Þjóðviljinn - 16.03.1988, Síða 8
Kenny Drew
_________MENNING______
Djass
Kenny Drew
til íslands
Spilar á ársafmæli Heita Pottsins
Helgina 19.-20. mars spilar
bandaríski píanóleikarinn
Kenny Drew í djassklúbbi
Reykjavíkur, Heita pottinum í
Duus-húsi. Þettaerífyrsta
sinn sem þessi heimskunni
djasspíanisti spilar hérlendis,
en hingað kemur hann í tilefni
af ársafmæli Heita pottsins.
Kenny Drew hóf klassískt pí-
anónám fimm ára gamall. Síðar
komst hann í kynni við djassinn
og um 1950 bjó hann í New York
þar sem hann spilaði og hljóðrit-
aði með m.a. þeim Lester Yo-
ung, Coleman Hawkins, Sonny
Rollins, Miles Davis og Charlie
Parker. Nokkru síðar fluttist
hann til vesturstrandar Banda-
ríkjanna þar sem hann lék aðal-
lega með eigin tríói. Árið 1956
flutti hann til New York að nýju
og spilaði þá með John Coltrane,
Johnny Griffin, Art Blakey og
Charles Mingus auk annarra.
Árið 1961 kom Kenny Drew til
Evrópu, bjó í París til 1964, en þá
fluttist hann til Kaupmannahafn-
ar þar sem hann hefur haft aðset-
ur síðan. Þar hefur hann spilað og
hljóðritað með aragrúa manna í
fremstu djassröð, ekki síst með
þeim Ben heitnum Webster og
Dexter Gordon sem báðir bjuggu
í Kaupmannahöfn í lengri tíma.
Þá hafa þeir Kenny Drew og
Niels-Henning Örsted Pedersen
spilað mikið saman tveir (sbr.
vinsælar dúóplötur þeira) og
einnig í tríói með belgíska gítar-
leikaranum Philip Catherine.
Auk þess að spila í ýmsum Evr-
ópulöndum ferðast Drew reglu-
lega til Japans þar sem hann nýt-
ur mikillar hylli.
Á tónleikum í Heita pottinum
leika með Kenny Drew tveir ís-
lenskir hljóðfæraleikarar, Tómas
R. Einarsson kontrabassaleikari
sem leikið hefur með ótalmörg-
um djasssveitum íslenskum og er-
lendum gestum og trommuleik-
arinn Birgir Baldursson sem trú-
lega er þekktastur úr Svarthvít-
um draumi, en hefur spilað lengi
með Stórsveit Kópavogs og ýms-
um djasshljómsveitum.
Heiti potturinn hóf starfsemi
sína 22. mars á síðastliðnu ári. Pá
hafði djass lítið verið spilaður í
Reykjavík um nokkurt skeið og
ekki fyrirsjáanlegt að breyting
yrði þar á. En hljóðfæraleikarar
og áheyrendur tóku framtakinu
vel og í klúbbnum hefur verið
spilaður djass alla sunnudaga og
stundum hafa verið tónleikar
önnur kvöld vikunnar. Samtals
hafa verið haldnir meira en 60
tónleikar á þessu fyrsta starfsári
Heita pottsins. Núverandi for-
maður klúbbsins er Egill B.
Hreinsson.
Tónleikarnir 19. og 20. mars
hefjast báðir kl. 21.30 og er vert
að vekja athygli á forsölu miða í
Karnabæ Austurstræti, því miða-
fjöldi er takmarkaður vegna hús-
rýmis.
Christian Matras
Færeyskt skáld
á íslensku
Séð og munað heitir dálítið
Ijóðakver eftir færeyska
skáldið Christian Matras sem
Þorgeir Þorgeirsson hefur þýtt
og Þýðingaútgáfan gefur út.
Chrístian Matras fæddist árið.
1900. Séð og munað er sjöunda
ljóðabók hans og sú nýjasta.
Kom út á færeysku 1978. Fyrstu
ljóðabók sína gaf Martas út árið
1926. Hann er talinn brautryðj-
andi nútímaljóðsins á færeyskri
tungu. Einnig hefur hann þýtt
margt bóka. Ævistarf Christians
Matras var þó einkum á sviði
málvísinda og háskólakennslu
sem hann stundaði fyrst í Kaup-
mannahöfn en síðan heima í
Þórshöfn. Hann er til að mynda
höfundur færeysk-dönsku orða-
bókarinnar.
Þegar William Heinesen frá-
bað sér nóbelsverðlaunin fyrir
röskum áratug var Christian
Matras annar þeirra höfunda sem
hann benti Nóbelsnefndinni á að
skrifuðu á færeysku með þeim
hætti að verðugt mundi að láta þá
hafa verðlaunin sameiginlega eða
hvorn í sínu lagi. Hinn var náttúr-
lega Heðin Brú.
Það er bókaútgáfan Forlagið
sem annast dreifingu Ijóðakvers-
ins Séð og munað.
Þroskabrautin
Talía, Menntaskólanum vlð Sund
sýnlr
GRÆNJAXLA
eftlr Pétur Gunnarsson
Leikstjóri: Eiríkur Guðmundsson
Grænjaxlar eru samdir árið
1976 og var annað af tveimur
hópvinnuverkum sem gerð voru í
Þjóðleikhúsinu - hitt var ínúk.
Pétur Gunnarsson er skrifaður
fyrir verkinu en það er unnið af
leikhópnum öllum en hann var
yfirtextastjóri. Þetta verk fjallar
um uppvöxt einstaklings í þjóðfé-
lagi okkar frá bernsku til fullorð-
insára og snýst aðallega um þau
átök þessu þroskaferli eru sam-
fara, en birtir um leið röð af
spaugilegum og gagnrýnum svip-
myndum úr samfélaginu. Verkið
er einfalt í sniðum og þannig
lagað að hægt er að setja það upp
nánast hvar sem er og þar með
heppilegt fyrir M.S. sem engan
hefur salinn til að leika í en notast
við opið rými í einni af bygging-
um skólans til að leika í. Þetta
rými hefur að vísu stundum verið
nýtt af mikilli útsjónarsemi og
staðsetningar og skiptingar ganga
hér nokkuð þokkalega fyrir sig
undir stjórn Eiríks Guðmunds-
sonar, en helsti skavankinn er ó-
fullkomin lýsing. Sumt er snjallt í
uppfærslunni, til dæmis notkun
skuggamynda á skermi og auglýs-
inga á heimagerðum myndbönd-
um.
En mest er um vert að Eiríki
hefur tekist vel að beisla leikgleði
og getu þessa unga fólks þannig
að flest atriðin verða lifandi og
sum óborganlega skopleg.
Leikurinn er að vísu upp og ofan
og slæm framsögn háir sumum al-
varlega en þarna eru nokkrir
leikarar sem sýna ótvíræða getu
og skophæfileika og er þar fremst
að nefna þá Hólmgrím Elís
Bragason og Magnús Guð-
mundsson sem bregða sér báðir
báðir í margra kvikinda líki og
sýna mikið öryggi til orðs og æðis,
Hólmgrímur er til dæmis bráð-
fyndinn og mjög átakanlegur í
hlutverki hins vinnuhrjáða Har-
alds sem að lokum flýr til Ástral-
íu. Magnús er einhver valds-
mannslegasti lögregluþjónn sem
sést hefur á sviði. Eiríkur Sig-
urðsson lék einnig af krafti og
hafði góða framsögn. Aðrir voru
svona upp og ofan.
Þó að sitthvað sé orðið dálítið
úrelt í þessu verki - og hefði
kannski verið góð hugmynd að
taka það til endurskoðunar - er
það enn ágætt verkefni fyrir
framhaldsskólanema og þó það
sé sundurlaust í byggingu og
nokkuð misjafnlega skemmtilegt
eru innanum atriði sem er hægt
að gera drepfyndin með sæmilega
góðum leik - og það gerist gletti-
lega oft í þessari sýningu.
Sverrir Hólmarsson
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 16. mars 1988
Myndlist
Helgi Gíslason
sýnir í
Gallerí Ðorg
Nú stenduryfirsýning Helga
Gíslasonar í Gallerí Borg.
Helgi Gíslason er fæddur í
Reykjavík 1947, hann stundaði
nám við Myndlista- og handíða-
skóla íslands og Valand lista-
skólann í Gautaborg. Þetta er 5.
einkasýning Helga í Reykjavík,
en hann hefur einnig haldið
einkasýningar í nokkrum borgum
í Þýskalandi. Auk þess hefur
hann tekið þátt í fjölda samsýn-
inga bæði hér heima og erlendis.
Helgi hlaut fyrstu verðlaun í
samkeppni um útiverk við Út-
varpshúsið, og deildi 3. verð-
launum í samkeppni um verk við
Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Með-
al verka hans á opinberum vett-
vangi er lágmynd í anddyri Hótel
Sögu og dyr Seðlabanka íslands.
Á sýningu Helga í Gallerí Borg
eru teikningar og höggmyndir.
Sýningin er opin virka daga kl.
10:00-18:00, og kl. 14:00-18:00
um helgar. Henni lýkur22. mars.
LG