Þjóðviljinn - 24.12.1987, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 24.12.1987, Blaðsíða 14
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna Ályktað gegn ísraelsmönnum Bandarískifulltrúinn í Öryggisráðinu varfjarverandi en allir aðrir greiddu ályktuninni atkvœði Að bandaríska fulltrúanum fjarvcrandi samþykkti Ör- yggisráð Sameinuðu þjóðanna einróma ályktun í gær þar sem mannréttindabrot Israelsmanna gegn Palstínumönnum á her- numdu svæðunum eru harðlega gagnrýnd. Einkum og sérílagi er gagnrýninni beint gegn skotgleði ísraelskra hermanna sem „leitt hefur til dauða og örkumla varna- lausra Palestínumanna.“ Fjórtán fulltrúar greiddu ályktuninni at- kvæði en sem fyrr segir töldu Bandaríkjamenn ekki ástæðu til að styggja vini sína í Jerúsalem. Nokkur ágreiningur hafði ver- ið um orðalag ályktunarinnar og höfðu Bandaríkjamenn hótað að beita neitunarvaldi gegn sam- þykki hennar ef ísraelsstjórn yrði fordæmd. Sem kunnugt er hafa að minnsta kosti 22 Palestínu- menn verið skotnir til bana á Gazasvæðinu og vesturbakka Jóradanár í miklum óeirðum þar undanfarnar tvær vikur. í ályktuninni var aðalritara Sameinuðu þjóðanna, Javier Perez de Cuellar, falið að fara ofaní saumana á ástandinu á her- teknu svæðunum og gefa síðan Öryggisráðinu skýrslu þann 20.janúar næstkomandi. í henni eiga að vera „tillögur um leiðir til að tryggja Palestínumönnum ör- yggi og vernd“ á hernámssvæð- unum. Öryggisráðið hyggst enn- fremur „fylgjast grannt með gangi mála á öllum svæðum byggðum Palestínumönnum og öðrum aröbum sem ísraelsmenn hertóku í stríðinu árið 1967, þar á meðal í Jerúsalem.“ -ks. Finnland Koivisto með örugga forystu Skoðanakannanir sem gerðar eru meðal finnskra kjósenda þessa dagana benda til þess að Mauno Koivisto, núverandi for- seti, sé næsta öruggur um endur- kjör í forsetakosningum sem fram fara í Finnlandi i lok janúar. Samkvæmt nýrri skoðana- könnun, sem birtist í finnskum blöðum á þorláksmessu, nýtur jafnaðarmaðurinn Koivisto fylgis 55% finnskra kjósenda en það er einu prósenti lægra hlutfall en fyrir réttum mánuði. Helstu andstæðingar Koivistös eru íhaldsmaðurinn Harri Holk- eri, sem nýtur fylgis 14% að- spurðra, og formaður Miðflokks- ins, Paavo Vayrynen, en hann kemur fast á hæla hans með 13% fylgi- þ Bandaríkin Hart án reisnar Samkvæmt nýrri skoðana- könnun í New Hampshire í Bandaríkjunum nýtur endurreist forsetaframboð Gary Harts ekki þess fylgis meðal demókrata og hið upphaflega. Forkosningar verða í fylkinu 16. febrúar, þær fyrstu í ríkinu og er gríðarmikil- vægt fyrir frambjóðendur að koma vel útúr því. í könnuninni voru demókrat- arnir spurðir hvort þeim þætti trúnaður í hjónabandi mikilvæg- ur kostur forsetaframbjóðanda og svöruðu 72% að það þætti þeim ekki. Fjórðungur lagði mikið uppúr þeim málum. Sama fólk sagðist hinsvegar lítt trúað á Hart að 53 hundruðustu, 35% sögðust vinsamlegir fram- bjóðandanum. Einsog kunnugt er hætti Hart við framboð í maí eftir að uppvíst varð um nýleg ævintýri hans utan hjónabands, en kastaði sér aftur í slaginn í síð- ustu viku. Michael Dukakis, fylkisstjóri í Massachusetts nýtur mestrar hylli af frambjóðendum demó- krata samkvæmt könnuninni í New Hampshire. Auk hans og Harts eru í framboði Bruce Babbitt, fylkisstjóri í Arizona, Richard Gerhardt, fulltrúa- deildarþingmaður frá Missouri, Paul Simon, öldungadeildarþing- maður frá Illinois, Albert Gore, öldungadeildarþingmaður frá Tennessee og svarti presturinn Jesse Jackson. -m Nicaragua Árás málaliða hrundið Ljóst er að árás Kontraliða á þrjú þorp íNicaragua var ætlað að auka hróðurþeirra í Washington og vinnaþingmenn til stuðnings við áframhaldandi fjárstuðning Að minnsta kosti 150 manns, 70 Kontraliðar, 30 stjórnarher- menn og 50 almennir borgarar, féllu í bardögum eftir árás mála- liðanna á þrjá námabæi í Nicar- agua, skammt frá landamærun- um að Honduras, að sögn þar- lendu fréttastofunnar ANN í fyrradag. Fréttamenn ANN tóku sér ferð á hendur til bæjanna Siunu, Ros- itu og Bonönzu sem Kontralið- arnir réðust á á sunnudaginn, degi áður en viðræður fulltrúa þeirra og stjórnvalda í Managua áttu að hefjast í Dóminíkanska lýðveidinu. Að sögn þeirra voru lík fallinna árásarseggja flutt til aðaltorga bæjanna og höfð þar til sýnis almenningi. Að minnsta kosti 80 manns, að mestum hluta almennir borgarar, særðust í orrahríðinni áður en stjórnarherinn fékk hrakið Kontraliða á flótta síðla á mánu- dag. Fréttastofan hafði það eftir yf- irmanni bardagasveita stjórnar- hersins við bæina þrjá, Jose Gonzalez, að í heild hefðu um 3 þúsund málaliðar tekið þátt í at- lögunni, ráðist á bæina ellegar nærliggjandi búðir stjórnarhers- ins. Hann sagði að árásarsveitirnar hefðu notið fulltingis bandarískra Stjómarhermenn í Nicaragua. Hrundu vandlega skipulagðri árás Kontraliða. njósnaflugvéla sem hefðu marg- sinnis flogið yfir svæðið vikuna áður en Kontraliðarnir létu til skarar skríða. Einn foringja málaliðanna, Enrique nokkur Bermudez, stað- hæfði í viðtali við útvarpsstöð Kontraliða að þeir hefðu farið mikla sigurför að þessu sinni. Sínir menn hefðu sýnt og sannað hvers þeir væru megnugir og ein- vörðungu ráðist á „hemaðarskot- mörk“. Hann kvað árásarmenn hafa eyðilagt sovéskan radar- skerm, lagt hald á mjög margar sovéskar vélbyssur, eldflaugar og fleiri tegundir vopna. Gonzalez sagði það hafa verið markmið málaliða að ná bæjun- um þrem á sitt vald og halda þeim í 72 klukkustundir í því augna- miði að hafa áhrif á umfjöllun bandarískra þingmanna um fjár- hagsstuðning við Kontrasveitirn- ar og viðræðurnar í Dóminík- anska lýðveldinu. „En þeim mistókst þetta ætlun- arverk sitt og nú flýja þeir í dauðans ofboði með stjórnarher- menn á hælunum." Talið er að foringjar Kontra- sveitanna hafi ákveðið að vopna- hlésviðræðurnar færu strax út um þúfur til að sýna Bandaríkja- mönnum fram á að þeir væru enn sem fyrr þurfi fyrir góðan skerf af bandarísku almannafé. Árásinni var ætlað að hnekkja þeim orð- rómi að þeir væru alls ófærir um að ná nikarönsku landssvæði á sitt vald. -ks. Strætisvagnar Reykjavíkur um jólin Aðfangadagur og gamlársdagur Ekið eins og á virkum dögum til um kl. 13.00,enfrákl. 13tilum kl. 17 eins og á helgidögum. Þá lýkur akstri strætisvagna. Jóladagur 1987 og nýársdag- ur1988 Ekið á öllum l^iðum samkvæmt tímaáætlun helgidaga í leiða- bók SVR að því undanskildu að allir vagnar hefja akstur um kl. 14.00. Annarjóladagur Ekið eins og á sunnudegi. Upplýsingar í símum 12700 og 82533. Fyrstu ferðir jóladag 1987 og nýársdag 1988 og síðustu ferðir á aðfangadag og gaml- ársdag. FYRSTU FERÐIR JÓLADAG 1987 OG NÝÁRSDAG 1988 OG SÍÐUSTU FERÐIR A AÐFANGADAG OG GAMLÁRSDAG. Ókeypis verður í vagnana 23.-26. des. að báðum dögum meðtöldum. Fyrstu feróir Síóustu feróir Fyrstu feróir Siðusti feróir Leió 2 frá „öldugranda kl. 14 f 0 5 16.51 frá Skeiðarv. . 13.44 17.14 Leió 3 frá Suðurströnd kl. 14.03 17.03 frá Efstaleiti• 14.10 16.40 Leió 4 frá Holtavegi kl. 14.09 16.39 frá Ægisióu 14.02 17.02 Leið 5 frá Skeljanesi kl. 13.45 16.45 frá Sunnutorgi 14.08 16.38 Leió 6 frá Lækjartorgi kl. 13.45 16.45 frá óslandi 14.05 17.05 Leió 7 frá Lækjartorgi kl. 13.55 16.55 frá óslandi 14.09 17.09 Leió 8 frá Hlemmi 'cl. 13.53 16.53 Leið 9 frá Hlemmi kl. 14.00 17.00 Leió 10 frá Hlemmi kl. 14.05 16.35 frá Selási 14.00 16.54 Leió 11 frá Hlemmi kl. 14.00 16.30 frá Skógarseli Suðurhólum 13.49 16.49 Leió 12 frá Hlemmi kl. 14.05 16.35 frá 13.56 16.5 6 Leió 13 frá Lækjartorgi kl. 14.05 16.35 frá Vesturb. 13.56 16.56 Leió 14 frá Lækjartorgi kl. 14.05 16.35 frá Skógarseli 13.56 16.56 Leió 15A frá Lækjartorgi kl. 14.08 16.08 frá Reykjafold 14.30 16.30 Leió 17 frá Lækjartorgi kl. 14.07 17.07 14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 24. desember 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.