Þjóðviljinn - 16.03.1988, Side 7
Foreldraheimsókn á spítalann. Sigríður Þorvaldsdóttir, Gísli Halldórsson og Sigurður Skúlason.
Móðirin ásamt tveimur barna sinna. Arnór Benónýsson, Þóra Friðriksdóttir og Vilborg Halldórs-
dóttir. Myndir - E.ÓI.
Þjóðleikhús
Hugar-
burður
Verðlaunaleikrit eftir Sam Shepard frumsýnt
annað kvöld
Annað kvöld frumsýnir
Þjóðleikhúsið leikritið Hugar-
burð, eftir Bandaríkjamanninn
Sam Shepard. Hugarburður,
(A Lie of the Mind, áfrummál-
inu), er að sögn höfundar
ástaróður, lítil goðsögn um
ástina og hlaut fyrstu verð-
laun gagnrýnenda New York
borgar sem besta leikrit árs-
ins 1986. Hefurgagnrýnandi
New York Times líkt Hugar-
burði við Missisippifljótið
vegna þess hvað honum
fannst það vera breitt, langt
og djúpt, dularfullt og óstýrilátt
í senn.
Sam Shepard er að öllum lík-
indum þekktastur hér á landi
fyrir leik sinn í kvikmyndinni
Paris-Texas. Hann er 45 ára, og
talinn fremsta leikskáld Banda-
ríkjanna í dag. Mun frægð hans
vera slík að hann er að verða að
goðsagnapersónu sem leikskáld,
handritahöfundur, leikstjóri,
kvikmyndastjarna, tónlistarmað-
ur og hrossaræktandi. Hann er
Pulitzer-verðlaunahafi og hefur
samið yfir 40 leikrit, auk fjölda
Háskólatónleikar
Lög frá
endur-
reisnar-
tímabilinu
Áttundu Háskólatónleikar á vor-
misseri verða haldnir í Norræna
húsinu í dag kl. 12.30-13.00.
Á tónleikunum flytja Sverrir
Guðjónsson kontra-tenór og
Snorri Örn Snorrason lútuleikari
ensk, spönsk, þýsk og ítölsk lög
frá endurreisnartímabilinu. A
efnisskránni eru einnig þrjú ís-
lensk þjóðlög.
kvikmyndahandrita. Meðal
þekktari leikrita hans eru Barn í
garðinum (Buried Child), The
Tooth of Crime, True West og
Fool for Love. Af þekktustu
kvikmyndahandritum hans má
nefna Zabriskie Point, Fool for
Love og verðlaunakvikmyndina
Paris-Texas.
í Hugarburði segir frá tveimur
fjölskyldum, sem tengjast í gegn-
um ástir þeirra Jakes og Beth.
Annars vegar er Jake, móðir
hans, bróðir og systir, hinsvegar
Beth, foreldrar hennar og bróðir.
í upphafi leikritsins hefur Jake
misþyrmt Beth svo það verður að
leggja hana á sjúkrahús. Miður
sín af hræðslu við það sem hann
hefur gert, telur hann sér trú um
að hún sé dáin og felur sig heima
hjá móður sinni sem ræður sér
ekki fyrir hamingju yfir að hafa
fengið drenginn sinn aftur, og
vonast til að halda honum þar
það sem eftir er. Bróðir Beth,
sem hefur komið henni á spíta-
lann, tekur að sér að gæta henn-
ar. Eftir að hún er útskrifuð fer
hann með hana heim til foreldra
þeirra og reynir að vernda hana
fyrir Jake og öðrum úr hans fjöl-
skyldu sem reyna að nálgast
hana.
Prátt fyrir viðleitni verndara
þeirra Jakes og Beth verður ekki
skorið á tengslin milli fjölskyldn-
anna; þó að Beth sé einsog útá
þekju eftir barsmíðarnar man
hún ennþá eftir einhverjum sem
hún elskaði mikið, og verður
Jake ekki að komast að því hvort
hún er í raun og veru dáin?
Leikstjóri Hugarburðar er
Gísli Alfreðsson, þýðandi er Úlf-
ur Hjörvar, leikmynd og búning-
ar eru eftir Gunnar Bjarnason,
og lýsingu annast Asmundur
Karlsson. Leikarar eru Hákon
Waage, ArnórBenónýsson, Lilja
Þórisdóttir, Sigurður Skúlason,
Póra Friðriksdóttir, Vilborg
Halldórsdóttir, Gísli Halldórsson
og Sigríður Þorvaldsdóttir.
LG
Beth og verndari hennar, Lilja Þórisdóttir og Sigurður Skúlason.
Miðvikudagur 16. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7