Þjóðviljinn - 06.12.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.12.1987, Blaðsíða 7
Einkennisklæddir þingmenn NSDAP árið 1930. Nýjar rannsóknir í Vestur-Þýskalandi Kjósendur Hitlers komu úr öllum stéttum Aðsetur SA-manna í Berlín þakið fánum og slagorðum fyrir kosningarnar 1932. MILLIONEN stehen hinter mir Hverjirvoru hinirraunveru- legu kjósendur þýska Nasist- aflokksins? Um það hafa menn lengi deilt. Lengst af hefur þó sú kenning notið mestrar hylli meðal fræði- manna, að það hafi nánast einvörðungu verið lútersk millistétt, sem veitti nasistum brautargengi. (fyrra kom út hér í Vestur- Þýskaiandi bók eftir sagn- fræðinginn Júrgen W. Falter, prófessorvið Berlínarhá- skóla, um kosningarog kjós- endur í Weimarlýðveldinu, 1919-1933. Þessi bók hefur vakið verulega athygli, ekki síst vegna þess að þar er fyrri kenningum um kjósendur Nasistaflokksins hnekkt. Falt- er sýnir fram á það í þessari bók að kjósendur Nasistaflok- ksins hafi í raun komið úrflest- um þrepum þjóðfélagsstig- ans. Hann gengur jafnvel svo langt að segja að þýski Nas- istaflokkurinn hafi líklegaver- ið fyrsti stjórnmálaflokkurinn í Evrópu, sem náði að höfðatil margra ólíkra þjóðfélagshópa í senn. Við þingkosningarnar 31. júlí 1932 hlaut Nasistaflokkurinn rúm 37 prósent greiddra at- kvæða. Það var mesta atkvæða- tala hans frá stofnun. Á aðeins fjórum árum hafði flokkurinn fimmtánfaldað fylgi sitt. í nóvem- ber sama ár var á ný efnt til þing- kosninga og þá tapaði Nasista- flokkurinn nokkru fylgi, hlaut aðeins rúm 33 prósent atkvæða. Flokkurinn var greinilega á nið- urleið. En í janúar 1933 seldi Hindenburg, forseti landsins, leiðtoga Nasistaflokksins Adolf Hitler í hendur umboð til stjórn- armyndunar. í þriðju kosningun- um, sem haldnar voru í landinu á einu ári, í apríl 1933, hlaut Nasist- aflokkurinn rúm 44 prósent gildra atkvæða. Þessar kosning- ar, sem haldnar voru eftir raun- verulega valdatöku nasista, er hins vegar engan veginn hægt að telja marktækar. Sumarkosningarnar 1932, þeg- ar nasistar náðu besta árangri sín- um í lýðræðislegum kosningum, þykja hvað athyglisverðastar í því sambandi hvernig atkvæðatala Nasistaflokksins dreifðist þá á stéttir manna. Jiirgen W. Falter hefur, með aðstoð tölvu, rannsakað niðurstöður úr öllum kjördæmum landsins í þessum kosningum. Á dögum Weimarlýðveldisins voru engar skoðanakannanir gerðar; og að sjálfsögðu hafa menn heldur engar upplýsingar um það hvernig hver og einn kjósandi varði atkvæði sínu í kjörklefa. Allar niðurstöður Falters eru því reistar á líkindum. Fyrir hendi eru upplýsingar um þjóðfélagsstöðu íbúa í öllum kjördæmum landsins, 831 að tölu. Menn hafa því allnákvæma hugmynd um hvar mótmælendur bjuggu á þessum tíma, hvar ka- þólikkar, hvar vinnandi menn, hvar atvinnulausir o.s.frv. Með því að bera atkvæðatölur úr ein- stökum kjördæmum saman við þessar upplýsingar, má með nokkuð öruggum líkindum segja til um hvaða stéttir manna hafi kosið hvaða flokk. Lítum nú á úrslit kosninganna, 31. júlí 1932 (kjörsókn var 84,1 prósent, hin mesta í sögu Weimarlýðveldisins): Nasistaflokkurinn (NSDAP) var stærsti flokkur landsins, hlaut 37.4 prósent atkvæða. Jafnaðarmenn (SPD) hlutu 21,6 prósent. Miðjubandalagið (Zentrum) og Bæverska þjóðarbandalagið (BVP), sem fyrst og fremst nutu stuðnings kaþólikka, hlutu sam- tals 16,2 prósent. Kommúnistar (KPD) hlutu 14.5 prósent. Aðrir hlutu samtals 10,3 pró- sent. Atkvæðatala Nasistaflokksins samsvarar því að hann hafi hlotið stuðning 31 prósents allra at- kvæðisbærra manna. Þá tölu not- ar Falter í öllum útreikningum sínum á skiptingu atkvæða flokksins, enda engan veginn hægt að segja til um hverjir það voru, sem ekki neyttu atkvæðis- réttar síns. Því eru þeir í útreikn- ingum hans í rauninni taldir sem einn flokkur með 15,9 prósent at- kvæða. Hið fyrsta sem vekur athygli þegar atkvæðatölur Nasista- flokksins eru skoðaðar, er það að hann nýtur öllu meira fylgis á landsbyggðinni en í borgum. Að meðaltali hlýtur hann 34 prósent fylgi í dreifbýli en 28 prósent í þéttbýli. Hið næsta, sem kemur í ljós, er að meðal mótmælenda nýtur flokkurinn miklu meira fylgis en meðal kaþólikka. Á landsbyggðinni er þessi munur svo gífurlegur að flokkurinn hef- ur 41 prósent fylgi að meðaltali á lúterskum svæðum en einungis 18 prósent á kaþólskum. Trúin virðist því hafa valdið mestu um það hvað menn kusu á þessum tíma. Atvinna og þjóðfé- Lúterski smáborgarinn ekki einn um stuðning við Nasistaflokkinn eins og haldið hefur verið fram. lagsstaða hafa augljóslega skipt minna máli, og kemur það eflaust mörgum á óvart. Jurgen W. Falt- er hefur komist að þeirri niður- stöðu að 27 prósent allra verka- manna hafi kosið Nasistaflokk- inn í þessum kosningum, sem er aðeins 4 prósentum lægra hlutfall en meðal allra atkvæðisbærra manna. Sú gamla kenning að Nasista- flokkurinn hafi verið borinn uppi af miðstéttinni, að meðalkjós- andi hans hafi verið lúterskur smáborgari, er augljóslega mikil einföldun á sannleikanum. Vissulega naut flokkurinn mests fylgis meðal þessa fólks, en hann átti einnig afar styrk vígi meðal annarra stétta. Mest kemur á óvart að afar margir verkamenn, einkum á landsbyggðinni, studdu Nasistaflokkinn. Skýringar á þessu eru ýmsar. Bent hefur ver- ið á að í smábæjum úti á landi hafi samstaða manna verið meiri en í borgum. Stéttaskipting hafi ekki verið eins skýr. Því hafi verka- menn einfaldlega farið að dæmi þeirra, sem stóðu næst fyrir ofan þá í samfélaginu, og greitt nasist- um atkvæði sitt. Einnig er vitað að ýmsir verka- menn, einkum í þjónustu ríkis- ins, höfðu horn í síðu jafnaðar- manna og töldu þá eiga sök á launaskerðingu, sem þeir höfðu orðið fyrir. Þessir menn, einkum póstmenn og starfsmenn járn- brauta, snerust hópum saman til fylgis við nasista. Hins vegar virðist sú útbreidda skoðun að atvinnuleysingjar hafi í ríkum mæli bundið vonir við nasista vera röng. Rannsóknir Falters sýna að þetta fólk mynd- aði styrkasta stuðningshóp Kommúnistaflokksins. Vissulega Milljónlr manna standa að baki mér... (Veggspjald eftir John He- artfield) voru það þó ófáir atvinnuleysing- jar, sem tóku fegins hendi gylli- boðum nasista um mat, vinnu og umfram allt sjálfsvirðingu. SA- sveitirnar fengu marga slíka menn til liðs við sig, einkum unga atvinnuleysingja. Þessir menn voru flokknum afar nytsamlegir, enda margir þeirra hneigðir til of- beldis, og þá var hægt að nota til að efna til götuóeirða og til að þjarma að pólitískum andstæð- ingum. Þeir voru því mjög áber- andi í þjóðfélaginu, og líklega hafa af því sprottið upp sagnir um fjölda þeirra, og sá misskilningur breiðst út að atvinnuleysingjar hafi í röðum hneigst til nasisma. Mikilvægi rannsókna eins og þessara verður ekki dregið í efa. Þær þjóðfélagslegu aðstæður, sem leiddu til víðtæks stuðnings við stefnu, sem litla eða enga dul dró á svívirðileg markmið sín og mannfyrirlitningu, hljóta og verða að vera eilíft rannsóknar- efni. í kosningaáróðri nasista var engu leynt um kynþáttastefnu flokksins; kjósendur hans gátu fræðst um hana á áróðursspjöld- um á hverju götuhorni. Niður- stöður Jurgens W. Falters hljóta að teljast í hópi hinna merkustu í þýskum sagnfræðirannsóknum á seinni árum. Einar Helmlsson skrifar frá Vestur- Þýskalandi. Sunnudagur 6. desember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.