Þjóðviljinn - 15.03.1988, Page 2
—SPURNINGIN—
Er langt samningaþóf
framundan?
Gústaf J. Gústafsson,
bifvélavirki:
Já, ég býst viö því aö það verði
langt. Jafnvel verkfall!
Hörður Karlsson,
sjómaður:
Það stefnir allt í verkfall. Kennar-
arnir stefna þessu öllu niður. Það
ætti að bæta kjör verkamann-
anna fyrst og fremst.
Brynjar Eymundsson,
matreiðslumeistari:
Ég bara veit ekki. Maður hefur
ekki fylgst það vel með. Samt
grunar mig nú að þófið verði
langt.
Ingibjörg Kristinsdóttir,
lyfjatæknir:
Það er erfitt að spá um það. Þó
held ég að það verði langt og
strembið. Mér finnst ég heyra á
flestum að mikil óánægja sé með
launin.
Sigurbjörg Kristjánsdóttir,
bankamaður:
Já, ég held það. Mér sýnist
stefna í erfitt verkfall.
FRÉTTIR
Fjölmennur og einhuga hópur í Egilsbúð.
Neskaupstaður
Sækjum valdið suður
Fjölmenni á borgarafundi í Egilsbúð. Landsbyggðin
unir ekki misréttinu lengur. _______
Um 200 manns voru á fundi sem
bæjarstjórnin í Neskaupstað
boðaði til í félagsheimilinu Egils-
búð á laugardaginn. Fundurinn
var haldin undir kjörorðinu:
„Sækjum valdið suður“ og var
fjallað um málefni bæjarfélagsins
og vanda landsbyggðarinnar al-
mennt.
Frummælendur á fundinum
voru Asgeir Magnússon, bæjar-
stjóri, sem fjallaði um bæjarmál-
in, Finnbogi Jónsson fram-
kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar
hf. fjallaði um sjávarútvegsmál,
Ingi Már Aðalsteinsson kaupfé-
lagsstjóri fjallaði um verslun og
viðskipti og Albert Einarsson
skólameistari hafði framsögu um
samgöngumál. Austfjarðarþing-
mennirnir Hjörleifur Guttorms-
son, Halldór Ásgrímsson og Egill
Jónsson mættu á fundinn og svör-
uðu fyrirspurnum úr sal.
Fundurinn var fjörugur og víða
komið við í umræðunum enda af
nægu að taka og langt síðan svo
harðar atlögur hafa verið gerðar
að landsbyggðinni eins og nú.
Samgöngumálin brenna mjög á
Norðfirðingum og þá urðu um-
ræður um þann ójöfnuð sem ríkir
í verslun en söluskattur leggst
ofan á flutningskostnað, þannig
að landsbyggðarmenn borga að
öllu jöfnu hærri söluskatt af sömu
vörum en höfuðborgarbúar.
Vandi sjávarútvegsins var til um-
ræðu og sýnt fram á hve sjávar-
útvegurinn og afkoma þeirra sem
við hann starfa eru háð því að
gengi sé rétt skráð. Þá var bent á
misjafna aðstöðu sveitarfélaga,
annars vegar á landsbyggðinni og
hins vegar á Reykjavíkursvæðinu
í tekjuöflun og niðurskurður á
jöfnunarsjóði sveitarfélaga harð-
lega fordæmdur.
Fundurinn samþykkti með
lófataki ályktun þá sem birt er
hér á síðunni.
- hb/Neskaupstað
Launasjóður ríthöfunda
Sjötíu
útvaldir
Úthlutun starfslauna
fyrir árið 1988
Úthlutun starfslauna úr
Launasjóði rithöfunda fyrir árið
1988 er lokið. Alls var starfs-
launum úthlutað til 70 rithö-
funda, af þeim 163 sem sóttu um.
Sex mánaða laun hlutu 18, 15
fjögurra mánaða laun, 24 þriggja
mánaða laun og 13 höfundar
hlutu starfslaun til tveggja mán-
aða.
Samkvæmt lögum og reglu-
gerðum sjóðsins skal árstekjum
hans varið til að greiða íslenskum
rithöfundum starfslaun samsvar-
andi byrjunarlaunum mennta-
skólakennara, sem eru nú
56.382.- kr. á mánuði. Starfslaun
eru veitt samkvæmt umsóknum,
og verður höfundur sem sækir um
starfslaun til þriggja mánaða eða
lengur að skuldbinda sig til að
gegna ekki fastlaunuðu starfi á
meðan hann nýtur starfslauna.
Meðal þeirra útvöldu í ár eru
Einar Már Guðmundsson, Gyrð-
ir Elíasson, Vigdís Grímsdóttir
og Þorgeir Þorgeirsson sem hlutu
sex mánaða starfslaun. Nína
Björk Árnadóttir, Guðmundur
Steinsson, Sigfús Daðason og
Sjón eru meðal þeirra sem fengu
fjögurra mánaða starfslaunin, og
Auður Haralds og Rúnar Ár-
mann Arthúrsson meðal þeirra
sem fengu þriggja mánaða laun.
LG
Afnemum misréttið
Áskorun á alþingi og ríkisstjórn um raunhœfar aðgerðir í
málefnum landsbyggðarinnar
Almennur borgarafundur hald-
inn í Neskaupstað laugardag-
inn 12. mars 1988 samþykkir að
skora á Alþingi og ríkisstjórn að
sjá nú þegar til þess að það mis-
rétti sem landsbyggðin býr við
verði lagfært hið bráðasta. Fund-
urinn leggur áherslu á eftirfar-
andi:
1. Afturkölluð verði þegar í
stað nýleg ákvörðun um 270
milljóna króna skerðingu á tekj-
um jöfnunarsjóðs sveitarfélaga
og sjóðnum verði á næstu árum
tryggt það fjármagn sem til þarf,
þannig að hann verði sveitarfé-
lögum sá stuðningur sem ætlast
var til.
2. Gripið verði til aðgerða til að
mæta óhóflegum raforkuk-
ostnaði á landsbyggðinni og
gegndarlausum hækkunum und-
anfarið. Stefnt verði að því að
orkukostnaður verði sambæri-
legur um allt land.
3. Raunvextir verði lækkaðir
tafarlaust til samræmis við það
sem tíðkast í nágrannalöndunum
og tenging lána við lánskjaravísi-
tölu og/eða grundvöllur láns-
kjaravísitölunnar endurskoðað-
ur.
4. Söluskattur á flutnings-
kostnað á vörum til landsbyggð-
arinnar verði felldur niður eða
gripið til annarra ráðstafana er
tryggja að íbúar dreifbýlisins
greiði ekki hærri söluskatt af
sömu vöru en íbúar á höfuðborg-
arsvæðinu.
5. Raungengi krónunnar verði
á hverjum tíma skráð þannig að
undirstöðuatvinnuvegirnir og
fólkið sem við þá vinnur, búi við
eðlileg rekstarskilyrði og af-
komu.
6. Snjóruðningsreglum verði
breytt þannig aö sömu reglur
gildi um snjóruðning á öllum
Norðfjarðarvegi og endurskoð-
aðar verði snjóruðningsreglur
varðandi aðra fjallvegi. Flugsam-
göngur við Norðfjörð verði teknr
til alvarlegrar athugunar með það
fyrir augum að samgöngur í lofti
verði stórbættar.
7. Flýtt verði undirbúningi að
gerð jarðg?r'gna er tengi saman
þéttbýliskjarnanan á Austur-
landi.
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 15. mars 1988