Þjóðviljinn - 24.12.1987, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 24.12.1987, Qupperneq 3
Leyndarskjöl Laxness og Nína undir smásjánni í nýútkomnum Helgarpósti eru birtar upplýsingar úr leyndar- skjölum bandaríska sendiráðsins hér á landi þar sem fram kemur að Halldór Laxness rithöfundur og Nína Tryggvadóttir listakona hafí verið undir smásjá Banda- ríkjamanna í stjórnartíð McCart- hys og að bandarískir sendiráðs- menn hér á landi hafí m.a. reynt að sanna skattsvik á nóbels- skáldið í kjölfarið af útkomu At- ómstöðvarinnar. í HP kemur fram að bandarísk- ur sendiráðsmaður hér á landi að nafni Trimble hafi rétt áður en Atómstöðin kom út sent skeyti til utanríksiráðuneytisins í Was- hington þar sem hann segist m.a. hafa heyrt „að tónninn í bókinni sé heiftarlega and-amerískur“. Tilraun Bandaríkjamanna til þess rýra mannorð Halldórs með því að koma óorði á hann vegna „and-amerísks“ áróðurs mis- tókst. Þá kemur fram að Nína Tryggvadóttir var gerð brottræk frá Bandaríkjunum vegna meints and-amerísks áróðurs í barna- bókinni Fljúgandi fiskisaga. Nína fékk að dúsa í nokkrar vikur í fangabúðum í Bandaríkjunum þegar hún hundsaði skilaboð frá bandaríska sendiráðinu á íslandi um að hún mætti ekki snúa þang- að eftir heimsókn á íslandi. -K.ÓI. Helgarpósturinn íhugar málshöfðun Gegn útvarpsstjóra vegna auglýsingabanns. „Við höfum íhugað að höfða opinbert mál á hendur útvarps- stjóra vegna þess að hann bann- aði birtingu á auglýsingu frá okk- ur í síðustu viku. Þar ætluðum við að auglýsa birtingu Helgar- póstsins á leyniskýrslum um ráð- abrugg Stefáns Jóhanns og bandaríska sendiráðsins um að reka komma úr embættum. En málið er til skoðunar hjá lögfræð- ingi okkar og við bíðum álits hans áður en við gerum eitthvað frekar í málinu,“ segir Helgi Már Art- húrsson ritstjóri Helgarpóstsins í samtali við Þjóðviljann í gær. Að sögn Helga er auglýsinga- bannið aðeins eitt dæmi af fjöl- mörgum, um yfirgang íhaldsafl- anna hér á landi gegn frjálsri skoðanamyndun þegar hún sam- rýmist ekki þeirra eigin skoðun- um. Sagði Helgi að þessi ráð- stjórn íhaldsins kæmi aldrei eins skýrt í ljós en einmitt þegar frjáls- ir fjölmiðlar fjölluðu um íslands- söguna í byrjun kalda stríðsins og kæmu þar með nýjar upplýsing- ar. „Það er löngu orðið tímabært að láta á þetta reyna fyrir dóm- stólurn," sagði Helgi. Að sögn Markúsar Amar Ant- onssonar útvarpsstjóra ákvað hann að banna birtingu auglýs- ingarinnar á þeim forsendum að hún bryti í bága við auglýsingar- eglur útvarpsins, sem settar voru í tíð Andrésar Björnssonar 1. nóvember 1983. Þær eru í 11 lið- um og telur Markús að auglýsing Helgarpóstsins brjóti í bága við 2. lið hennar, þar sem bannað er að auglýsa ádeilur á menn og einnig 8. gr. 2. lið þar sem auglýst er efni blaða sem inniheldur áróður og árásir á menn. „Ég bar mína ákvörðun undir nýkjörið útvarpsráð og það sam- þykkti ákvörðun mína með öllum greiddum atkvæðum,“ sagði Markús Örn útvarpsstjóri. -grh FRÉTTIR Hagkaup Heróp í Kringluna Ný-frjálshyggjublaðið Glœta íinnkaupapokann hjá viðskiptavinum Hagkaupa. Blað gegn kommúnisma, Svíum og utanríkisráðherra. Steingrímurfœr bágtfyrir friðarviðleitni á alþjððavettvangi. Sigurður Pálmason Hagkaupum: Ekki á okkar vegum. Greiðasemi við útgefendur IGlætunni, nokkurskonar innanhússblaði í Kringlunni, sem er nýkomin út og dreift er „endurgjaldslaust“ til viðskipta- vina Hagkaupa, gefur að líta ber- orðar athugasemdir í anda ný- frjálshyggju um ýmis stjórnmála- leg meinvörp samtímans, - flá- ræði kommúnista í afvopnun- armálum, spillingu í þriðja heiminum, sænska velferðarpóli- tík á villigötum og andvaraleysi Steingríms Hermannssonar gagnvart útþenslustefnu Sovét- ríkjanna og „daður við sovétvald- ið“. Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra er einkum hafður að skotspæni í blaðinu og virðist útgefendum þess mikið í mun að varpa rýrð á afstöðu hans til afvopnunar. Talað er m.a. um að Steingrímur hafi gengið erinda Sovétríkjanna í vopnaskaki stór- veldanna og gerst sjálfskipaður blaðafulltrúi Gorbatsjofs. - Utgáfa þessa blaðs er ekki á okkar vegum. Við tókum vins- amlega í þá málaleitan að blaðinu væri dreift í verslun okkar í Kringlunni. Annars er það okkar stefna að í verslunum okkar sé ekki verið að dreifa ritum og bæklingum, sagði Sigurður Pálmason hjá Hagkaupum, er hann var inntur eftir því hvort líta bæri á efni blaðsins sem pólitíska stefnumótun Hagkaupa. Meðal auglýsenda og styrktar- aðila ritsins eru, auk Hagkaupa sem leggja til helftina af auglýs- ingunum, eru Almenna bókafé- lagið, Mál og menning, Hekla, Ingólfs apótek og Osta- og smjörsalan. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Þjóðviljans tókst ekki að ná sam- bandi við ábyrgðarmann Glæt- unnar, sem er Olafur Hjaltason, starfsmaður Hagkaupa. - rk. Björk Guðmundsdóttir „Pía ársins“ í Melody Maker: Mér finnst eins og það sé verið að veita Andrési önd verðlaun, einhverjum sem ég þekki ekki. Mynd Sig. Sykurmolarnir Númer eitt í Melody Maker Smáskífa Sykurmolanna, Afmœli, kjörin bestaplata ársins. Björk „pía ársins“. Höfrungar úr eyrum, ormar undan buxum Borgarráð/ meirihlutinn Kaupir syndaaflausn Með því að framkvæma aðra hluti en þá sem á að framkvæma eru þeir að kaupa sér syndaaf- lausn, sagði Sigurjón Pétursson borgarfulltrúi Alþýðubandalags- ins um tillögu meirihlutans í borg- arráði í fyrradag þess efnis að rannsókn verði gerð á vatnasviði Tjarnarinnar. Sigurjón sagði að vissulega fagnaði hann rannsóknum er varða Tjörnina og því hefði hann samþykkt tillöguna. Hins vegar væri hún svo til eingöngu bundin við Vatnsmýrarsvæðið og áhrif byggingar ráðhúss í Tjörninni kæmi því ekki inní dæmið. Sigur- jón lét bóka með atkvæði sínu að hann vænti þess að samvinna yrði höfð við umhverfisverndarráð um framkvæmdina. Þá var samþykkt tillaga meiri- hlutans um að borgarstjóra yrði falið að kynna Náttúruverndar- ráði skipulag að byggingu ráð- húss við Tjörnina, en Náttúru- verndarráð hefur lýst þeirri skoðun sinni að rannsaka þurfi lífríki Tjarnarin nar betur áður en miklar framkvæmdir hefjist við Tjörnina. -K.Ól. Smáskífa Sykurmolanna, Af- mæli, var kjörin besta smá- skífa ársins í hinu virta breska tónlistartímariti Melody Maker en það er nýútkomið. Ýmsir merkilegir pappírar í tónlistar- heiminum komast þar ekki með tærnar þar sem molarnir hafa hælana og þykir eflaust mörgum merkilegt að frægarfólk á borð við Prince og Madonnu tilhcyrir þeim hópi. Þá kaus blaðið Björku Guð- mundsdóttur söngkonu Sykur- molanna „Píu ársins“ (Chapess of the year). Með dómnum fylgir klausa sem er í þessa veru: „Með undarlega skeljasafnið sitt, að- laðandi, létttrufluðu brosinu og kosmískri dillandi röddinni fékk hún hárbroddana á Chris Ro- berts til þess að rísa, höfrungar spruttu út úr eyrunum á honum, ormar skriðu undan buxum hans. Ted Mico grét í stúkunni og Simon Reynolds öskraði af svöl- unum á tónleikum hennar í Town and Country klúbbnum. Ef þú hefur ekki náð því að hlusta á plötuna þá eru ekki komin jól hjá þér ennþá...“. „Ég fatta þetta ails ekki,“ sagði Björk um heiðurinn. „Mér finnst eins og það sér verið að veita Andrési önd verðlaun, einhverj- um sem ég þekki ekki.“ Á öðrum stað í Melody Maker er risastór mynd af Björku og í textanum með myndinni er farið undurfögrum orðum um Syk- urmolanna. Þá er jafnframt í spumingarkeppni í blaðinu vitn- að í texta hljómsveitarinnar og spurt hvaðan línurnar séu. Ójá. -K.Ól. Bœkur og plötur Mikil söluaukning Að venju er mikil sala í bókum og plötum fyrir jólin og að sögn Eyjólfs Sigurðssonar for- manns Félags bókaútgefenda, hefur sala bóka aukist um allt að fjórðung frá því í fyrra. Þá hefur orðið mikil sölu- aukning í hljómplötum fyrir þessi jól, sér í lagi á íslenskum plötum. Éyjólfur Sigurðsson sagði enn- fremur að þótt plötur væru nokk- uð ódýrari en bækur skipti það engu máli. Það væri bullandi sala í bókum. _ns. Jólatrésskemmtun Læknafélags Reykjavíkur og Lyfjafræðingafé- lags íslands verður í Domus Medica sunnudag- inn 27. desember frá kl. 15-18. Jólasveinarnir Fiskimenn Reykjavík Fundur um skattamál sjómanna verður í húsi Slysavarnafélagsins mánudaginn 28. desemb- err og hefst kl. 17.00. Hólmgeir Jónsson framkvæmdastjóri Sjó- mannasambandsins kemur á fundinn. Sjómenn fjölmennið á fundinn. Stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur Flmmtudagur 24. desember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.