Þjóðviljinn - 10.04.1988, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 10.04.1988, Blaðsíða 12
r Sama langvíubyggðin í Skúfeyju í Færeyjum 1965 og 1983. Að sögn Bergs Olsens fuglafræðings hefur langvíubyggðin látið á sjá með hverju árinu sem líður. Ifyrravoru einungistvennpörlangvíuhjónaeftir á þeim stað í bjarginu þar sem myndirnar eru teknar. Myndir 14. SEPTEMBER. Langvían Geigvœnleg fœkkun í langvíubyggðum í Noregi og Fœreyjum 12 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 10. apríl 1988 Danskir fuglafræðingar óttast um afdrif langvíustof nsins í Nor egi og Færeyjum. Arnþór Garðarsson fuglafræðingur: Ekki ástæða til að óttast um íslenska stofninn. Margfalt sterkari en sá norski og færeyski Danskirfuglafræðingar, sem stundað hafa rannsóknir á langvíustofninum í norður- höfum, einkum Noregi og í Færeyjum, eru þeirrarskoð- unar að tilvist engrar annarrar sjófuglategundar hafi verið ógnað jafn f reklega síðan geirfuglinn leið undir lok um miðjasíðustuöld. Verði ekkert aðhafst nú þegar til að tryggja viðgang langví- unnar blasir aldauði fuglsins við í Færeyjum og Noregi, hefur færeyska blaðið 14. september 19. og 23. mars 1988 eftirfuglafræðingunum. Að muna sinn fífil fegri Dönsku fuglafræðingarnir, sem rannsakað hafa viðgang langvíunnar á Norður- Atlantshafi og á Barentshafi, álíta að í Noregi einum hafi lang- víustofninn minnkað um 75 af hundraði á síðastliðnum tveimur áratugum. í Finnmörku, þar sem er stærsta langvíubyggð í Noregi, hefur fuglinum fækkað mikið. Á árunum kringum 1950 er álitið að 110.000 langvíupör hafi verið við Finnmörku, en ekki nema 4000 samkvæmt talningu í hitteðfyrra. Viðlíka sögu er að segja frá lang- víubyggðum á Bjarnarey. Talið er að varpfugli hafi fækkað um heil 90% á milli ára 1986 og 1987. f Færeyjum er engu skár komið fyrir langvíunni. í dag er álitið að 315.000 langvíupör hafist við í eyjunum, sem er ekki nema um einn tíundi hluti þess fjölda sem þar var á fimmta áratugnum. Fuglafræðingarnir benda á að þessi fækkun langvíunnar sé þeim mun alvarlegri, þegar þess er gætt að viðkoma fuglsins er hæg. Fugl- inn verður ekki kynþroska fyrr en á sjötta ári og verpir aðeins einu eggi. Það má því ekki mikið útaf bera til að varp misfarist. Ofveiði og olíumengun Veigamestu ástæður fyrir fækkun langvíunnar segja dönsku fuglafræðingarnir vera ofveiði fiskistofna í Norður- Atl- antshafi og olíumengun. - Sökum ofveiði í Barentshafi er vistkerfi strandlengju Norður-Noregs meira og minna úr lagi fært, hefur 14. september eftir fuglafræðingunum. Loðnustofninn hefur verið of- veiddur og afleiðingin er sú að fuglinn hefur ekki lengur nægt æti. 14. september segir að nú sé hald manna að samband kunni að vera á milli þverrandi gengis langvíunnar við Færeyjar og of- veiði Norðursjávarsíldarstofns- ins, en í hafinu í kringum Færeyj- ar voru miklar hrygningarstöðvar síldarinnar. Olíuóhöpp og mengun í Norð- ursjó í kjölfar umfangsmikillar olíuvinnslu hefur einnig tekið drjúgan toll af langvíustofninum. Af völdum olíumengunar í kjölfar olíuleka í Norðursjó árið Þétt setinn bekkurinn í langvíubyggð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.