Þjóðviljinn - 06.12.1987, Blaðsíða 13
Clarisse Lernout í hlutverki Dísu. (Ljósm: B. Valsson) Sigríður Gunnarsdóttir og Gilles Nicolas í hlutverkum Steinunnar og Lofts.
„GALDRA- LOFIUR"
sýndur í Paris
Leikritið „Galdra-Loftur" eftir
Jóhann Sigurjónsson fjallar
um mann sem vill temja þá
veru sem eldurinn er skuggi
af, og það endar á hinni
mögnuðustu særingasenu.
Þess vegna mun það allt hafa
verið með ráðum gert að velja
föstudaginn 13. nóvember,
þegar sólin var í sþorðdrek-
amerkinu, fyrirfrumsýningu
verksins í París.
Leikrit Jóhanns fóru víða á sín-
um tíma, einkum í norðurhluta
Evrópu, en náðu aldrei verulega
fótfestu í Frakklandi, þótt
„Galdra-Loftur“ muni hafa verið
sýndur í París skömmu eftir 1920.
Vafalaust var ástæðan sú, að and-
rúmsloft verkanna og skírskotan-
ir til íslenskra þjóðsagna og hug-
myndaheims voru Frökkum
framandi. Sérstæður symbólismi
Jóhanns var, samkvæmt orðum
Gérards Lemarquis í leikskránni,
eins og stíll „Maurice Maeterl-
inck sem hefði tekið inn þorska-
lýsi á hverjum morgni.“ Einungis
hin alþjóðlega list þöglu mynd-
anna gat brúað bilið, enda sló
kvikmynd Sjöströms eftir leikrit-
inu um „Fjalla-Eyvind" í gegn í
París eins og annars staðar.
Það er því talsvert dirfskuverk
að færa „Galdra-Loft“ upp í París
meira en sjötíu árum eftir að
leikritið var samið, þegar öll
leikhústækni, stíll og smekkur
áhorfenda hafa breyst svo mikið,
að jafnvel Strindberg og Ibsen
geta átt erfitt uppdráttar. Ragn-
heiður Ásgeirsdóttir, sem leik-
stýrir verkinu í Thé4átre Arcane í
París, hefur því farið heldur
óvenjulegar leiðir, og er hætt við
að sumum íslendingum komi
verkið undarlega fyrir sjónir í
þessum búningi, en miðað við
þær forsendur sem hún velur sér
hefur henni tekist mjög vel.
Verkið, sem leikið er í lipurri
franskri þýðingu Gérards Lem-
arquis, er nokkuð stytt, þannig
að ekki eru eftir nema fjórar
aðalpersónurnar, Loftur,
Steinunn, Dísa og Ólafur, en all-
ar aukapersónur eru felldar niður
og með þeim fyrstu atriðin í fyrsta
og öðrum þætti, svo og örstutt
atriði í lokin, eftir dauða Lofts.
Jafnframt er sviðsmyndin eins
einföld og verið getur: sviðið er
svart með stórum dyrum fyrir
miðju og bókahrúgu til vinstri.
Fyrir bragðið falla niður þau
atriði verksins og þær hliðar þess
yfirleitt, sem flytja með sér
eitthvað sem kalla mætti „tíðar-
anda“ (í Hólabiskupsstól á 18.
öld) og sérstakan bakgrunn, og
textinn missir mikið af raunsæj-
um skírskotunum sínum. í stað-
inn þjappast atburðarásin ennþá
meir í kringum aðalpersónurnar
og tengsl þeirra innbyrðis, og fara
þau átök fram í einhverju meta-
fýsísku tómarúmi. í samræmi við
þetta er leikstíllinn hraður og
nokkuð ýktur með miklum
styrkbreytingum og hlaupum
fram og aftur um sviðið svo og
veltum og kneykingum. Tónlist,
sem Lárus Grímsson hefur samið
fyrir sýninguna, er notuð til að
undirstrika ýmis atriði, einkum
„töfrateppissenuna“, sem verður
sérlega ljóðræn og nýtur sín vel í
þessari gerð. Gallinn við þessa
styttingu er sá að ýmis atriði í
uppbyggingu verksins fara for-
görðum, kannske einkum sam-
svörunin milli samtals betlaranna
í upphafi og særinganna í lokin
(þar sem Loftur var í þessari upp-
færslu einn andspænis röddum
biskupanna), en yfir sýningunni
var góður heildarsvipur og oft á
tíðum veitti hún nýja innsýn í
þennan klassíska texta.
Sigríður Gunnarsdóttir stend-
ur sig vel í hlutverki Steinunnar
og er í góðu samræmi við þær
hugmyndir sem maður gerir sér
um persónuna, þótt ekki sé
auðvelt fyrir hana að leika þenn-
an íslenska texta á frönsku. f öðr-
um hlutverkum eru franskir
leikarar og er forvitnilegt fyrir ís-
lending að sjá frammistöðu
þeirra: með leikstíl sínum, sem er
nokkuð annar en við eigum að
venjast og fjarri „íslensku raun-
sæi“, bregða þeir nýju ljósi á
persónurnar. Einkum verður
Dísa sérlega lifandi.
Búast má við því, að þessi gerð
„Galdra-Lofts" sé sú sem best
henti smekk og væntingum
franskra leikhúsgesta á því her-
rans ári 1987. En með því að
þjappa verkinu þannig saman
koma einnig ýmsir smíðagallar
þess skýrar í ljós: það er erfitt að
sjá beinar forsendur fyrir þekk-
ingarleit Lofts, sem virkar heldur
óljós, og tengslin milli hennar og
ástaflækjunnar eru bláþráðótt.
Sýnt er að hver kynslóð verður að
túlka „Galdra-Loft“ og reyna að
leysa þessi vandamál verksins á
sinn hátt.
f forsal leikhússins er sýning á
málverkum eftir Halldór As-
geirsson.
e.m.j.
GJALDHEIMTA
SUÐURNESJA
Gjaldheimta Suðurnesja, sem er nýstofnað sameignarfélag
sveitarfélaganna 7 á Suðurnesjum og ríkissjóðs um innheimtu opinberra
gjalda óskar að ráða eftirtalið starfsfólk:
GJALDHEIMTUSTJÓRA sem veitir Gjaldheimtunni forstöðu og fer með
daglegan rekstur hennar. Æskilegt er að umsækjandi hafi embættispróf í
lögfræði.
TVO FULLTRÚA. Þeir skulu sjá um móttöku staðgreiðslufjár og skilagreina
vegna staðgreiðsluinnheimtu, skráningu þeirra í tölvu og úrvinnslu
upplýsinga. Umsækjendurskulu hafagóða, almennamenntun. Reynslaaf
tölvuvinnslu er nauðsynleg. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf hið
fyrsta.
Upplýsingar um starfskjör og annað varðandi störfin veitir Eiríkur
Alexandersson, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á
Suðurneskjum, Vesturbraut 10a, Keflavík. Umsóknum sé skilað til hans,
umsóknarfrestur er til 10. desember n.k.
Stjórn Gjaldheimtu Suðurnesja
««i
OM/
Dreglb iiar í Jolahoppdrættl SflB þ. 3. desember um 10 SONV
SRF-6 ferbaútuorpstæki. Upp komu ettirtalin numer ;
39787 48710 59856 1144 105376
44163 13959 103064 115665 47552
Þar sem útsending miba dróst a langinn hefur stjorn Sflfl
óknebib, ab sú regla gildi um bennan elna drétt. ab dagsetning
greibslu skiptl ekkl móll. Ef mlbi er greiddur uerbur tækib afhent.
Númer gírósebilsins er happdrœttisnúmerib og eftir er ab
draga 10 S0NV ferbageislaspilara þ.lO.des., 10 rafdrifna
leikfangabíla þ,17.des. og loks 10 MITSUBISHI PBJER0 jeppa, 5
stutta og 5 langa, ó öbrum degl jola, þ.26 des.
Oróttur fer fram í beinni útsendingu ó STÖO 2 ofantolda
daga i þættinum 19:19. Þokkum stubnlng nú sem fyrr.
Dagheimilið Foldaborg
Okkur vantar 2 fóstrur eða þroskaþjálfa í 50%
stuðningsstarf eftir hádegi frá og með 1. janúar
1988. Einnig vantar okkur fóstru í 100% starf frá
og með 1. janúar.
Við á Foldaborg getum státað af góðu uppeldis-
starfi og góðum starfsanda. Lysthafendur vin-
samlegast hafið samband við forstöðumann í
síma 673138.