Þjóðviljinn - 03.02.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 03.02.1988, Blaðsíða 8
Laufey Sigurðardóttir, fiðlUleikarí Háskólatónleikar í dag Gítar og fiöla Fjórðu Háskólatónleikarnirá vormisseri verða haldnir í Norræna Húsinu ídag kl. 12:30- 13:00. Á tónleikunum munu Páll Eyjólfsson gítarleikari og Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari flytja verk eftir Vivaldi, Paganini, Ibert og Takacs. Páll Eyjólfsson lærði gítarleik hjá Eyþóri Þorlákssyni og á Spáni hjá Jose Luis Gonzales. Hann kennir nú gítarleik í Reykjavík. Laufey Sigurðardóttir er Reykvíkingur. Þetta eru fyrstu tónleikarnir sem þau halda sam- an. 1 ónleikanefnd Háskólans Konur, karlar, fuglar og fiskar Harpa Björnsdótti sýnir í Gallerí Borg Á morgun kl. 17:00 opnar Harpa Björnsdóttir sýningu í Gallerí Borg Pósthússtræti 9. Harpa Björnsdóttir er fædd 1955 og lauk námi frá Nýlista- deild Myndlista- og handíðaskóla íslands 1981. Hún málar og vinn- ur í grafík myndir af konum og körlum, fuglum og fiskum, sem stundum renna saman við mann- skepnuna. Harpa hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og einnig haldið einkasýningar bæði hérlendis og erlendis, síðast hér í Gallerí Borg í september 1966 Sýning Hörpu nú er 5. einka- sýning hennar. Á sýningunni eru að mestum hluta einþrykk og önnur verk, unnin með blandaðri tækni á pappír. Síðastliðið sumar dvaldist Harpa í Kjarvalsstofu í París, listamannaíbúð í eigu Reykjavík- urborgar og íslenska ríkisins. Hluti myndanna er frá þeirri dvöl. Sýningin er opin virka daga frá kl. 10:00-18.00 og um helgar fra kl. 14:00-18:00. Henni lýkur 16. febrúar. Myndlist Hvað et sjálfsmynd? Sjálfsmyndir hafa veriö meöal algengari viöfangsefnum myndlistarmanna allt f rá lok- um miðalda. En eryfirleitt hægt að lýsa sjálfum sér, hvort sem er í orðum eða í myndum? Og ef ekki, hvað er þá sjálfsmynd? Þessadag- ana er opin á Kjarvalsstöðum sýning þar sem fólki með til- hneigingu til að spyrja sjálft sig heimspekilegra spurninga af þessu tagi gefst færi á að njótasín, ásamtöllum hinum sem bara vilja láta sér nægja að skoða sýnishorn af þeim sjálfsmyndum sem íslenskir myndlistarmenn hafa málað, allt f rá nítjándu öld f ram á okk- ardag. Flestir listamenn í listasögu íslands hafaein- hvern tímann málað eða dregið eigið andlit á blað, og hér er um að ræða úrdrátt úr þeim hluta Islenskrar lista- sögu. Sýningin erhvorki hugsuð sem f ræðileg úttekt eöasögulegt yfirlit, heldur hefurvið val myndannaverið lögð áhersla á að velja margbreytilegarog góðar myndir, fólki til skemmtunar og yndisauka. Saga sjálfsmyndanna hefst fyrir alvöru í lok miðalda, og er útbreiðsla spegla talin vera ein af mikilvægustu forsendum þeirrar þróunar. í byrjun 20. aldar, fékk sjálfsmyndin endurnýjað gildi með útbreiðslu kenninga Freuds um undirmeðvitundina og hinn falda innri mann. Þar með var tilgangur listamannanna ekki lengur eingöngu að gera mynd sem líkasta sjálfum sér, heldur að túlka og myndgera þær kenndir sem bærðust innra með þeim. Menn máluðu nú ekki lengur það sem þeir sáu eða virtust sjá, held- ur máluðu þeir á dýptina og buðu áhorfendum þar með upp á raun- verulegan myndlestur. Þegar ab- straktmálverkið og formalisminn varð ríkjandi um miðbik aldar- innar, minnkaði áhuginn á sjálfs- myndinni nokkuð, en með endurkomu manneskjunnar inn í málverkið á síðastliðnum tveimur áratugum er aftur farið að bera á sjálfsmyndum lista- manna og þá sérstaklega í con- ceptlistinni, og performance þar sem listamaðurinn er oft í senn formræn stoð og megin mynd- efni. En hvort sem listamaðurinn hugsar sjálfsmynd sína sem túlk- Sýningsjálfs- mynda Islenskra listamanna á Kj arvalsstöðum ¦ E'e •¦ . Vé" ¦ jM'<tsm. ' * HL S"*^$> B^ ""^1/^^Sfcii.t ^k #9 K? Jón Stefánsson 1962 Mynd - E.ÓI. Guðrún Arndís Tryggvadóttir 1987 Mynd - E.ÓI. un á sínu innra eða ytra sjálfí, þá hlýtur hún að vera hans hug- arsmíð sem hann færir yfir á tví- víða flötinn. Og ef til vill sleppur raun veruleikinn ailtaf úr greipum þess sem málar, það er að segja ef það er yfirleitt mögulegt að benda á einhverja ákveðna skoðun eða umsögn um mann- eskju sem raunverulega lýsingu á viðkomandi - eða segja að ein ákveðin mynd af henni sé sannari en önnur. Eða er yfirleitt til nokkuð sem heitir sannleikur í listum? Pað má kannski segja að sú mynd sem listamaðurinn dreg- ur upp af sjálfum sér sé sönn á þeim tíma sem hann gerir hana, þannig kýs hann að lýsa sjálfum sér og hlýtur að lýsingu á þeirri þekkingu og þeirri skoðun sem hann hefur á eigin persónu. Byggt á texta Gunnars B. Kvaran / LG Kjarval 1920. M Mokka James Francis Kwiecinski opnar sýningu Á morgun opnar James Fran- cis Kwiecinski málverkasýn- ingu á Mokka. Kwiecinski er Bandaríkjamaður, og lærði við Ball State University í Indi- ana. Hann er nú búsettur í Ein af myndunum á Mokka er „Skíðaóhapp" máluð 1985. Reykjavík. Hann hefurhaldið sýningar bæði í Bandaríkjun- um og Evrópu, og verk eftir hann eru nú á sýningum bæði í New York og Mílanó. Verkin sem Kwiecinski sýnir á Mokka eru meðal annars unnin í olíu, guass, vatnsliti og steinprent. Sýningin stendur í þriár vikur. LG James Francis Kwiecinski. Mynd - Sig

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.