Þjóðviljinn - 06.12.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 06.12.1987, Blaðsíða 2
SPURNING VIKUNNAR Hver verður næsti rit- stjóri Þjóðviljans? (Spurt í Sædýrasafninu) Þorskurinn: Farinn er félagi Össur! Dyggasti stuðningsmaður fiskdýra fyrr og síðar... Ætli ég verði ekki að koma í staðinn? Dándimaður vikunnan SKAÐI SKRIFAR Mör&urinn: Ja, það er nú það. Það er nú það... Bergmaðurinn: Ég verð víst að sjá um þetta einn... Áskrifandinn: Hver er þessi Þjóðvilji? Bakkus konungur á bágt Ég, Skaði, er maður var- færinn í vissum greinum. Því hefi ég gætt þess vandlega að umgangast Bakkus með hóflegri vinsemd úr nokkurri fjarlægð. Blótað hann samt í þeirri von að hann tæki ekki að elta mig á röndum þegar minnst varði og léti mig svo hrökkva upp af mínum ábyrgastandi í þjóðfélaginu. Því tók ég Bakkusi vel þegar hann barði dyra hjá mér á dögunum. Ég fylltist líka samúð með honum strax, því það var ekki sjón að sjá hann. Allt fjör úr augum og spenna úr kropp- num. Hárið lufsulegt, kinnar slapandi, brosið gretta. Mér datt í hug vísan gamla: hau- sinn oní maga, magann oní skó, en ég var ekkert að særa veslings manninn. Ósköp ert þú sorrí, sagði ég og reyndi að vera hress. Finnst þér það skrýtið? spurði Bakkus. Ja ég veit ekki. Það eru allir á móti mér, sagði Bakkus. Hvaða vitleysa, sagði ég. Er ekki statistíkin á uppleið ? Og bráðum færðu bjórinn í gegn á þinginu. Minnstu ekki á það sull ó- grátandi, sagði Bakkus grautfúll. Bjór er eins og hver önnur móðgun við sanna vínmenningu. Og svo er líka verið að lauma þessu að fólki með fláttskap, segj- andi að það drekki þá minna af öðru. Ég þoli ekki svona hræsni. Ég skil það vel væni, sagði ég. Nei, það sækja allir gegn mér með ofstopa, sagði Bakkus. Nú er búið að ganga svo hart fram í því að þurrka menn upp að þaö verður bráðum skortur á alk- óhólistum. Ég meina það. Óli Laufdal segir að heil kyn- slóð sé týnd við barina. Samhengið í íslenskri menningu hefur rofnað. En látum nú þessa SÁÁ- ara vera og það pakk. Og látum svo vera að vísinda- menn búi til falskenningar um aö vinátta við mig sé ekkert annað en einhver erfðagalli eins og aö vera rangeygur eða hafa sex fingur. Það er náttúrlega skelfileg móðgun en ég get lifað við þetta. Það sem mér svíöur mest og dýpst og sár- ast, það er vanþakklætið. Vanþakklætið? spurði ég. Já, ég sagði vanþakklæti. Hugsaðu þér allt þetta fólk sem væri löngu dautt úr leiðindum ef ég hefði ekki fleytt því yfir helgarnar og sumarfríin? Það lyftir ekki fingri mér til varnar. Eða taktu alla þessa karla sem hefðu aldrei þorað að strjúka kvenmannsbelg nema ég hefði hjálpað þeim. Meira að segja þeir spóla með í níðinu. Það er ekki að því að spyrja, það sparka allir í þann sem fallinn er. Mér heyrist að þú sért kominn í bullandi sjálfsvork- unn, Bakkus minn, sagði ég. Ef enginn vill vorkenna mér, þá verð ég að gera það sjálfur, sagði Bakkus. Og ef ég má ekki vera blú fyrir þér þá er ég farinn. Nei, svona svona... öðruvísi mér áður brá, sagði Bakkus. Þá var gam- an að lifa. Þá gengu menn hart fram í mínu nafni, drápu mann og annan og dóu hetjudauða mín vegna. Þá var ekki haldið svo brúð- kaup að mér væri ekki hald- in veisla í sjö daga. Vitrir menn vildu vín til vinar drekka. Brjóstin gátu ekki fundið til fyrr en þrúgna vínin gullnu glóðu á skál og allt það eins og skáldin sögðu. Það var þá að skáldin kváðu: betra er en bænar- gjörð, brennivín að morgni dags. Menn voru ekki með neitt ónytjungshjal um lífsnautnina frjóvu. Og hvar eru þessi skáld nú? Ég bara spyr. Þau þykjast geta rólað sér upp á Parnassinn með ímyndunaraflinu án þess að tala við mig. Ég hefi aldrei vitað annað eins. Já, þetta er ekki nógu gott, sagði ég mannúðarfull- ur. Nei, sagði Bakkus. En heyrðu mig, sagði ég hughreystandi, þú hefur þó hana Sölvínu. Já. Að vísu. Hún segir að eiginlega sé ég ekki til, og það er kannski það sniðug- asta í stöðunni. En hvað má ein sálfræðingspísl sín í öllum þessum brakandi þurrki, í þessari forherðingu, vanþakklæti, rógi, svikum, samsærum, skepnu- skap...

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.