Þjóðviljinn - 24.12.1987, Page 11
Hvað
eru
tilberar?
(þjóösögum Jóns Árnasonar
er tilberum svo lýst að þeir hafi
veriö eins konar uppvakningar
sem konur gerðu sér með galdri
til þess að afla sér smjörs í búið.
Þeir voru gerðir úr mannsrifi, sem
skyldi vefja inn í ullarlagð. Síðan
átti konan að bera rifið á milli
brjóstasér, og þegar hún gekktil
altaris átti hún að geyma messu-
vínið í munni sér og spýta því síð-
an yfir tilberann á milli brjósta sér
meðan á bænahaldinu stóð. Við
það lifnaði tilberinn við og varð
eins og uppblásinn belgur með
munn á báðum endum. Síðan gat
konan sent tilberann hvert sem
hún vildi, og þá helst til þess að
sjúga annarra manna kýr. Hopp-
aði tilberinn þá upp á malir kýr-
innarog náði niðurfyrirhana
beggja megin til þess að sjúga
spena hennar með báðum
kjöftum. Þegar hann hafði sogið
hverja kúna á fætur annarri og
var orðinn f ullur veltist hann heim
til mömmu sinnar með því að
steypast á endunum og kallaði
upp er heim var komið: „Fullur
beli mamma!" En hún ansaði:
„Láttu lossa sonur“, og spjó hann
þá í strokkinn sundurlausu
smjöri. Því ersundurlaustsmjör
kallað tilberasmjör. Tilberar nær-
ast hins vegar af því að sjúga
vörtu eða spena sem vex innan-
lærs á konum þessum.
Tilberasmjör má þekkja af því
að sé kross gjörður í það varð
það að „karmolum" sem þeyttust
íallaráttir.
Þær kýr sem tilberar sugu urðu
næstum geldar áeftir. Ef nokkur
mætti tilbera eða hindraði áform
hans fór hann til móður sinnar og
I ilbury ofursti sýgur innanlærisspena Guðrúnar. Senan gerist í dyngju Guðrúnar, þar sem sjá má meðal annars smjörbrúsann sem Tilbury upp um kvið hennar og sprengdi
skaffar í og súkkulaöið sem Guðrún framleiðir úr tilberasmjörinu. Karl Ágúst Úlfsson leikur Tilbury og Helga Bernhard Guðrúnu. hana.Ætíðurðuþærkonursem
höfðu þénustu tilberanna að hafa
þá við brjóst sér þá þær tóku
sakramenti og spýta messuvín-
inuniðurátilberann.
K ristjánFranklínMagnússemAuðunáballinu.þar T ilbury og Guðrún dansa: Karl Ágúst Úlfsson og Helga Bemhard.
sem hann uppgötvar hið rétta eðli Tilbury ofursta.
Fimmtudagur 24. desember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11