Þjóðviljinn - 29.12.1987, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 29.12.1987, Blaðsíða 6
FLÓAMARKAÐURINN Til sölu Handunnar rússneskar tehettur og matrúskur (babúskur) í miklu úrvali. Góöar gjafir á góöu verði. Uppl. í síma 19239. Póstkröfuþjónusta. Tvítug frönsk stúlka óskar eftir störfum við barnagæslu og heimilishjálp („au pair") á ís- landi. Talar þýsku vel og svolitla ensku. Mlle. Anne Terriere 9 rue Bigot „Foyer“ 33000 Bordeaux France íbúðaskipti Kaupmannahöfn - Reykjavík 3ja herb. íbúð á góðum stað í Kbh., Bellahöj fæst í skiptum í 6 mán. fyrir íbúð í Reykjavík. Uppl.s. 21733. Kiðlingapels tll sölu sem nýr, nr. 44. Verð kr. 22 þús. (Nýir kosta 39-49 þús.) Sími 16034. Til sölu Til sölu er svartur, fóðraður leður- jakki. Uþplýsingar i síma 612430. Húsgögn til sölu Rúm, náttborð, snyrtiborð og kommóða, allt úr „tekki" til sölu. Uppl. í síma 15317 f.h. og á kvöldin. Svalavagn óskast Óska eftir svalavagni, ódýrt eða gefins. Sími 688728. Bíll til sölu Til sölu er Fiat 127 1050. Bíllinn er silfurgrár, 5 gíra, á negldum hjól- börðum og er ekinn 43000 km. Skipti möguleg á stærri bíl, dýrari eða ódýrari. Uppl. í síma 681310 kl. 9-17 og 13462 á kvöldin. Styrkir úr vísindasjóði Vísindaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki Vísindasjóðs árið 1988. Umsóknareyðublöð fást hjá menntamálaráðu- neytinu og hjá sendiráðum Islands erlendis. Um- sækjendur geta leitað upplýsinga hjá Sveini Ing- varssyni líffræðingi (í s. 99-6551 eða 91-685140) vegna umsókna til Náttúruvísindadeildar og Líf- og læknisfræðideildar, og hjá Þorleifi Jónssyni bókaveröi (í s. 91-671938 (heima), 91-16864 og 91-694328) vegna umsókna til Hug- og félags- vísindadeildar. Formenn deildastjórna eru Þórir Kr. Þórðarson prófessor (Hug- og félagsvísindadeild), Sigfús A. Schopka fiskifræðingur (Náttúruvísindadeild) og Gunnar Guðmundsson prófessor (Líf- og læknis- fræðideild). Umsóknarfrestur er til 1. febrúar og skal skila umsóknum merktum viðkomandi deild til Vís- indasjóðs, Menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 4-6, 101 Reykjavík, fyrir þann tíma. Vtsindaráð Nám í flug- umferðarstjórn Auglýst er eftir umsækjendum til náms í flugum- ferðarstjórn. Inntökuskilyrði til námsins eru að umsækjendur hafi lokið stúdentsprófi, tali skýrt mál, riti greinilega hönd, hafi gott vald á íslenskri og enskri tungu, fullnægi tilskildum heilbrigðis- kröfum, séu 20-30 ára gamlir, leggi fram saka- vottorðog fullnægi ákvæðum lagaog reglugerða um loftferðir. Umsóknareyðublöð fást hjá móttökudeild flug- málastjórnar, 1. hæð flugturnsbyggingarinnar á Reykjavíkurflugvelli og þangað skal skila um- sóknum fyrir 12. janúar 1988. Flugmálastjóri fREYKJMJÍKURBORG Aautovi Stöaun. Skammtímavistun, Álfalandi 6 Þroskaþjálfar og almennt starfsfólk Óskum eftir að ráða starfsfólk. Um er að ræða fullt starf og hlutastörf. Vaktavinna kvöld og helg- arvaktir. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 32766. Kerin hreinsuð í eldisstöðinni. starfi heldur er mjög mikilvægt fyrir kennara deildarinnar að geta sinnt slíku með kennslunni. Skilningur manna á starfi fisk- eldisbrautarinnar á Kirkjubæjar- klaustri er mjög mikil hér á Suð- urlandi, við heyrum ýmsar hvetj- andi raddir frá fiskeldismönnum hér saunnanlands og nú nývérið veitti Iðnþróunarsjóður Suður- lands deildini styrk að upphæð kr. 300.000,- til tækjakaupa. Þessi áhugi á starfi okkar er mjög uppörvandi og hvetur fólk til dáða. Nú er unnið að því að tækja deildina upp, svo unnt verði að standa undir þeim kröfum, sem gerðar eru til náms á þessu stigi, og eins til þess að geta tekist á við frekara framhald, ef tillögur okk- ar hljóta náð fyrir augum yfir- valda. Við erum nú þegar komin með tölvur, smásjár, víðsjár, tæki í stöð, tæki til tilrauna í efna- fræði, líffræði og lífeðlisfræði eru á leiðinni. Þegar núverandi áætl- un lýkur í janúar á næsta ári í uppbyggingu tækjakosts þá er ekkert að vanbúnaði að gera margvíslegar tilraunir, auk þess að framkvæma tillögur okkar um kennslu í deildinni. TILLÖGUR UM NÁMSSKIPULAG Þann 9.11. 1987 var menntamálaráðherra ritað bréf þar, sem lagðar eru fram tillögur Kirkjubæjarskóla um framtíðar- skipulag fiskeldisbrautarinnar á Kirkjubæjarklaustri. Þessar til- lögur byggja á því að nauðsynlegt sé að veita þeim nemendum, sem eru við nám í deildinni í dag, hæfilegt framhald og um leið að skipa námi í fiskeldi á einhvern ákveðinn stað innan skólakerfis- ins. Þessar tillögur okkar miða að því að námið verði 3-3,5 ár og að því loknu hafi nemendur öðlast einhver starfsréttindi og rétt til inngöngu í ákveðnar deildir Há- skóla íslands. í þessum tillögum er gert ráð fyrir að námið verði 130 einingar, sjá meðfylgjandi drög. í munnlegu samtali er þess- um tillögum fylgt úr hlaði á þann hátt að skipuð verði nefnd til þess að fjalla um tillögurnar og þar komi fram hvaða kröfur HI setji fyrir takmarkaðan inngöngurétt. Við erum að sjálfsögðu tilbúin til þess að uppfylla þær kröfur enda getum við það vel. í markmiðslýsingu með til- lögunum segir orðrétt: „markmið brautarinnar er að búa nemendur til starfa og stjórn- unar í fiskeldistöðvum og til frek- ara náms í fiskeldi og skyldum greinum. Brautin veitir rétt til stjórnun- arstarfa í fiskeldisstöðvum og til náms við ákveðnar deildir (skil- greindar frekar) Háskóla íslands, Tækniskóla íslands og öðrum hliðstæðum menntastofnunum." Hér er gerð tilraun til þess að Nemandi mælir súrefni í eldisbúrunum. marka námi í fiskeldi farveg, sem við teljum alveg nauðsynlegt. í þessari markmiðslýsingu er sveigjanleiki, sem gefur nemend- um kost á útgönguleið, eftir 3 ár, en einblínir ekki á einhvern loka- punkt. Til þess að gefa nokkuð frekari lýsingu á tillögum okkar þá fylgja hér með drög að náms- skipulagi. Til þess að auðvelda mönnum skilning á námsskipu- laginu þá táknar seinasta talan einingarfjölda í áfanga t.d. 103 táknar þá 3 einingar. Á bak við hverja einingu standa 2 kennslu- stundir í 13 vikur. Tillögur okkar gera ráð fyrir að allt námið sé 130 einingar. Við gerum ráð fyrir að, þar sem við leggjum áherslu á ák- veðna þætti, þá sé inngönguréttur nemenda tak- markaður, enda ekki um stúd- entspróf að ræða. Eins mætti hugsa sér að bæta við einni önn ef mönnum sýndist þurfa, þá 18-20 einingum í viðbót. Á hinn bóginn er umhugsunar- vert, að ekki skuli vera til neinn i Háskóli í sjávarútvegsfræðum, sem tekið gæti við nemendum úr fiskvinnsluskóla, mennta- og fjölbrautaskólum og fiskeldis- braut, einkum í landi, sem rekur stóriðju í útgerð og fiskvinnslu. : Ég se ekki betur en hér þurfi vissulega að taka til hendinni, enda ekki víst að kostnaður yrði ýkja mikill, sé hæfilegrar sam- . vinnu gætt við það, sem fyrir er. Ekki er vafi á því að nemendur af fiskeldisbraut, eins og þeirri, sem ég er að tala um hér, ættu helst þar heima. Tillögur okkar um nám í fisk- i eldi byggja á því að við teljum að menntakerfi landsins verði að standa á bak við nýjar atvinnu- greinar og leggja sitt af mörkum. ■ Við teljum að menntakerfið beri ábyrgð á því að ætíð sé nægt fram- boð af hæfu og vel menntuðu starfsfólki í landinu til þess að starfa á hinum ólíku sviðum þjóðlífsins. tillögur okkar taka mið af þeirri skoðun, að við sem vinnum að skólamálum berum ábyrgð á verkmenningu og verk- hæfni landsmanna. Niðurlag f þessari grein hefi ég drepið á ýmsa þætti einkum þó nám í fisk- eldi, unnt hefði verið að ræða þetta enn frekar og dýpra en kýs að láta hér staðar numið að svo stöddu. Ég get þó ekki orða bundist í lokin vegna ummæla framkvæmdastjóra tveggja stórra fiskeldisstöðva hér á landi, sem þeir viðhöfðu í mín eyru. Þeir sögðu báðir það skoðun sína að engin þörf væri á menntuðu starfsfólki í stöðvarnar, því besta starfsliðið væru sjómenn og bændur, því þeim mætti auðveld- lega kenna það, sem þeir þyrftu að vita á hverjum stað. Ég varð orðlaus í bæði skiptin, og hugsaði sem svo, að mikið væri það skrítið nú árið 1987 að menn héldu enn fram gildi þekk- ingarskortsins. Til hvers haldið þið? Ég vona að það sjónarmið, sem þessir menn túlka, sé ekki ríkjandi. Helst vildi ég að þeir hafi sagt þetta í spaugi. islending- um er meiri nauðsyn en flestum öðrum að mennta sitt fólk, starfs- menntun og starfshæfni er örugg- asti grundvöllur velgengni okkar á komandi árum. Við þurfum að vinna ötullega að þessum málum og láta verkin tala. Það verður okkur ekki til framdráttar að hlusta á hástemmdar ræður um nauðsyn hlutanna á fundum og ráðstefnum, ef við framkvæmum ekki það sem nauðsyn ber til. Jón Hjartarson, skólastjóri Kirkjubæjarklaustri 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 29. desember 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.