Þjóðviljinn - 10.01.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.01.1988, Blaðsíða 4
síld síld síld meira salt síld síld síld meira salt síld síld síld meira salt síld síld síld meira salt síld síld síld meira salt síld síld síld ► f í * f i l t f. Hvaö í ósköpunum var þaö sem gerði síldarvertíð svona mikið ævintýri? Þeir sem hafa verið í/á síld, fá blik í augun, röddin verður leiknari og lýsingum ætlar aldrei að linna, þegar minnst er á síld. Samt hefur engin einhlít skýring komið fram, engin skýring sem hægt er að nota í orðabók. En það eru nokkur stikkorð sem hægt er að styðj- ast við, ef maður ætlar að leyfa sér það að gera síldinni einhverskil. Reyna að átta sig á þessu sameiginlega ævin- týri ótal fólks. Því þegar þú hlustar á þá sem hafa verið svo heppnir að komast í síld, liggur við að þú dauðöfundir fólkið og hugsir með sjálfum þér: En hvað það væri fjarska- lega gaman ef síldin kæmi aft- ur. í sumar. Bjartar nætur, brjáluð vinna, gróðavon, ákvæðisvinna, slor, slabb, þreyta, kuldi, sin- askeiðabólga, aðkomulið og ógift fólk sem skapaði sér- stakan rómans-og svo var vertíðintímabundin. Þóvar tíminn afstæður ísíld. Eftir tveggja sólarhringa vöku var fariðáball. Ekkertmál-og síldin... síldin varsvoóút- reiknanleg. Allt þetta líf skapaði ákveðna spennu sem síldarævintýra- fólk segir ólýsanlega og forð- ast eiginlega að skilgreina of- aní kjölinn. Það liggur við að síldin sé tabú á sinn sérstaka hátt. En kannski varþað þetta, að ganga alveg framaf sér, fara framúr sjálfum sér og vinna þannig sigur á tilvistinni. Það var ekkert kannski í síld- inni. Þarvarallt: Annaðhvort eða. Maður varð að vera fullkomlega ef allt átti að vera einsog það átti að vera. Mikil vinna og mikil þreyta gefur vímu.Sem hlýturaðverða sterkari þegarmiðnætursólin hangir liðlanga nóttina yfir sjóndeildarhringnum. Allt hlýtur að verða óraunveru- lega raunverulegt. En hvað veit maður. Ég var aldrei í síld. Segi bara einsog Hamlet mælti undir regnboganum: Kannski - eða ekki kannski. Leikhús Valgeir Guðjónsson samdi alla tónlist og söngtexta í Síldin er komin. Valgeir hefur samið á þriðja tug sönglaga, sem fimm manna hljómsveit undir stjórn Jó- hanns G. Jóhannssonar spilar. Hvað hafðirðu langan tíma til að semja öll þessi lög? „Ég var beðinn um það síðasta vor og hugsaði mig ekki lengi um, því mig hefur lengi langað til að gera leikhúsmúsík. Þannig að það má segja að ég hafi skutlað mér útí laugina: Alklæddur. Þetta er stærrá verkefni en yfir- leitt gerist, enda um söngleik að ræða. Ég hef sýslað ýmislegt meðfram þessu, en flest lögin voru tilbúin þegar æfingar hófust í haust. Síðasta laginu skilaði ég inn rétt fyrir jól.“ En afhverju langaði þig til að gera leikhústónlist? „Leikhús er svo skemmtilegt. Skemmtileg umgjörð utanum músík. Á dögum tónlistarmynd- banda er gaman að fást við músík með lifandi fólki. Allur flutning- ur í Sfldinni verður lifandi.“ _ jómannsins sjómannsins ástir og S ævintýr. sjómenn eru óneitanlega með kynþokkafyllri mönnum... takið eftir manninum með hattinn. það er aflakóngurinn £ leið til að freista gæfunnar... a Síldarœvintýri í Leikskemmu LR í kvöld verður frumsýndur nýr íslenskur söngleikur Síldin er komin eftir Kristínu og Iðunni Steinsdætur, í leikstjórn Þórunn- ar Sigurðardóttur. Verkið prýðir ný og frumsamin tónlist eftir Valgeir Guðjónsson, en hann samdi einnig söngtexta. Sigurjón Jóhannsson gerir leikmynd og búninga. Hlíf Svavarsdóttir og Auður Bjarnadóttir, dansarar og danshöfundar, stýra dansi og hreyfingum. Hljómsveit valin- kunnra hljóðfæraleikara undir stjórn Jóhanns G. Jóhannssonar leikur tónlistina. Það segir frá líf- inu í litlum sfldarbæ eina sumar- stund á sfldarárunum, þegar allir kepptust við að safna silfri og lifa hátt. í Ieiknum er brugðið upp mynd af fjölskrúðugum persón- um: Sfldarstúlkum, kjaftakell- ingum, rútubílstjórum, bændum, leynivínsölum, lögregluþjónum, sjómönnum, aflakóngum, er góð umgjörð Finnst þér vanta meiri tónlist í íslenskt leikhús? „Jafnvel. Flest leikverk þola músík, misjafnlega mikla eftir því hvers eðlis þau eru. En áhorfend- ur eru yfirleitt þakklátir fyrir músík. Og ég er tilbúinn til að vinna meira fyrir leikhús." Hvað gerðirðu til að verða fyrir síldarvertíðaráhrifum? Hefurðu kannski verið á síld? „Ég var á síldarbát tvö sumur. Það var uppúr 1970, meðan ég var enn í menntaskóla, og svo skellti ég mér beint úr stúdents- veislunni og í klofstígvélin. Vakti sleitulaust í tvo og hálfan sólar- hring og minnist þess eiginlega ekki að hafa orðið þreyttur síðan. Ég var lengi að festa svefn eftir þá törn. En þetta var í Norðursjón- um og landað í Skotlandi og Dan- mörku. Þannig að ég þekki ekki síldarplön sem slík. Einu sinni vann ég að vísu við það að lesta tunnur uppúr skipi, ef ske kynni að sfldin léti sjá sig. Þá var verið að bíða eftir sfldinni en hún kom ekki. Ég var alltaf með það í sigtinu að verða mér úti um einhverja inspírasjón, en það varð aldrei af því. Lögin komu samt. Ég held að þau séu um 22 talsins. Kristín og Iðunn höfðu gert eigin söngtexta við þekkt lög, en mér fannst að ég yrði að gera texta líka. Þannig vinnur allt betur saman. Stundum fæðir texti af sér lag og öfugt. Langbest er þegar lag og texti gerist hvort með öðru. Það var erfiðast að enda þetta. Það er alltaf erfitt að enda. Hvað sem er." Eigum við þá ekki að segja þetta gott. Eða þú vildir kannski segja mér að lokum hvaða hljóðfœri þú notar? „Við Jóhann G. Jóhannsson höfum haft mjög góða samvinnu. Hann hefur útsett tónlistina í verkinu og stjórnar hljóm- sveitinni. Hljómsveitin er fimm manns, og það er spilað á slag- verk, bassa, gítar, synthesizer, saxófón, víbrafón og svo harm- ónikku. Nikkan er auðvitað ómissandi. Þessi hljómsveit hefði alveg getað spilað á balli á Sigló.“ ekj. Vertíðin hefst 10. janúar, segja þeir hjá Leikfélagi Reykjavíkur. íslenskur söngleikur, Síldin er komin, verðurfrumsýndur í kvöld í Leikskemmu LR. Uppfærsla leikfólagsins á þessum mannmarga og skemmtilega söng- og gamanleik er mjög viðamikil, sannkallað „stórsjóf". Um fjörutíu manns leggja hönd á plóginn. Á myndinni eru Þórunn Sigurðardóttir leikstjóri, og Valgeir Guðjónsson samdi tónlist og söngtexta. Mynd - sig. drykkjumönnum, lónerum, dyggðugum sveitastúlkum og léttlýndum borgarpíum. Lýst er ástum persónanna og átökum, gleði og sorg í leik og starfi. Aldrei vantar óvæntar uppákom- ur í plássinu. Leikendur er Síldin í komin eru: Alda Arnardóttir, Andri Örn Clausen, Bryndís Petra Bragadóttir, Eggert Þor- leifsson, Guðriin Marinósdóttir, Guðrún Asmundsdóttir, Hanna María Karlsdóttir, Hinrik Ólafs- son, Hjálmar Hjálmarsson, Ing- ólfur Stefánsson, Jón Hjartarson, Jón Sigurbjörnsson, Karl Guð- mundsson, Karl Ágúst Úlfsson, Kjartan Ragnarsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Pálína Jóns- dóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Soffía Jakobsdóttir, Valdimar Örn Flygenring og Þór H. Tulini- us. Hljómsveitina skipa: Árni Scheving, Birgir Bragason, Björgvin Gíslason, Jóhann G. Jó- hannsson, Pétur Grétarsson ofl. - ekj >r

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.