Þjóðviljinn - 10.04.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 10.04.1988, Blaðsíða 7
Allt gengur. Engin ein lína er í tísku. sumt tókst vel, annað hefði mátt fara betur. í heildina má segja að þetta andrúmsloft hafi hentað mér ein- staklega vel vegna þess að ég hef alla mína tíð verið harla aga- fælinn. Ég gat t.d. aldrei fellt mig við það í menntaskóla að þurfa að læra kósínus og sínus, ég ætlaði mér beint í sálfræði. Þarna úti höfðu menn frelsi til að læra það sem þeir vildu og gátu raðað sam- an námsgreinum að eigin geð- þótta. Síðan réðst það fyrst og fremst af skynsemi nemandans hversu ákjósanlega menntun hann hlaut. Þarna voru menn sem vissu harla lítið hvað þeir voru að gera. Svo man ég eftir öðrum sem unnu markvisst að því að komast inn í Harvard og tókst það. Ég einskorðaði mig við þrjú fög: mannfræði, sálfræði og myndlist. Draumurinn var sá að stofnsetja sálræktarmiðstöð hér heima. Þar skyldi kenna fólki að virkja sköpunargáfuna. Þetta er það sem ég hafði mestan áhuga á að gera. Sjálfsagt hefur þessi skóli styrkt þær tilhneigingar hjá mér að gera það sem sérviska mín teymdi mig út í og láta skeika að sköpuðu. Mér hefur alltaf leiðst yfirvald, allar stofnanir: hvort sem þær heita alþingi, mynd- listarstofnun, útgefendur eða eitthvað annað. Ég geri það sem mér sýnist, þótt það sé í óþökk áðurnefndra valdastofnana. Það eina sem skiptir máli er að ég sé sannfærður um að gera rétt.“ Fjöllyndi - Þú ert ekki í Septem-hópnum og þú ert ekki í félagi grafíklista- manna. Mér skilst að þú sért ekki einu sinni í bekkjarfélagi þeirra sem útskrifuðust úr Myndlista- og handíðaskólanum vorið 1978. Hvaða klíku tilheyrirðu? „Vonandi engri. Af einhverj- um ástæðum eru hópar yfirleitt eitur í mínum beinum, hvort sem þeir kalla sig stjórnmálaflokk, kennarafélag eða frímúrara. Ekki svo að skilja að mér sé illa við fólk. Ég kann með afbrigðum vel við staka menn. Fátt veitir mér meira yndi en að umgangast gott fólk. En þegar þetta sama fólk týnir sjálfu sér og lítur á sig sem fulltrúa einhvers hóps þá segi ég takk fyrir mig og flýti mér burt. Mér virðist sem félög efli oft verstu eiginleika einstaklinga. Það að geta ekki hrært sér saman við einhverja klíku er eflaust löstur en ekki kostur. Mér skilst að mörgum þyki það aðdáan- verður eiginleiki um þessar mundir að eiga inni í sem flestum klíkum, það ku víst hjálpa mönnum stórum í baráttunni um gullið og grænu skógana.“ - Hvað segirðu um íslenska myndlist árið 1988? Á hvaða bás ert þú? „Islensk myndlist einkennist um þessar mundir af „plúral- isma“ - finnum íslenskt orð... „fjöllyndi", er það ekki ágæt þýð- ing? Allt gengur. Engin ein lína er í tísku. Huganlega er ég skilg- etið afkvæmi þessa andrúmslofts. Mér líkar þetta afspyrnu vel. „Listastofnunin" pressar hins vegar á listamenn að þeir marki sér ákveðinn bás. Það á enginn að vera fullmótaður fyrr en honum hefur tekist að beina kröftum sín- um í eina átt. Ég verð bara að viðurkenna að það rúmast of margt á áhugasviði mínu til þess að ég geti einangrað mig við eina stefnu eða eitt viðfangsefni. Eins og ég sagði þér áðan hef ég bara engan áhuga á slíku - og afneita því jafnframt að það sé stefnu- leysi að leita fanga í eins mörgum stefnum og manni sýnist. Enda er öll list sprottin af sama kjarnan- um...“ - Líka ritlistin? „...líka ritlistin.“ Guðmundur er ekki við eina fjölina felldur í listsköpuninni. Auk myndlistar hefur hann feng- ist við ritstörf og út hafa komið eftir hann tvær skáldsögur: Allt mcinhægt (1982) og Næturflug í sjöunda himni (1985). Bæði verk- in eru römmuð inn af einhvers- konar hversdagsraunsæi en leita skýlaust út úr því af minnsta ti- lefni. 1 þessum sögum virðist fá- fengileikinn yfirþyrmandi en les- andinn kemst að öðru áður en yfir lýkur. Báðar sögurnar fengu blendna dóma, sú fyrri vakti harkaleg viðbrögð gagnrýnenda fyrir sóðaskap af ýmsu tagi. - Er skynsamlcgt að kljúfa sig milli myndlistar og ritlistar? „Það er alls ekki óskynsam- legt, ekki hvað mig snertir. Þessi sambúskapur gengur ágætlega og ég lít á hvorugt sem aukabúgrein. Þegar ég hef unnið ákveðinn tíma í myndlistinni kemur þessi þörf að hvíla sig, hverfa algerlega frá henni og snúa sér að allt öðru. Þá byrja ég að skrifa. Og meðan ég skrifa þá byggi ég mig óafvitandi upp í myndlistinni, það er alltaf eitthvað að gerjast. Síðan kemur að því að ég fæ mig fullsaddan af ritstörfum í bili og byrja aftur að mála. Ég efast um að ég fengi meiru áorkað þótt ég stundaði eingöngu annaðhvort myndlist eða ritstörf." - Hvernig leiddistu út í að skrifa skáldsögur? „Það er sérkennileg tilviljun sem réð því. í rauninni einkennd- ust æsku- og unglingsár mín af ólæsi. Ég var læs á upplýsinga- bæklinga og símaskrá, en að öðru leyti liðu þessi ár hjá án þess ég kynntist töfrum tungunnar. Það harðasta sem ég lagði í voru reyfarar fyrir börn eftir Enid Blyton. Annað las ég ekki fyrir tvítugsaldurinn. Samt hef ég lengi haft einhverja þörf fyrir að berja saman texta. Þegar ég var um það bil 10 ára skrifaði ég eitthvert bull og var þá undir áhrifum af þessari merkilegu konu. Þegar ég var í Bandaríkjunum lukust upp fyrir mér nýir heimar. Ég gleymdi gamla landinu og tal- aði ekki íslensku í rúmt ár. Því miður áttaði ég mig ekki á því fyrr en of seint hvaða afleiðingar það hafði. Þótt skömm sé frá að segja var ég hálfmállaus þegar ég kom aftur til íslands. Eitthvað varð að gera í málinu - og það fljótt. Lausnin var Halldór Laxness. Ég las nokkarar bækur eftir Halldór til þess að endurnýja móðurmáls- kunnáttuna. Þar var hann mér mikil hjálp en í leiðinni uppgötv- aði ég þvílíkur galdrakarl hann er og ánetjaðist gersamlega ritverk- unum hans. Ég hætti ekki að lesa Laxness fyrr en ég var búinn með allt safnið hans, um tvo hillu- metra. Þetta var eins og fyllerí. Ég datt í það og hef ekki náð mér upp úr því síðan. I framhaldi spratt þörfin til þess að framleiða eigið vín. Ég fór að skrifa og hef gert það síð- an. Þetta er þörf sem ég ræð ekk- ert við og hef engan áhuga á að ráða við.“ Velsœmismörkin - Mörgum þykir að í bókum þínum sé farið út fyrir velsæmis- mörkin. Hefurðu unun af því að hneyksla fólk? „Það leynist sjálfsagt einhver slíkur púki í mér. Samt... samt. Tilgangurinn er aldrei sá að hneyksla. Ég set ýmislegt á papp- ír vegna þess að það tilheyrir hversdagslegri raunveruleikalýs- ingu. Auðvitað velur rithöfundur alltaf af kostgæfni það sem hann vill segja. Ýmsar viðmiðanir geta ráðið því, bæði meðvitaðar og ó- meðvitaðar. Ég hef hins vegar kosið að láta ekki óskráð (eða skráð) mórölsk lög hafa áhrif á frásögnina. Það verður að skapa svið í sérhverri frásögn, einhvers staðar verður sagan að gerast. Ýmis smáatriði í sviðsetningunni geta skipt höfuðmáli í því sam- bandi að skapa trúverðuga og góða sögu. Ég set samfaralýsingu í frásögnina ef ég tel það rétt fyrir söguna, ég segi frá því þegar sögupersóna losar sig við þungt og þunnt ef ég tel það rétt fyrir söguna. Það eru lögmál frásagn- arinnar sem eiga að ráða frá- sagnarefninu. Hitt er aukaatriði ef einhver lesandi hneykslast og úthrópar söguna á siðferðilegum forsendum. Það er hans mál og skiptir hvorki mig né bækur mín- ar neinu teljandi máli. Mér finnst það hvorki gott né vont - að vísu fitnar púkinn í mér eilítið.“ Forleggingar - Hvernig gekk að fá bækurn- ar gefnar út? „Fyrsta skáldsagan mín hefur aldrei komið út og kemur lík- legast aldrei út. Það fannst eng- inn forleggjari að henni. Næstu skáldsögur, Allt meinhægt og Næturflug í sjöunda himni, sýndi ég tveimur áhugalausum útgef- endum og gaf þær síðan út sjálf- ur. Næstu bók reikna ég ekki með að sýna útgefanda. Það er bæði ljúft og leitt að standa sjálfur í útgáfustarfsemi. Maður er laus við miskámuga putta úr verkinu. Eigin sérviska og sköpunargleði ættu af þeirri ástæðu að komast óvéluð til skila. Sköpunarfrelsið er 100%. Þetta eru kostirnir. Ókostirnir eru tengdir jarðbundnum hlutum eins og markaðssetningu. Þá kemur í ljós að það er erfitt að standa í þessu sjálfur, fyrst og fremst ætlar auglýsingakostnað- urinn alvog að drepa mann. Hérna kemst maður að raun um að það er mikill munur á því að skapa myndverk og ritverk. Enn sem komið er losna myndlistar- menn að mestu leyti við allt auglýsingafár. Myndlistin er ekki orðin jafn-ógeðfelldur bísniss og bókaútgáfa getur verst orðið. Það krefst nefnilega engra of- urmannlegra fórna að gefa út bók, heldur hitt að koma henni á framfæri, að selja hana. Þetta er því miður staðreynd. Svo virðist vera að útgefendur eigi auðveldar með að koma bókum sínum í fjölmiðla heldur en einstakir menn. Ég þykist hafa kynnst því. Manni dettur í hug að einhvers konar viðskiptasjónar- mið ráði þarna ríkjum: Stærð fréttatilkynningar um bók virðist standa í beinu hlutfalli við auglýs- ingamagn forlagsins hjá viðkom- andi fjölmiðli. Samt gef ég út mínar bækur sjálfur vegna þess að ég finn að ég get gert það.“ - Og hvenær kcmur næsta bók út) „I haust.“ (Ingi Bogi) Sunnudagur 10. apríl 1988 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.