Þjóðviljinn - 16.03.1988, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 16.03.1988, Qupperneq 10
AÐAL- FUNDUR Aðalfundur Iðnaðarbanka íslands hf. árið 1988 verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu föstudaginn 25. mars 1988 og hefst kl. 14:00. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf skv. ákvæðum 35. gr. samþykkta bankans. 2. Tillagauxnútgáfujöfnimarhlutabréfa. 3. Tillaga um hækkun hlutafjár með sölu nýrra hluta, að íjárhæð kr. 40.000.000.-. Lagt verður til, með vísun til 4 mgr. 28. gr. laga um hlutafélög, að allir hluthafar falli frá forgangsrétti sínum til áskriftar, í því skyni að auðvelda almenningi hlutafjárkaup í bankanum. 4 Önnur mál, löglega upp borin. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í Iðnaðarbankanum, Lækjargötu 12,2. hæð frá 18. mars n.k. Reikningar bankans fyrir árið 1987 ásamt tillögum þeim sem fyrir fundinum liggja, verða hluthöfum til sýnis á sama stað. Tillögur, sem hluthafar vilja leggja fyrir fundinn, þurfa að hafa borist bankaráðinu skriflega í síðasta lagi 17. mars n.k. Reykjavík, 24. febrúar 1988 Bankaráð Iðnaðarbanka íslands hf. iðnaðarbankínn Ráðstefna um grunn- skóia Menntamálaráðuneytið, í samvinnu við Banda- lag kennarafélaga, Kennaraháskóla íslands og Háskóla íslands, gengst fyrir ráðstefnu um grunnskóla vegna athugunar OECD á íslenska skólakerfinu. Ráðstefnan verður haldin laugardaginn 19. mars 1988 í Borgartúni 6, Reykjavík. Meginefni ráðstefnunnar verður: JAFNRÉTTI TIL NÁMS, NÁMSGÖGN, KENNSLUHÆTTIR, SKIPULAG OG STJÓRN. Hvert er æskilegt að stefna? Hvað er raunhæft að gera? Á hverju á að byrja? Ráðstefnustjórar: Birna Sigurjónsdóttir, Bryn- hildur A. Ragnarsdóttir. DAGSKRA 09.30 Setning. Birgir ísl. Gunnarsson menntamálaráðherra. 09.45 Erindi. Pétur Þorsteinsson skólastjóri. 10.05 Erindi. Kristín Norland kennari. 10.25 Kaffihlé. 10.45 Hópar starfa. 12.15 Matarhlé. 13.00 Niðurstöður hópa. Almennar umræður. 14.30 Pallborðsumræður. 16.00 Ráðstefnunni slitið. ERLENDAR FRÉTTIR Afganskir skæruliðar. Hvort skyldu þetta vera unnendur eða fjendur Gulbuddins Hekmatjars? Afganskir uppreisnarmenn "" "‘"'“■‘Wn.ut r* Nýi foringinn vill enga samninga við Sovétmenn Gulbuddin Hekmatjar hyggst ekki unna sér hvíldar fyrr en Afganistan verður íslamskt ríki. Er hataður í Kabúl, tor- tryggður í Peshawar en studdur af valdhöfum í íslamabad Gulbuddin Hekmatj- ar, nýr leið- togi breið- fylkingar afganskra uppreisn- armanna. Gulbuddin Hekmatjar er um- deildastur leiðtoga „Mujahi- deen“, samfylkingar íslamskra uppreisnarmanna sem berjast gegn valdhöfum í Afganistan og sovésku hersveitunum þar. Hann er 38 ára gamall, mjög guð- hræddur og „grandvar“. Hann er staðráðinn í því að semja hvorki um eitt né neitt við ráðamenn í Kabúl og gera föðurland sitt að ríki Múhameðs þar sem lög Kór- ansins gildi um alit mannlegt at- ferli. Fjendur Hekmatjars hata hann einsog pcstina og banda- menn hans í röðum sjö flokka samfylkingar skæruliða, sem hef- ur bækistöðvar í Pakistan, tor- tryggja hann og ekki að ástæðu- lausu. Engu að síður var hann kjörinn leiðtogi breiðfylkingar afganskra uppreisnarmanna í gær. Hekmatjar nýtur heilshugar stuðnings gestgjafa sinna, ráða- manna í íslamabad, og að auki fulltingis ýmissa íhaldssamra leiðtoga í arabaríkjum. Þeim geðjast einkar vel að ósveigjan- legri, allt eða ekkert, afstöðu hans til Kabúlstjórnarinnar og sovéska setuliðsins. Það leiðir því af líkum að Hek- matjar er eindregið andsnúinn því að fyrrum konungur Afgani- stans, Zahir Shah, sem nú ríkir aðeins yfir einu hótelherbergi í Róm, verði kvaddur heim til þess að veita einskonar „þjóðsáttar- stjórn“ forystu. Hann staðhæfir að áhrif og umsvif Sovétmanna í Afganistan hafi stóraukist á fjörutíu ára valdaskeiði kóngs og því eigi hann ekkert erindi í vald- astól á ný. Hekmatjar er formaður hins þrautskipulagða íslamsflokks (Hezd-I-Islami). Félagar hans þykja mjög foringjahollir en njóta ekki vinsælda meðal ann- arra uppreisnarmanna sem saka þá um að eyða meira byssupúðri á sig en sovéska hermenn. I Ka- búl má víða koma auga á vegg- spjöld með teikningum af Hek- matjar og slagorðum gegn stefnu hans. Almenningur í Afganistan lítur ýmist á hann sem hetju í bar- áttu fyrir frelsun föðurlandsins og varðveislu þjóðlegra hefða eða einræðissinna sem vilji snúa á vit grárrar forneskju. Hekmatjar er borinn og barnfæddur í Kunduz héraði sem liggur sunnan landamæranna að Sovétríkjunum. Hann hóf fyrst afskipti af stjórnmálum árið 1968 þegar hann lagði stund á nám í verkfræði í Kabúlháskóla. Nú- verandi leiðtogi afganskra kommúnista, Najibullah, var samtímis Hekmatjar í háskólan- um og var í forystu fyrir sam- tökum kommúnista í læknadeild. Hekmatjar sat í átján mánuði í einni af dýflissum Zahirs Shah en var látinn laus þegar Mohammad Daoud hrifsaði völdin í sínar hendur árið 1973. Ekki naut Da- oud neins ástríkis Hekmatjars því bandinginn hafði vart um frjálst höfuð strokið þegar hann tók upp vopn og fór að berjast gegn hin- um nýja leiðtoga. Að endingu fóru leikar svo að Hekmatjar hrökklaðist í útlegð til Pakistans árið 1974 og hefur haft þar aðset- ur síðan. Hann á persónulegra harma að hefna á ráðamönnum í Kabúl því faðir hans og tveir bræður eru í hópi fjölmargra sem forystumenn sovétvina í hernum létu taka af lífi þegar þeir steyptu Daoud árið 1978. Þorri samtaka uppreisnar- manna í Afganistan var stofnaður um einhvern ákveðinn leiðtoga eða ættbálk. Ekki íslamsflokkur- inn. Hann var stofnaður árið 1968 og eru lög Kóransins alfa hans og omega sem fyrr segir. ís- lamsflokkurinn er sérstakt eftir- læti ráðamanna í Pakistan og skýrir það velgengni Hekmatj- ars. Það kann að virðast undar- legt að félagar íslamsflokksins fengu fyrstir uppreisnarmanna háþróuð bandarísk vopn en þeir hafa ekki ósvipuð viðhorf til Ronalds Reagans og trúbræður þeirra í Teheran. En í þessu sem öðru nutu þeir fyrirgreiðslu vald- hafa í íslamabad. Einsog að ofan er getið gætir andúðar og tortryggni leiðtoga annarra uppreisnarflokka í garð íslamsflokksins. Stafar það af hvoru tveggja öfund vegna vel- þóknunar Pakistana og hörku og óbilgirni Hekmatjars í baráttunni um forystu fyrir uppreisnar- hreyfingunni. Segja fjendur hans að hann víli ekki fyrir sér að láta taka aðra uppreisnarforingja af lífi ef þeir skjótast yfir landamær- in til skrafs og ráðagerða eða setj- ast að í Peshawar, borginni sem er orðin einskonar höfuðstaður afganskra flóttamanna og skærul- iðaforingja. Hekmatjar er sagður vinnu- hestur hinn mesti. Sé hann ekki að stússast eitthvað fyrir flokk sinn, ræða við erlenda frétta- menn á lýtalausri ensku eða brugga einhverjum félaga sinna banaráð, kennir hann flokksfé- lögum sínum sitthvað um íslam í sérstökum kvöldskólum. Hann er sagður prýðisskytta og vel heima í júdó og karate, ennfrem- ur harðgiftur fimm barna faðir. Reuter/-ks. 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 16. mars 1988

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.