Þjóðviljinn - 03.02.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 03.02.1988, Blaðsíða 7
Lilja Gunnarsdóttir Guðmundur Ól- afsson fornleifa- fræðingur: Þarna hafa vaknað marg- ar spurningar sem gaman væri að fá svar við Um miðjan febrúar lýkursýn- ingu í anddyri Þjóðminja- safnsins á munum sem fund- ust við uppgröft á Bessastöð- um á síðasta ári. Uppgröftur- inn á Bessastöðum eru lengs- tu samfelldu fornleifarann- sóknir sem gerðar hafa verið hér á landi, stóðu fráfyrsta mars til 30. september 1987. Á Bessastöðum er talið að hafi verið byggð allt frá tíundu öld, en Bessastaðastofaer eitt af elstu og merkustu steinhúsum landsins, byggtá áárunum 1761-1766.Guð- mundur Ólafsson fornleifa- fræðingur sem stjórnaði vinn- unni við uppgröftinn féllst á að ræða við undirritaða um rannsóknirnar á Bessastöð- um Guðmundur, hvert var upphaf þessara rannsókna? - Byrjunin var að gólfið á Bessastaðastofu var brotið upp, vegna þess að það hafði sigið svo mikið á kafla að það var orðinn um 10 cm halli á því. Þess vegna var ákveðið að skipta þarna um jarðveg og gera kjallara. Áður en verkið hófst var haft samband við okkur hér á Þjóðminjasafninu vegna þess að það var viðbúið að þarna undir gólfinu væri eitthvað sem þyrfti að skoða. - Allt gólfið undir Bessastaðastofu var grafið upp, og það kom í ljós að það voru 4 metrar niður á fast, og að næstum allir þessir fjórir metrar voru mannvistarlög. Við fundum þarna leifarnar af Konungsgarði, eins og bærinn var kallaður þegar embættismenn konungs bjuggu þar, til dæmis mjög vel varðveitt hellulögð gólf, og meðal annars þessa muni sem eru til sýnis hérna núna. Leifarnar af þessum bæ þóttu svo mikilvægar að það var ákveðið að varðveita hann undir stofunni, og hafa þar safn þar sem rústirnar verða til sýnis, og ein- hverjir af hlutunum sem við fund- um við uppgröftinn. En var ekki eitthvað framhald á þessari rannsókn? Guðmundur Ólafsson fornleifafræðingur virðir fyrir sér sýnishorn uppgraftarins á Bessastöðum. Mynd- E.ÓI. Sýning á Þjóðminjasafninu Konungsgarður undir Bessastaðastofu - Jú, þegar uppgreftrinum undir Bessastaðastofu var lokið, var ákveðið að gera endurbætur á aðkeyrslunni að Bessastöðum, breikka hana og skipta um jarð- veg, og þá var eðlilegt að við héldum áfram og rannsökuðum líka það sem þar kæmi í ljós. Og við þær rannsóknir unnum við allt sumarið, fram til september- loka. Þar fundum við meðal ann- ars framhald af Konungsgarði, hann hafði verið byggður í fer- hyrning með húsagarði í miðj- unni, og hann hvarf reyndar ekki að fullu fyrr en 1761, eða þegar Bessastaðastofa var byggð, á ár- unum 1761-1766. Við sáum líka að kirkjugarðurinn hafði verið miklu stærri, náð undir þar sem aðkeyrslan er núna, út undir mitt túnið milli kirkjunnar og Bessa- staðastofu. Og sá hluti kirkju- garðsins hefur líklega verið not- aður allt fram á 18.-19. öld. Þar grófum við upp 20 grafir, það eru jjarna miklu fleiri sem við skildum eftir, því við höfðum ekki tíma til að rannsaka þær. Hvað segir þessi sýning okkur um búskaparhœtti áBessastöðum? - Sýning er ekki nema lítill hluti þess sem við grófum upp, hún er sett upp til að gefa mönnum kost á að sjá sýnishorn af þeim munum sem við fundum þarna. Þeir segja okkur það að þarna hefur verið búið með nokkuð öðrum hætti en annars staðar á landinu, enda voru það erlendir embættismenn sem byggðu staðinn. Þarna hefur ver- ið búið af reisn sem er að nokkru leyti sambærileg við höfðingja í Evrópu á sama tíma, enda þótt aðföng hafi öll verið erfiðari, það sjáum við meðal annars á því að það hefur verið gert við brotin flát. Þetta eru allt dýrir innfluttir hlutir og ekki á færi nema efna- fólks að eignast þá. Þetta er allt önnur samsetning hluta en við höfum fundið annars staðar, til dæmis fundum við sjálfsagt um 2000 brot úr aragrúa leirkerja, en þau brot sem hafa fundist hingað til á bæjum hafa oftast verið reiknuð í tugum. Svo eru sum af þessum brotum til dæmis austur- lenskt postulín sem þótti það fín- asta á sínum tíma í Evrópu. Nú þetta segir okkur mikið um bú- skaparhætti á Bessastöðum áður fyrr, þó að það sem við höfum grafið upp sé ekki nema örlítið brot af því sem þarna er í jörð- inni, hugsanlega ekki nema 10 prósent. Verður uppgreftri haldið áfram á Bessastöðum? - Þetta verður sjálfsagt látið nægja, þó að þarna hafi vaknað margar spurningar sem gaman væri að fá svar við, og eftir að við fórum að vinna með þetta vitum við hvar við þyrftum að grafa til að leita þessara svara. Það sem var kannski mest spennandi kom í ljós þegar við vorum að hætta, þá vorum við komin í miðaldabæ- inn sem var einum til einum og hálfum meter undir kirkjugarðin- um, rétt austan við kirkjuna. Þar hefði verið spennandi og skemmtilegt að halda áfram, en það var komið fram í september og allra veðra von, og eins þurfti að klára aðkeyrsluna fyrir vetur- inn. Hvert verður framhald rann- sóknanna? - Núna með vorinu reikna ég með að það verði farið að vinna með það sem fannst undir gólfinu í Bessastaðastofu. Gera kjallar- ann sýningarhæfann, og eins vinna úr þessu sem við höfum fundið. Við höfum ekki haft tíma til að flokka það nema gróflega, og má búast við að það taki nokk- ur ár að vinna úr þessu öllu. Ég get bætt við að það kom okkur á óvart hvað við fundum mikið af byggingarleifum. Við fundum mun fleiri hús en við áttum von á og til voru heimildir um. LG y Leikhús Astir og átök á Galdraloftinu Ás-leikhúsið frumsýnir leikritið Farðu ekki, eftir Margaret Johansen Annað kvöld kl. 20:30 verður leikritið Farðu ekki, eftir Norsku skáldkonunaMargaretJohan- sen frumsýnt á Galdralgftinu, Hafnarstræti 9. Það erÁs- leikhúsið sem stendur að sýning- unni, en það eru þau Ásdís Skúladóttir leikstjóri, leikararnir Ragnheiður Tryggvadóttir og Jakob Þór Einarsson, Jón Þóris- son leikmyndateiknari og Gunn- arGunnarssonrithöfundurog blaðamaður. Farðu ekki segir frá hjónum sem eru bundin hvort öðru í víta- hring ástar- haturs sambands, og geta hvorki skilið né verið saman. Andrés, eiginmaðurinn tekur út óöryggi sitt og óánægju með eigið líf á Maríu konu sinni, annað hvort misþyrmir henni eða grát- biður um ást hennar og fyrirgefn- ingu. María tvístígur á milli ástar sinnar á Andrési og löngunarinn- ar eftir betra lífi. Hún er sannfærð um að hún sé jafn djö- full venjuleg og ómöguleg mann- eskja og hann segir, og hvenig ætti þá nokkur annar að vilja líta við henni? Og á sama tíma er hann eini maðurinn sem getur tekið frá henni vanmetakenndina og réttlætt hana sem manneskju í augum sjálfrar sín. Ásdís Skúladóttir leikstjóri segir meðal annars um leikritið að það taki fyrir brennandi vandamál sem full þörf sé á að ræða, og að vafalítið geti flest hjón þekkt eitthvað af sér í þeim Andrési og Maríu, þó að sam- band hjóna sé sem betur fer sjaldnast svona ofsafengið. Ástir og átök þeirra Andrésar og Mar- íu verða sem fyrr segir á fjölunum á Galdraloftinu frá fimmtudags- kvöldi. LG Þau Ragnheiður Tryggvadóttir og Jakob Þór Einarsson leika Maríu og Andrés, hjónin í Farðu ekki. Mynd - Sig. Mlðvlkudagur 3. febrúar 1988 þjóÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.