Þjóðviljinn - 16.03.1988, Blaðsíða 16
Aðalsími
681333
Kvöldsími
681348
Helgarsími
681663
Miðvikudagur 16. mars 1988 62. tölublað 53. örgangur
Sparisjóösvextir
á téKKareiKninga
meö
hávaxtaKjörum
SAMVINNUBANKI
ÍSLANDS HF
r
Atvinnuleysi
án atvmnu
Atvinnuleysisdagar í febrúar
voru skráðir rúmlega 17 þúsund
og að meðaltali voru tæplega 800
manns án atvinnu í mánuðinum.
Frá yfirliti um atvinnuástand
frá Vinnumálaskrifstofu fé-
lagsmálaráðuneytisins kemur
einnig fram að skráðum atvinnu-
leysisdögum hefur fækkað um
5200 frá því í janúar og atvinnu-
lausum um 240. Ef hinsvegar er
litið á þróunina frá því í febrúar á
síðasta ári kemur fram að at-
vinnuleysisdögum hefur fjölgað
um 3 þúsund milli ára en það er
fjölgun upp á um 21%. Þessa
aukningu skráðs atvinnuleysis
milli ára má að mestu rekja til
stöðvunar eða samdráttar í fisk-
vinnslu en einnig til samdráttar í
iðnaði einkum ullariðnaði og
fatagerð.
tt
Gámafiskur
Verðfallið vemlegt
Gámavinir sf. í Vestmannaeyjum: Astœðan aukið
framboð héðan oggóð aflabrögð íNorðursjó.
Neyðarbrauð að sendafiskinn óunninn á erlendan
markað. 2-300 tonn af gámafiski frá Eyjum á viku
Samkvæmt nýjustu upplýsing-
um frá Englandi sýnist mér á
öllu að verulegt verðfall hafi orð-
ið á gámafiskinum sem héðan fór
sl. fimmtudag. Ástæðan er fyrst
og fremst aukið framboð bæði
héðan, og þá hefur fiskast vel í
Norðursjónum, sagði Jóhannes
Kristinsson, hjá Gámavinum sf. í
Vestmannaeyjum við Þjóðvilj-
ann.
Að sögn Jóhannesar hafa farið
á viku hverri um 200-300 tonn af
fiski frá Vestmannaeyjum í gám-
um til Englands. Verðið fyrir
fiskinn hefur hingað til verið
ágætt en í gær bárust þær fréttir
að verulegt verðfall hafi orðið á
farminum sem fór í síðustu viku.
Sem dæmi hefur stórþorskur
hangið í 70-80 krónum kílóið en
fór niður í 54-55 krónur í gær. 2
kflóa þorskur fór á 42-43. Verð á
ýsu datt niður í 65 krónur kflóið
en hefur haldið sér í allt að 85-90
krónum.
„Það er neyðarbrauð að sjálf-
sögðu að senda óunninn fisk héð-
an á markaði erlendis, en á með-
an ekki er hægt að vinna fiskinn
hér heima vegna mannfæðar í
fiskvinnslunni samfara góðum
aflabrögðum er ekki annað hægt
en að senda hann út. Ekki bætir
það heldur stöðuna þegar yfir-
vinnubann brestur á hér í Eyjum
af hálfu verkalýðsfélagsins og
Snótarkonur eru í verkfalli,"
sagði Jóhannes Kristinsson, gám-
avinur í Vestmannaeyjum.
Togarinn Breki setti í 14 gáma í
fyrradag en hann hafði ætlað sér
að landa í Hafnarfirði en varð frá
að hverfa vegna löndunarbanns á
Eyjabáta vegna verkfalls Snótar-
kvenna.
Jóhannes kvaðst ekki kvíða
skorti á gámum þrátt fyrir vax-
andi fiskútflutning, en taldi jafn-
framt alveg loku fyrir það skotið
að aðkomubátur gætu vænst þess
að þeirra afli yrði settur í gáma
þar eð Eyjamenn yrðu að halda
vel í þá gáma sem þeir hefðu yfir
að ráða vegna yfirvinnubannsins,
sem mundi bitna mest á
saltfiskvinnslunni, auk stöðvunar
í hraðfrystingunni.
-grh
Úrslit kosninganna í Háskóla (slands í gær voru vonbrigði fyrir félagshyggjufólk, sem hlutu 6 menn kjörna til Stúdentaráðs á meðan Vaka náði 7.
Háskólinn
Patt-
staða
„Eftir kosningarnar er komin
pattstaða í Stúdentaráði 15 á móti
15,“ sagði Runólfur Ágústsson fé-
lagi í Röskvu, er úrslitin lágu fyrir
í gærkvöld.
Vaka fékk 956 atkvæði og 7
menn kjörna til Stúdentaráðs en
nýstofnuð samtök félagshyggju-
fólks, Röskva, fengu 923 atkvæði
og 6 menn kjörna. Auðu skiluðu
207. Til Háskólaráðs fengu fé-
lögin sinn hvorn fulltrúann.
„Þetta er versta staða sem gat
komið upp og ég hef áhyggjur af
því að Stúdentaráð verði óstarf-
hæft, nema menn komi sér saman
um einhverjar málamiðlanir,“
sagði Runólfur og bætti því við að
Röskva léti ekki deigan síga þrátt
fyrir þessi úrslit.
Kosningaþátttaka var um
50%, sem telst nokkuð gott. Að
sögn Runólfs var hún misjöfn
eftir deildum og mjög slök þar
sem félagshyggjufólks er helst að
vænta. mj
Húsnœðismálin
HeiMarendurskoðun í bígerð
Nefnd undir forystu Kjartans Jóhannssonar skilarfrá sér skýrslu um
húsnæðismálin eftir viku. Verður lappað upp á kerfið eða nýtt kerfi
búið til?
Eg býst við að við munum skila
frá okkur skýrslu eftir u.þ.b.
viku, sagði Kjartan Jóhannsson,
formaður vinnuhóps á vegum fé-
lagsmálaráðuneytisins um al-
menna húsnæðislánakerfið.
Auk Kjartans eru fimm hag-
fræðingar í hópnum og er hópn-
um ætlað að gera grein fyrir
reynslunni af nýja húsnæðislán-
akerfinu og leggja fram hug-
myndir um þróun kerfisins og
sagði Kjartan að hópurinn myndi
leggja fram nokkrar tillögur um
leiðir til að velja úr um.
„Jú, ein leið er að lappa upp á
núverandi kerfi og önnur að setja
sig í stellingar og búa til alveg nýtt
húsnæðislánakerfi. “
Um mánuður er síðan að hóp-
urinn hóf störf og sagði Kjartan
að hann hefði reynt að keyra
þetta starf áfram. „Mér finnst
þetta vera mettími, að fara í
gegnum húsnæðiskerfið og koma
með tillögur um úrbætur á fimm
vikum, því stjórnvöld hafa átt í
basli með húsnæðiskerfið í mörg
ár.“
Jóhanna Sigurðardóttir, fé-
lagsmálaráðherra, sagði í umræð-
um á þingi í gær, að allir þing-
flokkarnir myndu fá skýrsluna í
hendur, strax og störfum við
hana yrði lokið og jafnframt aðil-
ar vinnumarkaðarins.
Jóhanna bjóst ekki við að nýtt
frumvarp um húsnæðislánakerfið
yrði lagt fram í vor í framhaldi af
skýrslunni, þar sem of skammur
tími væri til stefnu. Hún sagði að
heildarendurskipulagning á hús-
næðislánakerfinu væri erfið og
flókin viðfangs og í því sambandi
þyrfti að ná samkomulagi við
marga aðila.
Svavar Gestsson sagði ekkert
mál að lengja þingtímann ef
nauðsyn krefur til að taka á hús-
næðismálunum.
-Sáf
Akranes
Vantreysta
Bæjarstjórn Akraness hefur
mótmælt harðlega þeirri ákvörð-
un stjórnvalda að vega enn að
tekjum sveitarfélaga með því að
skerða framlög til Jöfnunarsjóðs
sveitarfélaga.
í samþykkí læjarstjórnar segir
m.a. að þrátt fyrir yfirlýsingu
stjórnarinnar um að skila til
sveitarfélaga hluta þeirrar skerð-
ingar á sjóðnum sem tíðkast hef-
ur, sé enn gripið til efna-
hagsráðstafana á kostnað
sveitarfélaganna.
Þessi atlaga að Jöfnunarsjóðn-
um rýri traust sveitarstjórnar-
manna á ríkisvaldinu og neyði
sveitarfélög til að taka upp harð-
ari afstöðu gagnvart ríkinu til að
gæta hagsmuna sinna. -Ig