Þjóðviljinn - 29.12.1987, Blaðsíða 8
Breyttir tímar kalla á
í nóvember síöastliönum sat
Svavar Gestsson Allsherjar-
þing Sameinuöu þjóðanna í
New York og sótti heim bæki-
stöðvar bandaríska sjóhers-
ins í Newport á Rhode Island
fyrir norðan New York. Af
þessutilefni átti Þjóðviljinn
eftirfarandi viðtal við Svavar
um stöðu alþjóðamála og af-
stöðu íslands og Alþýðu-
bandalagsins til mikilvægustu
mála á alþjóðavettvangi.
- Þetta var í annað sinn, sem
ég hef sótt Allsherjarþing Sam-
einuðu þjóðanna, sagði Svavar.
Fyrra skiptið var 1976, og það er
afar athyglisvert að fylgjast með
þeirri breytingu sem hefur orðið
á þessum vettvangi á rúmum ára-
tug. í fyrsta lagi fjölgar aðildar-
ríkjum samtakanna stöðugt: þau
eru nú orðin 159, þar af tugir
smáríkja, og ísland er nú komið í
65. sæti hvað varðar framlög til
starfsemi Sameinuðu þjóðanna.
Árið 1976 sat ég í nýlendu-
nefndinni, og mörg þau lönd sem
þar var fjallað um fyrir 11 árum
eru nú orðnir fullgildir aðilar
Sameinuðu þjóðanna. Það má
hins vegar segja að þátttaka þess-
ara ríkja í forystu samtakanna sé
ennþá lítil.
Annað sem ég varð óhjá-
kvæmilega var við er það hversu
Bandaríkin hafa einangrast mál-
efnalega á þinginu í mörgum mál-
um. Það voru tugir tillagna sem
þarna voru til meðferðar, þar
sem Bandaríkin voru annað
hvort ein um afstöðu sína eða þá í
samfloti með örfáum ríkjum eins
og ísrael eða Bretlandi. Maður
varð að vísu var við það 1976 að
Bandaríkin voru oft einangruð,
en það var afar áberandi nú hvað
málflutningur bandarísku fulltrú-
anna naut minnkandi virðingar
og hvað minna var hlustað á þá en
1976.
- H vaða málefni voru helst á
dagskrá þann tíma sem þú sóttir
þingið?
- Ég fór út 9. nóvember og sat
þingið í 3 vikur. Þau málefni sem
þarna voru efst á baugi voru fyrst
og fremst tillögur um afvopnun-
armál, og svo málefni S-Afríku.
Þá var einnig lögð fram afar at-
hyglisverð. skýrsla um umhverfis-
mál, sem nefnd undir forystu Gro
Harlem Brundtland forsætisráð-
herra Noregs hafði samið. Skýrsl-
an, sem ber heitið Our Common
Future - Okkar sameiginlega
framtíð - er reyndar efni í sérs-
taka umfjöllun, sem verður að
bíða betri tíma.
- Hver var nú afstaða Islensku
sendinefndarinnar í þessum stóru
málum?
- Það var einmitt þriðja atriðið
sem vakti athygli okkar íslensku
fulltrúanna á þinginu að ísland
hefur breytt afstöðu sinni til
veigamikilla mála frá því í fyrra.
Þetta vakti reyndar einnig athygli
fulltrúa fjöldamargra annarra
þjóða.
Steingrímur Hermannsson
utanríkisráðherra hefur breytt af-
stöðu íslands til 10-12 tillagna
sem liggja fyrir þinginu miðað við
afstöðu þeirrar ríkisstjórnar sem
hann stýrði sjálfur í fyrra. ísland
gengur nú lengra í stuðningi við
hvers konar afvopnunartillögur
en hin Norðurlöndin í mörgum
tilvikum, og það var ánægjulegt
að sjá að utanríkisráðherra virð-
ist nú hafa tamið sér að taka
sjálfstæða afstöðu til tillagna út
frá málefnum en ekki út frá hern-
aðarblokkunum. Frægasta dæm-
ið er tillaga Úkraínu og Tékkó-
slóvakíu, sem Steingrímur studdi
á grundvelli efnis tillögunnar en
ekki á grundvelli þess í hvaða
ríkjahópi ísland myndi lenda
með afstöðu sinni. Mér fannst af-
staða íslands til þessara tillagna
heilbrigð og opin og í betra sam-
ræmi við þá þýðu sem nú ríkir í
heiminum en var á meðan Sjálf-
stæðisflokkurinn fór með utan-
ríkismálin.
- Hvaða tillögur í afvopnunar-
og friðarmálum fengu mesta um-
fjöllun á þinginu?
- Það var tvímælalaust tillaga
Sovétríkjanna um að þingið taki
til umfjöllunar og láti fram-
kvæma ítarlega könnun á því
hvort ekki sé mögulegt að koma á
nýju alþjóðlegu öryggiskerfi er
leysi hernaðarblokkirnar af
hólmi. Þessi tillaga var rædd dag
eftir dag í 1. nefnd, greinilega í
óvild Bandaríkjanna og margra
NATO-ríkja, sem telja þetta
óþarfa og bera því við að hér sé
ekkert nýtt á ferðinni. Það kann í
sjálfu sér að vera rétt, að hér sé
ekkert nýtt á ferðinni, en sú
mikla umræða sem þessar tillögur
fengu sýndu hins vegar greinilega
að það eru Sovétríkin sem hafa
frumkvæði í þessari umræðu á
meðan Bandaríkin og NATO-
blokkin er í varnaraðstöðu.
- Setti bœtt sambúð stórveld-
anna ekki svip sinn á þingið?
- Jú andrúmsloftið á milli stór-
veldanna Var allt mildara, og það
var einnig athyglisvert að heyra
að nýr tónn var kominn í mál-
flutning austantjaldsríkjanna.
Þar var ekki lengur spiluð sama
grammófónsplatan, alla vega var
búið að snúa henni við. Það er
greinilega mikið að gerast á al-
þjóðavettvangi, og við getum nú
séð fram á nýja tíma. Ef fram
heldur sem horfir, og veruleg
skref verða stigin til raunveru-
legrar fækkunar kjarnorku-
vopna, þá munu stórveldin hafa
af því sameiginlega hagsmuni að
tryggja að aðrir fækki sínum
kjarnorkuvopnum og að komið
verði í veg fyrir að nýir aðilar
eignist slík vopn.
Hringurinn getur þannig farið
að snúast við: í stað stöðugrar
fjölgunar og aukinnar útbreiðslu
þessara vopna yrði stefnan í átt til
fækkunar og útrýmingar kjarn-
orkuvopna. Þannig myndu stór-
veldin eignast sameiginlega
hagsmuni gagnvart umheiminum
í ríkara mæli en nokkurn gat órað
fyrir. Þetta opnar fyrir nýjum við-
horfum og nýjum möguleikum,
einnig fyrir okkur sem smáþjóð,
og getur haft í för með sér að við
þurfum að nálgast Evrópu mar-
kvissara en við höfum gert til
þessa. Bæði til þess að koma í veg
fyrir að annað hvort stórveldið
gleypi okkur - eða þau bæði sam-
an - og einnig til þess að taka þátt
í því að styrkja V-Evrópu al-
mennt í alþjóðlegu samhengi.
- Felur þetta ekki í sér að bœði
Alþýðubandalagið og ísland þurfi
að endurskoða afstöðu sína tilEvr-
ópubandalagsins og Atlantshafs-
bandalagsins?
- Jú, þetta breytir óhjákvæmi-
lega stöðu okkar bæði gagnvart
Evrópubandalaginu og NATO,
og við þurfum að meta stöðu okk-
ar innan NATO og gagnvart Evr-
ópubandalaginu í ljósi þessa.
Með þessu er ég ekki að segja
að við eigum að taka upp þá
stefnu sem ítalskir kommúnistar
hafa, að styðja NATO, en við
þurfum að spyrja okkur þeirrar
spurningar, hvað V-Evrópuríkin
eigi sameiginlegt í ljósi þess að
stórveldin eiga nú sameiginlegra
hagsmuna að gæta á æ fleiri svið-
um. Með V-Evrópu á ég ekki
bara við NATO-ríkin, heldur líka
Austurríki, Sviss, Svíþjóð og
Finnland.
Hvað varðar Evrópubanda-
lagið, þá er auðvitað ljóst, að hér
er enginn áhugi á aðild með þeim
skilyrðum sem Rómarsáttmálinn
gerir ráð fyrir. Hins vegar blasir
það líka við að EFTA stendur nú
mjög veikt og er að liðast í sund-
ur, eins og sést best á þeim um-
ræðum sem nú eiga sér stað í
Austurríki um aðild að Evrópu-
bandalaginu. Sömuleiðis heyrast
nú aftur raddir um það í Noregi
að landið eigi að ganga í Evrópu-
bandalagið, þrátt fyrir úrslit
þjóðaratkvæðagreiðslunnar um
árið.
Þessi nýja staða kallar á það að
menn reyni að endurmeta alla
stöðuna, og þar þurfum við ís-
lendingar og Alþýðubandalagið
sérstaklega að hafa frumkvæði til
þess að treysta sjálfstæði okkar
og koma í veg fyrir að við klemm-
umst á milli stórveldablokkanna.
Ef við ætlum að halda áfram að
líta á heiminn með sömu forsend-
um og við höfum gert síðustu 15-
20 árin verða það bara einhverjir
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 29. desember 1987