Þjóðviljinn - 24.12.1987, Síða 1
Fimmtudagur 24. desember 1987 289. tölublað 52. árgangur
Smárahvammur
Sambandið í braski
Sambandið mun ekki nota Smárahvamminn undir eigin rekstur. Kóp-
avogurferfram á lengrifrest. 15.000fermetra stórmarkaður, hótelhá-
hýsi og skrifstofuhúsnæði meðal hugmynda Sambandsins íSmára-
hvammslandi. Framtíðarmússík sem Kópavogskaupstaður hefur
lítinn áhuga á. Sterkirpeningamenn hafa haftsamband við bæjaryfir-
völd. Líklegt að Kópavogur nýti sér forkaupsréttinn
Kópavogskaupstaður hefur far-
ið fram á Iengri frest tii að
kanna hvort bærinn muni nýta
forkaupsrétt sinn á Smára-
hvammslandinu, en áður hafði
Sambandið farið fram á frest til
áramóta. Nú bendir flest til þess
að kaupstaðurinn muni nýta sér
forkaupsréttinn því bæjarfulltrú-
ar eru lítt hrifnir af áformum
Sambandsins á landinu.
Samkvæmt áreiðanlegum
heimildum Þjóðviljans voru
bæjarfulltrúum kynntar hug-
myndir Sambandsins á óform-
legum fundi með forystu-
mönnum þess á þriðjudag. Á
þeim fundi fóru bæjaryfirvöld
fram á lengri frest til að ákveða
hvort Kópavogur muni nýta sér
forkaupsréttinn á landinu, en sá
frestur á að renna út um áramót.
Ákveðið var að þessir aðilar
muni hittast aftur á milli jóla og
nýárs og þá gefi Sambandið svar
um hvort fresturinn verði lengd-
ur.
Á fundinum kynnti Sambandið
bæjaryfirvöldum hvernig það
hyggðist nýta Smárahvamms-
landið í framtíðinni. Þær hug-
myndir ganga út á það að Smára-
hvammslandinu verði skipt í þrjá
hluta. Á þeim hluta sem er næst
Kópavogi á að reisa skrifstofu-
byggingar í mörgum einingum og
sagði heimildamaður Þjóðviljans
ljóst að Sambandið ætlaði ekki að
nýta þær byggingar sjálft heldur
selja þær fyrirtækjum.
Miðsvæðið á að nýta undir
gríðarstóran stórmarkað, 15.000
fermetrar að stærð en til saman-
burðar má geta þess að Mikli-
garður er um 6000 fermetrar að
stærð. Þann hluta sem er næst
Garðabæ á að nota undir hótel-
háhýsi og aðstöðu fyrir ferða-
menn en á fundinum kom fram
að ráðist verður síðast í þá fram-
kvæmd en Sambandsmenn áætla
að það taki 50 til 70 ár að full-
byggja Smárahvammslandið.
Hinsvegar hefur enn ekki verið
tekin nein ákvörðun um hvenær
Sambandið ætlar að hefja fram-
kvæmdir á svæðinu.
Guðjón B. Ólafsson, forstjóri
Sambandsins, sagði við Þjóðvilj-
ann í gær að Sambandið væri ekki
tilbúið að ræða frumhugmyndir
sínar um nýtingu landsins við
fjölmiðla, hinsvegar væri ljóst að
nýtingin á landinu geti orðið
margskonar, bæði af Sambands-
ins eigin hálfu auk þess sem
einkaaðilar gætu einnig fengið
aðstöðu á landinu.
Áhugi bæjaryfirvalda í Kópa-
vogi á að fá Sambandið í bæinn
hefur minnkað mikið síðan að
ljóst var að höfuðstöðvar þess
verða áfram í Reykjavík. Sam-
kvæmt heimildum Þjóðviljans
hallast flestir bæjarfulltrúar að
því að bærinn nýti forkaupsrétt
sinn þar sem yfirvöld telja aðal-
atriði að landið byggist sem fyrst
upp til að bærinn fái tekjur af að-
stöðugjöldum og starfsemi á
svæðinu. Áform Sambandsins
hljóma hinsvegar einsog framtíð-
armússík í eyrum bæjarfulltrú-
anna. Þá hafa sterk fyrirtæki haft
samband við Kópavog og eru til-
búin til að kaupa lóðir í Smára-
hvammi af Kópavogi, fyrirtæki
sem vilja fara strax af stað.
„Það læðist að manni sá grunur
að Sambandið vilji losa sig út úr
þessum kaupum,“ sagði einn
bæjarfulltrúi Kópavogs við Þjóð-
viljann. Því harðneitar Guðjón
B. hinsvegar og segir að Sam-
bandið hefði aldrei farið í þessi
kaup ef það hefði ekki haft áhuga
á landinu.
-Sáf
Samstarfshópur frioarhreyfinga stóð fyrir Þorláksmessugöngu niður Laugaveginn í 5. skipti í gær og
var fjöldi manns með logandi kyndla ( göngunni. [ ávarpi frá friðarhreyfingunum segir ma. að mannkynið hafi meiri
ástæðu til bjartsýni um þessi jól en oft áður vegna nýgerðs samnings stórveldanna um fækkun meðaldrægra eldflauga
en þó sé ekki ástæða til að blindast af bjartsýni. „Hvert sem við lítum sjáum við sveltandi börn þriðja heimsins í skugga
allsnægta Vesturlanda. Sumir landsfeður þessara barna kaupa frekar vopn en brauð," segir í ávarpinu