Þjóðviljinn - 16.03.1988, Page 13
Barnaverndarþing
í sumar
Böm-
auður
framtíðar
Norræn samtök um barna-
vernd (Nordisk sammenslutn-
ing för barnvárd og barn-
skydd) hafa starfað frá þriðja
tug aldarinnar. Þriðjahvertár
hefur verið haldið norrænt
þing um barnavernd þarsem
tekin hafaveriðtil umræðu
ýmis málefni barnaverndar
semeru efstábaugiá
Norðurlöndunum.
ísland hefur ekki verið form-
legur aðili að þessu samstarfi þó
svo að ýmsir aðilar frá Barna-
verndarráði íslands og barna-
verndarnefndum hafi sótt þessi
þing öðru hverju. Á þinginu sem
haldið var í Svíþjóð 1982 var þess
farið á leit við fulltrúa Barna-
verndarráðs íslands að vinna að
því að íslendingar tækju þátt í
þessu samstarfi og haldin yrði
ráðstefna hér á landi. Á þinginu
sem haldið var í Finnlandi 1985
flutti fulltrúi Barnaverndarráðs
íslands f.h. menntamálaráðherra
boð um að næsta þing yrði á ís-
landi 1988. Haustið 1985 var haf-
inn undirbúningur en Barna-
verndarráð íslands annast undir-
búning í umboði menntamála-
ráðuneytisins. Undirbúningurinn
hófst með því að Barnaverndar-
ráð boðaði til fundar fulltrúa ým-
issa félaga, félagasamtaka og op-
inberra stofnana til að mynda
undirbúningshóp er tilnefndi full-
trúa í framkvæmdanefnd sem
Barnaverndarráð síðan skipaði.
Framkvæmdanefndin er nú
þannig skipuð:
Bragi Guðbrandsson félagsmála-
stjóri í Kópavogi, fulltrúi Félags
félagsmálastjóra.
Guðný Guðbjörnsdóttir dósent,
fulltrúi Félagsvísindadeildar.
GunnarSandboltyfirm. fjölsk.d.
Félmst. Rvíkur, fulltrúi Félags-
málaráðs Reykjavíkur.
Gyða Jóhannsdóttir skólastjóri
Fóstruskóla íslands.
Helga HannesdóttirVxkmr, Ung-
lingageðdeild ríkisins.
Jón Björnsson félagsmálastjóri,
fulltrúi Fjórðungssambands
Norðurlands.
Margrét Margeirsdóttir deildar-
stjóri, fulltrúi félagsmálaráðu-
neytis.
Sigríður Ingvarsdóttir héraðs-
dómari, form. Barnaverndarráðs
íslands.
Sævar Berg Guðbergsson félags-
ráðgjafi, fulltrúi Umhyggjufélags
til stuðnings sjúkum börnum,
form. framkv.nefndar.
Pessi þing hafa verið vel sótt af
þingmönnum jafnt sem sveitar-
stjórnarmönnum á Norður-
löndum, auk fagfólks og annarra
sem starfa að málefnum barna og
ungmenna og vinna fyrir barna-
verndaryfirvöld.
Aðalíýrirlestur þingsins ber
heitið:
Böm - Auður framtíðar.
Sigurjón Björnsson prófessor
flytur þann fyrirlestur við setn-
ingu þingsins.
Aðrir fyrirlestrar verða:
Úrræði hins opinbera og fé-
lagasamtaka fyrír börn og ung-
menni. Jacob Tore Heglandptóf-
esor við háskólann í Álaborg.
Börn íhættu. Terje Odgren upp-
eldisfræðingur og forstöðumaður
fyrir þróunarstofnun barna-
verndar í Noregi.
Börn árið 2013. Timo Sneck fé-
lagsfræðingur, rannsóknamið-
stöð finnska ríkisins, deild fyrir
þjóðfélags- og byggðaráætlanir.
Auk þessa verða 10 málþing
þar sem flutt verða erindi til and-
mæla og umræðu. Af efnistökum
þar má nefna:
Samfélagsbreytingar og bernska
- barnavernd í sögulegu ljósi.
Fyrirlesari er Panu Pulma dósent
í sögu Finnlands og Skandinavíu
við háskólann í Helsingfors.
Andmælandi er Jón Björnsson
félagsmálastjóri á Akureyri.
Formleg og óformleg hjálpar-
úrræði — þróun og breyting í
barnavernd á íslandi. Fyrirlesari
er Guðrún Kristinsdóttir
kennslusrióri í félagsráðgjöf við
Háskóla Islands. Andmælandi er
Johannes Morre Pedersen skóla-
fulltrúi við Gjellerupskólann í
Árósum.
Fjölskyldan og forvarnarstarf.
Fyrirlesari er Anders Lynge Mad-
sen lögfræðingur og skrifstofu-
stjóri skrifstofu barnaverndar við
danska félagsmálaráðuneytið.
Andmælandi er Gunnvor And-
ersson sálfræðingur við félags-
málastofnunina á Málmey í Sví-
þjóð.
Aðstaða barna í deilum um
forsjá og umgengni. Fyrirlesari er
Carl Göran Svedin yfirlæknir við
barna- og unglingageðdeildina í
Linköping í Svíþjóð. Andmæl-
andi er Aðalsteinn Sigfússon sál-
fræðingur hjá Félagsmálastofnun
Rey kj avíkurborgar.
Börn og misnotkun foreldra á
vímuefnum. Fyrirlesari er Odd-
frid Lövcfe/sálfræöingur við með-
ferðardeild fyrir vímuefnaneyt-
endur í Þelamörk í Noregi.
Andmælandi er Oskar Ploug-
mand sálfræðingur, ráðgjafi í
danska félagsmálaráðuneytinu.
Réttur barnsins - ábyrgð for-
eldra. Fyrirlesari er Steen Mog-
ens Lasson sálfræðingur, for-
stöðumaður við Udby meðferð-
arheimilið í Danmörku. And-
mælandi er Christina Fagerström
félagsráðgjafi og starfsmaður
Riksförbundet Rádda Barnen.
Eyðni og ábyrgð barnavernd-
aryfirvalda. Fyrirlesari er Karl
Næs lögfræðilegur ráðgjafi hjá
barnaverndarskrifstofu félags-
málastofnunar Oslóborgar.
Andmælandi er Ylfa Arnhof
fil.kand., skrifstofustjóri við
sænsku félagsmálastjórnina.
Börn, ungmenni og menning.
Fyrirlesari er Inga Hagström
sveitarstjórnarmaður og formað-
ur tómstundaráðs við félagsmála-
ráð í Sandviken í Svíþjóð.
Andmælandi er Raimo Valkonen
uppeldisráðgjafi og forstöðu-
maður upptökuheimilis fyrir fé-
lagslega illa stadda drengi 10-18
ára í Tammerfors.
Leitarstarf - áhættuhópar.
Fyrirlesari er Kauko Kouva-
lainen prófessor og yfirlæknir við
barnadeild háskólasjúkrahússins
í Uleaborg í Finnlandi. Andmæl-
andi er Karen Hassel sálfræðing-
ur frá Noregi.
Loks er rétt að nefna enskan
gestafyrirlesara: Jane Rowe en
rannsóknir hennar á kjörum fóst-
urbarna hafa vakið athygli víða
um heim. Erindi hennar nefnist:
Planning for permanence in
childcare. Andmælandi hennar
verður Gerd Hagen lektor og for-
maður fyrir Norsk Barne-
vernsamband.
KALU OG KOBBI
'Þabbi, mig1'
langar að
spyrja um
Allt í lagi Kalli.
Hvað viltu vita?
Ef maður heldur fast fyrir
munninn og nefið þegar
maður hnerrar...
...fer þá hnerrinn út um
eyrun, eða springur
á manni
hausinn?
Ég hélt þú Vjen það
þyrftir hjálp viðls^Ptlr
reikninginn éða\m^1, þori
eitthvað álíka. ekki að prófa,
J
GARPURINN
APÓTEK
Reykjavík. Helgar- og
kvöldvarsla lyfjabúða vik-
una
11.-17. marseríLauga-
vegs Apóteki og Holts Apó-
teki.
Fyrmefnda apótekið er opið
um helgar og annast nætur-
vörslu alla daga 22-9 (til 10
frídaga). Síðarnefnda apó-
tekið er opiö á kvöldin 18-22
virka daga og á laugardögum
9-22 samhliða hinu fyrr-
netnda.
LÖGGAN
Reykjavík.....sími 1 11 66
Kópavogur....simi4 12 00
Seltj.nes....sími61 11 66
Hatnarfj......sími 5 11 66
Garðabær......sími 5 11 66
Slökkvllið og sjúkrabilar:
Reykjavík.....sími 1 11 00
Kópavogur.....sími 1 11 00
Seltj.nes.....sími 1 11 00
Hafnarfj......sími 5 11 00
Garðabær......sími 5 11 00
Heimsóknartímar: Landspft-
allnn: alla daga 15-16,19-20.
Borgarspítalinn: virka daga
18.30-19.30, helgar 15-18, og
eftir samkomulagi. Fæðing-
ardelld Landspítalans: 15-
16. Feðratími 19.30-20.30.
Öldrunarlækningadeild
Landspítalans Hátúni 10 B:
Alla daga 14-20 og eftir
samkomulagi. Grensásdeild
Borgarspítala: virka daga 16-
19.30 helgar 14-19.30 Heilsu-
vemdarstöðin við Baróns-
DAGBÓK
stig:opinalladaga 15-16og
18.30- 19.30 Landakots-
spftall: alla daga 15-16 og
18.30- 19.00 Barnadeild
Landakotsspitala: 16.00-
17.00. St. Jósefsspitall
Haf narfirði: alla daga 15-16
og 19-19 30 Kleppsspital-
lnn:alladaga 18.30-19og
18.30- 19 Sjúkrahúsið Ak-
ureyrl:alladaga 15-16og19-
19 30 Sjúkrahúslð
Vestmannaeyjum: alladaga
15-16 og 19-19.30. Sjúkra-
hús Akraness: alla daga
15.30- 16og 19-19 30.
Sjúkrahúsið Húsavik: 15-16
og 19.30-20.
LÆKNAR
Læknavakt fyrir Reykja-
vík, Seltjarnarnes og
Kópavog er í Heilsuvernd-
arstöð Reykjavíkur alla
virkadaga
frá kl. 17 til 08, á laugardögum
og helgidögum allan sólar-
hringinn. Vitjanabeiðnir.
simaráöleggingar og tima-
pantanir í sima 21230. Upp-
lýsingar um lækna og lyfja-
þjónustu eru gefnar í sim-
svara 18885.
Borgarspítalinn: Vaktvirka
daga kl. 8-17 og fyrir þá sem
ekki hafa heimilislækni eða
náekki til hans. Slysadeild
Borgarspitalans opin allan
sólarhrínginn simi 696600.
Dagvakt. Upplýsingar um da-
gvakt lækna s. 51100. Næt-
urvaktlæknas.51100
Hafnarfjörður: Heilsugæsla.
Upplýsingar um dagvakt
lækna s. 53722 Næturvakt
læknas. 51100.
Garðabær: Heilsugæslan
Garðaflöts. 656066, upplýs-
ingar um vaktlækna s. 51100.
Akureyrl: Dagvakt 8-17 á
Læknamiðstöðinni s. 23222,
hjáslökkviliöinu s. 22222, hjá
Akureyrarapóteki s. 22445.
Keflavfk: Dagvakt. Upplýs-
ingar s. 3360 Vestmanna-
eyjar: Neyðarvakt lækna s.
1966.
ÝMISLEGT
Bilananavakt rafmagns- og
hltaveitu: s. 27311 Raf-
magnsveita bilanavakt s
686230.
Hjálparstöð RKÍ, neyðarat-
hvari fyrir unglinga Tjarnar-
götu35 Sími:622266opið
allansólarhringinn.
Sálfræðlstöðin
Ráðgjöf i sálfræðilegum efn-
um. Simi 687075.
MS-fólaglð
Álandi 13. Opið virka daga frá
kl. 10-14. Simi688800.
Kvennaráðgjöfin Hlaövarp-
anum Vesturgötu 3. Opin
briöiudaaa kl.20-22, simi
21500, simsvari. Sjálfshjálp-
arhópar þeirra sem oröið
hafa fyrir sifjaspellum, s.
21500, símsvari.
Upplýslngar um
ónæmistæringu
Upplýsingar um ónæmistær-
ingu (alnæmi) í síma 622280,
milliliðalaust samband viö
lækni.
Frá samtökum um kvenna-
athvarf, sfml 21205.
Husaskjól og aðstoð fyrir kon-
ur sem beittar hata verið ot-
beldi eða orðið fyrir nauðgun.
Samtökin '78
Svarað er í upplýsinga- og
ráðgjafarsima Santtákanna
78 félags lesbia og homma á
Islandi á mánudags- og
timmtudagskvöldum kl. 21 -
23. Símsvari á öðrum timum.
Síminner 91-28539.
Fólagoldri borgara: Skrif-
stofan Nóatúni 17, s. 28812.
Félagsmiðstöðin Goðheimar
Sigtúni 3, s. 24822.
GENGIÐ
15. mars
1988 kl. 9.15
Sala
Bandarikjadollar 39,020
Sterlingspund... 72.111
Kanadadollar.... 31,037
Dönskkróna...... 6,1241
Norskkróna...... 6,1638
Sænsk króna..... 6,5857
Finnsktmark..... 9,6898
Franskurfranki.... 6,8922
Belgískurfranki... 1,1157
Svissn.franki... 28,3837
Holl. gyllini... 20.8435
V.-þýsktmark.... 23,4136
Itölsklira..... 0,03163
Austurr. sch.... 3,3289
Portúg. escudo... 0,2853
Spánskurþeseti 0,3489
Jaþansktyen..... 0,30688
Irsktþund....... 62,641
SDR................ 53,6950
ECU-evr.mynt... 48.4843
Belgískurfr.fin. 1,1171
KROSSGATAN
Lárótt: 1 fugl 4 tóþak 6
barði 7 lasleiki 9 dingul 12
heitis 14 sár 15 hvíldi 16
vondar 19 vinnusemi 20
undirförull 21 nógi
Lóðrótt: 2 skaut 3 kjána 4
áhlaup 5 rölt 7 kindur 8 þol
10 heilli 11 digurri 13 önug
17mjúk18þræta
Lausn á siðustu
krossgátu
Lárótt: 1 horf4blik6æli7
basl 9 töng 12 kalin 14 sár
15 ger 16 ætinu 19 arfa20
álma21 aðall
Lóðrétt: 2 oka 3 fæla 4 biti
5 inn 7 buslar 8 skræf a 10
öngullH gortar13lúi17
tað 18 nál
Miövikudagur 16. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13