Þjóðviljinn - 16.12.1987, Síða 5

Þjóðviljinn - 16.12.1987, Síða 5
HLUmW FJAKEMÞAR JAREMXX HIXAItS S<Uiu\ MMH^LVm If I S K U G G S J Á Saga Hafnarfjarðar Jarlsins Bókaútgáfan Skuggsjá Hafn- arfirði, hefur gefið út bókina Hafnarfjarðarjarlinn - Einars saga Þorgilssonar, sem Ásgeir Jakobssonskráði. Ásgeir Jakobs- son hefur meðal annarra bóka rit- að Einars sögu Guðfinnssonar og Tryggva sögu Ofeigssonar, sem Skuggsjá gaf einnig út á sínum tíma. Hafnarfjarðarjarlinn er ævi- saga Einars Þorgilssonar og segir frá æsku hans í þurrabúð í Garða- hverfi, og síðan frá Einari sem formanni og útvegsbónda á ára- bátatímanum, kútteraútgerðar- manni á kútteratímanum og út- gerðarmanni fyrsta íslenzka tog- arans. Bókin er einnig 100 ára útgerðarsaga Einars Þorgilssonar og þess fyrirtækis, sem lifði eftir hans dag og er elzta starfandi út- gerð í landinu. Hafnarfjarðarjarlinn er einnig 86 ára saga verzlunar Einars Þorgilssonar, sem er elzta starf- andi einkaverzlun í landinu. Hafnarfjarðarjarlinn er líka 100 ára Hafnarfjarðarsaga. Einar Þorgilsson var einn af „feðrum“ bæjarins, ásamt því að vera stór atvinnurekandi var hann hrepp- stjóri Garðahrepps þegar hreppnum var skipt. Einar var 1. þingmaður Gullbringu- og Kjós- arsýslu um skeið, og flutti fyrstur manna frumvarp um Hafnarfjörð sem sér kjördæmi. Kjartan Árnason: Frostmark (174 bls.) Örlagið 1987 Þessi bók er safn fimm smá- sagna sem eru sérstakar - ekki endilega að þær komi á óvart eða séu nýstárlegar - en samt sérstak- ar. T.d. eru þær lengri en gengur og gerist um smásögur, atburða- rás flóknari og persónusafn fjölbreytilegra. Af þessum fimm sögum skal hér staldrað við tvær: Davíð og Frostmark. í sögunni Davíð segir frá næt- urverðinum sem dvelur í Þjóðar- bankanum og skal gæta hans. Hann er einn, svo einn, að þegar maður nokkur kemur til að hreinsa gluggana verður það til- efni til að lyfta sér upp: Nætur- vörðurinn fer í bófahasar, en nær að hrökkva aftur til veruleikans þótt það fari á annan veg síðar. Skylda næturvarðarins er að gæta byggingarinnar og hann reynir að breiða yfir ótta sinn gagnvart því að standa sig ekki í starfi og segir: „maður finnur alltaf það sem maður leitar að ef maður leitar ekki að því; þannig fann Leifur Ameríku.“ En óttinn nagar hann og hann skynjar eitthvað sem Ekkert er eins unaðslegt Halldór Laxness Dagar hjá múnkum Vaka-Helgafell 1987 í upphafi þessarar bókar grein- ir Halldór Laxness nokkuð ítar- legar en hann hefur áður gert frá tildrögum þess að hann „réðist í vist hjá múnkum af reglu heilags Benedikts“ í Clervaux í Lúxem- borg árið 1922 - hvernig þar fór saman áhugi á þeirri kirkju sem unglingur í Lúterstrúarlandi hafði heyrt svo margt misjafnt um, leit að áreiðanlegum gildum og svo ýmisleg vandkvæði per- sónuleg. Þar fer á eftir dagbók Halldórs úr klaustrinu, hún hefst um miðjan febrúar 1923 og er síð- ast fært til hennar í júlí sama ár. Þar á eftir fara kaflar um kynni Halldórs af jesúítum og síðústu heimsókn hans til Clervaux 1925 þegar hann kveður skriftaföður sinn sem var, göfugan öldung og segir að lokum: „Oft hef ég velt því fyrir mér hvort þessar kveðjur hafi ekki verið afdrifaríkust straumhvörf í lífi mínu“. í þess- um frásögnum tekur lesandinn fyrst og fremst eftir sterku þakk- læti Halldórs í garð þeirra ágætu fulltrúa hins kaþólska heims sem sýndu honum vinsemd og fræddu hann um margt þá hann ungur var. En kjarni máls er vitanlega klausturdagbókin sjálf. Peter Hallberg vitnar til hennar í fyrri hluta hins mikla verks síns um Halldór (kom út 1954) en síðan sýnist kverið hafa lent á flakki. Dagbókarskrifum til stuðnings eru svo tilvitnanir í bréf til vina Halldórs, skrifuð í klaustrinu, sem höfundur fellir inn í sína rammafrásögn. Og kannski hefði það verið affarasælast í útgáfu að láta þau bréf fylgja með í einni bók um daga með munkum. Dagbækur eru einatt snubbótt- ar eins og menn vita og ýmsum duttlungum háðar. En þessi hér geymir skemmtileg og fróðleg brot úr ýmsum sögum. Ein er af ungum manni sem truflaður er í fullkomleikaviðleitni af sætleika Halldór Laxness með dagbókarkverið í höndum. kvenholdsins sem krýpur við hlið hans í kirkjunni eða gjóar á hann augum á gönguferðum. Biður hann Pokurinn hirða freistara þessa: „ég vildi að tækist að stoppa alt þetta kvenfólk". Það er líka sagt frá því hvernig ungur maður dettur alltaf öðru hvoru niður úr glæstum áformum og niður í víti síns vanmáttar. Hann er að skrifa skáldsöguna Undir Helgahnúk og eitt sinn sem oftar finnst honum það sem hann hafði sett á blað: „svo óendanlega plebejískt, elendugt og klaufalegt, svo and- laust og smásálarlegt að mér félst alveg hugur þegar ég ætlaði að fara að skrifa“. En hinsvegar bregður honum svo við þegar kona ágæt skrifar ungu skáldi og biður hann að skrifa grein fyrir sveitablað í Mosfellssveit að hann setur þetta hér á blað: „Þessi bón hefur áreiðanlega verið send mér af forsjóninni til þess að auðmýkja mig og lækka í mér rostann. Það er holt að fá auðmýkingar svona við og við til þess að uppgötva að maður er ekki virtur of mikils." Vitanlega átti Halldór Laxness eftir að taka vel í bænir erindreka innansveitarblaða - en slíkt getur maður ekki ungur og kraminn í kvöl óvissunnar: er ég einn þeirra sem koma skal? En það er líka minnst í þessari dagbók á það vegarnesti sem átti eftir að duga Halldóri vel og birt- ist í þessari merkilegu setningu hér: „Ekkert er eins unaðslegt og að leggja of mikið að sér“. Að vísu játar ungt skáld að það sé freistandi að sofa ögn lengur á morgnana, en sá djöfull skal nið- ur kvaddur skjótt því að mikið verk er óunnið. ÁB UM FROSTMARK ekki á að vera þarna, það er sjálfur Hinn. Með plastsverði ræðst hann gegn þessum vágesti og meðreiðarsveinum hans, veg- ur þá alla og þar með talinn svart- an riddara sem „féll saman eins og ruslapoki". En ímyndunar- leikirnir eru bara skálkaskjól, næturvörðurinn skilur tilgangs- leysið með dvöl sinni þarna, skárra væri líklegast að hann gerði það ekki. Það kemur að því að hann þolir ekki meira, gengur berserksgang og ryður öllu um koll. Við sjáum síðan á eftir hon- um bæði út úr Þjóðarbankanum og sögunni eftir að hann lætur standöskubakka fjúka gegnum loftháa rúðu. Frostmark nefnist seinasta saga bókarinnar. Heitið gefur rétta innsýn í þann kulda sem þarna ríkir. Aðalpersónan er Ebeneser Frostmark, fæddur í KöldusveitíKrapahreppi. Leiðin liggur til höfuðstaðarins í menntaskóla en sögumaðurinn unir sér ekki í námi, fer þess í stað til Þvergirðingseyrar að vinna. Ebeneser starfar þar sem aðstoð- arbirgðaeftirlitsmaður (sem er ekki eins ábyrgðarmikið starf og lengd nafnsins getur til kynna) og líður vel, a.m.k. betur en bæði í borginni og heima í Köldusveit. En smátt og smátt áttar Ebeneser sig á aðstæðum í þessu plássi. Þarna kynnist hann fjölskrúðugu safni fólks sem hefur allt sín sér- stöku einkenni en á þó a.m.k. eitt sameiginlegt: mikinn kulda. Það er öllum illa við alla, menn reyna að ota sínum tota (m.a.s. í eigin- legri merkingu) af fremsta megni og notfæra sér hver annan eftir bestu getu, aumir eru bara verk- færi í höndum annarra. Þarna er t.d. ísgerður Jónsdóttirsem leigir Ebeneser húsnæði, húsaleiguna skal hann borga með ríkulegri bólfimi. Fljótlega finnur sögu- maðurinn að þetta er meiri skuld- binding en svo að hann fái risið undir henni með góðu móti: í vinnunni er fólkið farið að stinga saman nefjum þegar hann kemur þreyttur og óútsofinn, því sýnist hann vera heldur „ígginn". Um sjálfan sig segir hann: „Ég sat á bólakafi í hyldýpi holdlegra nautna sem ekki voru mínar nautnir og vafasami að það væru nautnir nokkurrar mannveru annarrar heldur miklu heldur kviksyndi einhæfni tilbreytingar- leysis stöðnunar leiðinda - já leiðinda." í þessum orðum held ég sé komið næst meginhugsun í þessari bók. Menn eru hver öðr- um til leiðinda í stað þess að vera manns gaman. í skársta falli finna þeir sér fróun í því að vera náunganum til ama, í versta falli sýna þeir hver öðrum hreina grimmd. Það er sjálfsagt vandkvæðum bundið að færa slíkt frásagnar- efni, sem höfundur hefur hér valið, í viðeigandi búning. Hætt er við að ómannúðin og illskan kæfi bæði frásagnar- og lestrar- gleðina. En svo er ekki. Mér sýn- ist að því ráði aðallega tvennt: fjölbreytilegar persónur og gáskafullur stfll. Persónurnar eru gjarnan dregnar svakalegum dráttum og minna þannig á skopmyndaper- sónur. Athafnir þeirra eru rosa- legar, t.d. þegar yfirlögreglu- þjónninn ræðst til inngöngu í áhaldaskúrinn með svo góðum árangri að hurðin lét samstundis undan - og skúrinn líka. Orðfæri sögupersóna er ekki bundið við neitt kurteisishjal. Menn brúka stólpakjaft og opin- bera með því móti andlega fátækt sína. Slíkt kallar samt ekki fram andúð lesenda á þeim, miklu frekar samúð. Á hinn bóginn er stíllinn þræddur kímni, jafnvel launfyndni, og hnyttilegum út- úrsnúningi á venjubundnum orð- atiltækjum. (Um söguhetjuna Jón ísgerðarson, sem er þekktur drykkjumaður, segir t.d. að hann hafi við yfirheyrslur hjá lögregl- unni setið „fast við sinn stút“. Sömuleiðis segir sá sami Jón í til- svari: „Það er í lagi frá mínum alkóhóli séð“.) Og það skín í gegn í þessari bók að gaman er að segja frá og þessi tæra gleði smitar lesandann auðveldlega: Það er gaman að lesa þessa bók. En það er hér eins og svo oft áður: Mikil frásagnar- gleði vill bitna á frásögninni sjálfri, oft er eytt meira púðri en þarf til að skotið flýgur yfir marklínuna - í þessu tilfelli samt ekki óþægilega langt. Ingi Bogi Miðvikudagur 16. desember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.