Þjóðviljinn - 24.12.1987, Síða 5

Þjóðviljinn - 24.12.1987, Síða 5
LEIKHÚS UM ÁRAMÓT Vesalingarnir. Lilja Þórisdóttir í hlutverki konu kráarhaldarans. Aðrir á myndinni eru: Tinna Gunnlaugsdóttir, Pálmi Gestsson, Anna Kristín Arngímsdóttir, Valgeir Skagfjörð, Ólöf Sverrisdóttir, Randver Þorláksson, Helga Jónsdóttir, Ása Svavarsdóttir og Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir. Tekið á æfingu. Alþýðuleikhúsið Kveðjuskál og Einskonar Alaska Sýningum haldið áfram eftir áramóf vegna mikillar að- sóknar Alþýðuleikhúsið hefur sýnt tvo einþáttunga eftir breska leikrita- skáldið Harold Pinter, Kveðju- skál og Einskonar Alaska, í Hlaðvarpanum í vetur. Það hefur verið ákveðið að halda sýningum áfram vegna mikillar aðsóknar. Fyrsta sýning verður 11. janú- ar. Tveir leikarar í sýningunni leita nú á önnur mið, Þröstur Guðbjartsson hyggst leikstýra á landsbyggðinni eftir áramót og því mun Arnar Jónsson taka við hlutverki Hornby læknis í Eins- konar Alaska. Og Viðar Eggerts- son tekur við af Þór Tulinius, en Þór æfir nú í Sfldin er komin. Af öðrum verkefnum Alþýðu- leikhússins er það helst að frétta að nokkur spennandi verk eru í sigtinu, en húsnæði finnst ekki í þessu sama sigti, þrátt fyrir mikla leit. En ekki er hægt að setja upp sýningu í Hlaðvarpanum á með- an einþáttungarnir ganga. Alþýðuleikhúsið hefur fullan hug á nýta krafta sína og beinir því þeim tilmælum til fólks að það hafi samband við skrifstofu leikhússins og vinsamlegast láti vita, ef það veit um laust húsnæði eða sem er að losna. Alþýðuleikhúsið hefur fyrir löngu sannað tilverurétt sinn og benda viðtökur við einþáttung- um Pinters ekki síst á nauðsyn þess í leikhúslífi landsins. ekj Leikfélag Akureyrar Algjört rugl Frumsýning milli jóla og nýárs Leikfélag Reykjavíkur frum- sýnir Algjört rugl, milli jóla og nýárs í Iðnó. Algjört rugl er bandarískur gamanleikur eftir Christopher Durang. Það er hæð- in satíra á velferðarþjóðfélagið og yfirborðsmennskuna á okkar síðustu og bestu „tímaritatím- um“, tímum glansmynda og gerviþarfa, grátbrosleg lýsing á nútímafólki sem leitar angistarf- ullt að lífsfyllingu og ást (með dyggri aðstoð léttgeggjaðra sál- fræðinga), en nær ekki áttum og fær ekki frið í stressaðri sál. Bríet Héðinsdóttir er leik- stjóri, en íslenska þýðingu hefur Birgir Sigurðsson gert. Karl Aspelund gerir leikmynd og bún- inga og Lárus Björnsson sér um lýsingu. Guðrún S. gísladóttir, Kjartan Bergmundsson, Val- gerður Dan, Harald G. Harlds, Jakob Þór Einarsson og Þröstur Leó Gunnarsson fara með hlu- tverkin í leiknum. ekj Síldin er komin íslenskur söngleikur í Skemmunni Söng- og gamanleikurinn Sfld- in er komin eftir Krístinu og Ið- unni Steinsdætur verður frum- sýndur í Leikskemmu LR við Meistaravelli. Þar segir frá lífinu í litlum sfldarbæ eina sumarstund á Þór H. Tulinius og Arnar Jónsson í hlutverkum sínum í Kveðjuskál. Tekið á æfingu. sfldarárunum margfrægu þegar allir kepptust við að safna silfri og lifa hátt. í leikritinu er brugðið upp mynd af fjölmörgum skemmtilegum persónum, sfldar- stúlkum, kjaftakellingum, bfl- stjórum, bændum, leyni- vínssölum, lögregluþjónum, sjó- mönnum, skipstjórum, sfldark- óngum, drykkjumönnum, dyggðugum sveitastúlkum og léttlyndum lausgirtum borgarpí- um. Lýst er ástum, ærslum, átökum, gleði og sorg í leik og stafni. í plássinu er lífið með af- brigðum fjörugt og óvænt ævint- ýri á annarri hverri þúfu. Leikritið er að stofni til hið sama og verk þeirra systra Sfldin kemur, sfldin fer, sem sýnt var af Leikfélagi Húsavíkur og fleiri áhugaleikfélögum úti á landi sl. vetur. Veigamiklar breytingar hafa þó verið gerðar á texta verksins og nú prýðir verkið ný frumsamin tónlist Valgeirs Guð- jónssonar, sem einnig er höfund- ur söngtexta. Hlíf Svavarsdóttir og Auður Bjarnadóttir stjórna dansi og hreyfingum og einnig verður hljómsveit valinkunnra hljóðfæraleikara undir stjórn Jó- hanns G. Jóhannssonar. Þórunn Sigurðardóttir er leikstjóri og Sigurjón Jóhannsson gerir leik- mynd og búninga. Mikill fjöldi leikara, alls um 22 manns, tekur þátt í sýningunni. Frumsýning á Sfldinni verður 10. janúar á nýja árinu. ely Þjóðleikhúsið Vesalingarnir Frumsýning annan dag jóla Skáldsagan Vesalingarnir hef- ur verið færð í búning söngleiks, eða öllu heldur nútímaóperu. En sagan er með víðlesnustu skáld- verkum og margar persónur leiksins því vel þekktar: Afbrota- maðurinn Jean Valjean sem er á stöðugum flótta undan fortíð- inni, lögreglumaðurinn Javert sem stöðugt leitar hans, hin ólán- sama Fantine og Cosette, dóttir hennar, uppreisnarmennirnir ungu og hörmuleg endalok þeirra. Sagan er í senn víðfeðm Jakob Þór Einarsson og Þröstur Leó Gunnarsson í hlutverkum sínum. Tekið á æfingu. 1 * ■) . jin. Síldin er komin. Tekið á æfingu. Á myndinni eru: AldaArnardóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Bryndís Petra Bragadóttir, Karl Ágúst Úlfsson og Hanna María Karlsdóttir. þjóðfélagslýsing og glæpareyfari. Höfundum söngleiksins, Alain Boubil og Claude-Michel Scön- berg, sem samdi tónlistina þykir hafa tekist að halda aðalatriðum til skila. Og tónlistin er kapítuli útaf fyrir sig. Leikstjóri Vesalingana er Ben- edikt Árnason, en íslenska þýð- ingu hefur Böðvar Guðmunds- son gert. Hljómsveitarstjóri er Snæbjörn Jónsson en Agnes Löve æfingastjóri tónlistar og Ingibjörg Björnsdóttir dansahöf- undur. Karl Aspelund gerir leik- mynd og búninga, lýsing er eftir Pál Ragnarsson en hljóðblöndun er verk Jonathans Dean. Um þrjátíu leikarar koma fram í sýningunni og leikur hver um sig mörg hlutverk en með aðalhlut- verkin fara Egill Ólafsson, Jó- hann Sigurðarson, Sigrún Wa- age, Sverrir Guðjónsson, Edda Heiðrún Backman, Sigurður Sig- urjónsson, Aðalsteinn Bergdal og Lilja Þórisdóttir. Uppselt er á fyrstu sýningar Vesalinganna. ekj Önnur leikhús Leikhúslíf er með þokkalegum blóma. Fyrir utan þær sýningar sem hér er getið, mun Leikfélag Akureyrar frumsýna á annan dag jóla Pilt og stúlku, leikgerð eftir sögu Jóns Thoroddsen. Nánar verður gerð grein fyrir sýning- unni síðar í Þjóðviljanum. Þá mun P-leikhúsið frumsýna 6. jan- úar, Heimkomuna eftir Harold Pinter, í íslensku óperunni. Sýn- ingar verða aðeins 20 þannig að fólki er bent á að panta sér miða í tíma. Leikstjóri er Andrés Sigur- vinsson, en með helstu hlutverk fara Róbert Arnfinnsson, Hjalti Rögnvaldsson, Ragnheiður Árn- ardóttir og Rúrik Haraldsson. eih-leikhúsið sem sýnt hefur Sögu úr dýragarðinum og tvo ein- þáttunga eftir Tjekov, mun halda sýningum áfram eftir áramót, í Djúpinu við Hafnarstræti. Egg-leikhúsið frumsýnir nýtt íslenskt verk eftir áramót og fréttir herma að eitthvað sé á seyði á Galdraioftinu. ekj Fimmtudagur 24. desember 1987 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.