Þjóðviljinn - 15.03.1988, Síða 7

Þjóðviljinn - 15.03.1988, Síða 7
Austurland Úr kröfugerð Austf irðinga Alþýðusamband Austurlands kynnti kröfugerð verkalýðsfélag- anna á Austurlandi á fundi með rfldssáttasemjara og atvinnurek- endum sl. föstudag á Egilsstöð- um. Kröfugerðinni svipar í mörg- um atriðum til þeirrar kröfugerð- ar sem Verkamannasambandið lagði upp með í samningaviðræð- ur við atvinnurekendur í febrúar- byrjun. Hér á eftir verður greint frá helstu atriðum í kröfugerð Austfirðinga. Grunnkaupshækkanir Pað sem einkum vekur athygli við kröfur Alþýðusambands Austurlands, er að í kröfugerð- inni eru ekki settar fram ákveðn- ar kröfur um grunnkaupshækk- anir. Þarafleiðandierómögulegt að segja nokkuð til um hversu miklar taxtahækkanir Austfirð- ingar fara fram á. Að sögn Austfirðinga sjálfra, var þetta gert í því augnamiði að samninganefndir þeirra félaga og svæðasambanda sem atvinnurek- endur þrátta nú við í húsakynn- um ríkissáttasemjara, hefðu meira svigrúm til þess að móta sameiginlega kröfugerð, ef vilji reynist fyrir hendi. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans, býr þó fleira að baki. Á formannafundi Alþýðusambands Austurlands á Fáskrúðsfirði í fyrri viku, voru mjög skiptar skoðanir hvaða grunnkaupshækkanir skyldi farið fram á. Þegar sýnt var að sam- staða um ákveðna krónutölu næðist ekki, var brugðið á það ráð að slá engu að svo stöddu á fast hvað grunnkaupshækkanir varðar. Þess má geta að í kröfugerð verkakvennafélagsins Snótar í Vestmannaeyjum er farið fram á að grunnlaun hækki frá og með 1. febrúar um 10.000 krónur, sem jafngildir að lágmarkslaun yrðu 39.975 krónur á mánuði. Aftur á móti var í kröfugerð VMSÍ gerð krafa um 2.000 króna grunnkaupshækkun 1. febrúar. Niðurstaðan varð sú að grunn- laun hækkuðu frá gildistöku samnings VMSÍ um 1525 krónur á mánuði. Lægstu laun fóru því uppí 31.500 krónur, en voru fyrir samninga 29.975 krónur. Afangahækkanir Auk grunnlaunahækkana, sem enn eru óráðnar, gerir Alþýðu- samband Austurlands kröfu um fjórar áfangahækkanir á samn- ingstímanaum. Farið er fram á að launataxtar hækki í áföngum sem hér segir: þann 1. maí 1988 um3% þann 1. ágúst 1988 um3% þann 1. október 1988 um3% þann 1. janúar 1989 um3%. Þetta er svo til sama útfærsla á áfangahækkunum og VMSÍ fór fram á. I kröfugerð Snótar er aftur á móti farið fram á 4% hækkun í maí og ágúst, en 3% í október og febrúar 1989. í samningum VMSÍ eru áfang- ahækkanir þrjár í stað fjögurra eins og kröfugerðin kvað á um, 1. júní 3,25%, 1. september 2,5% og 1. febrúar á næsta ári 2%. Starfsaldurs- hækkanir Alþýðusamband Austurlands gerir kröfu um sömu útfærslu á starfsaldurshækkunum og var í kröfugerð VMSÍ. 1. febr. 1. maí 1. okt. 1. jan.‘89 Eftir 1 ár 2% 3% 4% 4% Eftir 3 ár 4% 6% 7% 8% Eftir 5 ár 6% 8% 10% 12% Eftir 7 ára 8% 10% 14% 16% Eftir 9 ár 10% 13% 17% 20% Starfsaldurshækkanir kjara- samninga VMSÍ, eru af þónokk- uð öðrum toga en kröfugerðin hljóðaði uppá. f VMSÍ- samningunum eru starfsaldurs- hækkanir þessar: eftir 1 árs starf 2%, eftir 3 ára starf 3%, eftir 5 ára starf 4,5%, eftir 7 ára starf 6% og eftir 12 ára starf hjá sama fyrirtæki 8%. Það er hins vegar krafa Snótar að starfsaldurshækkanir verði sem hér segir: eftir 1 árs starf 4%, eftir 3 ára starf 8%, eftir 5 ára starf 12%, eftir 7 ára starf 16%, eftir9ára starf20% ogeftir 15 ára starf 24%. Desemberuppbot Alþýðusamband Austurlands fer fram á sérstaka launauppbót, eina greiðslu, sem leggist ofaná laun í desember. Krafa er gerð um að þessi upp- bót greiðist eftir 1 árs starf, eða 1700 klsé. í dagvinnu í sömu atvinnugrein. Full uppbót nemi 8000 krónum. Verkafólk sem er í hlutastarfi, en hefur skilað frá 425 til 1700 klst. í dagvinnu, fái greidda uppbót í hlutfalli við þann tíma sem það hefur innt af hendi. Krafa VMSÍ var að desember- uppbót skyldi greidd hverjum verkamanni sem unnið hefði ár eða lengur í sömu atvinnugrein. Upphæðín skyldi nema tveggja vikna dagvinnulaunum, byrjun- arlaun. Þeir sem skemmri tíma hefðu lokið, skyldu fá hlutfalls- lega greiðslu. í kröfugerð Snótar er krafa VMSÍ um desemberuppbótina tekin upp óbreytt. í samningum VMSÍ nemur desemberuppbótin kr. 4500 fyrir það verkafólk sem unnið hefur 1700 klst. í sömu atvinnugrein. Verkafólk í hlutastarfi sem skilar 850 til 1700 dagvinnustundum fær greidda hálfa uppbót. Námskeiðsálag Samkvæmt kröfugerð Alþýðu- sambands Austurlands skal námskeiðsálag vera eftirfarandi: - Við undirskrift fastráðning- arsamnings skal verkafólk fá kr. 800 á mánuði, að loknum nám- skeiðum hækki kaup til viðbótar um kr. 1900 og sérhæft starfsfólk, fastráðið fær til viðbótar kr. 500, eða alls kr. 3200. VMSÍ gerði kröfu um að afloknu námskeiði, skyldu byrj- unarlaun hækka um 3000 krónur. Snót gerir hins vegar kröfu um 5000 krónur. í kjarasamningum VMSÍ er námskeiðsálag 2700 krónur á mánuði. Kaupmáttartrygging Verðtryggingar- og uppsagn- arákvæði í kröfugerð Álþýðu- sambands Austurlands, eru með nokkuð öðru sniði en VMSÍ samdi um. Á sama hátt og fastá- kveðið er í samningum VMSÍ er ráð fyrir því gert að hægt verði að krefjast endurskoðunar á launa- lið samningsins, ef stéttarfélög utan VMSÍ semji um hærri grunnlaunabreytingar en Al- þýðusamband Austurlands kem- ur til með að semja um. í kröfugerðinni er gert ráð fyrir að launaliðir samningsins upp- færist í samræmi við hækkun framfærsluvísitölu umfram eftir- farandi mörk: 1. apríl 1988 244 stig 1. júní 1988 252 stig 1. ágúst 1988 260 stig 1. október 1988 264 stig 1. desember 1988 268 stig Skakkar þar í nokkru frá samn- ingum VMSÍ, en þar er heimild til að krefjast endurskoðunar á launalið samningsins í samræmi við breyttar verðlagsforsendur, en ekki sjálfkrafa uppfærslu á launaliðum. Einnig skakkar kröfugerðinni nokkuð frá VMSÍ-samningunum hvað viðmiðunarþrep á breyting- um framfærsluvísitölunnar varð- ar. í VMSÍ-samningunum eru verðbreytingaþrepin tvö, þ.e. í júlí 1988 261 stig og í nóvember 1988 272 stig. Þess má geta að framfærsluvís- itala marsmánaðar er 237,54 stig. Samningstími Alþýðusamband Austurlands gerir kröfu um að samningar gildi í ár, eða frá 1. janúar 1988 til 31. janúar 1989. VMSÍ fór fram á að samningar giltu frá 1. febrúar 1988 til 15. febrúar 1989. í samningavið- ræðum VMSÍ við atvinnurekend- ur varð niðurstaðan sú að samn- ingar gilda frá undirskriftardegi, 26. febrúar 1988 til 18. mars 1989. -rk Kjaramálin Tryggjum lyöræöislegan rétt launafolks Formaður Alþýðubandalagsins i bréfi tilfélagsmálaráðherra: Þegar launafólk heyr erfiða baráttufyrir bœttum kjörum er nauðsynlegt að þeir flokkar sem tengja hugsjónagrundvöll sinn við hagsmuni alþýðunnar beiti afli sínu til að tryggja jafnan rétt. Ölafur Ragnar Grímsson, for- maður Alþýðubandalagsins, rit- aðir Jóhönnu Sigurðardóttur fé- lagsmálaráðherra bréf á sunnu- dag og bauð tilstyrk Alþýðu- bandalagsins við að tryggja lýð- ræðislegan rétt launafólks til samningaviðræðna í héraði. í bréfinu er bent á þrjár leiðir sem Alþýðuflokkur og Alþýðubanda- lag geta beitt sér fyrir og boðað þingmannafrumvarp verði svör Alþýðuflokks neikvæð. Bréf Ólafs Ragnars er þannig: Hæstvirtur félagsmálaráðherra Jóhanna Sigurðardóttir Rétturinn til að semja um kaup og kjör í frjálsum samningum er grundvallarréttur í lýðræðislegu samfélagi. Til að tryggja að þessi réttur sé virtur í hvívetna er mikilvægt að samningsaðilum sé ekki mismunað með því að láta annan aðilann njóta hagstæðari skilyrða en hinn. Nú hafa samningamálin þróast á þann veg að stærstur hluti þeirra verkalýðsfélaga sem ríkis- sáttasemjari hefur boðað til við- ræðna eru samtök fólks sem býr á Norðurlandi, Austurlandi, Suð- urlandi og Vesturlandi. Sú eðli- lega ósk hefur komið fram að við- ræðurnar fari fram heima í héraði til að tryggja náið samband við- ræðunefndanna við hina al- mennu félagsmenn og draga úr þeim miklu fjárhagsbyrðum sem væru samfara því að hin smærri félög landsbyggðarinnar yrðu að halda úti samninganefndum í Reykjavík, jafnvel vikum saman. Það er því eðlileg lýðræðisleg krafa að samningarnir fari fram í heimabyggðum launafólksins og komið verði í veg fyrir verulega fjárhagslega mismunun samningsaðila. Ef ríkisvaldið léti það viðgangast að þessi samtök launafólks væru neydd til að taka þátt í viðræðum í Reykjavík þá væri í senn verið að brjóta gegn hinum lýðræðislega grundvelli samningsréttarins og veita sam- tökum atvinnurekenda verulegt fjárhagslegt forskot og yfirburði í aðstöðu. Til að koma í veg fyrir slíkt mis- rétti og um leið greiða fyrir fram- gangi samningaviðræðna vil ég koma á framfæri við þig tillögum um þrjár leiðir og heiti um leið stuðningi Alþýðubandalagsins við að vinna aðra til fylgis við að einhver þessara leiða verði farin. 1. Félagsmálaráðherra setji fram þau tilmæli til ríkissátta- semjara að samningaviðræðurn- ar verði færðar heim í héruð þeirra samtaka sem í viðræðum eiga og lýst verði yfir stuðningi ríkisstjórnar og Alþingis við þau tilmæli. Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins 2. Þeim tilmælum verði komið á framfæri við fjármálaráðherra að embætti ríkissáttasemjara verði þegar í stað veitt aukafjár- veiting til að greiða allan kostnað samtaka launafólks á lands- byggðinni við að halda úti samn- inganefndum í Reykjavík og rækja eðlilegt samráð við fé- lagana heima í héraði. Á þann hátt verði komið í veg fyrir fjár- hagslega mismunun milli samn- ingsaðila. Ríkisstjórn og Alþingi heiti síðan að tryggja staðfestingu heimilda fyrir slíkri fjárveitingu. Jóhanna Sigurðardóttir fólagsmála- ráðherra og varaformaður Alþýðu- flokksins. 3. Flutt verði frumvarp til laga sem kveði á um þá skyldu að óski annar viðræðuaðili eftir því að samningar fari fram í heima- byggð deiluaðila þá beri ríkis- sáttasemjara að verða við þeirra ósk. Á þann hátt yrðu samning- arnir á jafnréttisgrundvelli og lýðræðislegt samráð yrði mun auðveldara. Alþýðubandalagið myndi greiða fyrir því að slíkt frumvarp fengi hraða afgreiðslu á Alþingi. Þegar launafólk heyr erfiða baráttu fyrir bættum kjörum þá er nauðsynlegt að þeir flokkar sem tengja hugsjónagrundvöll sinn við hagsmuni alþýðunnar beiti afli sínu til að tryggja jafnan rétt. Koma þarf í veg fyrir að ríkisvaldið með því að halda í gamlar reglur skapi atvinnurek- endum sterkari aðstöðu við samningaborðið. Þess vegna tel ég nauðsynlegt að Alþýðubanda- lagið og Alþýðuflokkurinn taki saman höndum um að tryggja að lýðræðislegur réttur launafólks- ins verði virtur. Við erum því reiðubúin að veita félagsmála- ráðherra Alþýðuflokksins lið til að hægt sé að verða við þeim ósk- um sem samtök launafólks hafa sett fram. Það er brýnt að skjótt verði brugðist við þar eð ella geta verk- föll skollið á víða um land í næstu viku. Þess vegna beini ég því til þín að innan tveggja daga fáist niðurstaða í því hverja af þessum þremur leiðum þú og ríkisstjórn- in viljið fara. Ég vona að sú niðurstaða verði jákvæð. Annars hlyti Alþýðubandalagið að beita sér fyrir því að þegar í þessari viku yrði flutt á Álþingi þingmannafrumvarp um aðgerð- ir til að tryggja jafnrétti í kjaras- amningum. Með jafnaðarmannakveðju! Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins Þriðjudagur 15. mar= i<?88 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.