Þjóðviljinn - 15.03.1988, Síða 1

Þjóðviljinn - 15.03.1988, Síða 1
Heim Samningarnir hérað Ríkissáttasemjari verður að kröfum um samningaviðrœður heima í héraði. Eftir stuttan fund ríkissátta- semjara með samninganefnd- um verkalýðsfélaga og atvinnu- rekenda í Karphúsinu í gær, var afráðið að verða við kröfum um að samningaviðræður færu fram úti í héraði. Samninganefndir verkalýðsfélaganna höfðu farið þess á leit við ríkissáttasemjara að samningsaðilar fengju að út- kljá sín mál heima í héraði. Um helgina ritaði Óiafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðu- bandalagsins, Jóhönnu Sigurðar- dóttur félagsmálaráðherra bréf, þar sem hann ítrekar óskir verka- Iýðsfélaganna og bendir á þrjár leiðir, sem tryggt geti sem jafn- asta samningsaðstöðu aðila vinn- umarkaðarins. Ríkissáttasemjari tilkvaddi í gær þá Sigurð Eiríksson, sýslu- mann á Eskifirði og Ásgeir Pétur Ásgeirsson, héraðsdómara á Ak- ureyri, til að stjórna samninga- viðræðum atvinnurekenda og Al- þýðusambands Austurlands og Alþýðusambands Norðurlands, sem fram fara á Egilsstöðum og Akureyri. Austfirðingar hafa þegar verið boðaðir nk. fimmtudag á samningafund. Ólafur Ragnar Grímsson sagði í samtali við Pjóðviljann í gær, að til þess að grundvallarreglur lýðr- æðislegs samningsréttar væru virtar, þyrfti að vera tryggt að samningsaðilar sætu við sama borð hvað- varðaði samningsað- stöðu.Ólafur bgridir á þrjár leiðir sem gætu tryggt sem jafnasta samningsaðstöðu. í fyrsta lagi er nefnt að félags- málaráðherra komi þeim tilmæl- um á framfæri við ríkissáttasemj- ara að viðræður fari fram heima í héraði. í annan stað er lagt til að ríkissáttasemjaraembættið fái aukafjárveitingu til að greiða þann kostnað sem verkalýðsfélög af landsbyggðinni óhjákvæmi- lega bera af því að sitja til samn- ingaborðs með atvinnurekendum í Reykjavík. í þriðja lagi bendir Ólafur á þann möguleika að flutt verði frumvarp til laga sem kveði á að ríkissáttasemjara beri að verða við óskum um að samn- ingaviðræður fari fram úti í hér- aði. Hrafnkeil A. Jónsson, formað- ur verkalýðsfélagsins Árvakurs á Eskifirði, sagði í samtali við Þjóðviljann í gær, að það væri réttlætismál að verkalýðsfélögin fengju að semja á heimavelli. - Þetta er einn anginn af kröfum um jafnrétti milli landsbyggðar- innar og höfuðborgarsvæðisins. Það er ekkert réttlæti fólgið í því að atvinnurekendur setji leik- reglumar í samningaviðræðum, sagði Hrafnkell. -rk Sjá bréf Ólafs Ragnars til félagsmálaráðherra og um kröfugerð Austfirð- inga á síðu 7 Hafísinn Nálgast land að nýju Siglingfyrir Langanes varhugaverð Siglingaleiðin fyrir Langanes og Melrakkasléttu er orðin var- hugaverð í myrkri vegna stakra jaka og spanga sem rekið hafa inn. á siglingaleiðir en ekki hefur gef- ið í könnunarflug vegna élja- gangs á þessum slóðum. Að sögn Þórs Jakobssonar veðurfræðings hafa borist fregnir um staka jaka inn á Þistilfirði og Bakkaflóa og suður með. Spáð er áframhaldandi norðanátt næstu daga og aukast þá líkurnar á að hafísinn færist nær landi á nýjan leik en hann hafði fjarlægst landið að mun frá því sem var fyrir nokkrum vikum. í byrjun mánaðarins, þegar síðast var farið í ískönnunarflug var aðalísjaðarinn í um 60 sjó- mílna fjarlægð norður af Mel- rakkasléttu. -grh Austfirðingar mæta til samningaviðræðna í Reykjavík í gær. Adolf Guðmundsson, frá Seyðisfirði, og Hrafnkell A. Jónsson, Eskifirði. Mynd Sig. Norrœnt samstarf Snót Æ víðtækari stuðningur Eining setur löndunarbann á Eyjabáta. Hálfmiljón í verkfallssjóðfrá ASÍ. Verkalýðsfélagið Eining i Eyja- firði hefur ákveðið að leyfa ekki löndun fiskiskipa frá Vestmannaeyjum á félagssvæð- inu. Stjórn Einingar tók þessa ákvörðun í kjölfar þess að félag- inu barst ósk frá Snót um að fé- lagar í Einingu ynnu ekki við að landa afla úr Eyjabátum, meðan á verkfalli Snótar stæði. Verkfailssjóði Snótar bárust í gær 500.000 krónur frá Alþýðu- sambandinu. Á miðstjórnarfundi ASÍ í gær var samhljóða sam- þykkt að veita Snót fjárhags- stuðning. Miðstjórnin skorar jafnframt á öll aðildarfélög ASÍ að tryggja að hvergi verði gengið inn í störf þeirra sem í verkfalli eru. Á árshátíð Alþýðubanda- lagsfélags Akureyrar á föstu- dagskvöldið, söfnuðust 18.500 krónur í verkfallssjóð Snótar. Þegar hefur Snót borist rúm- lega 1,4 miiljón króna í verkfalls- sjóð, frá stéttarfélögum, starfs- mannahópum og einstaklingum. Reikningsnúmer Snótar hjá Sparisjóði Vestmannaeyja er 3811, hafi menn hug á að styðja við bakið á fiskverkakonum í Eyjum. —rk Alþingi Ovenjumargir varamenn 16 varamenn sitja nú á aiþingi, meira en fjórði hver hinna 63 að- almanna er forfallaður. Óvenju mikið hefur verið um forföll á yfirstandandi þingi. Alls hafa verið kallaðir inn varamenn í 47 skiþti frá því í haust og hafa 39 menn hlaupið í skarðið fyrir þing- mennina. Kynjahlutföll á þingi geta breyst með tilkomu varamanna. Á þing voru kosnar 13 konur en nú sitja þar 17. qj, Norskt eldflaugaævintýii Norrœni fjárfestingarbankinn afskrifar 320 miljón króna lán. Norsku Kongsberg-vopnaverksmiðjurnar gjaldþrota Ifyrirspurn Guðrúnar Helga- dóttur á þingi Norðurlanda- ráðs í síðustu viku kom fram að bankinn hefur tapað sem sam- svarar um 322 miljónum ís- lenskra króna á viðskiptum við Kongsberg vopnaverksmiðjurn- ar í Noregi, en verksmiðja þessi varð gjaldþrota á framleiðslu eldflauga sem ekki reyndist markaður fyrir. Forsaga málsins er sú, sagði Guðrún Helgadóttir í samtali við blaðið, að Kongsberg-vopna- verksmiðjurnar gerðu samning við Volvo-verksmiðjurnar í Sví- þjóð um framleiðslu á bifreiða- hlutum, og fengu til þess lán úr Norræna fjárfestingarbankanum á þeim forsendum að um samnor- rænt verkefni væri að ræða. Var ekki farið fram á ríkisábyrgð, þar sem Kongsberg-verksmiðjurnar eru að mestu í ríkiseign. Síðan gerist það að verksmiðjan tapar miklu á eldflaugaframleiðslunni, og var tekin til gjaldþrotaskipta. Við þau varð Norræni fjárfesting- arbankinn að afskrifa lán sitt til verksmiðjunnar að upphæð 6 miljónir SDR, sem samsvarar um 322 miljónum íslenskra króna. Þegar gjaldþrotaskiptin voru af- staðin lagði norska ríkið hins veg- ar fram 950 miljónir norskra króna til þess að hægt væri að stofna nýtt hlutafélag upp úr gömlu verksmiðjunni. Það kom í hlut Jóns Sigurðs- sonar viðskiptaráðherra að svara fyrirspurninni fyrir hönd nor- rænu ráðherranefndarinnar, og sagði hann að stjórn bankans hefði ekki talið sér skylt að krefj- ast ríkisábyrgðar í þessu tilfelli, þar sem um ríkisfýrirtæki hafi verið að ræða. Hins vegar væri þetta í fyrsta skipti sem bankinn þyrfti að afskrifa lán sín með þessum hætti. Guðrún Helgadóttir sagði að fátt hefði verið um skýringar á þessu máii frá hendi norskra stjórnvalda, og væri því ekki ann- að að sjá en að það hefði verið sett á Norræna fjárfestingarbank- ann að standa undir misheppnuð- um tilraunum Norðmanna með eldflaugaframleiðslu. -ólg Sjá viðtal við Guð- rúnu Helgadóttur um þing Norðurlanda- ráðs á bls. 8

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.