Þjóðviljinn - 15.03.1988, Qupperneq 15
FRÉTTIR
Ekki nægir alltaf þó birta sé í lofti til að sólin nái að verma Austfirðinga því mengunin frá loðnubræðslunum angrarfólk
víða á fjörðum. Þessi mynd var tekin í Neskaupstað einn blíðviðrisdaginn í síðustu viku og sést þar hvar sólin reynir að
þrengja sér með geisla sína í gegnum þykkan mökkinn frá loðnubræðslunni. Fremst grillir í athafnasvæði Mána hf. og
laxakvíar fyrirtækisins.
Loðnufrysting
Rýrt og skammvinnt
Sölustjóri SH:Höfumfryst250 tonn. Sjálfhœttþar sem loðnan erfarin
að leka. Sölumöguleikar á 2-3 þúsund tonnum tilJapans.
Hrognafrysting hafin. Stefnt að 1650 tonnum íár á móti 9þúsund í
fyrra. Verðið 25% lægra nú en þá
Loðnufrysting á þessari vertíð
er að mestu iokið enda er loðn-
an byrjuð að hrygna. Þó verður
reynt að frysta hana í bland með
hængnum þar sem því verður við
komið. Hjá Sölumiðstöð hrað-
frystihúsanna hafa aðeins verið
fryst um 250 tonn en möguleikar
voru á sölu á 2-3 þúsund tonnum
tii Japans. Svipaða sögu er að
segja frá öðrum framleiðendum.
Þykir vertíðin vera með eindæm-
um rýr og skammvinn að þessu
sinni.
Ekki var byrjað að frysta loðnu
fyrr en um síðustu mánaðamót og
að sögn Helga Þórhallssonar,
sölustjóra hjá SH, var ekki hægt
að byrja fyrr þar sem loðnan var
svo langt í burtu frá þeim stöðv-
um sem ákveðið höfðu að frysta.
Austfirðingarnir ákváðu snemma
að frysta ekki neitt vegna þess
hve verðið sem Japaninn bauð
var lágt; 20-25% lægra en á síð-
ustu vertíð. Vestmannaeyingar,
sem hefðu að líkindum getað
byrjað einna fyrstir að frysta,
voru úr leik vegna yfirvofandi
verkfalls Snótarkvenna sem síðar
kom tH framkvæmda. Þegar
loðnan var svo loksins komin að-
eins nær var hún farin að leka. Þá
hefur loðnan verið mjög smá.
Það var ekki fyrr en um síðustu
mánaðamót, þegar séð var hvert
stefndi, að Japaninn tók við sér
og gaf grænt ljós á frystingu, en
þá var það of seint til að hægt væri
að frysta eitthvað að ráði.
Helgi sagði að stefnt væri að
frysta því að um 400 tonn af hæng
og þegar er byrjað að frysta loðn-
uhrogn á fullu í Neskaupstað.
Gert er ráð fyrir að hús innan SH
frysti 1650 tonn af hrognum að
þessu sinni, en í fyrra voru 9 þús-
und tonn fryst. Samdrátturinn í
ár stafar af mikilli birgðasöfnun í
Japan ásamt því að verðið sem
fæst fyrir hrognin eru unt 25%
lægra en í fyrra.
Helgi sagði það vera borðliggj-
andi að vinnslustöðvarnar riðu
ekki feitum hesti frá loðnufryst-
ingunni í ár né þjóðarbúið í heild.
Hann vildi samt ekki segja hve
tapið væri mikið, en ljóst væri að
það væri geysimikið.
-grh
„Völlurinn“
Dátar aftur
í hliðin
Ákveðið hefur verið að banda-
rískir dátar hafi á nýjan leik hálf-
an veg og vanda af hliðvörslu á
Keflavíkurflugvelli frá og með
næsta mánudegi. Dátarnir starfa
við hlið íslenskra lögreglumanna
og mun lögreglustjórinn á Kefla-
víkurflugvelli hafa hönd í bagga
með framkvæmdinni eins og
áður, enda verður gæslan í fullu
samræmi við „varnarsamning-
inn“ frá 1951.
Undanfarin ár hafa aðeins ís-
lenskir lögreglumenn staðið
vaktir í hliðunum. Með fullum
aðskilnaði utanlandsflugs og um-
svifa hersins sem varð í kjölfar
tilkomu „Leifsstöðvar", er dát-
Vinningstölurnar 12. mars 1988
Heildarvinningsupphæð: Kr. 4.731.238.-
1. vinningur var kr. 2.369.330.-. Þar sem enginn fékk fyrsta vinning, færist hann
yfir á fyrsta vinning í næsta útdrætti.
2. vinningur var kr. 709.280.- og skiptist hann á 220 vinningshafa, kr. 3.224,- á
mann.
3. vinningur var kr. 1.652.628.- og skiptist á 6718 vinningshafa, sem fá 246
krónur hver.
Tvöfaldur 1. vinningur laugardaginn 19.
mars 1988.
Upplýsingasími: 685111
unum heimilt að snúa aftur í hlið-
in.
Tæpast þarf að geta þess að
umráðasvæði hersins verður lok-
að öllum þeim sem ekki geta fært
fyrir því sönnur að þeir eigi þang-
að brýnt erindi. _rk
Þriðjudagur 15. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19
efélag
t^far' Félagsfundur
Haldinn verður áríðandi félagsfundur í Sóknar-
salnum, Skipholti 50a, miðvikudaginn 16. mars
n.k. kl. 17.
Dagskrá:
1. Samningamálin.
2. Önnur mál.
Stjórn FBM
K2CN
Aðalfundir félagsdeilda
KRON
verða sem hér segir:
Dagskrá skv. félagslögum ásamt umræðum um
sameiningu KRON og Kaupfélags Hafnfirðinga.
1. deild
Mánudagur 21. mars kl. 20.30.
Fundarstaður: Hamragarðar, Hávallagötu 24.
Félagssvæði deildar 1: Seltjarnarnes, vesturbær
og miðbær, vestan Snorrabrautar. Auk þess
Hafnarfjörður.
2. og 3. deild
Þriðjudagur 22. mars kl. 20.30.
Fundarstaður: í kaffistofu Afurðasölu Sam-
bandsins, Kirkjusandi.
Félagssvæði 2. deildar: Hlíðarnar, Háaleitis-
hverfi, Múlahverfi, Túnin og Norðurmýri. Auk
þess Suðurland og Vestmannaeyjar.
Félagssvæði 3. deildar: Laugarneshverfi,
Kleppsholt, Heima- og Vogahverfi. Auk þess
Vesturland og Vestfirðir.
6. deild
Miðvikudagur 23. mars kl. 21.00.
Fundarstaður: Þinghóll, Hamraborg 11, Kópa-
vogi.
Félagssvæði 6. deildar: Kópavogur, Garðabær
og Suðurnes.
4. og 5. deiid
Fimmtudagur 24. mars kl. 20.30.
Fundarstaður: Kaffistofa á þriðju hæð í Kaupstað
í Mjódd.
félagssvæði 4. deildar: Smáíbúðahverfi, Gerðin,
Fossvogur, Blesugróf, neðra Breiðholt og Selja-
hverfi. Auk þess Norðurland og Austurland.
Félagssvæði 5. deildar: Efra Breiðholt, Árbær,
Ártúnsholt og Grafarvogur. Auk þess Mosfells-
sveit og Kjalarnes.
Frá menntamálaráðuneytinu
Lausar stöður við grunnskóla. Umsóknarfrestur
til 8. apríl.
Stöður grunnskólakennara við grunnskóla Reykjavíkur.
Austurlandsumdæmi:
Stöður skólastjóra við grunnskólana Bakkafirði, Eiðum,
Geithellnahreppi, Mýrahreppi og Hofgarði.
Stöður grunnskólakennara við grunnskólana Egilsstöðum, Borgar-
firði eystra, Bakkafirði, Hallormsstað, Eiðum, Reyðarfirði, Fá-
skrúðsfirði, Stöðvarfirði, Breiðdalsvík, Mýrahreppi, Seyðisfirði,
meðal kennslugreina hand- og myndmennt, tónmennt, íþróttir og
sérkennsla, Eskifirði, meðal kennslugreina íslenska, danska, íþrótt-
ir, raungreinar og tungumál, Djúpavogi, meðal kennslugreina íþrótt-
ir, Höfn, meðal kennslugreina enska, íþróttir, heimilisfræði og sér-
kennsla, Hrollaugsstaðaskóla, Nesjaskóla, Fellaskóla, Skjöldólfs-
staðaskóla og Brúarásskóla, meðal kennslugreina líffræði, raun-
greinar og handmennt.
Vesturlandsumdæmi:
Stöður grunnskólakennara við grunnskólana Akranesi, meðal
kennslugreina tónmennt, myndmennt, sérkennsla og kennsla yngri
barna, Olafsvík, meðal kennslugreina íþróttir, Stykkishólmi, meðal
kennslugreina enska og danska, Hellissandi, meðal kennslugreina
handmennt, Eyrarsveit, meðal kennslugreina enska, danska, ís-
lenska, handmennt og raungreinar, Heiðarskóla, meðal kennslu-
greina tungumál og mynd- og handmennt, Varmalandsskóla, með-
al kennslugreina enska og líffræði, Laugargerðisskóla, meðal
kennslugreina tungumál og Laugaskóla, meðal kennslugreina
tungumál, hand- og myndmennt, iþróttir og tónmennt.
Menntamálaráðuneytið