Þjóðviljinn - 24.12.1987, Blaðsíða 8
JÓLAMYNDIR KVIKMYNDAHÚSANNA
Pu Yi - síðasti keisarinn. Tvímælalaust merkilegasta myndin á tjaldinu þessi jólin.
Grín, háski, spenna, ástirL
Dustin Hoffman og Warren Beatty taka lagiö í ísthar sem sýnd er í Stjörnubíó.
Þeir félagar leika frekar mislukkaða skemmtikrafta sem lenda í ýmsum
mannraunum. Þeir minna á Ríó tríó, sagði kvikmyndagagnrýnandi Stöðvar 2 í
þættinum 19:19.
Dennis Quaid sýnir tilþrif í Undraferðinni sem Bíóhöllin sýnir.
Jóiin eru tími kræsinga fyrir
bíógesti, enda jafnan safaríkari
myndir á matseðlum kvikmynda-
húsanna en í annan tíma. Þetta
árið er engin undantekning og úr
mörgu er að velja; grín, spenna,
hasar, dramatík - allt eftir lyst
hvers og eins.
Hæst ber líklega Síðasta keisa-
rann (The Last Emperor), sem
sýnd er í Regnboganum, eftir ít-
alska leikstjórann Bernardo
Bertoluccisem m.a. gerði Síðasta
tangó í París.
Síðasti keisarinn greinir á ep-
ískan hátt frá stórbrotnu lífs-
hlaupi Pu Yi, sem þriggja ára
gamall varð keisari í Kína - og
reyndist sá síðasti áður en komm-
únistar komust til valda. Pu Yi
reyndi ýmsilegt fleira en keisara-
starfið; hann stundaði hið ljúfa líf
Vesturlanda, gekk erinda Jap-
ana, varð fangi Rússa og síðar
maóista en endaði ævi sína sem
garðyrkjumaður í Peking.
Það þótti tíðindum sæta þegar
Bertolucci fékk leyfi til að taka
myndina upp í Kína, en fyrir vik-
ið er Síðasti keisarinn tekinn í
stórbrotnu og trúverðugu um-
hverfi.
Bertolucci hafði sér til
fulltingis einvalalið, til dæmis
kvikmyndatökumanninn Vittor-
io Storaro og leikarana Peter
O’Tooleog John Lone(The Year
of the Dragon). Alls koma þús-
undir manna fram í myndinni,
sem enginn kvikmyndaunnandi
ætti að láta fram hjá sér fara.
Samband íslenskra námsmanna erlendis
Jólafundur SÍNE
Samkvæmt lögum SÍNE skal haldajólafund í Reykjavík á ári hverju í jólavikunni. Aö þessu
sinni verðurfundurinn haldinn í Stúdentakjallaranum, Félagsstofnun stúdenta, mánudag-
inn 28. des. kl. 20.30. Atkvæðisrétt á jólafundi hafa allir féla^smenn SÍNE. Allar deildir
SÍNE eiga að sjá til þess að a.m.k. 1 fulltrúi mæti á fundinn. A fundinum verða afgreiddir
styrkir til deildanna. Á dagskrá fundarins verða eftirfarandi mál:
a) Kosning fundarstjóra og fundarritara
b) Reikningsyfirlit fyrir tímabilið 1. júlí til ára-
móta lagt fram.
c) Skýrsla stjórnar og fulltrúa SÍNE í LÍN
lögð fram.
d) Fréttir úr deildum um hauststarfið.
e) Tillögur um árgjöld og skiptingu þeirra.
f) Tillögur um lagabreytingar.
Gleðileg jól!
g) Tillögur til álytkunar á vorfundum.
h) Tillögur til ályktunar jólafundar af-
greiddar.
i) Tillaga um stjórn og endurskoðendur.
j) Önnur mál.
Mætum ájólafundinn og skipuleggjum starf-
ið framundan.
Stjórn SÍNE
Ríó tríó
í Stjörnubíó?
Áhugamenn um bíóhlátur ættu
ekki að verða sviknir af jólamynd
Stjörnubíós, Isthar, eftir Elaine
May. Isthar segir frá tveimur
ógæfulegum fírum sem ala með
sér draum um að ná langt í
skemmtibransanum. Þeir eru að
vísu lélegir söngvarar og semja
afleit lög, eru þar að auki komnir
af léttasta skeiði og vegnar þess-
vegna ekki sérlega vel. Þangað til
þeim er boðið að skemmta í höf-
uðborg arabaríkis í Norður-
Afríku. Þeir félagar hitta þar
undurfagurt fljóð sem er á flótta
undan vondum köllum...
Leikarar eru ekki af lakara tag-
inu: Skemmtikraftarnir mislukk-
uðu eru leiknir af þeim Dustin
Hoffman og Warren Beatty,
stúlkuna leikur sú gullfallega Isa-
belle Adjani.
Það er líka fjör í jólamynd
Laugarásbíós, Stórfótur (Bigfo-
ot), sem er eftir William Dear. í
myndinni greinir frá samskiptum
Henderson-fjölskyldunnar og
ógnarstórs kafloðins flykkis sem
verðurá fjallvegi þeirra Henders-
ona. Stórfótur þessi verður gælu-
dýr fjölskyldunnar með margvís-
legum afleiðingum - fyndnum
auðvitað og líka spennandi á
köflum. Aðalhlutverkin leika
þau John Litgow, Melinda Dillon
og Don Ameche.
Bíóbórgin býður uppá grín- og
spennumyndina Á vaktinni
(Stakeout) eftir John Badham.
Þar segir frá tveimur löggum sem
eiga að hafa uppi á strokufanga.
Þeir vakta þessvegna hús hans
heittelskuðu - með þeim afleið-
ingum að önnur löggan verður
ástfangin af stúlkunni. Ekki orð
um það meir, en löggurnar eru
hinsvegar leiknar af Richard
Dreyfuss og Emilio Estevez. Ai-
dan Quinn leikur glæponinn og
Madeleine Stowe stúlkuna eftir-
sóttu.
Öll sund lokuð
að tjaldabaki
Hákallarnir Gene Hackman og
Kevin Costner (The Untouchab-
les) fara með aðalhlutverkin í
jólamynd Háskólabíós, Öll sund
lokuð (No Way Out) eftir Roger
Donaldson.
Söguþráðurinn hefst á því að
sjóliðsforingi nokkur nýkominn
til starfa í Pentagon fer að halda
við konu varnarmálaráðherrans.
Sá unir því stórilla og kálar spúsu
sinni. Skuldinni er síðan skellt á
uppskáldaðan sovétnjósnara í
Pentagon. CIA tekur við sér - og
þá kemur í Ijós að það er raun-
verulegur njósnari einhversstað-
ar í batteríinu...
Öll sund lokuð er sannarlga
þrælmögnuð og unnendur
spennumynda verða ekki sviknir
af henni.
Það er líka spenna í Regnboga-
myndinni Að tjaldabaki (The
Forth Protocol) sem gerð er eftir
sögu þess fræga Forsyths, sem ís-
lenskir lesendur kannast mætavel
við. Leyniþjónustur stórveld-
anna takast á í kjölfar kjarnorku-
sprengingar í óvinalandi (Banda-
ríkjanna, að sjálfsögðu).
Sá gamli og mistæki refur Mic-
hael Caineiex með aðalhlutverk-
ið.
Sagan furðulega
um undraferð
stórkarlanna
Bíóborgin er með ævintýra-
jólamynd sem gerist á miðöldum.
Sagan furðulega segir frá ástum
þeirrar Sóleyjar og Westleys sem
ógnað er af prinsinum illa
innrætta, honum Humperdink.
Ýmislegar skepnur, kynjaðar úr
heimi ævintýra koma og við þessa
sögu. Aðalhlutverkin leika þau
Peter Falk, Robin Wright og
Cary Elwes. Leikstjóri er Rob
Reiner.
Undraferðin (Inner Space) er
enn ein afurð Spielbergfabrikk-
unnar og flokkast sem ævintýra-
og spennumynd, sem fjallar um
iðnaðarnjósnir og sitthvað fleira
skemmtilegt og skondið. Aðal-
hlutverkin leika þau Dennis
Quid, Martin Short og Meg
Ryan. Leikstjóri er Joe Dante.
Síðasta myndin á dagskránni er
líka í Bíóhöllinni, Stórkarlar (Big
Shots). Hún fjallar um unglings-
pilta sem stela bfl af bflþjófum og
blússa síðan suður á bóginn í
föðurleit. Og hefst þá einn her-
legur eltingarleikur eins og
Bandaríkjamönnum einum er
lagið.
Þar með er upptalið það helsta
af hátíðamatseðlinum þessi jólin.
Verði ykkur að góðu. -hj.
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 24. desember 1987