Þjóðviljinn - 16.03.1988, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 16.03.1988, Qupperneq 15
Og þetta líka... Býtti Alsírmaðurinn Rabah Madjer, sem leikur með Porto í Portúgal, hefur ver- ið orðaður við Milan á Ítalíu en í blaða- viðtali um helgina þverneituðu fulltrú- ar Milan þessu „Porto hefur sagt að við getum fengið hann en hann er aðeins einn af fjölmörgum spilurum sem við höfum áhuga á". Hins vegar sögðu þeir að ef þeir fengju Lothar Matthaeus frá Bayern Munchen væri mögleiki á að Porto léti Madjer fara til Bayern svo að allir væru ánægðir. Siglingar Gunnlaugur Jónasson og ísleifur Friðriksson siglingakappar kepptu nú nýverið á siglingamóti á Italíu. Þetta mót er „mjög sterkt" og lentu félag- arnir í 47. sæti af 73 keppendum en þeir fengu eina umferð ógilda þ.e.a.s. keppnin var 6 umferðir en það þurfti að Ijúka a.m.k. 5 þeirra. Þeir fengu hins vegar eina ógilda sem dregur þá niður. Dóp í fótbolta Silvano Fontolank, sem leikur með Verona á Ítalíu, var fyrsti fótbolta- maðurinn til að falla á lyfjaprófi. Það var eftir leik Verona við Werder Bremen 2. mars sem prófið var tekið og fundust leifar ólöglegra lyfja í þvagi hans. Verjur Homburg, sem er neðarlega í þýsku bundesligunni, mun leika með auglýsingu frá þekktum enskum verj- uframleiðanda á næstunni. Það hefur ekki gengið sem best að fá þetta í gegn en nýlega heimilaði dómstóll þeim að leika með auglýsinguna. Þeir segja að það sé ekkert að þessu því þeir séu aðeins með nafn stórfyrir- tækis á búningunum en sá framleiði meðal annars verjur. Heimsbikar- keppnin 1994 Bresk blöð hafa gefið í skyn að FIFA ætli að leyfa Bandaríkjunum að halda úrslitaleiki heimsbikarkeppninnar í knattspyrnu 1994. Þeir hafa fundið þetta út því FIFA ætlar að gera opin- bert hver hlýtur hnossið 4. júlí, sem er sjálfstæðisdagur Ameríku. Brasí- líumenn og Marokkóbúar vilja ekki sætta sig við þetta en þeir voru hinir kandídatarnir um úrslitaleikina. En talsmenn FIFA eru á öðru máli „Á- kvörðunin um að tilkynna staðinn 4. júlí er bara tæknilegs eðlis. Þing FIFA erföstudaginn 1. júlí, laugardaginn 2. júlí hvíla sig allir eftir erfitt þing svo mánudagurinn 4. júlí er besti dagur- inn.“ Rúgbí Skotinn John Jeffrey hefur verið sett- ur í bann fram að næsta keppnistíma- bili. Aðdragandinn er sá að eftir að Skotar unnu Englendinga á rúgbímóti í Kalkútta var skoska liðinu boðið til kvöldverðar en eftir boðið á leiðinni heim í hótel fóru skosku leikmennirnir að leika sér með bikarinn og notuðu hann sem bolta. Þetta olli skemmd- um á hinum 111 ára gamla bikar, sem gerður er úr silfri og alsettur fögrum steinum. Viðgerðin mun kosta um 100.000 krónur og því taldi skoska rúgbísambandið rétt að setja Jeffrey í bann frá öllu rúgbí um tíma. Hætt við Vestur-þýska frjálsíþróttasambandið hefur hætt við að senda hóp íþrótta- manna til ísraels og bera við erfið- leikum við fjármögnun. ísraelar voru ekki ánægðir með þetta svar, enda Þjóðverjar ekki þekktir fyrir að lenda í fjárhagslegum vandamálum á síð- ustu stundu. Þeir telja hins vegar að ástæðurnar megi rekja til óvissu um öryggisaðbúnað í ísrael. Skíðum stolið Matti Nykanen, sem er orðinn hinn blíðasti í öllu hátterni að því er fregnir herma, gekk ekki sem best í skíða- stökki um helgina. Það var Norðmað- urinn Gunnar Fidjestol sem vann keppni sem þeir tóku þátt í og Júgó- slavinn Primoz Vlaga lenti í 2. sæti en Matti karlinn mátti sætta sig við það þriðja. í þokkabót var skíðunum hans stolið rétt fyrir keppnina. Heill her af sjálfboðaliðum vann alla nóttina við að trampa niður snjó sem hafði kyngt niður föstudag og laugardag. Lyftingar Stefan Botev frá Búlgaríu setti heims- met um helgina þegar hann lyfti 250 kllóum á móti I Budapest. ÍÞRÓTTIR Skotland Frestað klukkustund fyrir Þeim 23.000 áhorfendum sem voru mættir til að sjá leik Aber- deen og Celtic í skosku úrvals- deildinni brá heldur betur í brún þegar dómari leiksins ákvað klukkustund fyrir leik að fresta honum vegna þess að rigning hafði leikið völlinn heldur grátt. Forráðamenn liðanna voru leik heldur ekki alveg sáttir við þetta og sagði framkvæmdastjóri Celt- ic, Billy McNeill, að sér þætti þetta furðuleg ákvörðun og það ætti ekki að láta dómararn einu um þessa ákvörðun heldur kveðja til þjálfara og leikmenn. Leikurinn verður spilaður 30. mars ef veðurguðir leyfa. Tómas Guðjónsson og félagar unnu karlaflokkinn um síðustu helgi. Borðtennis KR og Víkingur unnu Seinni hluti flokkakeppni Borðtennissambands íslands var haldinn í Laugardalshöll fyrir skömmu en fyrri hlutinn var leikinn í nóvember síðastliðinn. KR-ingar unnu bæði 1. deild karla og stúlknaflokkinn en Vík- ingur vann 2. deild og unglinga- flokkinn nokkuð auðveldlega. Borgfirðingar unnu léttilega en gróska hjá kvenfólkinu í Borgar- firði. Það verður því Víkingur-b sem flyst í 1. deild en Örninn-a fellur niður í 2. deild. í piltaflokki lentu Víkingur-a og KR-a í úrslitum og unnu víkingarnir léttilega 3-0. Lokastaðan 1. deild karla KR-a............8 48-16 16 Stjarnan-a ....8 38-29 9 KR-b ....8 35-37 8 Víkingur-a ....8 30-34 7 örninn-a ....8 11-48 0 2. deild karla Víkingur-b .. 10 59-14 19 Örninn-b .. 10 56-20 17 Örninn-c .. 10 39-45 9 Stjarnan-b ..10 31-44 8 Víkingur-c........... 10 30-51 7 KR-c................. 10 20-60 0 Piltar 1. riðill KR-b 3 9-0 6 Víkingur-b 3 6-4 4 UMSB 3 3-8 2 Víkingur-c 3 3-9 0 2. riðill Víkingur-a 3 9-2 6 KR-a 3 8-3 4 Víkingur-e 3 3-9 2 Víkingur-d 3 0-9 0 Úrslitakeppni KR-a-KR-b 3-1 Víkingur-a - Víkingur-b.. 3-1 Úrslit Víkingur-a-KR-a 3-0 Konur UMSB ....4 12-2 8 KR ....4 7-9 2 Víkingur ....4 3-11 2 Stúlkur KR ..6 18-0 12 UMSB ..6 12-7 8 Víkingur ..6 7-15 2 Stjarnan ...6 3-18 0 NBA karfa Laugardagur: Detroit Pistons-Cleveland Cavaliers..................104-100 Chicago Bulls-San Antonio Spurs.......................112-92 New York Knicks-Utah Jazz............................108-105 Dallas Mavericks-Los Angeles Lakers..................110-101 Föstudagur: Atlanta Hawks-New York Knicks....................... 122-115 Boston Celtics-Indiana Pacers........................122-112 Cleveland Cavaliers-San Antonio Spurs............... 117-107 Detroit Pistons-Phoenix Suns..........................116-88 Philadelphia 76ers-Sacramento Kings................. 124-118 Utah Jazz-Washingon Bullets..........................109-107 Milwaukee Bucks-DenverNuggets.........................132-98 Golden State Warriors-Los Angeles Clippers............101-96 Ikvöld Karfa Digranes kl.20.00 úrv. UBK-lBK Blak Hagaskóli kl.20.00 ka. Þróttur-KA bikark. Handbolti Digranes kl.18.30 ka. UBK-FH bikark. Vestmannaeyjar kl.20.00 ka.ÍBV-KR bikark. Seljaskóli kl.20.00 ka. Fylkir-Valur bikark. Hafnarfjörður kl.20.00 1 .d.kv. Haukar-FH Þýskaland Úrslit í 1. deild Tveir leikir voru í bundesligunni í gærkveldi. Karlsruhe vann Han- over með 2 mörkum gegn einu og Stuttgart vann Eintracht Frank- furt 1-0. Handbolti Stjaman vann Stjörnustúlkurnar léku við KR í 8 liða úrslitum bikar- keppni kvenna í gærkveldi. Leiknum lauk með sigri Stjörnunnar 17-16 eftir að jafnt hafði verið í hálfleik 8-8. Frjálsar Fjölmennt meistaramót Góður árangur hjá unglingum Meistaramót Islands í frjálsum íþróttum var haldið í Seljaskóla um helgina. Þátttakendur voru 270 og komu frá 17 félögum og samböndum á landinu. Vestmannaeyingar komu tals- vert á óvart og fengu flesta ís- landsmeistaratitla eða 4 talsins en flest verðlaun hlaut þó HSK. Tveir keppendur náðu þremur titlum hvor. Það voru Stefán Gunnlaugsson UMSE í stráka- flokki sem sigraði í langstökki, langstökki án atrennu og 50 metrahlaupi ogHeiðaB. Bjarna- dóttir UMFA í telpnaflokki sem sigraði í sömu greinum. Tveir keppendur náðu tveimur titlum hvor og voru það Elísa Sigurðar- dóttir IBV, sem sigraði í langs- tökki og langstökki án atrennu í telpnaflokki og Brynjar Logi Þórisson FH sem sigraði í kúlu- varpi og 50 metra hlaupi í pilta- flokki. Þá setti Brynjólfur Lárus- son ÍBV íslandsmet í kúluvarpi stráka þegar hann kastaði þriggja kílóa kúlu 9.25 metra. Úrslit Telpur: Langstökk Heiða B. Bjarnadóttir UMFA....5.13 Erna Sigurðardóttir KR........5.04 Guðlaug Halldórsdóttir UBK....4.68 Langstökk án atrennu Heiða B. Bjarnadóttir UMFA....2.44 Erla Pétursdóttir UBK.........2.37 Ragnheiður Ólafsdóttir USAG ....2.36 Hástökk Kristjana Skúladóttir HSK.....1.50 Berglind Sigurðardóttri HSK...1.45 Erna Sigurðardóttir KR........1.45 Kúluvarp Jóhanna KristjánsdóttirHSÞ....8.25 Vigdís Guðjónsdóttir HSK......8.01 Ólöf Þorsteinsdóttir USVS.....7.94 50 metra hlaup Heiða B. Bjarnadóttir UMFA.....6.6 Erna Sigurðardóttir KR.........7.0 Guðlaug Halldórsdóttir UBK.....7.2 Stelpur: Langstökk Elísa Sigurðardóttir ÍBV......4.51 Sóley H. Sigurþórsdóttir HSH..4.37 Sunna Gestsdóttir USAH........4.33 Langstökk án atrennu Elísa Sigurðardóttir ÍBV......2.30 Sigurrós Friðbjarnardóttir HSÞ 2.24 Erla Jóhannesdóttir UMSE.......2.20 Hástökk Karen Ólafsdóttir ÍBV..........1.36 Erna Þórarinsdóttir HSÞ........1.33 Sunna Gestsdóttir USAH.........1.33 Kúluvarp Sóley Sigurþórsdóttir HSH......7.55 Inga J. Hjartardóttir HSK......7.04 Unnur Á. Atladóttir UÍA........6.92 50 metra hlaup Katla Skarphéðinsdóttir HSÞ.....7.4 Elísa Sigurðardóttir ÍBV........7.4 Sunna Gestsdóttir USAH..........7.5 Piltar: Langstökk Árni Ólason HSK..........5.39 Atli H. Gunnlaugsson ÚIA.5.38 Jónas F. Steinsson ÚIA...5.25 Langstökk án atrennu Grettir Rúnarsson HSK....2.70 Garðar Guðmundsson HSK...2.69 Hákon Sigurðsson HSÞ.....2.67 Hástökk Jónas F. Steinsson ÚIA...1.65 Benedikt Jónsson HSH.....1.60 Árni Ólason HSK..........1.60 Kúluvarp BrynjarL. ÞórissonFH....10.66 Garðar Guðmundsson HSK..10.44 Benedikt Jónsson HSH....10.22 50 metra hlaup Brymar L. Þórisson FH.....6.5 Atli O. Guðmundsson UMSS..6.6 Atli H. Gunnlaugsson ÚIA..6.6 Strákar: Langstökk Stefán Gunnlaugsson UMSE..4.76 Skarphéðinn Ingason HSÞ...4.50 Sveinn H. Magnússon (R....4.48 Langstökk án atrennu Stefán Gunnlaugsson UMSE..2.42 Jóhann H. Björnsson HSK...2.33 Egill Þórarinsson UMFA....2.25 Hástökk Skarphéðinn Ingason HSÞ...1.45 Atli R. Sigurþórsson HSH..1.40 Theodór Karlsson UMSS.....1.40 Kúluvarp Bjarnólfur Lárusson ÍBV...9.25 SigmarVilhjálmssonUÍA......8.65 Ingvar Hjálmarsson HSK.....8.42 50 metra hlaup Stefán Gunnlaugsson UMSE....7.2 Sveinn H. Magnússon (R......7.3 FinnurSigurðsson HSH........7.4 Miövikudagur 16. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.