Þjóðviljinn - 24.03.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 24.03.1988, Blaðsíða 10
Unnið með náttúrunni gegn Ævar Jóhannesson telur margt athugavert við þær hömlur sem settar eru á sölu náttúrumeð- ala hérlendis og lítinn áhuga heilbrigðiskerfis- ins á fyrirbyggjandi starfi I gegnum tíðina hafa áhuga- mannahópar um heilsuvernd lagt áherslu á mikilvægi mataræðis og hollra lifnaðarhátta til að hindra sjúkdóma og efla lífsþrótt. Settar hafa verið fram kenningar um hvernig beita megi náttúruafurð- um til lækninga ýmissa sjúkdóma í stað hefðbundinna lyfja og byggja þær oft á reynslu, sem safnað hefur verið í gegnum aldirnar. Gjarnan hafa hugmyndir þeirra er aðhyllast náttúrulækn- ingar verið afskrifaðar af opin- bera heilbrigðiskerfinu, sem hálf- gerð trúarbrögð er ekki ættu við nein vísindaleg rök að styðjast. Sífellt fleiri virðast þó leggja eyrun við úrræðum þeirra cr boða notkun náttúrulegra bæti- efna til að viðhalda heilsunni á tímum iðnaðarframleiðslu á mat- vælum. Hér á landi hefur Náttúru- lækningafélagið starfað í rúm 50 ár og er starfsemin nú fjölþætt. Fyrir 10 árum var Heilsuhringur- inn stofnaður og er stefna hans að vinna með náttúrunni gegn sjúk- dómum og efla heilbrigði lands- manna. í málgagni Heilsuhrings- ins, Hollefni og heilsurækt, er birtur fróðleikur úr ýmsum átt- um, sem tengist heilsu og velferð manna. Tímaritinu er einnig ætl- að að vera baráttutæki til að auka frjálsræði neytendanna í málum sem varða bætiefni, steinefni og vítamín, en hér á landi hefur ekki verið leyfð sala á ýmsum efnum sem kaupa má í matvörubúðum í nágrannalöndunum. Ævar Jóhannesson er áhuga- maður um heilsumál og á sæti í ritnefnd blaðsins. Hann er vel að sér um hlutverk og áhrif hinna ýmsu efna á starfsemi líkamans og fylgist vel með rannsóknum á þvi sviði. Ævar var reiðubúinn að spjalla um gagnsemi hinna ýmsu fæðubótarefna og fleiri mál frá bæjardyrum þeirra er nýta vilja afurðir náttúrunnar til að fyrir- byggja heilsubrest og lagfæra það sem úrskeiðis fer. Misjafnt hvað hverjum hentar Ýmis náttúruleg fæðubótarefni standa fólki til boða í dag og hafa mörg öðlast skjótar vinsældir og fengið orð á sig fyrir að reynast vel gegn ákveðnum kvillum. Þar má telja blómafræfla eða blóma- frjóduft, hvítlaukstöflur og -hylki, og kvöldvorrósarolíu. En hvernig getur fólk vitað hvað hentar því? -Margir eru lélegir til heilsunn- ar, prófa hitt og þetta. Finna þannig hvað hentar þeim best. Fyrst prófar fólk mest eftir auglý- singum, en síðan nær salan jafnvægi þegar þeir sem telja sig hafa gott af ákveðinni tegund halda áfram að kaupa hana. Ævar sagði að það væri engin von til þess að eitt efni verkaði á alla og t.d. væri þarflaust fyrir suma að vera að nota kvöldvorrósar- olíu. Kvöldvorrósarolían inniheldur sérstaka gerð af fjölómettuðum fitusýrum, gamma-linolensýru, af omega-6 gerð. Sumir einstak- lingar virðast eiga örðugt með að mynda hana úr fæði vegna skorts á nauðsynlegum hvata og gamalt fólk getur einnig átt í svipuðum erfiðleikum. Auk þess getur óheppilegt fæði hindrað virkni þessara hvata, að sögn Ævars. Til óheppilegs fæðis teljast transfitur (hertar eða mikið hitaðar) og mikið af mettuðum fitum, kolest- erolrík fæða og áfengi. Nauðsynlegt er fyrir líkamann að fá fjölómettaðar fitusýrur úr fæðunni, en þær eru m.a. notaðar til að byggja upp frumuhimnur og búa til eins konar hormóna er nefnast prostaglandin. Rangt hlutfall milli prostaglandina er talið geta ýtt undir ákveðna sjúk- dóma, s.s. gigtar- og kransæða- sjúkdóma, æðakölkun og marga ofnæmissjúkdóma. í lýsi er mikið af fjölómettuðum fitusýrum af omega-3 gerð og nú er iagt kapp á að sanna gildi þess í baráttunni við liðagigt og hjartasjúkdóma. Að sögn Ævars geta fitusýrur í lýsi ekki komið í staðinn fyrir omega-6 fitusýrurnar sem fást m.a. úr kvöldvorrósarolíunni, eins og stundum hefur verið hald- ið fram. - Báðar tegundir eru álíka nauðsynlegar en þær geta ekki komið hvor í staðinn fyrir aðra. Sem dæmi um góða verkan kvöldvorrósarolíunnar nefndi Ævar að í sumum tilfellum hefðu konur læknast af æðahnútum og við tíðaverkjum hefði hún einnig komið að gagni. f Svíþjóð er hún skráð sem náttúrulyf og má aug- lýsa hana sem gagnlega við tíða- verkjum. Gagnsemi hvítlauks Hvítlaukur hefur verið í sviðsl- jósinu undanfarið en hvaða gagn á að vera af töku hans? Ævar sagði að góð áhrif hvít- lauks væru löngu þekkt og í So- vétríkjunum væri hann t.d. not- aður í stað blóðþrýstilyfja. Hann vísaði til greinar í Journal of Ort- homolicular Medicine, þar sem skýrt var frá niðurstöðum tvö- faldrar blindprófunar á verkan hvítlauks. Þar voru könnuð áhrif á samloðun blóðflaga, blóðþrý- sting og blóðfitu og kom sá hópur er tók hvítlaukinn merkjanlega betur út. Hann á að hindra mynd- un óheppilegra prostaglandína og draga úr hættu á myndun blóð- tappa, auk þess sem hann hefur góð áhrif á liðagigt. Blómafrjóduft hefur einnig notið vinsælda hér. í þeim er mikið af bætiefnum og fullgildri eggjahvítu að sögn Ævars. Hann sagðist hafa heyrt suma hæla þeim mikið og svo væru stöku dæmi um að fólk hefði ofnæmi fyrir þeim. Fólk þyrfti að taka litla skammta í byrjun til að at- iiuga hvort það þyldi þá. - í Eng- landi hafa verið gerðar tilraunir til að lækna fólk af ofnæmi fyrir frjódufti í andrúmsloftinu, með því að láta það taka litla skammta af blómafrjódufti. Meðal sjúk- dóma sem notkun þess hefur sannað gildi sitt á eru kvillar í blöðruhálskirtli. Um hressingarefnið ginseng sagðist Ævar halda að mjög mis- jafnt væri hvort einstaklingar fyndu mikinn mun eftir notkun þess. Það virkaði svipað og kaffi og það væri spurning hvort það væri gott eða ekki. Sagði hann að þó að gingseng ætti að hafa ör- vandi áhrif hefði því aldrei verið líkt við dóp. Engin fráhvarfs- einkenni fylgdu notkun þess, þrátt fyrir stóra skammta. Góður matur betri en pillur Er talið barst að neyslu víta- mína og steinefna, taldi Ævar að alltaf væri betra að fá þau efni úr góðum mat en pillum. Fólk ætti t.d. frekar að ná sér í D-vítamín úr lýsi en kaupa það í pilluformi. í grein sem hann skrifaði um bæti- efni varar hann við því að fólk noti bætiefnapillur sem einskon- ar hækjur til að styðja sig við, svo að það geti lifað á óhollri og nær- ingarsnauðri fæðu. Aftur á móti sé þörf einstak- linga fyrir bætiefni mjög misjöfn frá náttúrunnar hendi og því þurfi sumir meira magn en staðlaðir dagskammtar gera ráð fyrir. Get- ur þar spilað inní hæfni melting- arfæranna til að taka upp þessi efni og einnig geta sumir þurft stærri skammta til að mynda ákveðna nauðsynlega hvata. Starfsemi ýmissa hvata dvínar með aldrinum og því getur ga- malt fólk þurft að bæta við sig bætiefnum. Ævar taldi frekar að fólk skorti einhver bætiefni hér á landi en að þau væru tekin í óhófi að óþöfu. Benti hann á að fyrir nokkrum árum hefði verið rannsakaður vítamínbúskapur þeirra er lögðust inn á spítala og þá hefði komið í Ijós að flesta vantaði eitt eða fleiri efni. - í einstaka tilfellum er hægt að lækna ákveðin vandamál með stórum skömmtum af vítamín- um. Þá þarf að vera búið að lesa sér vel til um hvaða vítamín er líklegast að vanti. Ef vítamín- takan virkar ekki innan ákveðins tíma þá verður að hætta henni. MANNLIF 7 Af ýmsu að taka á heilsumarkaðnum Með vaxandi heilsurœktaráhuga hafaýmis fœðubótarefni komist í tísku og einnig eru margir sem reyna vilja annað en hefðbundin lyf til lœkninga Á síðustu árum hafa sprottið upp búðir sem sérhæfa sig í svo- nefndum heilsuvörum. í þeim er lögð áhersla á að bjóða vörur beint úr náttúrunni eða unnar úr náttúrulegum efnum og kennir þar ýmissa grasa. Best þykir ef hráefnið hefur verið lífrænt ræktað, þ.e. enginn tilbúinn áburður eða ónáttúruleg aukaefni notuð við framleiðsl- una. Ákjósanlegast er að ræktun hafi farið fram á stöðum sem ekki eru enn undirlagðir af mengun, sem menn spúa yfir jörðina. Þeir staðir eru líklega vandfundnir þar sem jörð, loft og vatn er með öllu ómengað eins og haldið er fram á sumum umbúðum. Þegar lesið er um blómafrjóduft sem safnað er í ómengaða hluta Alpanna, þá er von að einhver spyrji hvar hann sé. Þegar við litum inn í tvær búðir sem selja náttúruafurðir var greinilega ekkert lát á viðskipta- vinum. Margir horfðu vonar- augum á hillur þar sem raðað var hinum margvíslegustu boxum er innihalda ótal gerðir fæðubóta- efna. Þar eru algengustu vítamín og steinefni og að auki sérstakir „lífþróttsaukar" og kúrar sem eiga að fyrirbyggja eða slá á hin ýmsu mein er hrjá nútímafólk. Einn viðskiptavinur vildi fá eitthvað hressandi, annar af- stressandi og sá þriðji eitthvað sem dregið gæti úr óþægindum breytingaraldursins. Hvítlauksæöi f samtali við Freyju Svavars- dóttur, starfsmann í Heilsuhús- inu, kom fram að máttur auglýs- inganna er mikill. Sagði hún að ef eitthvað væri auglýst þá ykist fljótt eftirspurn eftir þeirri vöru. „Hvítlaukur er mjög vinsæll núna, hann hefur líka verið vel kynntur," sagði Freyja er spurt var hvort eitthvað sérstakt væri í tísku. í búðinni iá frammi ljósrit af blaðagrein, þar sem rakin var jákvæð reynsla nokkura einstak- linga af því að taka hvítlaukshylki við alls kyns kvillum. Varla er hægt að hugsa sér betri auglýs- ingu, því hvern dreymir ekki um komast í tæri við afurð, sem sögð er hafa slíkan mátt til að lina þrautir. Ekki spillir að með sér- stakri verkun hefur tekist að eyða aukaverkununum, þ.e. hvít- laukslyktinni sem mörgum þykir miður góð. Mikið um aö fólk leiti ráöa Freyja sagði að mjög mikið væri um að fólk leitaði ráða hjá þeim um hvað það ætti að kaupa sér. - Sumir ætlast til að við séum læknar og spyrja hvort við eigum ekki eitthvað við þessu eða hinu, sem hrjáir það. Við reynum að gera okkar besta og þurfum að lesa okkur mikið til í alls konar ritum um náttúrulækningar. Að sögn Freyju má ekki standa á umbúðunum að viðkomandi vara sé við einhverju sérstöku, en margir hafa heyrt reynslusögur annarra eða lesið greinar þar sem efnið er lofað. Ef fólk er búið að gefast upp á læknunum er oft síð- asta hálmstráið að reyna að lækna sig sjálft með efnum úr náttúrunni. Margir væru líka bara að hressa sig með neyslu fæðubótaefna. Svo væru þeir sem leituðu eftir náttúruvörum, því þeir vildu ekki taka sterk lyf vegna aukaverk- Jóhanna Kristjánsdóttir stendur hér fyrir framan fullar hillur af fæðubótarefnum se ana. Hún hefði tekið eftir því að eftir að Lyfjabókin kom út, hafi margir orðið hræddari við lyfin þegar þeir gátu lesið um mögu- legar aukaverkanir. Freyja sagði það vera skrýtið að fólk mætti ekki hafa frjálst val um hvort það ' notaði hómopatalyf í stað hefð-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.