Þjóðviljinn - 10.01.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 10.01.1988, Blaðsíða 7
Alberto Moravia Listin að segja sögu Um frásagnarlist í íslendingasög.unum Alberto Moravia. Alltaf þegar ég fjalla um skáldsagnalistina get ég ekki látið hjá líða að endurtaka í sífellu, sjálfum mér og öðrum til sárra leiðinda, að menn eru fæddirsagnaskáld en verða hins vegar rithöfundar. Frá- sagnargáfan, listin að segja sögu eða búa til atburði er mönnum meðfædd og verður ekki áunnin. En búi menn yfir tilfinninganæmi, gáfum og hæfileika til tjáningar, geta menn vissulega orðið rithö- fundar. Petta er hér endurtekið vegna þess að þegar fjallað er um skáld- söguna hættir mönnum til að gleyma sjálfum rótum frásagnar- innar, þar sem hinn meðfæddi hæfileiki til þess að segja sögu liggur til grundvallar. Við nánari athugun sjáum við jafnvel að rithöfundar sem af- neita frásögninni, eins og til dæmis Joyce, eru meðal annars frægir einmitt fyrir það að þeir afneita henni, en það felur ein- mitt í sér að tilraunaskrif þeirra ganga út frá frásögninni, þótt hún sé dulin. Auk þess sem segja má að sú Ódyseifsferð í hnotskurn, sem lýst er í Ulysses eins og einni hversdagslegri dagsstund, sé gamansöm, þögul og táknræn hylling til frásagnarlistarinnar. Kjarni þess, sem hér var sagt, er þá fólginn í því að skáldsagan eigi sér alltaf upptök í reynslu sem sagnahöfundurinn hefur raunverulega reynt á eigin skinni. Við notum hér orðið „raunveru- lega“ vegna þess að reynslan er mæld í magni: það er til dæmis hægt að hafa ferðast um allan heiminn án þess að hafa raun- verulega upplifað annað en til- dæmis, hvað skal segja, stutta sjóferð. Þessi raunverulega reynsla er raunveruleg upplifun, og hið fædda sagnaskáld finnur hjá sér þörf til þess að segja frá henni, miðla henni til annarra. Hvers vegna finnur hann hjá sér þessa kvöð? Hér höfum við enga skýringu, allir finna fyrir þessari þörf, en aðeins sagnaskáldið kann að smíða úr henni list. Hvers vegna er ég að skrifa nið- ur þessar vangaveltur um skáld- söguna? Vegna þess að þessa dagana hef ég verið að lesa nokkrar af íslendingasögunum, sem nýkomnar eru út í einu bindi hjá „Pléiade". Og þessar sögur hafa vakið mér undrun og hrifn- ingu fyrir óviðjafnanlega upp- byggingu þeirra, þar sem frásagn- arlistin opinberast í sinni hreinustu, einlægnustu og sönn- ustu mynd. Ég er til dæmis búinn að lesa Brennunjálssögu. Þetta er raun- veruleg skáldsaga upp á um það bil 300 blaðsíður, en óvissan um höfundinn er sú sama og um höfund Hómerskviða. Að því er virðist gæti hann hafa verið Árni ÞorlákssonSkálholtsbiskup. Alla vega var hann hámenntaður maður fyrir utan að vera frábært sagnaskáld. Sagan af Njáli 'brennda er meistaraverk hlaðið orku og sálrænu innsæi. íslendingasögurnar segja alltaf frá atburðum sem hafa raunveru- lega gerst. Hins vegar hafa þær hvorki né látast hafa sagnfræði- legan tilgang. Hvernig áttu þær annars að hafa slíkan tilgang á tímum þar sem atburðirnir áttu til að umbreytast í þjóðsögu svotil um leið og þeir gerðust? Sagan af Njáli brennda var rit- uð í lok þrettándu aldar. Per- sónur og atburðir eru hins vegar frá 10. öld. Eftir þrjúhundruð ár hefur þjóðsagan náð að um- breytast í skáldsögu. Ég hef tekið eftir nokkrum ein- kennum íslendingasagnanna, sem gera þær sér á parti: 1) Persónur sögunnar eru kynntar, bæði samkvæmt manntalsfræðinni og einnig út- litslega og siðferðilega áður en þær koma til sögunnar sem ger- endur. Höfundurinn segir okkur deili á forfeðrum þeirra og af- komendum, og hann skilgreinir skapgerð þeirra í stuttu en hnit- miðuðu máli: góður maður eða illgjarn, hættulegur, svikráður, göfugur, ósáttfús o.s.frv. Síðan lýsir hann persónunni frá hvirfli til ilja, sem og klæðaburði og vopnum. 2) Þegar einu sinni er búið að sýna og dæma persónurnar sjáum við þær einungis sem gerendur. Þar er ekki um að ræða verknað- inn sjálfs sín vegna, eins og finna má hjá Dumas, föður nútíma lög- reglusagna. Verknaðurinn er borinn uppi af sterku siðferðilegu afli þar sem heiðurslögmálið rík- ir. Þetta lögmál útilokar þó ekki að skynsemin og rökvísin grípi í taumana, þvert á móti er einmitt ráð fyrir því gert, en þá á kald- hæðinn hátt þegar staðið er frammi fyrir orðnum hlut. 3) Verknaðurinn er fyrst og fremst bundinn við mannsmorð- ið, ekki bara í einvígi, heldur líka sem blóðhefnd eða svik eða kannski jafnvel án sýnilegs tilefn- is. Skynsemin kemur svo á for- vitnilegan hátt til sögunnar í þeim samningaumleitunum sem fylgja í kjölfar mannvíganna á milli morðingjans og ættingja hins fallna. Ekki er minnst á dómsáf- ellingu, og því síður á iðrun, en aðeins mannsbætur: sérhver dauður maður hefur sitt verð, rétt eins og fyrir tryggingafélög- um nútímans, og vinur eða nák- ominn ættingi er þá greiddur dýr- ara verði en þrællinn eða þjónn- inn, búið og gert. 4) Megintilefni mannvíganna er heiðurinn sem staðfesting eigin pesónuleika, á eftir koma valdið og að síðustu duttlungarn- ir, sérstaklega meðal kvennanna eins og hjá Hallgerði, sem er eins konar Lady Machbeth sem losn- að hefur undan martröðinni en gengist fullkomlega upp í hlut- verki sínu sem óseðjandi morð- ingi. Mig langar að dvelja ögn lengur við mannvígið sem fyrir- bæri. Hvers vegna eru mannvígin svona mikilvæg í íslendingasög- unum? Þar er greinilega um dulda orsök að ræða, sem ef til vill væri vert að grafa upp. Ef við göngum út frá þeirri augljósu for- sendu að skáldsagan sem siík. sérhver skáldsaga og þá líka þær skáldsögur sem bregða mest út frá hefðinni, hafi mannlegt samfélag að viðfangsefni, það er að segja fjalli um „hina“, þá verð- Gunnar á Hlíðarenda veginn. Teikning eftir Gunnlaug Scheving. um við að ímynda okkur að morðinginn sé hin fullkomna samfélagsvera, þar sem hann upplifir tilvist náungans (,,hins“) á óyfirstíganlegan hátt. Sá sem fremur sjálfsmorð er hins vegar (að undanskildum hinum stóíska sjálfsmorðingja) hin fullkomlega andfélagslega vera, þar sem hann dregur sig út úr því þjóðfélagi sem hann á heima í. Þetta verður ljóst með þverstæðufullum hætti, að minnsta kosti í íslendingasög- unum, þar sem kristnitaka Is- lendinga árið 1000 varð tilefni til margra mannvíga: hinn kristni drap heiðingjann sem ekki vildi taka trú. -ólg snéri á íslensku. Háskóli íslands Námsstyrkur við Minnesota-háskóla Alberto Moravia er einn þekktasti núlifandi rithöfunda á Ítalíu. Hann er á níræðisaldri en í fullu fjöri. Eftirfarandi pistill, sem fjallar um frásagnarlistina og þá sérstaklega um frásagnarlistina í Njálu, birtist sem hluti úr dagbók sem Moravia skrifar reglulega fyrir dagblaðiö Corriere deila sera. Pistillinn birt- ist 2. janúar, en var skrifaður 30. desember síðastliðinn. Samkvæmt samningi milli Háskóla íslands og Minnesota-háskóla (University of Minnesota) er veittur styrkur til eins íslensks námsmanns viö háskólann í Minnesota á ári hverju. Styrkurinn nemur skólagjöldum og dvalarkostnaði. Nem- endur sem lokiö hafa prófi frá Háskóla íslands ganga fyrir, en jafnframt þurfa þeir aö hafa fengið inngöngu í Minnesota-háskóla. Umsóknareyöublöð fást á skrifstofu háskólans og skal umsóknum skilaö þangað fyrir 6. febrúar nk. Nánari upplýsingar fást hjá námsráögjöfum háskólans. Háskóli íslands. Sunnudagur 10. janúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.