breiðs stuðnings á fundinum.
Hún hefur hins vegar verið harð-
lega gagnrýnd af hópi Vinstri sós-
íalista á fundinum, sem segja
hana frjálshyggjusmitaða.
„Það borgar sig ekki að kveikja
á of mörgum eldspýtum hér
inni,“ sagði einn fulltrúinn þegar
hann lýsti stemningunni fyrir
formannskjörið. En hvað gerist
að formannskjöri loknu? Má þá
Plott? Sigurjón Pétursson og Úlfar Þormóðsson. Mynd E.ÓI.
Ótalmörg mál bíða eftir afgreiðslu
fundarins
búast við því að eldfimt andrúms-
loftið gufi upp í samstöðu flokks-
manna á bak við nýkjörinn for-
mann flokksins, eða verður úr
mikið bál? Það er samdóma álit
manna að klofningur komi frá-
leitt til greina, í mesta lagi hætti
nokkrir að starfa í flokknum. Og
það kemur satt að segja dálítið á
óvart hversu margir fulltrúanna á
landsfundinum í gær gáfu til
kynna að fólk myndi leggja mikið
á sig til þess að átökin yrðu sem
minnst í flokknum á komandi
kjörtímabili. -K.Ól./-rk.
Laugardagur 7. nóvember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5