Þjóðviljinn - 24.12.1987, Síða 17
ÞATJUR UM SNORRA
Örkin hans Snorra
Opið mót á Hótel Örk.
Snoddi var það fyrsta sem
mætti auganu þegar ég renndi í
hlaðið að Hótel Órk. Snoddi er
snjóbíll með öllum útbúnaði,
nema aukaborði. Of mikil
þrengsli til að spila þar bikarleik.
Það var ljóst að Snorri Sturlu-
son var mættur í slaginn, enda
sleppti hann aldrei úr móti.
Snorri fór ekki spönn frá rassi
nema í Snodda, þegar bridgemót
voru haldin;
- Það getur brugðið til beggja
átta.
Mælt af biturri reynslu.
Fyrir nokkrum árum höfðu
Snorri og Jakob Kristinsson
skráð sig í jólamót Bridgefélags
Akureyrar. Þeir lögðu upp 2
dögum fyrir mót. Voru 3 daga á
leiðinni.
Skömmu síðar festi Snorri
kaup á snjóbílnum.
Ég fann Snorra í hópi spilara úr
BR í horni spilasalarins. Rúberta
var í gangi. Iðjuleysi var eitur í
beinum Snorra. Honum féll ekki
spil úr hendi. Hjördís var makker
Snorra þetta skiptið.
Þau voru að æfa kerfið.
- Önugir þessir keppnisstjórar
ef útaf bregður um kunnáttuna.
Korter fyrir mót nægði, að
Snorra dómi.
- Getur einhver sagt mér hvað
Pontíus Pílatus var lengi að þvo
sér um hendurnar? Haft eftir
Snorra.
Snorri og Hjördís höfðu betur í
bertunni. Þau tóku út með tilþrif-
um:
Sp. K64
Hj. AG107
Tíg. 8654
Lau. G3
Sp D32 Sp. 1085
Hj. 8654 Hj. D9
Tíg. K Tíg. G10973
Lau. 76542 Lau. D109
Sp. AG97
Hj. K32
Tíg. AD2
Lau. AK8
Með Snorra í suður og Hjördísi
norður gengu sagnir. Standard
(eins konar):
S
2 tíglar
2 grönd
pass
N
2 spaðar
6 grönd (dobl)
redobl
SWRLUSON
(Opnunin gat þýtt fjölmargt.
Svarið sýndi betra hjarta en
spaða og lítil spil. 2 grönd voru
einum sagnhring of seint á ferð,
gáfu til kynna 24-25 punkta. Val-
garð Blöndal doblaði í trausti
þess að eitthvað hefði eða gæti
farið úrskeiðis).
Utspil lauf-7, gosi drottning og
ás. Næst kom nett öryggisspila-
mennska: Tígulás háfaði kóng-
inn. Spaðagosi út, lagt á og tekið
með kóng. Þá hjartagosi á drottn-
ingu og kóng. Hjarta á ás. Spaði
og níunni svínað. Tveir spaða-
slagir fylgdu í kjölfarið. Næst tók
Snorri á laufkóng. Þvínæst svín-
aði hann hjarta-7, hann hafði náð
nokkuð glöggri talningu. Þegar
Snorri bað loks um hjarta-10 úr
blindum í 11. slag, gafst Valgarð
upp.
Snorri hlaut að fá 13. slaginn á
lauf-8 eða tígul-2.
- Úff... heyrðist í Valla. - Lá í
hel... Ég vissi... HRIKAlegt. 21
punktur til okkar, tilkynnti
Snorri.
- Fjórfalda eða fella niður?
bauð Snorri.
Lýsti síðan skilmálunum. Val-
garð samþykkti á augabragði. Ég
heyrði að veðmálið snerist um
spil 13 í fyrstu lotu.
En nú var komið að mótsbyrj-
un.
1. Lota.
Snorri og Hjördís sátu NS á
borði 4 í 1. umferð. Fyrsta spilið
var hreinn toppur til þeirra. S gef-
ur. Allir á:
Sp. A9
Hj. A642
Tíg. K64
Lau. G974
Sp. K6 Sp. 742
Hj. D85 Hj. G107
Tíg. G103 Tíg. A987
Lau. A10862 Lau. K53
Sp. DG10853
Hj. K93
Tíg. D52
Lau. D
Á flestum borðum var opnað á
2 tíglum/spöðum (veikt) á suður-
spilin. En Snorri hafði haft 89
æviár til þess að safna kjarki.
Opnunin varþví 1-spaði. 2-lauf
Hjördísar var krafa í úttekt. 2
grönd hjá Snorra, hækkuðu í
þrjú. Eins og legan var reyndust
gröndin óhnekkjandi og Snorra
tókst að næla í yfirslag.
Út kom hjarta-8 og austur átti
slaginn á tíuna, Snorri gaf níuna í.
Hjartagosi til baka á kónginn.
Vestur reyndi að sýna vanþókn-
un sína með því að setja drottn-
inguna undir. Næst kom spaða-
drottning, og vestur lagði hiklaus
á. Tígull úr blindum og þegar
austur fór ekki upp með ás voru
10 slagir til staðar. Einu pari tókst
að skrapa saman 10 slögum í
spaðageimi, eftir laufás út.
í 4. setu kom spil 13 á borðið.
Eftir því hafði Snorri beðið eins
og barn eftir aðfangadegi. Hann
þreif spil sín úr hólfinu. Enginn
veitti því eftirtekt að hann leit
aldrei á þau. N gefur allir á:
Það varð ekki aftur snúið þótt
hann mundi nú að grandið...
- Grandið...? Vísifingur Vest-
urs benti ásakandi á hann, fannst
Snorra. f huganum sá Snorri
mannspilaþyrpingu á höndum
Vesturs.
- 16-18, upplýsti Hjördís.
Vestur passaði. Snorri dæsti.
Lítum á sagnseríuna:
N
pass
2- hjörtu
3- hjörtu
4- spaöar
S
1 -grand
2- spaöar
3- spaöar
allir pass
Sp. D9742 Hj. G753 Tíg. K5 Lau. D9
Sp. G Sp. K86
Hj. A1042 Hj. D96
T(g. AG1074 Tíg. D983
Lau. A74 Lau 1085
Sp. A1053 Hj. K8 Tíg. 62 Lau. KG632
Tvö pöss gengu til Snorra sem
spennti greipar um kort sín. Nú
var komið að því að spá í spilin.
Pössin bentu til þess að hann sæti
með sæmileg kort. En skiptingin?
Innsæið þagði þunnu hljóði.
- Eitt grand, sagði Snorri hátt
og snjallt.
Spilarar á næstu borðum litu
upp. Snorri seildist í sagnboxið.
(2-hjörtu var yfirfærsla. 3-
hjörtu sýndi 5-4. 3-spaðar hjá
Snorra, voru bremsuför, en
Hjördís átti fyrir hækkun.)
Vestur var drjúga stund að
finna útspil. Loks birtist tígulás.
Blindur var uppörvandi og með
vaxandi von fletti hann nú sínum
spilum. Æ! Auðvitað átti hann að
passa og freista gæfunnar í vörn.
Vestur hélt áfram með tígul.
Snorri greip hálmstráið:
- Trompdrottningu heimtaði
Snorri. Kóngur, ás og gosi. Hann
gældi við að svína næst lauf-9, en
sá að sér. Trompáttan yrði stór-
veldi. Lauf á drottningu. Lauf til
baka á kóng og ás. Enn lauf,
hjarta úr borði og spilið var í höfn
þegar austur fylgdi lit. Bara taka
trompin og hirða tvo laufslagi.
620.
- 16-18...? Hvað áttirðu eigin-
lega? Vestur var fýldur.
- Humm. Ég sá nú aldrei
greinilega... Síðan fylgdi óljóst
muldur um elli og dapra sjón.
Snorri var haukfránn. En 89
æviár eru gott fylgsni. Honum er
oft trúað.
- Kannski þú ættir að fá þér
gleraugu, stakk austur uppá.
- Til hvers? ansaði Snorri.
Þau skoruðu þokkalega í fram-
haldinu og voru í 9. sæti eftir lot-
una. Alls spiluðu 62 pör í mótinu.
Ég vissi að Snorri stefndi á 4. -5.
sæti; peningaverðlaun. Ferða-
vinninga, flug til útlanda, mat
hann einskis virði.
Flughræðsla hans var alkunn.
Snorri átti að baki eina flug-
ferð. Flaug vestur þegar Bridge-
félag ísafjarðar hélt 25 ára af-
mælismót.
Ég kunni fetðasöguna orðið
utanað. Með hverju árinu óx hún
í meðförum Snorra. Aðeins loka-
setningin fékk að halda sér:
- Flaugin (!) kom niður á Flat-
eyri, svo það skakkaði bara ein-
um firði. Slembilukka!
Það hafði hent Snorra að van-
meta gengi sitt í mótum með
þeim afleiðingum að hann
hreppti flugferð.
- Maður hefur ekki alltaf lánið
með sér, sagði hann þá gjarnan.
- Fljúgandi kráka fær ekki
neitt en sú sem er södd situr.
Haft eftir Snorra.
2. Lota
Fátt bar til tíðinda. Ég sá á tölv-
uútskriftinni eftir umferðina að
forskrift Snorra virtist geta ræst.
Hann var kominn í 6. sætið.
Ég rakst næst á hann á diskó-
tekinu um miðnættið. Auðvitað.
Snorri hafði safnað liði og græj-
um og spilamennska í gangi.
Undir ærandi rokktónlist við
kertaljós.
Það var ekki viðlit að nálgast
borðið nema dansandi.
Snorri var í essinu sínu.
Það spil sem mesta athygli og
umtal vaktií2. lotunni varpáraðí
aðra hverja munnþurrku á borð-
unum. Suður gefur, NS á hættu:
Sp. AK1095
Hj. A83
Tíg. A95
Lau. A3
Sp. DG332 Sp. 74
Hj. 64 Hj. K
Tíg. D87 Tíg. G1064
Lau. 752 Lau. KDG964
Sp. 6
Hj.DG109752
Tíg. K32
Lau.108
Á flestum bcrðum náðist þessi
góða hjartaslemma. Tveir austur
spilarar fundu vörnina: Eftir
laufútspil, tekið á ás var tveim
efstu í spaða spilað og meiri
spaða (laufi kastað heima). Báðir
austurspilararnir köstuðu einnig
laufi hinir rólegustu, en sagnháfi
trompaði. Trompdrottningu var
síðan svínað af nokkru öryggi.
Tapslagur á tígul var síðan
óumflýjanlegur.
Eitt par náði ekki að fóta sig
fyrr en í 7 hjörtum; Snorri og
Hjördís, frétti ég. Andstæðingar
þeirra í setunni höfðu leikið þau
grátt í fyrra spilinu. Svo mót-
leikur Snorra var einfaldlega að
vekja í fyrstu hönd, á öfugum
hættum, á 4-hjörtum!
5 sekúndum seinna var Snorri
orðinn sagnhafi í hjarta al-
slemmu.
í einhverri bók (...varla um
bridge...?) stendur skrifað að
eina vitræna útspilið gegn alslem-
mu í lit sé tromp.
Það var upphafið að láni
Snorra að þessi vesturspilari átti
umrædda bók. Hann spilaði út
trompi.
Snorri velti vöngum, kannaðist
við manninn. Ef spilagyðjan
HEFÐI gefið honum í trompi var
eitt víst:
Trompútspil hefði hann aldrei
fundið.
Snorri fór upp með ás. Spaðaás
og spaði trompaður. Tromp á
áttu. Spaðakóngur og útlitið var
svart þegar austur fylgdi ekki lit,
en Snorri gaf tígul í að heiman.
Næst bað Snorri um laufás.
Reytti síðan af sér fjölmarga
trompslagi uns staðan var þessi:
Sp. 10 Hj- — Tíg. A95 Lau. -
Sp. D Sp,-
Hj- — Hj. -
Tíg. D87 Tlg. G106
Lau. - Sp,- Hj. D Tíg. K3 Lau. 10 Lau. D
Vestur hafði strax fleygt
laufunum með lengdarmerkingu,
til þess að upplýsa stöðuna, enda
sjöan ekki til stórræðanna. í
reynd lagði Snorri upp á 8. slag og
kvaðst fá alla slagina.
Þegar trompdrottningunni er
spilað í endastöðunni verður
vestur að fleygja tígli. Spaðatían í
blindum má þá hverfa af sviðinu
og böndin berast að austri.
- Ég raðaði nú tígulkónginum
með hjartanu, sagði Snorri eftirá.
Því trúði enginn.
Líkt og fleirum spilurum gekk
Snorra treglega að koma sér í
háttinn. Vandi hans var að hann
gat ekki fundið herbergislykilinn.
Svo Snorri arkaði niður í mót-
tökuna.
- Má vera að ég hafi ekki feng-
ið lykilinn að herberginu mínu?
- Það getur hugsast, ansaði
stúlkan brosandi.
Snorri var efins.
- Ég held þeim nú vanalega til
haga. Líttu á!
Snorri dró upp snjáða buddu
og hvolfdi úr henni á borðið.
Hótel Húsavík, Hótel Valaskjálf,
Hótel Selfoss... hér er Akranes,
þuldi Snorri og hrærði í lykla-
hrúgunni.
Snorri VAR iðinn að sækja
opnu mótin.
- Það eru tölvustýrðar læsing-
ar hér. Stúlkan var þóttaleg. - Þú
fékkst afhent gataspjald...?
- Sei, sei. Snorri dró upp plast-
ið. - Það hangir enginn lykill á
því. Sjáðu!
Snorra var fylgt til herbergis.
3. Lota - Mótslok
Snorri og Hjördís náðu foryst-
unni um tíma. Þegar Snorri fékk
ótíðindin var hann að spila vörn-
ina gegn 3 gröndum austurs:
Sp. A7 Hj. 9876 Tíg. 754 Lau. G832
Sp. G4 Sp. K109832
Hj. KG1032 Hj. A
Tíg. 86 Tíg. DG103
Lau. KD54 Sp. D65 Hj. D54 Tíg. AK92 Lau. 976 Lau. A10
Snorri sat í suður og valdi
laufútspil. Austur fékk á tíu og
spilaði spaða. Snorri fór upp með
spaða og hélt áfram laufsókninni.
Spaðakóngur kom næst og Hjör-
dís skipti nú í tígul-7, gosi og
kóngur. Snorri var í þann veginn
að spila sig út á hjarta, þegar...
- Þú ert bara orðinn efstur!
... heyrist að baki.
Snorri sá að sér í tíma; tók á
tígulás og spilaði áfram tígli. 600
gaf afleita skor. Allir í 3 eða fjór-
um spöðum. 9 slagir allsstaðar.
Enginn sá nokkuð athugavert.
„Klippingin" í vörninni hafði þó
heppnast fullkomlega. Austri er
spilað inn á hjartaás (ásinn
VARÐ að vera stakur). Austur
hirðir spaðaslagina og fær halda
slag á tíguldrottningu en suður á
tvo síðustu á tígul A9.
- Kannski, ef ég spila út tígli í
upphafi...?
Hann fékk ómælda samúð fyrir
viðleitnina. Okkar lán að vera í
gröndum o.s.frv. Óhnekkjandi!
Það korraði í Snorra.
Ekki veit ég hvort Snorri brá
fleiri slíkum örvum úr mæli sín-
um. Hitt er vitað að parið hafnaði
í farseðlasæti í mótinu. Svo
Snorra hefur bæst nýr miði í safn-
ið.
- Ætli það verði ekki farið að
vísakorta í rúbertunni von bráð-
ar?
Er haft eftir Snorra.
Fimmtudagur 24. desember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17