Þjóðviljinn - 24.03.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 24.03.1988, Blaðsíða 11
sjúkdómum Ævar sagði frá því að tilraunir með að lækna geðklofa, ir.eð stórum skömmtum af B-3 víta- míni, hefðu gefið góða raun í Bandaríkjunum. Sumir sjúkling- anna hefðu alveg náð heilsu með vítamíntökunni og sloppið við ýmsa fylgikvilla hefðbundinnar lyfjameðferðar. Sarna aðferð hefur verið notuð við áfengis- og lyfjafíkn og sagðist Ævar vita af íslenskum manni, sem hefði tekið inn B-3 vítamín til að stemma stigu við drykkjulöngun sinni. Reynsla hans var góð, því bæði dró úr fíkninni og eftirköst eftir langvarandi drykkju urðu mun vægari en hann átti að venjast. Þörfin hjá sumum einstaklingum fyrir þetta ákveðna vítamín virð- ist vera mun meiri en gengur og gerist, því þegar dregið er úr bætiefnaskammtinum koma gömlu einkennin aftur fram. Um muninn á vítamínum unn- um úr náttúrunni og á efnafræði- stofum, taldi Ævar að helst skipti máli í hvaða efnasamböndum þau væru. í C-vítamíni úr náttúr- unni fylgdi venjulega bioflavon- ið, sem talið væri ýta undir verk- un C-vítamíns. Auk þess virkuðu bioflavoniðar á bjúg og hefðu lík- lega hindrandi áhrif á myndun krabbameins. Tilbúið C-vítamín væri hins vegar hreint og því fylgdu ekki mikilvæg efnasam- bönd úr náttúrunni með þeim. Óeðlilegar hömlur á sölu náttúruefna Að sögn Ævars hafa þeir, er kjósa að nota náttúruleg efni til lækninga í stað hefðbundinna lyfja, mætt ýmsum hömlum af hendi yfirvalda. - Innflutningur á ýmsum náttúruefnum er tak- mörkunum háður og er lyfja- nefnd einráð um hvað selt er. Ef eitthvað er talið koma að gagni við að lækna fólk er það oftast tekið úr sölu. Fyrir nokkrum árurn voru danskar steinefnatöfl- ur, Scanalca, teknar úr urnferð eftir að grein birtist í dönsku blaði um að þær hefðu nýst við að lækna krabbamein. Núna loksins er búið að leyfa sölu á þeim á ný. Annað dæmi er tryptófan, sem er amínósýra í hvítu (próteini). Hana fáum við úr kjöti og fleiri náttúruafurðum. Ef hún er notuð í hreinu formi nýtist hún við svefnleysi og ákveðinni tegund af þunglyndi. Heilinn nýtir tryptóf- an til að framleiða serotonin, sem er taugaboðefni og hluti af líf- efnafræðilegu kerfi svefnsins. Notkun þess er hvorki vanabind- andi né fylgja henni aukaverkan- ir og á hinum Norðurlöndunum er það selt í venj ulegum matvöru- verslunum. í upphafi lét geð- læknir apótek panta þetta efni fyrir sig, því hann hafði kynnst því í sínu námi erlendis. Síðan fóru heilsubúiðir einnig að selja það. Um leið og sögur fóru að berast af því að tryptófan hefði reynst vel við svefnleysi þá bann- aði lyfjanefndin sölu þess. Lík- lega af því að það var farið að keppa við dýrari lyf eins og va- líum. Lyfjanefndin virðist vinna gegn því að fólk geti læknað sig sjálft á ódýrari hátt. Það er ekki annað að sjá en að einhverjir hagsmunaaðilar standi þar á bak við og hafi áhrif á hvað keypt er inn í landið. Nú er búið að koma málum þannig fyrir að nefndin hefur lokaorð í öllum málum. Sá eini sem gæti e.t.v. beitt sér gegn ákvörðunum hennar er heilbrigð- isráðherra. Ævari þótti það undarleg stefna hér á landi að leyfa sölu á alls konar óþverra matvöru, sem vitað væri að skaðaði heilsuna, og ganga á sama tíma mjög hart gegn sölu á fæðubótarefnum sem engan geta skaðað, ef þau eru tekin í réttum skömmtum. Ævar er einn af mörgum sem telja að náttúruleg fæðubótarefni geti stuðlað að bættu heilsufari og gagnist í baráttunni við sjúkdóma. E.ÓI. Læknanámiö innstillt á lyf Ævar hafði margt við núver- andi heilbrigðiskerfi að athuga, þótt hann teldi marga góða lækna vera starfandi. Sagði hann að kennslan í læknisfræði hér væri innstillt á lyf og aðeins sá hópur viðurkenndur, sem eingöngu notaði lyf. -Það liggur við að það sé bannað að tala um mataræði við lækningar, enda er sama og ekkert kennt í næringarfræði í læknadeild. Venjuleg húsmóðir sem farið hefur á matvælanám- skeið lærir meira þar. - Því miður eru margir læknar illa að sér í lyfjafræði og um verkanir náttúruefna. Samt þykj- ast þeir vita meira en aðrir þegar þeir ræða um þau mál. Þetta er bara misskilningur, því það eru margir úti í bæ sem vita meira og stundum er hægt að reka þá á gat í fyrstu setningu. Þeir neita að viðurkenna staðreyndir og eru ekki opnir fyrir nýjum hugmynd- um sem falla ekki beint að þeirra kerfi. Ævar segir að erlendis séu þó mismunandi skólar í læknis- fræði að koma upp og leggi sumir áherslu á mataræði og næringu, auk lyfja. Menn séu að leita að frumorsök sjúkdómanna og oft séu ráðlagðir vítamínskammtar til að koma líkamsstarfseminni í jafnvægi. - H. Mahler, framkvæmda- stjóri Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar, hefur oft sagt „Hagsmunir heilbrigðisstétta og sjúklinga fara sjaldan sarnan, þess vegna er lítill áhugi á heilbrigði meðal þessara stétta." Hann hefur einnig talað um að mörg húsráð, sem byggja á reynsluvísindum aldanna, eigi á hættu að glatast, t.d. jurtalækni- ngar. Ævar segir að nú sé mikil vakning um allan heim fyrir aukunni heilsuvernd og notkun náttúruiegra efna til lækninga. í sumum tilfellum sé hefðbundin læknisfræði óhæf til að lækna sjúkdóma og hægt að finna lausnir eftir öðrum leiðum. - Best er að læknastéttin þekki sinn vitjunartíma og taki upp eitthvað af okkar hugmyndum í sitt kerfi. im ganga vel í landann um þessar mundir. Myndir -Sig, bundinna Iyfja, á meðan skað- semi þeirra væri ekki sönnuð. Sagði hún að erfitt væri að eiga við Lyfjaeftirlitið, sumt væri leyft og síðan dregið til baka. Nú iægi t.d. hjá þeim umsókn um að flytja inn hákarlalýsi, sem sagt væri að þyrfti að rannsaka vel áður en ákvörðun um leyfisveit- ingu verður tekin. Margir hafa spurt eftir þessu lýsi í búðinni eftir að sögur heyrðust um að það gæti gagnast í baráttunni við krabbamein. Einn viðskiptavinur var að kaupa sér steinefnatöflur við háum magasýrum og sagðist hann hafa fengið bót af því að taka þær. Hann kysi þær frekar en hvíta duftið, sem læknar gæfu við þessum kvilla. Fólk spáir ekki mikið í verð Ekki hafa verið gerðar sérstak- ar verðkannanir á vítamínum og öðrum fæðubótarefnum. Það getur kostað mikla vinnu að gera marktækan verðsamanburð, því margt spilar þar inní s.s. fjöldi skammta, styrkleiki og fram- leiðsluaðferð. Sjálfsagt er þó fyrir fólk að hafa augun opin og athuga hvort ódýrari merki hafi ekki svipað innihald og það sem er dýrast og mest auglýst. Hægt er að fá mánaðarskammt af fjöl- vítamínum á innan við 300 kr., en skammtar af dýrustu fæðubótar- efnunum geta farið vel yfir 1000 kr. Helga Óskarsdóttir í Náttúru- lækningafélagsbúðinni, sagði að fólk spáði ekki sérstaklega mikið í verð. Það væri búið að ákveða að það vildi þessa ákveðnu vöru og keypti hana. Hún sagði að enginn einn hópur keypti meira af fæðubótarefnum en annar. Konur væru kannski aðeins fleiri meðal viðskiptavina, en þær væru alveg eins að kaupa fyrir mennina sína. Algengustu kvillar sem fólk væri að leita að bót við væru slen og þreyta, erfiðleikar breytingar- skeiðsins og tíðaverkir. Einfalt próf til að athuga heilbrigöi í Bætiefnabiblíunni er að finna próf til að kanna sjálfur hvort heilbrigðisástandið sé eins gott og viðkomandi heldur. Með því að svara því samviskulega og fá vísbendingu um hvort líklegt sé að bætiefna sé þörf. Hvort sem menn taka prófið trúanlegt eða ekki, þá má lesa út úr spurning- unum sitthvað um óæskilegt líf- erni og mögulegar afleiðingar bætiefnaskorts. Setja á hring utan um þá tölu sem við á og leggja síðan saman heildarstigafjöldann. 0 = aldrei 1 = stundum 2 = oft 1. Vinnurðu mikið undir sterk- um rafmagnsljósum? 0 1 2 2. Hversu oft fékkstu kvef eða sýkingu á síðasta ári? 0 1 2 3. Færðu þér fordrykk fyrir hádegis- eða kvöldmat? 01 2 4. Kaupirðu mikið af frystum mat? 0 12 5. Reykirðu sígarettur? 0 1 2 6. Býrðu á mjög mannmörgu eða iðnvæddu svæði? 0 1 2 7. Er hádegismaturinn fyrsta máltíð dagsins? 0 1 2 8. Forðastu líkamsæfingar? 0 1 2 9. Ertu það sólginn í sætindi að erfitt er að ráða við það? 01 2 10. Hefurðu öskrað á maka þinn eða yfirmann nýlega - eða langað til þess? 0 1 2 Ef þú ert viss um að þú takir minnstu ráðlagða dagskammta af A, B-hóps, C, D og E vítamín- um, auk steinefna, skaltu draga 1 stig frá fyrir hvert þeirra. Alls Mikilvægi hvers stigs getur verið mismunandi eftir erfða- og öðrum þáttum. Niðurstöður: 0-6 Næringarsigurvegari. Líklegt að þú hugsir vel um þig og að þér líði almennt vel. 7-14 í öðru sæti. Þarft að gæta þess að endurnýja það er líkarn- inn eyðir. 15-20 Á eigin ábyrgð. Misnotar lfkamann. Þörf á að gera eitthvað róttækt í málinu ef halda á heilsu. Fimmtudagur 24. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.