Þjóðviljinn - 16.12.1987, Síða 6

Þjóðviljinn - 16.12.1987, Síða 6
BÆKUR Átakasaga Alþýðubandalagsins 77/ að skilja samtímann Eru sóknir og sigrar betri en átök? Er Stalín ennþá hér? Heitir Hannibal Ólafur núna? Mörður Árnason ræðir við Óskar Guðmundsson um splunkunýja bók um vinstri hasar í sex áratugi Gáttir allar áður gangi fram... Óskar Guðmundsson reynir að leggja Þjóðviljamönnum lífsreglurnar utanvið ritstjórnar- skrifstofur Þjóðlífs á Vesturgötunni.(Mynd: Sig). „ Allir stjórnmálaflokkar eiga merkasögu að baki. Oftaren ekki endurspegla þeir hug- myndafræði og ákveðna hagsmuni sem verið hafa hreyfiafl þjóðfélagsins. Saga gömlu flokkanna er að miklu leyti óskráð. Þó eru til ritgerðir fræðimanna um einstaka tímabil í sögu þessaraflokka og nokkur heildarrit „hirð- sagnfræðinga" sumraflokka. Það sem hér liggur á bók er eins konar tilraun til að segja sögu Alþýðubandalagsins á gagnrýninnhátt..." Þannig hefur Óskar Guð- mundsson nýútkomna bók sína um Alþýðubandalagið, bók sem án efa vekur mikla athygli og um- ræður innan vinstrihreyfingar- innar og utan. Óskar þarf varla að kynna Þjóðviljalesendum, en formsins vegna er þó rétt að nefna hann til sögunnar: hálffertugur, nýorðinn ritstjóri Þjóðlífs, ritstjórnarfull- trúi hér á blaðinu meginhlutann af þessum áratug, ódrepandi áhugamaður um stjórnmál, fram- vindu þeirra og bakgrunn, en einnig unnandi mikill fræða fornra og nýrra, helst sem þjóð- legastra, Reykvíkingur með landsbyggðarbakgrunn, vinur vina sinna sem hann vill eiga við sem lengst orð um landsins gagn og nauðsynjar náungans, en litinn hornauga á skrifstofum ýmsum ofarlega í valdapíramí- danum. Býr með Kristínu Ágústu borgarfulltrúa og áður varafor- manni og eiga þau saman Melk- orku litlu, hið vænsta barn. Sókn og sigrar Við hefjum samræður á forsíðu bókarinnar og tölum fyrst um nafnið sjálft: „Alþýðubandalagið -Átakasaga“. Nafnið vekurstrax athygli, vegna þess að menn eru vanir því að skrifað sé um stjórnmálaflokka með öðrum formerkjum, til dæmis hefur Þór- arinn Þórarinsson skrifað sögu Framsóknarflokksins undir titlin- um „Sókn og sigrar". Maður getur búið sér til tvenns- konar tilgátur um muninn á þess- um bókarheitum. Annarsvegar þá að saga Alþýðubandalagsins sé aðallega grimmileg átakasaga en saga Framsóknarflokksins hinsvegar glœsiskýrsla um sókn ogsigra. Hinsvegarþá aðhöfund- arnir œtli sér ólíkt hlutverk við sagnaritunina. Hvor er réttari, Óskar? - Ég held nú að seinni tilgátan eigi betur við. Auk þess er svo á sá munur að þeir sem eru umfram annað flokksmenn hyllast til að líta á sögu flokka sinna sem glæsta sögu um kraftaverk kyn- slóða - eða sókn og sigra, meðan þeir sem reyna að skoða sögu stjórnmálaflokka frá sjónarhóli gagnrýninnar líta frekar svo á að það sem helst mótar sögu þeirra séu einmitt átök, átök á milli flokka og átök innan flokka. Það eru ekki síst átökin innan flokk- anna sem leiða til einhvers nýs, hafa megináhrif á pólitíska fram- vindu, bæði í flokknum og í þjóðfélaginu. Svo verður auðvitað að hafa í huga að stjórnmálamenn hafa nánast atvinnu sína af því að hampa sóknum og sigrum. Mað- ur heyrir varla svo frá stjórnmála- flokkum að ekki sé rætt um sókn- ir og sigra, og þetta á líka við þegar stjórnmálamenn setjast niður við endurminningarnar þar sem mestu rými er varið til að hampa kraftaverkunum. En sag- an er ekki bara sókn og sigrar. Hún er ekki síður þau átök sem fram fara, - og þegar áhugamenn um stjórnmál, sem eru mjög margir á íslandi, eru að ræða sín á milli um pólitík þá eru þeir að ræða um átök, ekki síst innan flokkanna. Þetta skýrir það kannski af hverju ég beini sjón- um að átökunum og fjalla minna um kraftaverkin. Þessi bók er saga átakanna, ekki saga sigr- anna, enda hefur þeirri sögu ver- ið hampað nóg að mínu mati. íhinum opinberu eða hálfopin- beru sögum flokkanna, skráðum eða óskráðum, er átökunum ekki gefinn mikill gaumur og frekar reynt að breiða yfir þau. En er í raun og veru hœgt að skrifa sögu annars án þess að fjalla líka um hitt? Að skrifa bara um sóknir og sigra og gleyma átökunum eða bara um átökin án þess að taka með í reikning sókn og sigra? - Saga sókna og sigra á rétt á sér og saga átakanna á Iíka rétt á sér. Eg held raunar að öll sagn- fræði sé öðrum þræði tilraun til að skilja samtímann betur. Það eru margar ástæður fyrir því að ég legg svona mikla áherslu á sögu átakanna í þessari hreyfingu allt frá því snemma á öldinni, og ein þeirra er sú að menn hafa lítið reynt að athuga söguna frá þess- um sjónarhól. En ég held að þessi atburðarás sé mjög mikilvæg, ekki bara fyrir sósíalista eða Al- þýðubandaíagsmenn heldur líka til skilningsauka á allri stjórn- málaþróun í landinu og þarmeð til skilnings á samtímanum. Auðvitað er ekki hægt að slíta söguna um almennt gengi flokks og stefnumála hans frá sögunni af átökum innan hans. En samheng- ið getur verið flókið, orsök og af- leiðing þurfa ekki að fylgjast að í einföldu reikningsdæmi. Ytri gróði, innra tap Það er hægt að skipta ávinning- um stjórnmálaflokka - sóknum þeirra og sigrum - niður í ýmsa þætti. Hefur flokkurinn styrkt sig innávið, styrkt strúktúr sinn og samheldni flokksmanna? Það gæti talist ávinningur, - annar ávinningur er að hafa aukið völd sín í bjóðfélaginu, burtséð frá fé- lagatölu eða fylgi. Hefur flokkur- inn komið fulltrúum sínum inní valdaapparatið í samfélaginu? - margir líta svo á að það sé ávinn- ingur - eða hefur honum tekist að öðlast viðurkenningu, að festa sig niður í samfélaginu? Það telja sumir vera sókn. Svo er það fylg- ið, annarsvegar fjölgun flokks- manna, hinsvegar aukið kjör- fylgi, en það er alls ekki eini mælikvarðinn. Þannig vinnur Sósíalistaflokk- urinn sína glæstustu kosninga- sigra árið 1942, sest síðar í ríkis- stjórn, er viðurkenndur af öðrum flokkum, kemur fulltrúum sínum til valda hér og hvar í samfé- laginu. Þetta gerist aðeins nokkr- um árum eftir þann atburð sem ég tel að hafi veikt þessa hreyf- ingu móralskt meira en nokkuð annað - þegar Héðinn Valdi- marsson neyðist til að ganga úr Sósíalistaflokknum örfáum miss- erum eftir að hafa leitt stóran hluta Alþýðuflokksins til fundar við Kommúnistaflokk íslands. Þráttfyrir sókn og sigra Sósíal- istaflokksins á stríðsárunum hef- ur sú hugmyndafræði sem réð því hvernig og hversvegna Héðinn og stuðningsmenn urðu að yfirgefa flokkinn sett skuggamark sitt á alla söguna fram á okkar daga. Það var því ekki innri móralskur styrkur sem kallaði fram kosn- ingasigrana heldur hagstæðar að- stæður, bæði innanlands og á al- þjóðavettvangi þarsem hinn sov- étholli flokkur naut góðs af því að Kremlarbændur voru iausir úr einangruninni og vaxnir til virð- ingar vestra sem bandamenn í heimsstyrjöldinni. En hinar hagstæðu aðstæður innanlands voru auðvitað að nokkru leyti skapaðar af flokkn- um sjálfum. Forystumenn kommúnista voru mjög snjallir í taktík og flokkurinn hafði fengið tækifæri til að móta verkalýðs- hreyfinguna, sem hliðstæðir flokkar á Norðurlöndum nutu ekki vegna frumkvæðis kratanna þar. Þjóðfrelsis- og menningar- mál koma líka við sögu, og það skipti miklu máli að sósíalistarnir hér voru margir á bólakafi í at- vinnulífinu, bæði sem einstak- lingar og í gegnum sveitarstjórnir og seinna ríkisvald. Stalín enn og aftur Sem kannski er ein mikilvœg- asta skýringin á því að gömlu kommúnistanna á íslandi bíður allt annað og meira hlutskipti en félaga þeirra á Norðurlöndum. Þegar maður rœðir við suma hinna eldri manna halda þeir því fram að þessi sterka staða innan- lands, ekki síst í bœði verkalýðs- hreyfingu og atvinnulífi, hafi ein- mitt dregið úr mikilvœgi tengsl- anna austur á bóginn, - að sovét- hollusta hafi í raun verið hliðar- mál í flokknum frekar en nokkur kjarni í stefnunni. Sé þetta rétt mœtti álykta að sú hugmynda- frœði sem þú settir áðan á saka- mannabekk birtist ekki í einhverj- um línum að austan heldur í starfsháttum og skipulagi, - að Jósef Stalín hafi kannski ekki skipt miklu máli sjálfur í íslenskri vinstrihreyfingu, en töluverðu máli hinsvegar sú pólitík sem við hann er kennd? - Já, þetta er það sem ég er að segja. Áuðvitað er fólk á vinnu- stöðunum ekkert endilega að velta því fyrir sér hvað er að ger- ast í alþjóðamálum, hvað Jósef Stalín gerði í síðustu viku. Fólk er auðvitað fyrst og fremst að velta fyrir sér eigin búksorgum á hverj- um stað og hverjum tíma, kaupi, vinnuskilyrðum, heimilisaðstæð- um, bæði þá og nú. Afskipti og afstaða í launamálum hefur alltaf skipt meira máli fyrir flokkinn en allt annað og þeim tengist auðvit- að þátttakan í atvinnulífinu. Tengslin austur á bóginn skiptu auðvitað máli, en ég er fyrst og fremst að tala um þau vinnubrögð sem leiða af hug- myndafræði þessarar hreyfingar kommúnista í allri álfunni, ekki bara í Sovét. Erlendar fyrirmynd- ir um vinnubrögð endurspeglast hér jafnvel í smáatriðum framan- af og raunar allt fram til áranna í kringum 1970. Mér sýnist líka að þær bælingar og þrúganir sem fylgja flokkum af þessu tæi - stal- ínískum flokkum - hafi borist áfram inní Alþýðubandalagið. Þeir sem stofnuðu kosninga- bandalag með Sósíalistaflokkn- um fóru að stórum hluta aftur, og þegar Alþýðubandalagið er stofnað sem stjórnmálaflokkur var því frekar á ferðinni nafn- breyting en sá nýi flokkur sem menn ætluðu sér. Hinkrum aðeins hérna. Þegar talað er um stalínisma í íslenskri vinstrihreyfingu þá spyrja sumir hvað sé verið að tuða; hafa stjórnmálaflokkarnir íslensku ekki verið að mörgu leyti steyptir í svipað mót? Hafa þeir ekki allir búið við mikið miðstjórnarvald og verið stýrt meira og minna af fámennum hópum efst í stjórnkerfi flokkanna í höfuð- m Orðsending til jólasveina og barna. Karíus og Baktus fara ekki í jólafrí. Tannverndarráð Orðsending frá Tryggingastofnun ríkisins Til lífeyrisþega, sem fengu sínar fyrstu greiðslur frá Tryggingastofnuninni í nóvemberog desemb- er ’87, svo og til þeirra sem ekki fengu bréf frá Ríkisskattstjóra í nóvember ’87 varðandi stað- greiðslu skatta og lífeyrisbóta. Þeir í þessum hóp, sem vilja nýta staðgreiðsluaf- slátt sinn að einhverju eða öllu leyti hjá Trygging- astofnun ríkisins hafi samband við hana sem allra fyrst, og í síðasta lagi 18. desember. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvlkudagur 16. desember 1987

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.