Þjóðviljinn - 09.01.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 09.01.1988, Blaðsíða 3
Fiskveiðistefnan Kvótinn í höfn Efri deild samþykkti kvótann ífyrrinótt með naumum mun. Litlar breytingar orð- ið áfrumvarpinu í meðförum þingsins Fiskveiðistefnan varð að lögum laust upp úr miðnætti aðfaranótt gærdagsins eftir að efri deild hafði fjallað um frumvarpið í sex klukkutíma. Efri deild samþykkti lögin með 12 atkvæðum gegn níu, en það voru þeir Karvel Pálma- son og Þorvaldur Garðar Krist- jánsson sem auk stjórnarandstöð- unnar voru andvígir frumvarp- inu. Mjög litlar breytingar hafa orðið á frumvarpinu í meðförum þingsins þrátt fyrir miklar um- ræður og fjölda breytingatil- lagna. Stærstu breytingarnar eru annarsvegar gildistíminn, sem er þrjú ár í stað fjögurra einsog sjáv- arútvegsráðherra lagði til og hinsvegar 10. greinin, um trill- urnar, en talsverð rýmkun fékkst á ákvæðum um smábáta og fækk- aði banndögum talsvert, eða í 70 auk þess sem væntanlegir smá- bátaeigendur, sem gert hafa bindandi smíðasamning fyrir gildistöku laganna, fá veiðileyfi. Þó lög um fiskveiðistefnuna hafi ekki tekið gildi fyrr en í gær er þau afturvirk til áramóta að því leyti að sá afli sem veiðst hefur frá áramótum reiknast með þeim kvóta sem úthlutað verður til skiþanna. _Sáf FRETTIR Ráðhúsframkvæmdir Osammála bróður mínum Páll Líndal, lögmaður: Náttúruverndarlögin takaafallan vafa. Ósammála álitsgerð Sigurðar Líndal PS--'" 1 i^^^^fHP^I f fm War " #31 ¦>JÉl M P '¦ WáÉiíl * .,^mM K k m í ^- i!W í J^B T ; l' ¦:'~':':."ÉÉBkiiíS lÍ ::.'i ¦¦::':Í:K :'^ti^JMI %} Æm ¦ K'"i^'- « :. ,.:-.¦:^ ¦ ".:¦ ¦'- [ '*£'• > BKf:: "¦¦'. : .- ¦.'•': ;: . ¦ .¦ ' '. \ •-¦.. :.=* .¦¦?' '* Valdi fyrirhuguð mannvirkja- gerð eða jarðrask hættu á því að landið breyti varanlega um svip, að merkum náttúruminjum verði spillt, eða hættu á mengun lofts og lagar, er skylt að leita álits Náttúruverndarráðs áður en framkvæmdir hefjast, segir í upp- hafi 29. greinar Náttúruverndar- laganna. Þá segir. „Virkjanir, verk- smiðjur og önnur stór mannvirki skulu hönnuð í samráði við Nátt- úruverndarráð. Páll Líndal, lögmaður, vísaði til þessara greina er Þjóðviljinn leitaði álits hans á álitsgerð Sig- urðar Líndal, prófessors, um byggingu Ráðhúss við Tjörnina, en Sigurður telur Náttúruvernd- arráð ekki hafa neinn rétt til af- skipta af fyrirhugaðri byggingu. -Ég hlýt að vera algerlega ós- ammála mínum elskulega bróður; 29. grein Náttúruvernd- arlaganna tekur af öll tvímæli um það að borgaryfirvöld skuli leita álits ráðsins, sagði Páll, en hann átti sæti í Náttúruverndarráði um 15 ára skeið, eða allt þar til í haust er leið. í álitsgerö sinni segir Sigurður Undirbúningur fyrir ráðhúsbygging- una er kominn á fulla ferð, og í gær var allt lauslegt flutt út úr Tjarnargötu 11 sem verður látin víkja fyrir ráðhús- höllinni. Ellimáladeildin sem var í húsinu flytur í Tjamargötu 20 eins og sagt var frá í Þjóðviljanum í gaer. Mynd - E.ÓI. að enda þótt Tjörnin sé á náttúr- uminjaskrá veiti það Náttúru- verndarráði engan rétt til af- skipta. Páll sagði aftur á móti í gær að með því að setja Tjörnina á nátturuminjaskrá væri búið að fá staðfestingu menntamálaráð- herra á því að hér sé um merkar , náttúruminjar að ræða, en ráð- i herra hefur staðfest skrána með \ undirskrift sinni, og því hlýtur 29. greinin að eiga við, sagði Páll. Eyþór Einarsson, formaður Náttúruverndarráðs, sagði að fundur væri fyrirhugaður strax eftir helgi, og yrði þá álitsgerð Sigurðar til umræðu. HS Samvinnurékstur 9 Kron og Hafnf irðingar sameinast Hagkvæmari rekstur og betriþjónusta. Gengiðfrá sameiningufyrir vorið Rekstur og starfsemi Kaupfé- lags Hafnfirðinga og KRON, Kaupfélags Reykjavíkur og ná- grennis hafa verið samræmd frá og með 1, janúar sl. og verða fé- lögin rekin sem eitt fyrirtæki þar til endanleg ákvörðun um sam- einingu þeirra hefur verið tekin. í fréttatilkynningu frá stjórn kaupfélaganna segir að þeir hafi að undanförnu fjallað um starf- semi þeirra og það hvernig sam- vinnuverslun á höfuðborgar- svæðinu verði best skipulögð í framtíðinni, en bæði hafa félögin verið eignar- og samstarfsaðilar í Miklagarði s.f., ásamt fleirum frá byrjun. „Eftir því sem félagssvæðin hafa runnið meir saman í eitt samfellt markaðssvæði, hefur sá kostur verið augljós að sameining félaganna myndi gera alla á- kvarðanatöku markvissari, rekst- urinn ha^kvæmari og þjónustu við félagsmenn og viðskiptavini betri. Með þetta í huga hafa stjórnir félaganna ákveðið að stefna að sameiningu þeirra þannig að Kaupfélag Hafnfirðinga verði deild í KRON með fullum rétt- indum og skyldum. Munu stjórn- irnar hvor í sínu lagi leggja tillögu þess efnis fyrir aðalfundi félag- anna sem halda skal eigi síðar en 15. apríl n.k."' segir í fréttatil- kynningunni. í bráðabirgðasamstarfsstjórn félaganna hafa verið kosnir þeir Hörður Zóphaníasson formaður stjórnar Kaupfélags Hafnfirð- inga, Ólafur St. Sveinsson kaupfélagsstjóri KRON, Þröstur Ólafsson formaður stjórnar KRON og Örn Ingólfsson kaupfélagsstjóri Kaupfélags íafnfirðinga. - lg. VMSÍ Hringferð um landið Formaður og varafor- menn íhringferð um landið til að kynna sér stöðuna. Formannaráð- stefnu frestað Formaður og varaformenn Verkamannasambands ís- lands munu fara hringferð um landið og ræða þróun mála að undanförnu við félagsmenn. Jafnframt verður formannafundi sambandsins frestað um óákveð- inn tíma, en stefnt hafði verið að því að sá fundur yrði seinna í fe- brúar. Þessi ákvörðun var tekin á stjórnarfundi Verkamannasam- bandsins í gær. Að sögn Karvels Pálmasonar, varaformanns VMSÍ, þá verður lagt af stað fljótlega, en eftir er að skipuleggja ferðina^ og þessi hringferð er höfuðástæða þess að formannafundinum var frestað. „Tilgangur ferðarinnar er að kanna betur hvað hefur verið að gerast, en ein af niðurstöðum þings VMSÍ var að menn reyndu að semja í héraði. Þá er ætlunin með ferðinni að styrkja innviðina til áframhaldandi baráttu og ríkti algjör einhugur um þetta," sagði Karvel. -3áf

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.