Þjóðviljinn - 24.12.1987, Page 6

Þjóðviljinn - 24.12.1987, Page 6
BÆKUR VILT ÞU GEFA GÓÐA OG EINFALDA GJÖF? Þetta hjartanlega plakat sem Æskulýðsfylk- ingin gefur út kostar aðeins 300 kr., hvar sem er á landinu. Hafið samband við Alþýðubandalagið, Hverfisgötu 105, sími 17500, og fáið, eða pantið eintök. Ath. Sendum í póstkröfu. ÆFAB Farmenn Fundur um atvinnuöryggi íslenskra farmanna verður haldinn að Borgartúni 18 mánudaginn 28. desember og hefst kl. 14.00. Á fundinn koma fulltrúar frá: Sambandi íslenskra kaupskipaútgerða, samgönguráðuneytinu og viðskiptaráðuneytinu. Farmenn fjölmennið á fundinn. Skipstjórafélag íslands, Stýrimannafélag ísiands, Vélstjórafélag íslands, Sjómannafélag Reykjavíkur. Ó guð vors Meðallands Steinunn Sigurðardóttir sendir nú frá sér sína fjórðu Ijóðabók, Kartöfluprinsessuna, eftir all- nokkurt hlé, en sú síðasta, Verks- ummerki, kom út árið 1979. f millitíðinni hafa lesendur fengið þá ánægju að kynnast smásögum hennar og einni skáldsögu. Þessi ljóðabók dregur nafn sitt af síðasta ljóðinu í henni. Þetta er ævintýralegur og viðfelldinn tit- ill. Og hvað ytra útlit og lögun varðar samsvarar Kartöfluprins- essan sér vel. Fyrst koma sex Ijóð undir titlinum Tvö þúsund steinar, síðan stærsti hluti bókar- innar og þau ljóð kallast Veðrat- ími, þá kemur Ijóðabálkur um bókarinnar og þau ljóð kallast Veðratími, þá kemur ljóðabálkur um ferðalag austur í Skaftafells- sýslu og að lokum aftur sex ljóð. Einsog í fyrri ljóðabókum Steinunnar er formið fjarri því að vera hefðbundið en á örfáum stöðum má sjá innrím, t.d. í ljóð- inu Heima: ...og átti þig hjá mér staðfastan í frjósömu gólfteppi að ryksuga. Dagur við símanrt undir rútlugardínum. Ég fékk skálar í aðra hönd og hakkaði kjöt. Meðan sonur minn ríslaði í frysti. Innum dyrnar flaug vindur til handa viftu. Þau efni sem virðast Steinunni hugleiknust eru ástin og náttúran og hefur skemmtilegt lag á að vefja þessu tvennu saman á ný- stárlegan hátt, enda ekki óskylt efni. Gott ljóð í ætt við þessa lýs- ingu er Haustverk þar sem gang- verk ástarmála er tekið fyrir. Raunar eiga þær kærustur, sem um er rætt í ljóðinu að slegnar séu af á haustin, sér góða samsvörun í kindum er það er ekki lakara. Ljóð um veður eru stór hluti bókarinnar. Þau fjalla þó ekki einvörðungu um súld, slyddu eða makalausa blíðu heldur fléttast ýms önnur efni inn í: hringrás lífs- ins, dauðinn, ástin, söknuðurinn. Kvöldljóð í mars er t.d. einskon- ar trúarjátning til vorsins og birt- unnar, sbr. lokaorðin: „Ég trú á upprisu grasanna og eilífan sprett." Snjóflygsur er skemmti- legt stemmningsljóð um sam- nefndar flygsur. Áhlaup leiðir lesandann m.a. í allan sannleik um hvað það er sem hressir skaf- arar raula fyrir munni sér við vinnuna. Myndmál Steinunnar er blæ- brigðaríkt og sama er að segja um málnotkun sem er frumleg og Steinunn Sigurðardóttir hnyttin. Um þetta vitna nokkur dæmi: Ég varpaði geislum á dimman augnhimin þinn. (Andartakið) Þú varst ekki gœfusmiður heldur barsmiður ólukkunnar. (Viðskilnaður) skuggarnir af fólkinu á snjótjaldi (Áhlaup) Erum við kannski illa gerð dolla í íslenskum glugga og sambandið einskisvert skran? (Hvernig á að spyrja?) Nafngiftir í bókum Steinunnar eru alltaf jafn fyndnar og vel til fundnar. Fyrsta ljóðið í bókinni nefnist Burtför og einsog nafnið gefur til kynna er fjallað um að- skilnað og er allt á heldur drauga- legum nótum, en samt nokkuð notalegum sbr. viðurnefni draugsins: Aftur geng ég ekki, Móri rós. Ef hins vegar það er eitthvert innihald í sœnginni þinni þá er efnið frá mér. f fljótu bragði þykir mér þó ferðabálkurinn Á suðurleið með myndasmið og stelpu bera af öðru góðgæti Kartöfluprinsess- unnar. Þetta er leiðarlýsing austur að Klaustri og dagbók um það ferðalag. Hér komast lesend- ur í frábæra veislu orða og mynda og reynsla og upplifun skáldsins af landinu vekja góð hughrif og ánægju. Eins og oftast á þessu landsvæði er niða þoka og dynj- andi rigning og því tekur allt á sig dulúðuga mynd - saga staðarins, minningarnar, landslagið, dýrin, presturinn, jafnvel guðsorðið vekur nýjar og skrítnar spurning- ar f svona veðráttu. Þessi fjórða ljóðabók Stein- unnar er sem sagt óaðfinnanleg og enn betri en þær fyrri, samt þykir mér það galli að þær skuli hvergi nefndar, t.d. aftan á titil- blaði. En Kartöfluprinsessan svíkur engan. Védís Skarphéðinsdóttir JÓLATRÉSSKEMMTUN 1986 Félag járniðnaðarmanna Félag bítvélavirkja Félag blfreiðasmiða Iðja, félag verksmiðjufólks Nót, sveinafélag netagerðamanna Félag blikksmiða fyrir börn félagsmanna og gesti þeirra, verður í Átthagasal Hótel Sögu annan dag jóla kl. 14.30-17.30. JÓLASVEINAR KOMA í HEIMSÓKN Verð kr. 400.- Miðar seldir við innganginn FLUGMÁLASTJ ÓRN Útboð Flugmálastjórn óskar eftir tilboöum í 2. áfanga að nýrri flugbraut við Egilsstaði. Helstu magntölur: Gröftur 100.000 rúmmetrar Fylling 300.000 rúmmetrar Útboðsgögn verða afhent hjá Ingólfi Arnarsyni, umdæmisstjóra flugmálastjórnar á Egilsstaða- flugvelli og hjá Almennu verkfræðistofunni hf., Fellsmúla 26, 108 Reykjavík frá og með þriðju- deginum 29. desember n.k. gegn kr. 5000,- skila- tryggingu. Tilboð verða opnuð á Almennu verkfræðistofunni hf., Fellsmúla26, Reykjavík mánudaginn 18.jan- úar n.k. kl. 14.00 að viðstöddum þeim bjóðend- um sem þess óska. Flugmálastjórn áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.