Þjóðviljinn - 24.03.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 24.03.1988, Blaðsíða 13
AKv#eyei Hringvegalengdin milli Reykjavíkur og Egilsstaða er 710 km, en ef hálendisvegurinn norðan Vatnajökuls verður að veruleika styttist hún um 250 km. Leiðin milli Reykjavíkur og Akureyrar styttist um 70 km með vegi yfir Sprengisand. Fríhendisuppdráttur af veginum yfir Sprengisand til Akureyrar og austur á Hérað noröan Vatnajökuls. Landið skreppur saman Með vegi yfir hálendið styttist vegalengdin milli ýmissa staða til mikilla muna í greinargerð með þingsálykt- unartillögu þeirri um hálendi- svegi sem hér er til umræðu er birt eftirfarandi tafla, en hún sýnir mismunandi vegalengdir milli staða eftir hringveginum og eftir hálendisveginum. „Vafasamt er að nokkur einstök framkvæmd í samgöngumálun- um geti haft eins víðtækar afleið- á Stórhöfða, tæplega 80 á Hvera- völlum og um 40 í Reykjavík. Hvassviðrið skiptir að sjálfsögðu sköpum þar sem skafrenningur er annars vegar, en töflu þar að lút- andi er að finna á þessari opnu. Það er ekki nóg með að mun hvassara sé í Sandbúðum en á Hveravöllum, heldur er skyggnið einnig mun minna. Hveravellir eru í 641 metra hæð yfir sjávar- máli en Sandbúðir 821 metra, og hefur þessi hæðarmunur upp á tæpa 200 metra heilmikið að segja. Á íslandi eru svokölluð lágský algengust, en þau eru í 700 til 800 metra hæð. f Sandbúðum liggja skýin því gjarnan niðri, og þá er eins og keyrt sé í þoku, en vegna hæðarmunarins getur ver- Þóranna Pálsdóttir, veðurfræðingur: Meiri munurá Hveravöllum og Sandbúðum en k/ið höfðum fyrirfram gert ráð fyrir. Um hring- Stytting á Ákvörðunarstaöur veginn Um hálendið akstursleið Fteykjavík-Akureyri ...432 km Um 360 km Um 70 km Reykjavík-Egilsstaðir ...710 km Um 460 km Um 250 km Selfoss-Akureyri ...487 km Um 300 km Um 190 km Þjórsárv.-Akureyri ...556 km Um 235 km Um 320 km Kirkjubæjarkl.-Akureyri. ...704 km Um 335 km* Um 380 km 'Fjallabaksleið. ingar til þess að draga úr áhrifa- mætti höfuðborgarsvæðisins á byggðaþróun sem þessi,“ segir í greinargerðinni, enda telja flutn- ingsmenn að hálendisvegirnir tengdu saman þau landsvæði sem hafa frá náttúrunnar hendi mesta þróunarmöguleika til þess að mynda mótvægi gegn höfuðborg- arsvæðinu. ,,,, ið gott skyggni á Hveravöllum undir slíkum lágskýjum, sagði Þóranna. Rigning í byggö, slydda á fjöllum Almenn umferð yfir Sprengi- sand á að geta verið nokkuð trygg fjóra til fimm mánuði á ári, mið- að við niðurstöður veðurathug- ananna í Sandbúðum, en það er rétt og skylt að hafa það í huga að Sprengisandsleiðin hefur ekki verið könnuð að öðru leyti með tilliti til veðurfars. Á Veðurstof- unni hefur ekki farið fram nein úttekt á þessari leið enda ekki verið beðið um slíkt, en ef marka má reynsluna frá Sandbúðum þá virðist þurfa að leggja í mikinn kostnað til að halda þarna opnum vegi. Þegar rignir í byggð er slydda eða snjókoma á fjöllum; þess er skemmst að minnast að snjó- sleðamenn héldu mót í Nýjadal og lentu í glórulausum byl þótt komið væri fram undir vor. Eins geta gangnamenn hreppt illviðri í september og byrjun október, en í báðum þessum dæmum eru menn hreint ekki í námunda við háveturinn. HS Hálendisvegurinn Ráðstefna í maí í byrjun maí mun Verkfræð- ingafélag Islands gangast fyrir ráðstefnu um mögulega vegagerð um hálcndið. Að sögn nýkjörins formanns félagsins, Jóns lngimarssonar, verður skipulags- og þróunar- þættinum sinnt til jafns við veg- amálin, og hefur Trausti Valsson, skipulagsfræðingur og arkítekt, veg og vanda af undirbúningi þess hluta viðfangsefnis ráðstefn- unnar. Trausti hefur skrifað mikið um hálendisvegakerfi og áhrif þess á byggðaþróun, síðast bókina Hugmynd að fyrsta heildarskipulagi íslands, en hún kom út í fyrra. Að sögn Jóns er ráðstefnunni ætlað að fjalla um fyrirliggjandi þekkingu á hálendinu, bæði veðurfarslega og eins hvað við- kemur kortlagningu af landinu, en þar leggja orkurannsóknir til mikinn fróðleik. Jón sagði að varla yrði um ann- að að ræða en varanlegt slitlag ef af gerð hálendisvegarins yrði; ráðstefnan myndi reyna að gera sér grein fyrir kostnaðinum sem af hlytist og liti til Vegagerðar- innar um þá útreikninga. Þá sagði hann að landsbyggð- armenn yrðu fengnir til að skoða þessi mál út frá sínum aðstæðum, til dæmis með tilliti til hvers kon- ar flutninga, og eins yrði hugað að ferðamanna- og náttúruvernd- armálum. HS Fimmtudagur 24. mars 1988 FJÓÐVILJINN — SlÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.