Þjóðviljinn - 10.01.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 10.01.1988, Blaðsíða 8
SUNNUDAGSPISTIIl Átök í Alþýðubandalaginu í tilefni bókar eftir Óskar Guðmundsson Fyrir jól kom út bók eftir Ósk- ar Guðmundsson um Alþýðu- bandaiagið. Þar segir að sönnu ekki margt af því, hvað sá flokkur eða fyrirrennari hans, Sósíalista- flokkurinn, hafi verið í íslensku samfélagi. En þeim mun meira af „átökum" milli manna um flokk- inn og hvernig hann eigi að vera. Einatt drukknar sá pólitískur þanki, sem reynt er að fylgja, í löngum nafnarunum: þessi er á móti hinum, hinn er í samblæstri með þessum. En í stuttu máli er skilningur Óskars á þessari „átakasögu" eitthvað á þessa Ieið: Allt frá því Sósíalistaflokkurinn varð til 1938 hafa tveir straumar tekist á í hon- um og síðar Alþýðubandalaginu. Annarsvegar er „lenínskur" kjarni, flokkseigendafélag, sem aðhyllist aga, miðstýringu, póli- tískt hreinlífi, Sovétríkin og sam- krull flokks og verklýðsforystu. Hinsvegar fara þeir sem stefna á útvíkkun, lýðræði, valddreifingu og fleira gott með ýmsum hætti og eru þeirra frægastir Héðinn Valdimarsson, Hannibal Valdi- marsson og Ólafur Ragnar Grímsson. Myndin er náttúrlega flóknari en þetta í nær 400 blað- síðna bók, en þetta eru megin- áherslurnar. Bj arg vættakenning í>að fer heldur ekki á milli mála að Óskari finnst að lenínistar hafi dregið hreyfinguna niður en „hinir“ verið hennar bjargvættir að svo miklu leyti sem þeir fengu að ráða. Til dæmis segir hann um þau tíðindi að skömmu eftir stríð kom Finnbogi Rútur Valdimars- son í framboð og til þingmennsku fyrir Sósíalistaflokkinn og nokkru síðar kom bróðir hans Hannibal, hrakinn úr Alþýðu- flokknum, til samstarfs um að mynda Alþýðubandalagið. Þetta gerðist, segir Óskar, um sama leyti og „kommúnistaflokkar annarsstaðar í Evrópu voru að skreppa saman og sú hefði vafa- lítið orðið raunin hér á landi ef bjarghringirnir hefðu ekki flotið að frá þeim bræðrum Valdimars- sonum.... Þar með hélt Sósíalista- flokkurinn áfram að vera til en hefði ef til vill ella horfið sjónum. Þeir sem björguðu honum voru yfirlýstir andkommúnistar“. Þessa málabúnaður ber eins og óvart vott um skrýtna persónu- dýrkun og um leið skaðlega þröngt sjónarhorn. Flokkar til vinstri við hefðarkrataflokka í Vestur-Evrópu skruppu saman eða héldu velli á eftirstríðsárun- um eftir því hverja fótfestu þeir höfðu í samfélaginu. Fyrst eftir stríð höfðu bæði kratar og komm- ar byr undir vængi í flestum löndum. Og sá flokkur sem hafði forskot yfir hinn varð „verklýðs- flokkurinrí* í sínu landi, hvað sem leið ágreiningi um Sovétríkin og Nató í kalda stríðinu. M.a. vegna viðleitni verkafólks til að „kjósa nytsamlega“, styðja stór- an verklýðsflokk til að verða enn öflugra mótvægi gegn borgara- flokkum. Sósíaldemókrataflokk- ar efldust í Noregi og Belgíu með- an kommúnistaflokkar skruppu saman. í Frakklandi og á Ítalíu blasti við önnur mynd. Þar að auki skipti það vitanlega máli, hve „hreinlífur“ eða segjum „len- ínskur“ hver flokkur var. Til dæmis áttu Kommúnistaflokkur Ítalíu og Sósíalistaflokkurinn ís- lenski það sameiginlegt að vera vel virkir aðilar að þjóðlífi sinna landa, bæði kjarabaráttu og menningarlífi, vera ekki lokaðir inni í „attendismo“ - biðinni eftir Deginum mikla, valdatökunni, umskiptunum. Og þessvegna gátu þeir eignast bandamenn, þvert ofan á þau lögmál kalda stríðsins sem bandarísku sendi- ráðin í löndunum reyndu sitt besta til að fylgja eftir. Þessvegna stjórnuðu kommúnistar og sósí- alistar saman rauðu borgunum á Ítalíu, og þessvegna gátu sósíal- istar og Hannibalistar staðið sani- an að stjórn ASÍ. Þrír straumar Sjálfum sýnist mér að í Sósíal- istaflokki og Alþýðubandalagi hafi lengst af verið í gangi þrír straumar. Einn má vel kalla len- ínskan: þar fara menn sem vilja skipa sér í úrvaissveit, sem hefur til að bera pottþéttan marxískan skilning á þjóðfélaginu og gætir þess að spillast ekki af samkrulli við „kerfið“, við hina, og mætir þar með með tortryggni viðleitni til að víkka hreyfinguna af ótta við að hún verði eins og hinir flokkarnir. Þessi afstaða hefur reyndar gengið aftur í ýmsum smáflokkum yst til vinstri sem telja sig arniars mjög á móti „for- ræðishyggju". Nægir að nefna Græningja í Þýskalandi - engir hafa verið ákveðnari en þeir í því að virða grasrótina, dreifa valdi, forðast foringjaþembu - samt eru þeir nú klofnir í herðar niður milli þeirra sem vilja vinna að máium í samstarfi við pólitíska granna (sósíaldemókrata) og þá sem vilja halda árunni hreinni og ekk- ert múður. Annan straum má kenna við miðjuna - í honum finnum við menn sem vilja opna leiðir til pólitískra samfylkinga af ýmsu tagi en hafa um leið áhyggjur af því að flokkur þeirra þynnist út um of, verði ekki lengur kenndur við sósíalisma, verði háskalega tækifærissinnaður og þar fram eftir götunum. Þriðji straumurinn tekur svo þá með sér, sem hafa í huga nokkuð opið bandalag vinstri- sinna með lágum samnefnara: komið til mín allir nema íhalds- menn. Á þessum straumum öllum eru svo ýmisleg blæbrigði - og ekki einfaldar það myndina að einn og sami maður hefur kann- ski komið við í þeim öllum ein- hverntíma og freistast jafnvel enn í dag til að hafa samúð með þeim öllum - enda eru þessir kostir þrír í sem skemmstu máli tilvistar- vandi allrar róttækni holdi klædd- ur. í ljósi þessa má vel bjóða upp á aðra túlkun t.d. á átökum kennd- um við Tónabíósfund 1967 en Óskar Guðmundsson hampar í sinni bók. Þar fær lesandi þá hug- mynd að lýðræðisfylking um- hverfis Hannibal Valdimarsson hafi verið grátt leikin á fundinum af fúlu lenínsku flokkseigendafé- lagi. Til dæmis T ónabíósfundur Mér sýnist hinsvegar að þeg- ar persónuástríður ýmislegar hafa verið af skafnar blasi við þetta hér: Um þetta leyti var tek- ist á um framtíð Alþýðubanda- lagsins. Hannibal reifaði um það leyti sjálfur þær hugmyndir að úr því yrði ný hreyfing, ein kærleik- skeðja alls félagshyggjufólks - og væri þá gert ráð fyrir því að „kommúnistar" væru sér á báti með lítinn flokk sem tæki að sér þær syndir sem þeim bæru. Menn eins og Magnús Kjartansson (miðjustraumurinn) vildu hins- vegar ógjarna að Alþýðubanda- lagið sækti inn á miðju íslenskra stjórnmála og byrjaði á því að eignast „óvin til vinstri" í flokki sem væri gerður úr hluta Sósíal- istaflokksins. Margt fleira kemur inn í þessi mál - m.a. það að „flokkseigandi“ eins og Magnús Kjartansson er um þetta leyti ein- att mjög gagnrýninn á verklýð- sforystuna (Hannibal og Björn Jónsson). Og síðan gerist það, að Hannibalistar fara sína leið - en Víetnamstríð, innrás í Tékkósló- vakíu og uppreisn æskunnar 1968 sameinast um að beina hug- myndaþróun á vinstri væng í nýj- an farveg sem eins og tóku af dag- skrá ýmislegt það sem hélt fyrir mönnum vöku á Tónabíósfundi. Forystuflokkur alþýðu í þessu spjalli er þess ekki kost- ur að nema nema stuttlega staðar við eitt og annað tengt bók Ósk- ars. En áður en lýkur skal þó enn einu við bætt - en það er mikil andúð og hneykslan Óskars á því að sósíalistar hafa fyrr og síðar haft tilhneigingu til að líta á sig sem forystuflokk launamanna, framvarðarsveit sem vissi betur en aðrir. Telur hann að slíku við- horfi fylgi yfirþyrmandi „safnað- arandrúmsloft", sem hann er reyndar ekki viss um hvort hann eigi að kenna við stalínisma eða telja fylgifisk allra stjórnmála- flokka (bls 343). Óskar segir: „Meðal þess sem safnaðar- meðlimir halda um sjálfa sig og sína kirkju er að þeir hafi verið sérstaklega útvaldir til einhverra ákveðinna óútskýranlegra hluta, „fylgja hugsjóninni til sigurs“ og að flokkurinn sé óðrum stjórnmálaflokkum æðri í ein- hverjum skilningi. Flokkurinn sé í sjálfu sér „málstaður". Undarlegt að Óskar Guð- mundsson skuli ekki átta sig bet- ur en þetta á því sem óumflýjan- legt er í sjálfsmati vinstriflokka. Það væri satt að segja mjög skrýt- ið, ef póltísk samtök manna, sem hafa komið sér saman um nauð- syn þess að gjörbreyta þjóðfé- laginu, teldu sig þar með ekki hafa sérstakri köllun að gegna, forystuhlutverki, vera að þjóna málstað sem æðri væri pólitísku vafstri annarra flokka. Vinstri- flokkar, samvinnuflokkar, krata- flokkar, kommaflokkar - allir hafa að sjálfsögðu talið sig hafa sérstöku sögulegu forystuhlu- tverki að gegna, og allir hafa þeir reynt að lyfta sjálfsmynd sinna manna með fyriríitningu á íhalds- sömum og dáðlitlum þjónum hins ríkjandi ástands. Öllum vinstri- sveiflum, allri róttækni, fylgir draumurinn um að vera eitthvað spes - og hann kemur Lenín karl- inum ekki miklu meira við en Jónasi frá Hriflu eða Héðni Valdimarssyni, Hjalmar Brant- ing eða Da'niel Cohn-Bendit. Þessu sjálfsmati hinna „rauðu“ hvers tíma fylgir það „safnaðar- andrúmsloft" sem getur orðið fúlt og kæfandi, en getur á upps- veiflutímum orðið hið lífmagn- andi prana samstöðunnar. Þegar menn svo eru orðnir það stilltir að þeir eru hættir að líta á sína hreyfingu sem annað en hvunn- dagslegt tilbrigði við hið pólitíska litróf, þá eru þeir kannski orðnir skynsamari en áður - en alveg áreiðanlega mun leiðinlegri. ÁB. 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 10. janúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.