Þjóðviljinn - 10.01.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 10.01.1988, Blaðsíða 2
_____SPURNING________ VIKUNNAR Hver verður næsti bankastjóri Lands- bankans? (Spurt á biðstofunni) Sverrir Hermannsson umsækjandi: Það var og. Hart er í heimi. Skeggöld, skálmöld. Fleiri gerast nú vígamenn en ég ætlaði. Marg- ur er knár þótt hann sé smár. Tryggvi Pálsson umsækjandi: Það veit ég ekki. Ég bara vinn hórna. Jón Baldvin fv. kennari: Ég er nú bara staddur hérna til að sækja um lán. Matarskatturinn, þú skilur. Lúðvík XVIII: Ef ég styð Sverri fær Kjartan ekki stólinn í Búnaðarbankanum heldur Geir. Og ef Kjartan fær ekki stólinn í Búnaðarbankanum vill Eyjólfur ekki styðja Tryggva. Ef ég hins vegar styð Tryggva, beitir Pétur sér gegn Geir. Þetta er pólitík, drengur minn! Lúlli fv. lánþegi: Kva segirðu, er laust djobb hérna? Ertu með umsóknar- eyðublað á þér? Zljómmálamaður knýr dyra Ég.Skaði, er maður fastheldinn á skoðanir mínar, og læt ekki svo auðveldlega glepjast af pólitískum flautaþyrlum eða æsingamönnum. Ég veit að veröldinni er ávallt betur borgið í því horfi sem hún er, heldur en því sem gæti verið ef óábyrgar hugmyndir næðu fram að ganga. Þannig hef ég, Skaði, ávallt tortryggt þá sem þykjast vera siðbótarmenn stjórnmálanna og viljað umbylta því Kerfi sem við höfum byggt upp með ærnu erfiði. Það var því ekki laust við að gamalkunnur hrollur hríslaðist um mig þegar ég las grein eftir mann sem var að agnúast út í það að þaulreyndir stjórnmálamenn væru ráðnir til starfa í bankakerfinu. Þessum manni - sem ég kýs að nafngreina ekki - fannst það bera vott um siðleysi(l) að gengið væri framhjá bankamönnunum sjálfum, á kostnað „uppgjafastjórnmála- manna í leit að pólitísku hæli í ellinni“(!l) Ekki skal ég orðlengja um þessar skoðanir, enda þarflaust. En ástæða þess að ég, Skaði, tek málið nú upp á þessum vettvangi er sú, að nú í vikunni bankaði upp á hjá mér nafnkunnur stjórnmálamaður úr mínum gamla flokki. Það var enginn annar en Ztjórnmálamaðurinn. - Sælir verið þér, Skaði, og forláttu mér þótt eg taki hús á þér helzti seint, sagði Ztjórnmálamaðurinn og vatt sér inn. - Óvænt upphefð, ansaði ég, Skaði. Hvað er þér á höndum? - Nú er vá fyrir dyrum og veður gerast grá og válynd og ekki er ein báran stök nema síður sé, útskýrði Ztjórnmálamaðurinn dulur á svip. En nú vil eg mælast til þess að þú sýnir mér þann heiður, gamli Zkaði minn, að útnefna mig dándimann vikunnar. Og veit eg þó að margir eru útvaldir en aðeins einn kallaður... Ztjórnmálamaðurinn dró augað í pung og þagði lengi. - Nú hefi eg verið á vígvelli stjórnmálanna um langt skeið og ekki örgrannt um að eg sé tekinn að mæðast, enda eru þau mörg dagshríðarsporin. Eg hefi hafist til þeirra metorða sem eg helst kaus og vil nú setjast í helgan stein, í Landsbankanum, en vondir menn og vopnfimir leggja stein í götu mína ... - Já, það er rétt, kæri Ztjórnmálamaður, sagði ég, Skaði, uppveðraður, enda hafði mér tekist það sem löngum hefur vafist fyrir mönnum: Að skilja véfréttir Ztjórnmálamannsins. - Það var og. Það var og. Fögur er hlíðin, en nú er af fóturinn og hefi eg vond klæði og hneit þar, útskýrði Ztjórnmálamaður- inn. - Þeir eru eitthvað að kvabba um að fá bankamann í staðinn fyrir þig, eða hvað, sagði ég. - Minnztu ekki á það ógrátandi og ekki heldur á snöru í hengds manns húsi, ansaði Ztjórnmálamaðurinn. Banka- manna fyrir bankastjóra! Og eg sem hafði svo mikinn áhuga á því að reyna fyrir mér í bankamálum; enda hefur mér tekizt að toga fylgið í kjördæminu niður í nálega ekki neitt! - En hvernig stendur á því að alltíeinu á að fara að ráða bankamenn sem bankastjóra, spurði ég. Það er hreinasta móðgun og afar óábyrgt athæfi. - Veit ek þat, en allt er þetta málum blandið og margur fiskur í gruggugu vatni stjórnmálanna. Hér er ei við menn að eiga, Zkaði minn, og skal eg nú rekja þér gang máls þessa eftir beztu vissu, sagði Ztjórnmálamaðurinn og bifaðist af kuldahlátri yfir örlögum sínum. - Það er upphaf sögu þessarar að bankastjóri Búnaðar- bankans hugðist láta af störfum langt um aldur fram; jafnframt því sem tveir bankastjórar Landsbankana tilkynntu að þeir myndu draga sig í hlé. Vei, vei, þrír feitir bitar og úlfahjörðin er stór, Zkaði minn. Þat varð úr að þessum störfum yrði skipt á milli þeirra flokka sem nú halda um stjórnartaumana (án mín) og var það gert að viturra manna ráð. Skyldi eg gerast her- stjórnandi í Landsbanka ásamt Víga-Val Arnþórssyni, en hinn burtrekni formaður Krata átti að setjast á höfðingjastól í Búnað- arbanka. Var gjörð þessi samþykkt í einu hljóði. - Hvaða vesen er þá? spurði ég, Skaði, eilítið ruglaður eins og oft hendir undir orðræðum Ztjórnmálamannsins. - Dáinn, horfinn, harmafregn! sagði Ztjórnmálamaðurinn dapur. Nú neitar bankastjóri Búnaðarbanka að hætta; Lands- bankamenn heimta einhvern úr sínum röðum sem herforingja og ofan á allt saman hefur bankaráðið svikið mig! Þvílíkir tímar! Og eigi eru allar raunir okkar raktar, Sámur minn; því veiztu hverjir munu líkast til hafa síðasta orðið í þessari rimmu? - Hverjir? spurði ég með önd í hálsinum. - Kommarnir! Kommarnir, drengur minn! Nú vilja þeir stólinn í Búnaðarbanka gegn því að styðja mig í öldungaráði Lands- banka. En þá fá kratarnir ekkert og rofin er þá samningsgjörð vor. Mér, Zkaða, varð ekki um sel við þessi tíðindi. Og ég spurði vonleysislega: - Hvað er þá til ráða, Eyjólfur bóndi? - Eg hefi marga fjöruna sopið, sagði Ztjórnmálamaðurinn, og hefi eg nú pantað mér nýtt starf af pöntunarlista stjórnar- flokkanna. Mun ek eigi undan láta fyrir villingum og Kommum. Eg hefi þess vegna ákveðið að verja elli minni sem Zendi- herra... 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 10. janúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.