Þjóðviljinn - 10.01.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 10.01.1988, Blaðsíða 3
síld síld síld meira salt síld síld síld meira salt síld sild sild meira salt síld síld sild meira salt síld sild sild meira sait síld síld Kristín og Iðunn Steinsdœtun Bjartar nœtur og brjáluð vinna Systurnar Kristín og Iðunn Steinsdætur, höfundar söng- leiksins, Síldinerkomin, sem Leikfélag Reykjavíkurfrumsýnirí dag, hafa vakið talsverða athygli fyrir ritstörf sín síðustu ár. Þær hafa hlotið margvísleg verðlaun, bæði fyrir bækur sínar og leikrit. Þær skrifa ýmist saman eða sín í hvoru lagi. Enda eru þær býsna samtaka að tala við; nánast eins- og eineggja tvíburar, önnur botn- arþað sem hin byrjarog öfugt. Og þær brosa mikið. Báðar starfa þærsem kennarar. „Við erum að austan, frá sfld- arbænum Seyðisfirði. Faðir okk- ar er Steinn Stefánsson, skóla- stjóri Barnaskólans þar og stofn- aði sósíalistaflokkinn á Seyðis- firði. Við urðum aldeilis varar við það í uppeldinu. Bárum út Þjóð- viljann og allskonar bæklinga baki brotnu og vorum kallaðar kommakrakkar." En Síldin er komin. Á hvaða tíma hugsið þið ykkur verkið ger- ast? „Það gerist á árunum 1961-65. Þá var allt vaðandi í sfld fyrir austan. Við sömdum leikritið vorið 1985 og það hét upphaf- lega, Sfldin kemur og síldin fer. Það var frumsýnt á Húsavík 1986 í leikstjórn Rúnars Guðbrands- sonar. Söngleikurinn sem Leikfé- lag Reykjavíkur frumsýnir er saminn uppúr þeirri leikgerð. Það var gert í samvinnu við leikara og Þórunni Sigurðardótt- ur, leikstjóra. Valgeir Guðjóns- son á stóran þátt í verkinu. Hann semur öll lögin og söngtexta. Hann hefur að mestu ráðið sinni vinnu sjálfur, en var líka beðinn um að gera texta um ákveðnar týpur.“ Og þið hljótið að hafa verið á síld? „Jáhá. Við erum nú hræddar um það. (Hér ljóma þær báðar.) Annars hét það að vera í sfld, þegar maður vann í landi, á síld- arplani. Sjómennirnir voru á sfld. Á þessum árum var sumarsfld, sem er allt annar handleggur en haust- og vetrarsíld. Bjartar næt- ur og svo húmaði eftir því sem leið á sumarið og urðu fallegar síðsumarnætur. Þá var maður eitt með náttúrunni. Allur rómans fór líka fram undir beru lofti. Eftir böllin var farið uppí fjall eða verið á götum úti. Og þetta var ákvæðisvinna og til einhvers að berjast. Allt annað tempó en í tímavinnu. Launamismunur milli kynja var meiri en nú er og kven- fólk fékk ekki sama kaup fyrir sömu vinnu. En í söltuninni gátu þær haft meiri laun en kallarnir. Auðvitað fyrir meiri vinnu. En maður barðist einsog ljón. Svip- að einsog í bónusvinnunni í dag. Til að hafa eitthvað uppúr sér þurfti maður að ganga virkilega fram af sér og mórallinn var líka þannig. En það var misjafnt með fólk, sumir tóku vinnuna alvar- legar en aðrir sem voru kæru- lausari. En fólk smitaðist í þessari miklu vinnu. Við sjáum í söng- leiknum, þegar Óli er að leggja niður fyrir Lóu, einsog það var kallað. Málið var að fá einhvern til að leggja niður fyrir sig. Það var mikið happ. Því stefnan var að vera kortér með hverja tunnu. Finnar og skandínavar söltuðu alltaf sjálfir, um borð. Þannig að þeir voru oft frjálsari í landi. Einu sinni bað verkstjórinn einn Finn- ann um að leggja niður fyrir mig (segir Iðunn). Hann var hjá mér í tvo tíma og sá var fljótur. Það voru fimm sfldar á lofti í einu. Svo vildi hann ekki taka eyri fyrir. Það var ógleymanleg sæla þegar maður datt svona í lukkupott- inn.“ En var síldarvertíð svona skemmtileg einsog allir segja? Er það ekki bara í minningunni að slær rósrauðum bjarma á þennan tíma? „Ja. Við vitum um engan sem talar með söknuði og nostalgíu um frystihús, þó líði einhver ár. Enda er það andstyggileg leiðindi að vinna í frystihúsi. En hvort það var ákvæðisvinnan eða gróð- avonin, sem gerði þetta líf svona spennandi. Svo skipti miklu að vera úti. Meirihlutinn var ógift fólk og því fylgdi ákveðin spenna. Síldarvertíðinni fylgdi allri ein- hver spenna sem er ekki lengur til. En auðvitað var þetta líka þreyta, kuldi, slor, slabb og sin- askeiðabólga. En það var gaman. Síldin var líka tímabundin. Það gerði kannski gæfumuninn. Mað- ur vissi aldrei hvenær vertíðinni lauk. Sfldin er svo óútreiknanleg. Stundum vakti fólk í tvo sólar- hringa, á neftóbaki, ef ekki vildi betur til. Allt var gert til að halda fullum dampi. Þessum tímum fylgdi Iétt geggjun. Og verð- mætamatið brenglaðist, þegar fólk átti allt í einu fullt af pening- um. Fólk setti palisanderíhólf og gólf og málaði svo yfir. En á- standið var tvíbent. Aflamenn eins og á Eyjólfi, sem er afla- skipið í verkinu; þeir áttu plássið og píurnar. Svo voru koppar, einsog Óli er á, sem fengu aldrei bein úr sjó, sama hvað aðrir fi- skuðu, voru alltaf með bilaða vél og fengu ekki einu sinni úttekt í kaupfélaginu." Þegar ég kom á œfingu um dag- inn,fannst mér útgerðarmaðurinn vingjarnlegri týpa en ég átti von á? „Útgerðarmenn voru ekki óvinsælir á síldarárunum. Á einu planinu fyrir austan var einn sem gekk um og bauð uppá vínber og súkkulaði. Bergmundur í söng- leiknum á alltaf til ópal. En út- gerðarmenn voru engir harð- stjórar einsog sumir vilja hafa þá. Ef fólk var þreytt eða eitthvað amaði að, reyndu þeir alltaf að leggja sitt af mörkum. Þeir voru eins og hverjir aðrir kallar á plan- inu. Það var lfka þeirra hagur að fólk gæti unnið.“ Og hversvegna varð leikritið til í upphafi? „Við vildum prófa að vinna og skrifa saman. Óg vita hvort það heppnaðist. Við völdum sfldina, af því okkur langaði til að rifja upp þessa tíma og skemmta sjálf- um okkur. Það var fyrst og fremst skemmtun og við ætluðum okkur aldrei að frelsa heiminn." ekj. Sunnudagur 10. janúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.