Þjóðviljinn - 16.12.1987, Side 11

Þjóðviljinn - 16.12.1987, Side 11
iÖRFRÉTTIRi Burtsofnaður einstaklingur var endurkjörinn til setu í borgararáði Liege í belg- ísku kosningunum um helgina. Að sögn fréttastofunnar Belgu hlaut Louis Xhignesse góða kosningu þótt hann hefði dáið þann 1 .desember síðastliðin en þá var runninn út frestur sá er flokkum er gefinn til breytinga á framboðslistum. Að sögn frétta- stofunnar mun hið nýkjörna ráð halda sinn fyrsta fund á föstudag- inn og þá verður Xhignesse úr- skurðaður réttkjörinn og.Játinn. Kínverskum námumanni var í gær bjargað úr iðrum jarðar en þar hafði hann verið í sjálfheldu í 21 dag. He Fangquing komst ekki uppúr námunni af eigin rammleik sökum þess að grjóthrun hafði lokað útgönguleiðinni. Það varð honum til lífs að hann safnaði vatnsdropum í hjálm sinn og drakk þá en þeir voru hið eina er hann lét inn fyrir sínar varir allan þennan tíma. Mjög var af He dregið þegar björgunarmenn gátu loks brotið sér leið til hans í gegnum skriðurnar. Kenýa/Úganda Skerst í odda Stjórnvöld í Kenýu hafa fyrir- skipað brottflutning þúsunda flóttamanna frá landamærunum að Úganda þar eð þau óttast að hermenn ráðamanna í Kampölu láti þá og þegar skríða til skarar gegn þeim. Róstusamt hefur verið við landamæri ríkjanna frá því í fyrradag en þá sló í brýnu milli dáta þeirra með þeim afleiðing- um að átta Úgandamenn féllu í valinn. Að sögn bæjarstjórans í Busiu, kenýanskri smáborg, réðust um 250 hermenn yfir landamærin frá Úganda í fyrradag en urðu að halda undan eftir vasklega vörn heimamanna. Hann sagði enn- fremur að óvinadátar hefðu lagt til atlögu á öðrum stað við ríkja- mörkin en ekki haft erindi sem erfiði þar heldur. í gær voru smá- skærur víðsvegar við landamærin en ekki bárust fréttir um mann- fall. Við Busiu eru flóttamanna- búðir sem hróflað var upp í sept- ember síðastliðnum eftir að margmenni flúði til Kenýu eftir hörð átök skæruliða og stjórnar- hers Úganda. Bæjarstjórinn kvað flóttamennina fjarri því óhulta á þessu svæði og taldi miklar líkur á því að dátar Úgandastjórnar hygðust gera þeim skráveifu. Hann sagðist vænta liðsstyrks frá stjórn sinni hvað úr hverju. -ks. ERLENDAR FRETTIR Suður-Kórea Langþráð forsetakjör Þótt ráðamenn í Seoul sverji drengskapareið og heiti heiðarlegumforsetakosningum óttast margir svindl enda tortryggja ófáir svardaga valdníðingsins Chuns Doo Hwans Aðeins örfáum klukkustundum áður en kjörstaðir voru opn- aðir suðurkóreönskum almenn- ingi treystu fáir sér til að spá um úrslit forsetakjörsins. Þrír menn bítast um hnossið þótt fleiri séu í framboði, stjórnarandstæðing- arnir Kim Dae-Jung og Kim Yo- ung Sam auk fulltrúa þeirra fyrrum herforingja er nú fara með völd, Rohs Tae-Woos. Þótt núverandi ráðamenn hafi stigið á stokk og svarið og sárt við lagt að kosningarnar muni fara heiðarlega fram óttast alþýða manna að þeir ætli sér ekki undir nokkrum kringumstæðum að leggja völdin í hendur andstæð- ingum sínum. Á síðustu dögum hefur gengið á með umvöndun- um og ásökunum stjórnarand- stæðinga er staðhæfa að þess sjá- ist mörg teikn að valdhafar hygg- ist hafa rangt við. Kosningabaráttan hefur ein- kennst af hörku og ofbeldi og hafa frambjóðendur verið ólatir við að greiða hver öðrum högg undir beltisstað. Kimarnir tveir hafa ekki verið barna bestir og hafa þessir fyrrum vopnabræður sakað hvor annan um ýmsa ljóta leiki. Hið eina sem þeir virðast nú orðið sammála um er að brýna nauðsyn beri til að hnekkja veldi herforingjanna Rohs og Chuns forseta sem klæðast nú hvers- dagslegum klæðum og kveðast orðnir lýðræðissinnar. Samhug- urinn um þetta grundvallaratriði var þó ekki meiri en svo að hvor- ugur vildi víkja fyrir hinum þótt framboð beggja væri vatn á myllu Rohs. Ofan á allt annað bætist síðan ótti fólks um að herinn hugsi sér til hreyfings. Núverandi forseti, Chun Doo Hwan, hófst til valda árið 1979 eftir valdarán dáta og mörgum lykilforingjum hersins kvað finnast súrt í broti að snúið sé á braut lýðræðis, þeir eiga því að venjast að geta óáreittir setið yfir hlut landsmanna. Chun hafði ekki í hyggju að efna til einna né neinna kosninga í vor er hann útnefndi Roh krón- prins sinn. Almenningur var á öðru máli og eftir látlaus og mannskæð mótmæli námsmanna og verkamanna í sumar leið sá hann sig knúinn til að fallast á „Fyrrum átti ég falleg gull.“ Vinátta fyrrum vopnabræðra hefur þokað fyrir metorðagirnd beggja. Kim Young Sam og Kim Dae Jung. tilslakanir og boðaði til kosninga um forsetaembættið. Búist er við mikilli þátttöku al- mennings í kjörinu en ef allt fer heiðarlega fram mun sigurvegar- inn kasta rekunum yfir blóðugan valdaferil Chuns þann 24.febrúar á næsta ári. -ks. Bandaríkin Hart á móti hörðu Þrátt fyrir harðan mótbyr hyggst Gary Hart reyna að siglafleyi sínu íhöfn Hvíta hússins Ollum á óvörum lét bandaríski demókratinn Gary Hart það boð út ganga í gær að hann hygð- ist á ný hefja baráttu fyrir því að verða frambjóðandi flokks síns í forsetakosningum að ári. Sjö mánuðir eru liðnir frá því hann dró sig í hlé sökum ótímabærs kvennastúss í trássi við heittelsk- aða spúsu sína. Slíkt og þvíumlíkt er ekki talið par góð latína í þeim siðavöndu og vammlausu Banda- ríkjum Norður-Amcríku. Vitaskuld stóð frú Hart þétt við bak manns síns er hann ávarp- aði fréttamenn í hlaðvarpa heimi- lis þeirra í Kólóradófylki í gær. Honum mæltist á þessa lund: „Höfuðkostur leiðsagnar Gary Hart hyggst ekki leggjasf í móð- urætt þótt honum hafi skrikað lítillega fótur í skiptum við léttlynda hisp- ursmey á dögunum. minnar er sá að ég er engum háð- ur. Ég ætla að gefa kost á mér á nýjan leik og legg úrskurðarvald- ið í hendur almenningi. Þessi ákvörðun er ekki tekin í flýti og var mér erfið. En betra er að falla með sæmd en flýja af hólmi.“ Ákvörðun Harts kom félögum hans í Demókrataflokknum gjörsamlega í opna skjöldu og vakti blendin viðbrögð. Einkum fannst öðrum forsetaframbjóð- endum þetta fjári hart og höfðu þeir á orði að þetta yrði til að rugla kjósendur algerlega í rím- inu. Víst er um það að Hart mun eiga erfitt uppdráttar og margir eiga eftir að núa honum hjúskap- arbrotinu um nasir. -ks. ísrael Þrír Palestínumenn skotnir Þrátt fyrir vaxandi gagnrýni erlendra ríkisstjórna er ekkert lát á hryðjuverkum ísraelshers á Gazasvœðinu r Israelskir hermenn héldu upp- tcknum hætti á Gazasvæðinu í gær og skutu þrjá palestínska mótmælendur til bana á sjöunda degi óeirða á þessari hernumdu landspildu. Valdhafar ísraels láta sér fátt um fínnast þótt fjöldi rík- isstjórna hafí mótmælt harðlega hryðjuverkum þeirra á umliðn- um dögum en að minnsta kosti 11 Palestínumenn hafa nú fallið fyrir skotmönnum Israelshers á Gaza. Talsmaður ráðamanna í Jerú- salem viðurkenndi að dátar þeirra hefðu orðið tveim Palest- ínumönnum að bana í gær en starfsmenn Sameinuðu þjóðanna og læknar sögðu að þriðji palest- ínski mótmælandinn hefði verið skotinn á færi fyrir framan Shifa sjúkrahúsið á Gaza. Yitzhak Shamir forsætisráð- herra er nú staddur í Washing- ton. Tilgangur dvalar hans þar er að ræða við bandaríska valda- menn um hernaðarsamstarf. Það mál hefur hinsvegar enn ekki komist á dagskrá vegna fréttanna af manndrápum ísraelskra dáta á Gazasvæðinu sem Bandaríkja- stjórn hefur gagnrýnt. Shamir er reiður vegna þessar- ar ómaklegu gagnrýni er hann nefnir svo. Hann segir Banda- ríkjamenn aðeins vera að koma sér í mjúkinn hjá stjórnum ara- baríkja með þessu háttalagi og kennir sjónvarpsfréttamönnum um rógsherferð á hendur sér og sínum. Kvað hann hafa slegið á þráðinn til yfirmanns ísraelshers og skipað honum að reka erlenda fréttamenn burt frá Gazasvæð- inu! Jassír Arafat og fleiri fyrir- ntenn Frelsissamtaka Palestínu- manna staðhæfa að mun fleiri Palestínumenn hafi fallið fyrir hendi ísraelskra hermanna en ráðamenn í Jerúsalem vilji vera láta. Þeir segja ekki færri en 36 hafa verið skotna í mótmælunum undanfarna viku. Arababandalagið hóf sérstak- an neyðarfund um ástandið á Gaza í gær og fordæmdu fulltrú- arnir ofbeldisverk ísraelsmanna. Það gerðu einnig ríkisstjórnir Frakklands og Kína sem og Sam- einuðu þjóðirnar. ísraelsmenn unnu Gazasvæðið af Egyptum í sex daga stríðinu árið 1967. Þar og á vesturbakka Jórdanár býr ein og hálf miljón Palestínumanna við kröpp kjör og gerræði ísraelskra hermanna. -ks. Mlðvlkudagur 16. desember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 Grikkland Alls- herjar- verkfall Þorri grískra launþega lagði niður vinnu ígœr í mótmœlaskyni við launastefnu Papandreous Tæpar tvær miljónir manna lögðu niður vinnu í Grikklandi I gær til að knýja fram kauphækk- anir og andæfa launastcfnu ríkis- stjórnarinnar. Öllum ferðum á vegum Ólym- píska flugfélagsins var aflýst, strætisvagnar og áætlunarbflar dottuðu verkefnalausir og lftið bar á skærgulum leigubílum sem að öllu jöfnu mjakast í hægðum sínum um götur höfuðborgarinn- ar Aþenu. Stöku leigubflstjóri hugðist virða verkfallið að vett- ugi en mætti þá reiði kollega sinna er brutu framrúður farar- tækja þeirra. Talsmaður Miðstöðvar verka- lýðsfélaga í Aþenu sagði að vinnustöðvunin hefði heppnast með miklum ágætum, allt að 80 af hundraði vinnandi manna hefðu átt náðugan dag. Alls staðar var lok, lok og læs. Skólar, ríkisbankar, verksmiðjur og opinberar stofnanir voru í lamasessi. Eingöngu neyðar- þjónusta var innt af hendi á sjúkrahúsum. Jafnvel ökumenn sjúkrabifreiða lögðu niður vinnu. Um 40 þúsund verkfallsmenn söfnuðust saman á aðaltorgi Aþenu síðdegis í gær og hlýddu á verkalýðsleiðtoga iesa Andreasi Papandreou forsætisráðherra pistilinn. Þeir sökuðu sósíalista- stjórnina um að grípa til hægriúr- ræða í efnahagsmálum og ganga erinda iðnjöfra. Einum forkólf- anna fórust svo orð: „Vanhagi ríkisstjórnina um fé á hún að sækja það til auðmanna en hætta að blóðmjólka verkafólk.“ -ks.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.