Þjóðviljinn - 06.12.1987, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 06.12.1987, Blaðsíða 9
STUNGUR Gullnu flugunnar Árið 1923 var Ólafur Friðriks- son 37 ára gamall og stóð í blóma lífsins. Hann var einn glæsilegasti fulltrúi íslenskra jafnaðarmanna og róttækast- urforystumannaávinstri vængnum. í september á því ári stóð hann í harðvítugri kosningabaráttu fyrir Alþýð- uflokkinn, sem hafði valið hann til framboðs í Vestmannaeyjum. Það neistaði af framboði Ólafs og um allt land var fylgst með baráttu hins gustmikla alþýð- uforingja við auðvaldið í Eyjum. Hinn 10. september greindi Alþýðublaðið f rá því með nokkru stolti að kvöldið áður hefði Ólafur Friðriksson haldið 500 manna stórfund í Eyjum sem hefði „lokið með fullkomnum sigri fyrir málstað Alþýðuflokksins" og allt benti til stórsigurs Ólafs í kosning- unum. En nákvæmlega sama dag og Ólafur hélt fundinn glæsilega í Eyjum sátu þungbúnir foringjar danskra sósíaldemókrata á fundi úti í Kaupmannahöfn og skrifuðu flokksforystu íslenskra systur- flokksins trúnaðarbréf. Og í þann mund sem sigur- stund Ólafs Friðrikssonar hefði átt að vera skammt undan birti svo Alþýðublaðið frétt. Þar sagði frá því, að miðstjórn Alþýðu- flokksins „sem alltaf metur hag þjóðarinnar meir en hag flokks- ins“ hefði ákveðið að draga fram- boð Ólafs Friðrikssonar til baka. Hvað gerðist? Fimm hundruðin sem höfðu fyllt Nýja bíóið í Vestmannaeyj- um skömmu áður til að sýna stuðning við hinn róttæka for- ystumann fengu enga skýringu. En núna, röskum 60 árum síðar, greinir ungur og efnilegur sagn- fræðingur frá merkum upplýsing- um, sem varða þennan atburð. í bók sinni Gullnu flugunni, birtir Þorleifur Friðriksson nefnilega uppiýsingar sem hann hefur grafið upp í erlendum skjalasöfn- um sem virðast sýna það svart á hvítu að þetta var sökum íhlutun- ar dönsku forystunnar. Bréf hinna dönsku herra frá 9. sept- ember 1923 hafði í sér fólgið þau boð, að því aðeins myndi danski systurflokkurinn veita Alþýðu- flokknum íslenska umbeðinn fjárstuðning vegna komandi kosninga, að tryggt væri að Ólafur Friðriksson og skoðana- bræður hans innan flokksins yrðu ekki í framboði. Forysta krata tók þann kost að draga Ólaf til baka. Þessar upplýsingar Þorleifs eru, vægast sagt, merkilegar. Þær virðast sýna að vonin um kosn- ingastyrk hafi leitt til þess að Ólafi var varpað fyrir róða. En um leið vakna spurningar: Hvernig gat það gerst, að mið- stjórnarmenn taka að því er virð- ist möglunarlaust við slíkri skipan að utan? Hverjir voru í mið- stjórn? Átti Ólafur virkilega enga stuðningsmenn þar? Lesanda fýs- ir að vita hvort málið hafi þar ver- ið kynnt jafn skorinort og boðin birtast í bréfinu. Á þessum tíma var nefnilega Ólafur Friðriksson einn vinsæl- asti forystumaður flokksins og sæmilega upplýstum lesara finnst það stappa furðum nærri að heil miðstjórn taki hljóðalaust ákvörðun um að draga jafn mikil- vægan leiðtoga úr framboði til þess eins að fá 10 þúsund króna kosningastyrk frá Höfn. Maður fær á tilfinninguna að það sé eitthvað meira að baki en fjár- styrkurinn einn. Hér hefði verið fróðlegt að fá upplýsingar um afgreiðslu máls- ins í miðstjórninni. í Gullnu flug- unni er víðar að finna söguleg tíð- indi á borð við Ólafssögu, sem ekki er síðri fengur að fyrir þá sem vilja skera til hjartans og nýrna, - vilja skilja tiltekna at- burðarás á vinstri vængnum fyrr á öldinni. Undirtitill Gullnu flugunnar er „Saga átaka í Alþýðuflokknum og erlendar íhlutunar í krafti fjár- magns“. Auk þeirra tíðinda sem sögð eru af afdrifum Ólafs Friðrikssonar haustið 1923 dreg- ur Þorleifur fram önnur dæmi, sem hann telur benda til að fjár- streymi að utan hafi haft áhrif á stefnu kratanna í mikilvægum málum á öldinni. Sœnska lánið - hafði það áhrif? Hann er til að mynda þeirrar skoðunar að sænska lánið svo- kallaða hafi haft áhrif á afstöðu forystumanna í Alþýðuflokki í sameiningarviðræðunum við KFÍ 1938 og deilunum við Héðin Valdimarsson, sem lyktaði um síðir með brottrekstri Héðins úr Alþýðuflokknum. Á þeim tíma var krötum orðið ljóst, að innan skamms yrði að skilja á milli Al- þýðuflokks og Alþýðusambands, en hinn pólitíski og faglegi armur deildu sæng á þeim árum. Til að Alþýðuflokkurinn gæti haldið eftir fyrirtækjum og eigum hreyfingarinnar þegar af skilnað- inum yrði, þurfti hins vegar tals- verðar fjárhagslegar aðgerðir af hálfu kratanna. Þegar sameining- arviðræðurnar fóru af stað var flokkurinn búinn að biðja skand- inavísku hreyfinguna um stórt lán, sem átti væntanlega að fara til þessa. Þorleifur upplýsir, að í miðjum viðræðunum við KFÍ hafi forystu kratanna borist bréf frá Anders Nilsson, ritara sænska flokksins, sem erfitt er að skilja öðru vísi en sem hótun við samvinnuslit við íslandskrata, gangi eftir samein- ing þeirra við kommúnista og úr- sögn úr öðru Alþjóðasamband- inu. Þorleifur birtir svo kafla úr bréfaskiptum þeirra Nilssons og Stefáns Jóhanns og gerir því skóna (bls. 50) að vonin um sænska lánið hafi haft áhrif á af- stöðu foringja kratanna. í sjálfu sér er afar líklegt, að afstaða hinna erlendu skoðana- bræðra hafi haft áhrif á stefnu krataforingjanna hér heima. En er það óeðlilegt? Ég held varla. Á þessum tíma var alþjóðahyggjan föðurland verkalýðsins, og bæði kratar og kommúnistar lutu mjög erlendri forsjá, ekki síst komm- únistarnir. En hvað með lánið sjálft - skipti það máli um afstöðu krataforingjanna? Frásögn Þor- leifs bendir til að það hafi haft áhrif. Því má hins vegar ekki gleyma að á þessum tíma ,voru uppi þess konar flokkadrættir á meðal krata hér á landi, og á al- þjóðlega vísu það harðvítug átök millum þeirra og kommúnista, að það er ólíklegt að sú forysta sem hafði undirtökin í Alþýðuflokkn- um hefði nokkurn tíma farið í flokk með kommúnistum. Það er því ólíklegt, að vonin um stóra lánið hafi skipt sköpum um afdrif sameiningarinnar, þó hún kunni að hafa veitt stöku sál. Af þeim gögnum sem Þorleifur leggur skjalföst á borðið virðist hins vegar ljóst, að fjáraustur út- lendra krata í skoðanabræður sína hér á landi og skilyrðin sem þeim fylgdu (sbr. 1923) hafi haft ótvíræð áhrif á afstöðuna hér heima. Og það er þessvegna erfitt að forðast þá ályktun að Stefán Jóhann Stefánsson hafi farið með rangt mál, þegar hann hélt því fram á efri árum sínum að hinir útlendu styrkir hafi aldrei skipt neinu máli um stefnuna. Ólafur Friðriksson og Héðinn yrðu því tæpast sammála mættu þeir mæla. Klofningskenningin hrakin Eitt af því sem Þorleifur leggur til atlögu við í Gullnu flugunni er sú staðhæfing krata, að klofning- ur kommúnista og síðar þeirra Héðins og Hannibals hafi verið valdur að því, að fylgi Alþýðu- flokksins her á íslandi hafi ekki orðið jafn mikið og krata annars staðar á Norðurlöndum. Dæmi um það er t.a.m. að finna hjá fyrrverandi formanni Alþýðu- fíokksins, Benedikt Gröndal í greininni „Einingin sem brást“ sem hann skrifaði á 50 ára afmæli Alþýðuflokksins 1966. Línurit sem hann lét fylgja grein sinni segir í raun alla söguna um þessa söguskýringu krataforingjanna, og til gamans læt ég það fylgja með. Af bréfaskriftunum sem Þor- leifur rekur milli dönsku og ís- lensku krataforystunnar er ber- sýnilegt, að það var lína að utan að halda fylgismönnum sovésku byltingarinnar niðri innan flokks- ins. Þorleifur telur, að skyndileg innganga Alþýðusambandsins í Alþjóðasamband jafnaðar- manna árið 1926 - án þess að leitað væri eftir samþykki að- ildarfélaga - „skjóti stoðum undir þá kenningu að Danir hafi sett aðildina sem skilyrði fyrir að- stoð“. Af atburðarásinni sem hann rekur virðist ljóst, að kratar hafa eftir föngum reynt að tak- marka áhrif kommúnista innan flokksins, og kóróna það 1930 með samþykkt þar sem kommún- istar eru útilokaðir frá trúnaðar- störfum í ASÍ. Þá höfðu raunar staðið átök um langt skeið, og bilið milli fylkinga orðið óyfir- stíganlegt. Vitanlega hafði þá komið lína frá Komintern um stofnun KFÍ og sendimenn gerðir hingað upp til að knýja á um hana. Ruglið í Komintern á þingi þess 1928, þar sem forystumenn krata voru dæmdir stéttsvikarar og þjónar auðvaldsins, varð svo vitaskuld enn til þess að undir engum kringumstæðum hefðu kommún- istar getað verið - sjálfs sín vegna og krata - rnikið lengur innan Al- þýðuflokksins. En Þorleifur færir rök að því, að kratar hafi ekki síður verið hvati á þá þróun með áralangri mótstöðu sinni við kommúnista, og séu því ekki síður ábyrgir fyrir því að til urðu tveir flokkar. Sama máli gegnir um brottför Héðins 1938. „Héðinn klýfur“ heitir það á máli Gröndals, og krata fyrr og síðar. Atburðarásin lítur öðru vísi út samkvæmt frá- sögn Þorleifs. Forystumenn flokksins hugðust gera Stefán Jó- hann að eftirmanni Jóns Bald- vinssonar, sem hafði eitt sinn sagt við Guðmund Hagalín úti í Kaup- mannahöfn, að Stefán væri akk- eri, sem flokkurinn gæti legið við á lygnri vík. En til að svo gæti orðið þurfti að einangra Héðin, gera hann valdalausan. Um þetta ritaði Stefán Jóhann bréf til krat- aforingja ytra, sem Þorleifur hef- ur grafið upp. Þessu lyktaði svo með því að Héðinn var rekinn af stjórn Alþýðusambandsins úr flokknum. f máli Benedikts Gröndal er brottrekstur Héðins orðaður: „Héðinn klýfur" (!!). Eins vann Stefán Jóhann leynt og ljóst gegn Hannibal, eftir að hann varð formaður 1952. Gróf undan honum innanlands og rægði erlendis, einsog Þorleifur Friðriksson birtir um skjalfest dæmi. Vitanlega var þrýst innan- frá á Hannibal. Honum var ögr- að. Það verður erfitt fyrir menn hér eftir að ætla að skýra lélegt gengi Aþýðuflokksins á íslandi með stöðugum klofningi til vinstri. Forysta Alþýðuflokksins átti ekki minni sök, - stundum meiri, einsog dæmið af Héðni sannar. Sinnaskipti Stefáns Jó- hanns í lýðveldismálinu í Gullnu flugunni er fjallað um breytingar á afstöðu Alþýðu- flokksins til lýðveldisstofnunar- innar, og hvernig tengslin við dönsku kratana höfðu áhrif á skoðanabræður hér heima. Ekki verður betur séð af upplýsingum Þorleifs, en Stefán Jóhann hafi breytt um afstöðu til lýðveldis- stofnunar eftir bréfaskriftir við Alsing Andersen, formann dönsku kratanna, og skipað sér og flokknum með þeim sem lengst vildu ganga til móts við Dani. Vildi þarmeð fresta stofn- un lýðveldisins meðan Danir væru undir oki Þjóðverja. f sjálfu sér fyllilega verjandi afstaða, sem ber á sinn hátt vott um drenglyndi gagnvart Dönum í erfiðri stöðu þeirra. En upplýsingarnar sem Þor- leifur hefur grafið upp gefa á hinn bóginn til kynna, að það hafi ekki verið nein sérstök samúð með dönsku þjóðinni sem olli sinna- skiptum Stefáns Jóhanns heldur fyrst og fremst að formaður danskra sósíaldemókrata fór Gullna flugan - saga átaka íAlþýðuflokknum og erlendrar íhlutunar um íslensk stjórnmál í krafti fjármagns, eftirÞorleif Friðriksson. Útgefandi Örn og Örlygur fram á það við Stefán. Um þetta farast Þorleifi svofelld orð: „... verður að telja sinnaskipti Al- þýðuflokksforystunnar svo mikil eftir að Stefán Jóhann fær bréf Alsing Andersen, að erfitt er að hrinda frá sér hugsuninni um íhlutun og þýlyndi“. Hér er ef til vill komið að veikum punkti á bók Þorleifs. Hann er djarfur sagnfræðingur. Hann hikar ekki við að draga ályktanir. Og fer þá stundum út á brúnina. Án efa mun einhverjum sagnfræðingnum þykja það löstur, og telja að þýlyndisdóm- urinn, sem Stefán Jóhann fær, eigi ekki heima í sagnfræðiriti. Vísast er það rétt. Lesendur eiga sjálfir að vera færir um að draga ályktanir og fella dóma af þeim ríkulegu heimildum sem Þorleifur ber fyrir þá. Og þær upplýsingar sem birtar eru í Gullnu flugunni úr einkabréfum Stefáns Jóhanns til krataforingja erlendis eru meira en nægar til að lesandinn fái glögga mynd af sálarlagi þess valinkunna sæmdarmanns. Og ekki orð um það meir. Þorleifur er með öðrum orðum fullnýtinn á ályktunargáfu sína. En mörgum kann hins vegar að þykja bókin skemmtilegri fyrir vikið. í stuttu máli: Áhugamenn um sagnfræði fá sinn verð ríkulega út deildan í bók Þorleifs Friðriks- sonar. Frásögn hans af aðdrag- andanum að valdatöku Hanni- bals í Alþýðuflokknum 1952 og verkfallinu sama ár eru mjög fróðlegar, ekki síst þar sem lítil völ er á fróðleik um þetta tímabil nema í dagblöðum þess tíma sem menn eiga erfitt með að nálgast. Þorleifur skrifar lipran og létt- an stfl, og bókin verður heildstæðari og skemmtilegri lesning eftir því sem á líður. Raunar endar hún á svo spenn- andi punkti, að maður hlakkar eiginlega til að fá næsta bindi. Fyrir alla, sem vilja glöggva sig á sögu vinstri hreyfingar á íslandi, er Gullna flugan óhjákvæmileg viðbót í bókaskápinn. Það er sjálfsagt að bera lof á útgefanda fyrir að hafa ráðist í útgáfu þessarar bókar, sem alls- endis er óvíst að skili miklum gróða í kassann fyrsta kastið. Aftur á móti ber að harma þung- lega, hversu lítið hann hefur lagt í prófarkalestur, - prentvillur eru of margar og stundum helsti slæmar. Össur Skarphéðinsson Sunnudagur 6. desember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.