Þjóðviljinn - 24.03.1988, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 24.03.1988, Blaðsíða 18
ALÞÝÐUBANDALAGIP Alþýðubandalagið Hafnarfirði Bæjarmálaráðsfundur Fundur í bæjarmálaráði ABH verður haldinn laugardaginn 26. mars kl. 10.00 í Skálanum, Strandgötu 41. Dagskrá: Staðan í bæjarmálunum. Útgáfumál og önnur mál. - Formaður ABR Konur á norrænt kvennaþing Konur sem hafa áhuga á norræna kvennaþinginu í Osló í sumar, mætið í morgunkaffi laugardaginn 26. mars nk. kl. 11.00, á Hallveigastöðum við Túngötu. Konur í Alþýðubandalaginu. Alþýðubandalagið á Akureyri Bæjarmálaráð Fundur í Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18, mánudaginn 28. mars kl. 20.30. Dagskrá: 1) Dagskrá bæjarstjórnarfundar 29. mars. 2) Umhverfismál og heilbrigðismál. Fulltrúar Alþýðubandalagsins í viðkomandi nefndum leiða umræður um þessa málaflokka. 3) Önnur mál. Allir velkomnir. - Stjórn bæjarmálaráðs. Alþýðubandalagið Kópavogi Morgunkaffi ABK Heiðrún Sverrisdóttir bæjarfulltrúi og Sigurður Grétar Guðmundsson full- trúi í stjórn Félagsheimilisins verða með heitt kaffi á könnunni í Þinghóli, Hamraborg 11, laugardaginn 26. mars frá kl. 10-12. Allir velkomnir. Stjórnin. ------------------------------------------- ABR Félagsfundur Alþýðubandalagið í Reykjavík heldur félagsfund þriðjudaginn 29. mars kl. 10.30. Rætt verður um málefni Palestínumanna og kjörin kjörnefnd fyrir aðafund félagsins. Nánar auglýst síðar. Stjórnin. ABR Á döfinni Morgunverðarfundur laugardaginn 26. mars kl. 10.30 að Hverfisgötu 105. Bríet Héðinsdóttir og Svavar Gestsson reifa málefni Ríkisútvarpsins. Stjórn ABR Svavar Alþýðubandalagið á Akureyri Félagsfundur ABA boðar til félagsfundar í Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18, laugardaginn 26. mars kl. 14.00 Dagskrá: 1) Lárusarhús, umræður um nýtingu. 2) Önnur mál. Félagar fjölmennið. Stjórn ABA Alþýðubandalagið Kópavogi Spilakvöld ABK Haldið verður áfram með hin vinsælu sþilakvöld 3 kvöld í viðbót. Sþilað verður mánudagana 11. og 25. aþríl í Þi tghóli, Hamraborg 11 og hefst spilamennskan kl. 20.30. Veitt verða kvöldverðlaun og heildarverðlaun sem eru helgarferð til Akur- eyrar. Gisting í 2 nætur og morgunverður á Hótel KEA. Allir velkomnir. Stjórn ABK ÆSKULÝÐSF YLKIN GIN Skrifstofan opin á miðvikudögum Skrifstofa ÆFAB er opin á miðvikudagskvöldum á milli kl. 20-22. Allar upplýsingar um starfsemina og stefnumál. Hringdu, eða það sem betra er, kíktu inn. Kaffi á könnunni. Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins, Hverfisgötu 105, sími 17500. Verzlunar- mannafélag Reykjavíkur Félagsfundur Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldurfélags- fund í veitingahúsinu Glæsibæ kl. 20.30 í kvöld. Fundarefni: Nýgerðir kjarasamningar. Félagsmenn eru hvattir til að mæta. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur lÖRFRÉTTTIRi Vinnustaða- heimsóknir íslensku óperunnar eru nú að hefjast til kynningar á Don Gio- vanni og Litla sótaranum. Óper- an býðurstarfsmannahópum, 30 manns og fleiri, afslátt af miða- verði og einnig býður veitinga- húsið Torfan óperugestum af- slátt af matarverði. Þeir vinnu- staðir sem vilja fá óperufólk í heimsókn geta haft samband í síma 27033. Sementsverksmiðjan á Akranesi framleiddi rúm 127 þús. tonn af sementi á sl. ári en til sementsbrennslunnar voru flutt inn tæp 20 þús. tonn af kolum. Vegna mikillar sementssölu á sl. ári og langs ofnastopps vegna endurnýjunar, gekk töluvert á birgðir fyrra árs en um áramótin voru til um 9.600 tonn af gjalli og tæp 13 þús. tonn af sementi hjá verksmiðjunni. Líffræði hrognkelsa er efni fyrirlesturs sem breski sjávarlíffræðingurinn John Da- venport flytur á vegum Líffræði- stofnunar Háskólans í dag kl. 15.15. Fyrirlesturinn sem er öllum opinn verður fluttur í stofu G-6 hjá Líffræðistofnun HÍ að Grensásvegi 12. Tommarallið hefst á morgun föstudag en það er fyrsta rallaksturskeppni árs- ins. 22 bílar eru skráðir til þátt- töku. Ekið verður um Reykjanes og höfuðborgarsvæðið og endað á nýrri sérleið sem liggur með- fram Laugardalshöllinni í Reykja- vík, en þar verður ekið síðdegis á laugardag. Áskorendakeppni og keppni í opnum flokki á Skák- þingi Islands hefst á laugardag í skákheimili TR við Grensásveg. Tefldar verða 9 umferðir eftir Monradkerfi og lýkur mótinu 4. apríl á annan í páskum. íslenskur markaður sem rekur ferðamannaverslun- ina á Keflavíkurtlugvelli hefur tekið yfir rekstur Álafossverslun- arinnar við Vesturgötu í Reykja- vík. Verður Álafoss-nafnið notað áfram á versluninni en nú er unn- ið að því að færa húsnæðið, jafnt að utan sem innan, í því sem næst sitt upprunalega horf. Breytingum á að Ijúka fyrir maí- byrjun Neytendamála- ráðherrar Norðurlandanna funduðu í Stokkhólmi í vikunni um þróun sameiginlegs markaðs Evrópu- bandalagsins og áhrif hans á norrænt samstarf um neytenda- mál. Voru ráðherrarnir sammála um að aðlögun að reglum um EB-markaðinn megi ekki leiða til þess að dregið verði úr neytend- avernd á Norðurlöndunum. Hið íslenska náttúrufræöifélag hélt aðalfund sinn á dögunum en nú eru skráðir félagar tæplega 1840. Félagið var stofnað árið 1889 og er með elstu starfandi félögum landsins. í stjórn félagsins eiga sæti: Þóra Ellen Þórhallsdóttir formaður, Hreggviður Norðdahl varafor- maður, Björg Þorleifsdóttir ritari, Ingólfur Einarsson gjaldkeri og Ingibjörg Kaldal meðstjórnandi. I varastjórn eiga sæti þau Gyða Helgadóttir og Einar Egilsson. Samtök gegn asma og ofnæmi halda aðalfund sinn að Norðurbrún 1, laugardaginn 26. mars kl. 14.00. Venjuleg að- alfundarstörf og kaffiveitingar. n IÐNTÆKNISTOFNUN ÍSLANDS. Eftirtalin námskeið verða haldin á næstunni hjá Iðntæknistofnun: FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ IÐNAÐARINS: 14. apríl Fræðsludagur um grundvallaratriði viðhalds og viðgerða á husum. Timburhús og steypt hús. Bygg- ingahlutar: þök, veggir, gluggar. Lagnir. Fyrirbyg- gjandi viðhald og áhrif þess á rekstrarkostnað. MÁLMTÆKNIDEILD: 25.-26. apríl Málmsuða - námskeið fyrir verkstjóra. Efnisfræði. Val og meðferð suðuvíra. Gæðakröfur á suðu. Gerð suðuferla. Eingöngu fræðileg kennsla. Námskeiðið er ætlað verkstjórum. 16 stundir. 18.-20. apríl Suða með duftfylltum vír. Notkunarsvið, kostir og gallar. Afköst, fjárhagsleg atriði. Flokkun suðuvíra og helstu eiginleikar. Verklegar æfingar og sýnikennsla. 24 stundir. 11.-15. apríl Rafsuða/stúfsuða á rörum. - Útfærsla og frágangur suðu. Gallar og orsakir þeirra. Flokkun og meðferð rafsuðuvíra. 40 stundir. apríl og maí CAD/CAM tækni. Farin verður hringferð um landið með námskeið í lok apríl og byrjun maí. Nánar auglýst síðar. REKSTRARTÆKNIDEILD: 25.-30. apríl Stofnun og rekstur fyrirtækja. Ætlað konum. Haldið á kvöldin og fyrir hádegi á laugardegi. Námskeiðinu er ætlað að auka skilning þátttakenda á því, hvað atvinnurekstur útheimtir, hvað þarf að athuga og hvað þarf að varast. 15 stundir. 25.-27. apríl Vöruþróun. Vöruþróun, markaðssókn, leið til Petri afkomu. Gerð framkvæmdaáætlunar, frá hugmynd til framleiðslu. Leiðir til að fjármagna vöruþróun o.fl. 15 kennslustundir. VERKSTJÓRN ARFRÆÐSLAN: 25.-26. apríl Samstarf og samvinna. Hvað er stjórnun og hvert er hlutverk verkstjóra, skipulag samstarfs og samvinnu. 27.-28. apríl Stjórnunaraðferðir og starfshvatning. Farið er yfir helstu kenningar í stjórnun og stjórnunarstíl, hvað hvetur menn til vinnu og hvernig eiga góð verkfyrir- mæli að vera. 29.-30. apríl Sala og markaðsmál. Farið er yfir helstu atriði í mark- aðsmálum og markaðsfærslu, skipulagningu sölu og dreifileiða, auglýsingar og kynningar o.fl. 25.-26. apríl Verktilsögn og vinnutækni. Haidið á Akureyri. Farið er yfir skipulagða verktilsögn, móttöku nýliða og starfsmannafræðslu, vinnuvistfræði, líkamsbeitingu við vinnu. 18.-19. apríl Stjórnun breytinga. Haldið á Akureyri. Farið er yfir stjórnun breytinga, hvernig er unnið að breytingum. Starfsmannaviðtöl, hvernig virkja má starfsmenn til að leysa vandamál o.fl. 11.-12. apríl Verkefnastjórnun. Haldið á Akureyri. Undirstaða verkefnastjórnunar. Hlutverk verkefnisstjóra, myndun verkefnishópa, vöruþróunarverkefni o.fl. 8.-9. apríl Tíðniathuganir og bónus. Tíðnirannsóknir og hvernig meta má afköst hópa, verkstæðisskipulag, hagræðing vinnustaða, afkastahvetjandi launakerfi. 6. -7. apríl Verkáætlanir og tímastjórnun. Farið er yfir undi- stöðu í áætlanagerð og verkskipulagningu, CPM- framkvæmdaáætlun, Gantt-áætlun á mannafla og aðföngum. 15. -16. apríl PROJECT-forrit og verkáætlanir. Farið er yfir undir- stöðu verkskipulagningar með aðstoð PC-tölvu, kynning á tölvuforritinu PROJECT o.fl. 11.-12. apríl MULTIPLAN-forrit og greiðsluáætlanir. Farið er yfir undirstöður áætlanagerðar með PC-tölvu, kennd notkun á töflureikniforritinu MULTIPLAN. 13.-14. apríl Fyrirbyggjandi viðhald. Farið er meðal annars yfir kerfisbundið viðhald véla, tækja og mannvirkja, o.fl. 18.-19. apríl Innkaupa- og lagerstjórn. Farið er meðal annars yfir helstu atriði við skipulag innkaupa og lagerstjórn o.fl. 29.-30. apríl Undirstaða vinnuhagræðingar. Farið er yfir undir- stöðu vinnuhagræðingar á vinnustöðum og helstu hjálpartæki við hagræðingu og mat á árangri, o.fl. 7. -8. apríl Framleiðslustjórnun. Farið er meðal annars yfir undirstöðuatriði í framleiðslustjórnun, innkaup o.fl. VINNUVÉLANÁMSKEIÐ: 11 .-20. apríl Námskeið fyrir stjórnendur vinnuvéla. - Haldið ( Reykjavík. 22.-30. apríl Námskeið fyrir stjórnendur vinnuvéla. - Haldið á Selfossi. 4.-12. maí Námskeið fyrir stjórnendur vinnuvéla. - Haldið á Siglufirði. Námskeið í Reykjavík eru haldin í húsakynnum Iðntækni- stofnunar, nema annað sé tekið fram. Nánari upplýsingar og innritun hjá stofnuninni í síma 91- 687000, Fræðslumiðstöð iðnaðarins í síma 91-687440 og Verkstjórnarfræðslunni í síma 91-687009. GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA! ÁugWs^Ip)óövil^um Sími681333

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.